Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. febrúar 1980 15 flokksstarfið Kópavogur. Fundur veröur haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 8.30 aö Hamra- borg 5. Nánar auglýst siöar. Framsóknarfélögin. Viðtalstímar Viötalstimi þingmanna og borgarfulltrúa veröur laugardaginn 9. febrúar 1980 kl. 10-12 f.h. Til viötals veröa þau Guömundur G. Þórarinsson alþingism. og Geröur Steinþórsdóttir. Fulltrúaráö framsóknarfélaganna i Reykjavík Aðalfundur ' Framsóknarfélags Reykjavikur veröur haidinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.301 fundarsal flokksins aö Rauöarárstlg 18. Dagskrá: Venjuieg aöalfundarstörf. Samkvæmt lögum félagsins skulu tillögur um menn I fulltrúarstarf hafa borist eigi siöar en viku fyrir aöalfund. Tillaga um aöai- og varamenn i fulltrúaráö framsóknarfélaganna i Reykjavik liggur frammi á skrifstofunni aö Rauöarárstlg 18. Stjórnin. Framsóknarfélögin á Suðurlandi Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna i Suöurlandskjör- dæmiboöar stjórnir allra framsóknarfélaga Ikjördæminu til fundar I Hótel Hvolsvelli sunnudaginn 10. febrúar kl. 20. Áriöandi aö allir mæti. Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna. Keflavik. _________ Aöalfundur framsóknarfélaganna I Keflavlk og Húsfélagsins Austurgötu 26 veröur haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. Jóhann Einvarösson mætir á fundinn og ræöir stjórnmálaviöhorfiö. Stjórnin. Hádegisfundur SUF Athugið breyttan fundardag. Hádegisfundur SUF veröur haldinn fimmtudaginn 7. febrúar n.k. i kaffiterlunni Hótel Heklu Rauöarárstlg 18. Gestur fundarins veröur Steingrlmur Hermannsson formaöur Framsóknarflokksins. Fram- sóknarfólk velkomiö. SUF. Mosfellingar, Kjalnesingar, Kjósverjar. Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur Félagsvist i Hlégaröi dagana 8. 15. og 22. febrúar og hefst öll kvöldin kl. 20.30. Aðalvinningur. Vikudvöl i Hótel Flókalundi viö Breiöafjörö. Auk þess góðir kvöldvinningar. Kaffiveitingar og öl i hléinu. Allir velkomnir. Nefndin. Kópavogur Fundur verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 8.30 aö Harmaborg 5. Jóhann H. Jónsson ræöir bæjarmálefni Kópavogs. Framsóknarfélögin. ___________________________________________________J Gamanbíngó tíl styrktar Sólheimum í Grimsnesi Aðalverkefni Lionskiúbbsins Ægis hefir frá upphafi beinst aö þvi aö aöstoöa, efla og styrkja heimili þroskaheftra aö Sól- heimum Grimsnesi. Núverandi verkefni klúbbsins erað standsetja og endurbyggja sundlaug og búningsklefa á Sól- heimum, en þessi mannvirki voru komin I hina mestu niður- nlðslu og raunar orðin ónothæf vegna viðhaldsleysis. Siðastliðið vor hófst klúbburinn handa við að lagfæra og endur- byggja þessi mannvirki. Fram- kvæmdir þessar hafa kostað mikið fé og margar milljónir vantar enn til að ljúka verkinu, en klúbbfélagar hafa einnig lagt fram mikið starf I sjálfboða- vinnu. Meiningin er að hinir þroska- heftu vistmenn á Sólheimum geti farið að nota sundlaugina I vor og er beðið með mikilli eftir- væntingu eftir því á staðnum að klúbburinn ljúki þessu verkefni, þannig að vistmenn geti aftur farið að nota sundlaugina. Ástæðulaust er að taka fram hversu bráðnauðsynlegt er að koma lauginniog aöbúnaði öll- um I það horf aö viöunándi sé, þvi að allir vita hversu stór þáttur I heilsu þroskaheftra hverskonar likamsrækt er. Hún bætir líkamlegt þrek þeirra og veitir þeim ómældar ánægju og gleðistundir. Fjáröflun Ægis vegna þessa verkefnis verður með svonefndu GAMANBINGÓI i Sigtúni i kvöld kl. 19.30. Við hvetjum alla þá, sem vilja veita þroskaheft- um lið að mæta i Sigtúni i kvöld en auk fjölda verðmætra vinn- inga er hér á ferðinni afbragðs fjölskylduskemmtun, sem verð- ur i umsjá Svavars Gests, sem stjórnar bingóinu, Sigfúsar Halldórssonar og Guðmundar Guðjónssonar, einsöngur með undirleik Sigfúsar og Baldurs Brjánssonar, sem sýnir töfra- brögð. I anddyri Sigtúns taka á móti samkomugestum þeir Jörund- ur, Ómar Ragnarsson, Halli og fl. og bjóða bingóspjöld til sölu. Jöfnun O Fjarvarmaveita O svo góða raun sem við vænt- um”, sagði Kristján. „Sparnað- urinn af svartoliunni er 800 þús- und á dag, en við urðum einnig að leggja i kostnað vegna breyt- inga fyrir svartoliukerfi, sem nemur 12-15 milljónum og auk þess varahlutakaup, sem ekki er enn vitað hverri upphæð nema. Svartollan verður að sjálf- sögðu ekki notuð á vélina aftur nema það álit sérfræðings fáist að þessi skaði hefði orðið hvort sem svartoliu hefði verið brennt eða gasoliu.” Kristján Pálsson.verkstjóri irafstöð, sagði okkur að bilunin hefði komiö fram á þann hátt að útblástursloki hefði brotnað og er aðrir lokar.alls 80stk., voru skoðaðir, hefði komið I ljós að allir stimpilhringir voru ónýt- ir, margir fastir og slitnir, og búnir að sllta sjö „slivum” upp fyrir tilskilin slitmál. Voru settir i vélina nýir ventlar og stimpilhringir, en „slivarnar” eru enn ekki komnar. Vélin hafði verið keyrð 9000 tima á gasollu, þegar skipt var yfir á svartollu, en vélinni er ætlað að ganga 12000 tlma án endurnýjunar. Hún hafði verið keyrð á svartoliu 240 tima þegar hún bilaði. Kristján sagðist hafa talið þessa vél viökvæma fyrir svartoliu og hefði ef til vill ekki verið aflað I byrjun nægra upp- lýsinga um ýmis atriði, eins og rétta „spissa” ofg fleira. Aðeins voru lagðar að vélinni nýjar leiðslur, þegar svartoliu- brennslan hófst, en ekkert ann- að til aðlögunar, sem hugsan- lega hefði getað breytt málinu. Eftir þriggja daga svartollu- keyrslu jókst smurolíuhiti og jafnframt var smurollueyðslan komin 30 lltra á sólarhring yfir það sem fyrr heföi verið tvo sið- ustu dagana. Kom þetta heim við ástand hringja og slífa, sem fyrr er getið og taldi Kristján erfitt að lita fram hjá svartoll- unni sem orsök skemmdanna. Hverjum O horfnir á braut til Utlanda, menn sem fólk vill sjá. Meiri meöalmennska hefur veriö rlkj- andi slðustu ár — þótt aö bjart sé framundan.” Og það eru fleiri en ég sem eru ekki ánægöir með þann sóknarleik, sem boöiö er nú upp á i Islenskum handknattleik. Hallur Símonarson — hand- knattleikssérfræöingur DB, hafði þetta aö segja um sóknar- leik Valsmanna gegn Drott, en þá náðu Valsmenn þeim frá- bæra árangri að komast i und- anúrslit Evrópukeppninnar: — „Ekki var handknattleikurinn rismikill, sem liöin sýndu — sóknarleikurinn oft slakur — en hin glfurlega spenna bætti þaö upp og miklu meira.” Þettaer aöeins smá sýnishorn og sitt sýnist hverjum. Ég vil benda þeim Brynjari — sem lék lykilhlutverk hjá Val gegn Drott (!!!) og Ragnari, á að þeir mega hafa sinar skoðanir á handknattleik I friði. Þeir geta þó ekki skipað öðrum að skipta um skoöun, aðeins vegna þess að þeir eru ekki sammála. Það eru til miklu árangursrlkari leiðir, til að gera handknattleik- inn betri. Það hefur komið greinilega fram i þjóðmálum á Islandi að undanförnu, að ekki eru aUtaf allir sammála. I lokin óska ég þeim Brynjari og Ragn- ari gæfu og gengis á handknatt- leikssviðinu og vona ég aö þeir eigi eftir að leggja sitt aö mörk- um til að rifa islenskan hand- knattleik upp úr þeim öldudal, sem hann er i. Drengileg vinnubrögð. Það er eitt sem kom mér á óvart i sambandi við svargrein þeirra félaga, að þeir komu ekki með hana til Timans, sem hefði verið eðlilegt, þar sem þeir eru að svara grein þeirri sem ég skrifaði I Tímann. Af einhverj- um ástæðum fóru þeir með hana til Dagblaðsins og af annarleg- um ástæöum var hún þar tekin fegins hendi og iþróttafrétta- maðurinn hsimskrifaði formála við greinina og bjó til skemmti- lega fyrirsögn við hana. Það hefur yfirleitt tiðkast á iþróttasiðum daglbaðanna, að þegar komið er með athuga- semd við grein i öðru blaði, að þeim mönnum er bent á að fara með athugasemdina til viðkom- andi blaðs. Eftir þessu hef ég unnið, enda ekki lagt það i vana minn að skipta mér af þvi sem aðrir iþróttafréttamenn skrifa á sinar siður. Ég vil að lokum geta þess, að i gær hafði ég samband við Hall Simonarson, iþróttafréttamann Dagblaðsins og spurði hvort að ég gæti fengið smá pláss fyrir athugasemd við grein þeirra Brynjars og Ragnars, þar sem lesendur Dagblaðsins vissu ekki ástæðuna fyrir grein þeirra. Svarið sem ég fékk var — NEI. Drengileg vinnubrögö — ekki satt? —SOS hagsmunum i þrengsta skiln- ingi vegur lltið I samanburði við þá hagsmuni sem íbúar Stór -Reykjavikur s væðis ins hafa af þvl ab landið haldist 1 byggð og þá sérstaklega þeir landshlutar sem halda uppi út- flutnings fr amleiðs lunni. önnur leið, sem vissulega kemur til greina við jöfnun á upphitunarkostnaði er sú að lagður verði sérstakur orku- skattur á alla orkusölu I land- inu en það var ma. niðurstaða nefndar sem Iðnaöarráðu- neytið skipaði á slðastliðnu ári. Þar var jafnframt ráðgert að lagt verði niður verðjöfnunar- gjald á raforku og verðjöfn- unargjald á olíu og benslni. Skatturinn yrði 1. kr. á kw. st. m.v. verðlag i september 1979 og skal variö til jöfnunar I upp- hitunarkostnaði og til veröjöfn- unar á raforku og eldsneyti auk fleiri verkefna. í tillögum nefndarmanna var gert ráð fyrir að olla til upphitunar yröi verðjöfnuð á þann hátt að upp- hitun með oliu yrði nokkurn veginn jafndýr og rafhitun þar sem hún er dýrust. Ella hækkun olíustyrks. Að minum dómi er það álita- mál hvort nauösynlegt er að leggja á orkuskatt á þennan hátt. Hér er blandaö saman timabundinni verðjöfnun á upp- hitunarkostnaði og veröjöfnun á raforku sem er annað mikil- vægt mál, en ætti að takast upp sérstaklega. Það sem hér er fyrst og fremst til umræðu er jöfnun á húshitunarkostnaði með oliu, þartil innlendir orku- gjafar hafa leyst oliuna af hólmi. Eðliiegasta leibin til að ná þvl markmiði er sú, að leggja timabundiö jöfnunar- gjald á þá orku sem ódýrust er til upphitunar. Ef hins vegar ekki næst samstaöa til að jafna þennan aðstöðumun innan orku- iðnaöarins, þá verður Rikis- sjóöur að koma inn I dæmið með áframhaldandi greiöslu oliustyrks, sem yröi aö hækka mjög verulega á fjárlögum fyrir áriö 1980 bæöi vegna mik- illar hækkunar á oliuveröi og einnig vegna þeirrar af- dráttarlausu lágmarkskröfu að upphitun með ollu veröi ekki dýrari en rafhitun. Það sem mestu máli skiptir er að þessi mál verði leyst án tafar og bætt veröi úr hinum óþolandi aöstööumun sem hér hefur veriö lýst. SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS M/S Coaster Emmy fer frá Reykjavik þriðju- daginn 12. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir. Þingeyri, ísafjörö (Flateyri, Súgandafjörö og Bolungar- vik um Isafjörö), Akureyri, Siglufjörö og Sauöárkrók. Vörumóttaka alla virka daga til 11. þ.m. M/S Baldur fer frá Reykjavik þriöjudag- inn 12. þ.m. o’g tekur vörur á cftirtaldar hafnir. Patreksfjörö, (Tálknafjörö og Bildudal um Patreks- fjörð) og Breiöafjarðarhafn- ir. Vörumóttaka alla virka daga til 11. þ.m. f Eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar, Þorgeir Þorsteinsson, Höröalandi 14, lést i Landsspitalanum þriöjudaginn 5. febrúar. Sigurbjörg Guömundsdóttir, Kristin Guömundsdóttir, Guörún Guðmundsdóttir, Ragnar Guðmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jaröarför eiginmanns mins, fööur, tengdaföður og afa Jóns Stefáns Guðmundssonar, Hátúni 4, Reykjavik. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Aöalheiöur Erla Jónsdóttir, Lárus Jónasson og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.