Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 2
Surfnudagur 9. mars 1980 m I Vordag einn áriö 1892, um það leyti er sól var hæst á lofti, steig snöfurmannlegur náungi á land á tsafiröi. Þar var kominn hinn konunglegi umboösdómari, Lárus H. Bjarnason. Erindi hans var aö þjarma aö Skúla Thoroddsen vegna meintra mis- taka hans I málarekstrinum gegn Siguröi skuröi. Undirbún- ingurinn aö þeirri rannsókn, sem nú var aö hefjasí, haföi far- iö svo leynt, aö á isafiröi vissi enginn, hvaö í vændum var, sizt Skúli sjálfur. Þaö var sannköll- uö leiftursókn, er þarna hófst. Þeir Skúli og Lárus voru ekki neinir vinir. Skúli haföi áöur kallaö hann úrþvætti i blaði sinu. Lárus var aö sinu leyti mikill harðjaxl og flestum óvægnari, og hann gekk meö • oddi og egg að þeirri rannsókn, sem hann hafði tekizt á hendur. Hann þvældi fólk i löngum og ströngum yfirheyrslum, henti á lofti orð, sem þvi hrutu af vör- um við óvæntar og hörkulegar spurningar, og færöi þau ekki til betri vegar við bókanir. Hér var hart að gengiö, og svo sannar- lega skyldi eitthvaö undan láta. Eftir hálfa aðra viku eða svo setti hann farbann á Skúla eins og tiökanlegt var um stórbrota- menn, sem grunaöir voru um aö hengd voru upp i kaupstaönum spjöld með þeirri fregn, að grimuklæddir menn hefðu tekið Lárus höndum, er hann kom af náðhúsi á skuggalegu Þorláks- messukvöldi og hýtt hann i votta viðurvist. Þegar Lárus, sem tekið haföi við sýsluvöldum, hugðist boða til sýslunefndar- fundar vorið eftir, kom aðeins einn sýslunefndarmaður á hann, og varö ekki ráðin á þvi bót, þó að fundarboðið væri endurtekiö. Eftir langa viðureign og stranga dæmdi Lárus Skúla frá embætti. En ófriðnum linnti ekki. Lárusi veittist örðugt að fá menn til þess að sækja manntals þing, slikt hatur sem þorri manna vestra lagöi á hann, og á alþingi var samþykkt þings- ályktunartillaga þess efnis, að Lárus yröi leystur frá embætti vestra. Þegar svo kom til kasta landsyfirréttar, breytti hann dómi Lárusar á þann veg, að Skúli skyldi gjalda sex hundrað króna sekt fyrir ótilbærilega meðferð á máli Sigurðar skuröar. Viö þennan dóm vildi lands- höfðingi ekki sætta sig, þar eð Skúli var ekki sviptur embætti meö honum, og áfrýjaði hann til Skúli Thoroddsen á efri árum. honum og séra Sigurði í Vigur 1 þingkosningum. En nú bar margt til tiöinda kring um aldamótin, og oft skipaöist veður i lofti, svo að fylkingar riðluðust i landinu. Þar kom fram sú þreyta, sem leiddi af langvinnri stjórnar- bótabaráttu, sem aldrei virtist ætla að sjá fyrir endann á. A þessu skeiði varð kaupfélag þeirra Isfirðinga einnig fyrir miklum hnekki vegna verðfalls á fiski erlendis. Umsvif þess drógust saman, tortryggni kviknaði og Skúli lét af stjórn þess. Þá var kaupfélagið leyst upp, eignum þess skipt milli félagsmanna og styrktarsjóður gamalla formanna við Djúp stofnaður af þvi, sem siðast inn- heimtist af útistandandi skuld- um. Sjálfur keypti Skúli Bessa- staði á Álftanesi og fluttist þangað með prentsmiðju sina og blað og kom upp stórbúi. Meðal þeirra, sem sýsluöu við blý og pressu hjá honum, var ungur piltur, sem kom meö hon- um að ves’tan, Jón Baldvinsson. Enn linnti ekki ofsóknum gegn Skúla. Hannes Hafstein, sem orðinn var sýslumaður vestra, hóf rannsókn á þvi, hvort Skúli hefði beitt mútum i kosningum árið 1902. Við þessu Sagan um mammrm, sem svei örlagastundu hafa strok i huga. Þegar Skúli brá sér eigi aö siður til Flateyr- ar nokkrum dögum siðar , án náðarsamlegs leyfis umboðs- dómarans, og þaðan á mann- talsþing I Mosvallahreppi, varð hann að gangast undir yfir- heyrslu hjá Lárusi vegna ferðar sinnar og sæta þungum ákúrum'. Vesturför Lárusar bar ávöxt. fslandsmálaráöuneytið féllst á, að Skúla yrði vikiö frá, og mál höfðað gegn honum, og ekki aö- eins fyrir brot á einni grein hegningarlaga, heldur fimm. Landshöfðingi fyrirskipaði rannsókn á öllum embættis- rekstri Skúla, og með haustinu lagöi Lárus af stað vestur á Isa- fjörð f annaö sinn, að þessu sinni settur sýslumaður vestra. Skúli var viö hinu versta bú- inn. Hann grunaöi sterklega, að nú ætti að fangelsa sig, og þess vegna sneri hann sér til Odds Jónssonar, læknis á Þingeyri, og bað hann að koma á sinn fund til Isafjarðar til þess að láta sér i té læknisvottorö — „mér og mlnum riður lifiö á, að þú kom- ir”. Heimalæknirinn var slikur fjandmaöurSkúla, að hann vildi ekki eiga neitt undir honum. I þessu bréfi, þar sem Skúli biöur Odd að „reynast sér vel”, segir meöal annars: „Lárus Bjarnason hefur mikla tendensa til aö setja mig fastan og arrestera mig, og ég þarf að fá þig til aö konstatera, að konstitution min þoli það ekki, enda muntu komast aö raun um það, er þú rannsakar mig læknisfræðislega”. Vottorö Odds varö Skúla hjálpargagn I viðureigninni við Lárus. Nú gerðist tiðindasamt á Isa- firöi. Allt logaði og sauð I kaup- staðnum, útgáfa blaðs Skúla var stöövuö með lagakrókum, þung- ar sektir voru lagðar á þá, sem ekki hlýddu stefnu, og menn voru kúgaðir til svardaga, sem þóttu meira en hæpnir. Nærri lá, að til handalögmáls kæmi með Lárusi sjálfum og Skúla, og Theódóra lét safna liöi, likt og Olöf á Skarði eftir fall Björns Þorleifssonar, um Isafjörð og Hnifsdal, þegar sú fregn flaug fyrir, aö setja ætti mann hennar i fangelsi. Fjöldamargir menn streymdu að fangahúsinu, vopnaðir bareflum, umboös- dómaranum til ógnunar, og hæstaréttar Dana, sem Skúli haföi löngum viljað, að ekki heföi lögsögu um islenzk mál. Það var honum sjálfum til happs, aö hann hafði ekki fengið þessu framgengt. Völd hægri- manna i Danmörku voru* að hruni komin, timi Estrups var aö telja út, og I febrúarmánuði 1895 sýknaði hæstiréttur Skúla af öllum ákærum, einnig með- höndlun hans á máli Sigurðar skurðar, þar eö ekki yrði sannað gegn neitun hans, að hann hefði ranglega úrskurðaö fangann á vatn og brauð. En nokkrar vitur fékk hann fyrir ófullkomna bók- un, og áttunda hluta máls- kostnaðar var honum gert að greiða. Fögnuðinn vestra má ráða af oröum i bréfi frá Sighvati Grimssyni Borgfirðingi: „I fyrradag kom allur djöfla- lýöurinn til Bergs (hvalveiði- manns), og þar með fréttist glæsilegur sigur Skúla viö hæstarétt. Svona fór þessi her- för þeirra og gleður vist flesta.” TU voru samt þeir, sem varð bilt við. Engum manni hefur senni- lega orðið jafnbilt við þessi tiö- indi og Magnúsi Stephensen landshöföingja. Uröu fyrstu við- brögö hans þau aö skrifa Is- landsráðuneytinu og færa fram rök fyrir þvi, að Skúli mætti ekki fá embætti sitt aftur, þvi aö hann myndi þá „halda áfram iðju sinni sem ritstjóri, verzlunarstjóri og pólitlskur undirróöursmaður”. A hinn bóginn stakk hann upp á þvi, að hann fengi sýslumannsembætti I Rangárvallasýslu. Þessu var íslandsmálaráðuneytiö sam- þykkt, og að fengnu þvi sam- þykki lét landshöfðingi Hannes Hafstein skrifa Skúla bréf, þar sem honum var tjáð, að hann yröi ekki aftur settur I embætti sitt vestra, en gæti fengiö Rangárvallasýslu. En Skúli þakkaöi gott boð og þekktist þaö ekki. Þannig átti atferlið við Skúla enn eftir aö vera æsingamál, meöal annars á alþingi, þar sem skipuð var nefnd til rannsóknar og jafnvel haft við orð að kæra landshöfðingja fyrir konungi og heimta opinbera rannsókn á gerðum hans. Þó var látið viö þaö sitja að samþykkja þings- ályktunartillögu, þar sem lýst Þriðja grein: Ofsókn, gagnsókn og sigrar Theódóra Thoroddsen, kona Skúla. var óánægju með gerðir stjórnarinnar og sér i lagi landshöföingja i málum Skúla. Einnig samþykkti þingið að veita Skúla fimm þúsund krónur úr landsjóði til þess að bæta honum það tjón, er hann haföi sætt, enda þótt landshöfðingi léti að þvi liggja i þingræðu, að ekki fengist staðfesting konungs á fjárlögunum, ef þessi fjárveit- ing væri i þeim. Meðan þessu öllu fór fram og lengi siöan bjó Skúli á ísafirði, gaf út blað sitt, sinnti stjórn- málum, efldi kaupfélag sitt og rak sjálfur nokkra verzlun um skeiö. Ekki linnti þeim útistöð- um, er hann átti i við kaup mannavaldið og embættismenn þá, sem fylgdu þvi aö málum, enda ekki von, þvi að Skúli hélt uppi linnulausri tangarsókn gegn kaupmönnum. Annars vegar voru verzlunarafskipti hans, sem settu þeim stólinn fyrir dyrnar um annan eins gróöarekstur og þeir girntust, og hins vegar pólitiskur mál- flutningur, sem stefndi meöal annars að þvi að gera daglauna- menn óháðari voldugum og ráö- rikum kaupmönnum, afnema þá ósvinnu, að atkvæöi væru greidd i heyranda hljóði og sið- ast en ekki sizt aö leggja sel- stöðuverzlanir alveg að velli. Ekki fór á milli mála, hvar hugur fólksins var I þessum sviptingum. Fylgi Skúla og hans manna var yfirgnæfandi, bæði I sýslunni og kaupstaönum, og stundum var ekki einu sinni borið við að bióða fram á móti var þunglega brugðizt vestan lands, enda þótti viðbúið, aö Hannes Hafstein væri hér aö hefja áþekka ofsókn og hin fyrri Skúlamál. En þegar á herti, datt botninn úr þessum málarekstri. Litlu siðar fékk tsland heima- stjórn. Hannes Hafstein sigraöi I kapphlaupinu um ráðherra- dóminn. Gamli landshöfðinginn dró sig i hlé og dundaði viö aö skoða heiðskiran kvöldhimin- inn i stjörnukiki úr næputurn- inum á húsi sinu. Mörgu var til leiðar komið, um margt var bit- izt og barizt. I Danmörku uröu þau veðra- brigði með tilkomu nýrra manna og nýrra hugmynda, að vel færi á aö leiða deilur Dana og Islendinga til lykta. Friðrik konungur bauö islenzkum þing- mönnum til Kaupmannahafnar áriö 1906, og Skúli, sem var i þessari för, skrifaöi grein i aðal- blaö danskra vins.trimanna um sjálfstjórnarkröfur Islendinga. Um haustið sliðruðu flestir is- lenzkir ritstjórar vopn sin og birtu sameiginlegt ávarp um stjórnarmálefnin. Einn þeirra, sem að þvi stóðu, var Skúli. Stjórnarblöðin islenzku ókyrrð- ust samt fljótt.þvi aö þeim þóttu önnur blöð fara of geyst, ekki sizt þegar samþykkt var á Þing- vallafundi sumarið 1907, aö Is- landi bæri fullveldi I öllum mál- um sinum, og væri fullur skilnaður Danmerkur og Is- lands eini kosturinn, ef ekki fengist sú skipan sambands- mála. Friðrik konungur kom til ís- lands þetta sumar með miklu föruneyti, þar á meöal sveit þingmanna, og viöhöfnin svo mikil, að sérstakur innkaupa- stjóri, og hann af viröulegra tagi, Jón Magnússon, þá skrif- stofustjóri ráðherrans, haföi veriö sendur til Kaupmanna- hafnar til aödrátta i veizlurnar. Við móttöku I alþingishúsinu gaf konungur til kynna, að hann hefði skipað nefnd islenzkra og danskra stjórnmálamanna til þess aö ræða stjórnskipulega stöðu Islands, og sagði hann bæn sina, að guð almáttugur legöi blessun sina yfir það, sem þar semdist. A heimleið úr ferð um Suðurland lét hann þau orö falla á Kolviðarhóli, að mark- mið sitt væru einungis réttlæti „báðum rikjum minum til handa”. En fyrir þaö orðafar sætti hann þó ákúrur hjá for- sætisráðherra sinum. íslendingar I samninganefnd voru af hálfu stjórnarflokksins, Hannes Hafstein ráðherra, Lárus H. Bjamason, Steingrim-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.