Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 9. mars 1980 Wmmmm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl, 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. , Blaöaprent. Getur haft alvarleg áhrif JSvo sem kunnugt er af fréttum hefur nú verið ákveðið að fulltrúar Islendinga og Norðmanna komi saman i næsta mánuði til að ræða um Jan Mayen-málið, og er það vel að þannig er aftur kominn skriður á þetta viðkvæma og mikilvæga mál. Eins og utanrikisráðherra hefur tekið fram á opinberum vettvangi hefur stefna íslendinga i þessu máli þegar verið mótuð i öllum aðalatrið- um. Húri byggist á rétti Islendinga og hagsmun- um, annars vegar til óskertrar landhelgi til norð- urs og ihlutunar um fiskveiðistjórn umhverfis eyna en hins vegar til yfirráða yfir auðlindum hafbotnsins á landgrunni íslands. Það er ekki að efa að fullu vilji er hjá báðum aðilum að komast að samkomulagi i anda þeirrar vináttu og hinna fjölþættu tengsla sem eru milli tslendinga og Norðmanna. Á hinn bóginn verða Norðmenn auðvitað að gera sér það ljóst, að engin vinátta dafnar ef gengið er á rétt annars aðilans, og íslendingar eru engan veginn þess sinnis að láta af rétt- mætum kröfum sinum, um leið og þeir vilja að hagsmunir Norðmanna séu. fyllilega virtir. Nú virðist það einna mikilvægast að hvorugur aðili aðhafist nokkuð það sem orðið gæti til þess að hindra vinsamlegar viðræður eða vekja tor- tryggni um ásetning samningsaðila. I ljósi þess hvernig málin standa verður að telja skrif mál- gagns norska Verkamannaflokksins um málið nú á dögunum til þess eins fallin að koma af stað misskilningi og þrætum þjóðanna i milli. Allar yfirlýsingar af sliku tagi hljóta að teljast ótimabærar að sinni. Að visu verður það ekki átalið að menn segi hug sinn og verður þá að skeika að sköpuðu ef mönnum er það efst i hug að undirbúa samningaviðræður með litt dulbúnum hótunum. Sem betur hefur það þegar komið fram af hálfu norskra stjórnvalda, að ábyrgir menn þar i landi hafa fullan hug á þvi að þjóðirnar leysi þetta mikla mál i bróðerni. Skrif málgagns norska Verkamannaflokksins á dögunum um Jan Mayen-málið vöktu að vonum furðu íslendinga. ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra sagði i viðtali við Timann i gær að „það væri þá um litið að semja” ef Norðmenn hefðu i hyggju að berja fram vilja sinn einhliða áður en samningaviðræður hæfust. I viðtalinu er það haft eftir Ólafi að „hann teldi svona skrif og yfirlýsingar i þessum dúr ákaflega óheppilegar”. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra segir um þessi skrif: „Ég vil eindregið vara við yfirlýsingum og hót- unum af þessu tagi. Þær geta haft mjög alvarleg áhrif á þróun þessara mála, og það er aldrei til að greiða fyrir vinsamlegum samningum að byrja með hótunum af þessu tagi”. JS. Erlent yfirlit Tltó á sjdkrahúslnu eftir aö annar fóturinn haföl veriö tekinn af honum. SIÐUSTU vikur hafa frétta- skýrendur og fjölmiölar glimt viö aö svara þeirri spurningu, hvaö taki viö I Júgóslavlu aö Titó föllnum. Þótt dauöastriö Titós sé oröiö langt, og sitthvaö hafi gerzt siöan hann hætti aö geta sinnt stjórnarstörfum, er svariö viö framangreindri spumingu jafn óráöiö og áöur. Astæöan er ekki sizt sú, aö enginn einn maöur getur tekiö viö.af Tltó. Skaröiö, sem mynd- ast viö fráfall hans, veröur ekki fyllt af neinum einstaklingi. Staöa Títós var svo einstæö og áhrif hans mikil. Þaö þarf gott samstarf margra manna til aö halda áfram verki hans. Titó byggöi upp nýtt þjóö- félagskerfi I Júgóslaviu. Hann vildi ekki taka sér stjórnarhætti rússneskra kommúnista til fyrirmyndar, nema aö vissu marki. Reynslan ein getur skoriö úr þvl, hvernig þetta stjórnarkerfi Tltós á eftir aö þróast i Júgóslavlu. Ósennilegt er ekki, aö þaö eigi eftir aö taka verulegum breytingum, sem geta ráöizt af þvl hverjir eftir- menn Títós verða. Þetta stjórnarkerfi Títós veröur sennilega ekki taliö merkasta verk hans slöar meir. Mesta afrek hans heima fyrir er að hafa haldiö Júgóslaviu sem samstæöu riki, þótt þar búi margir þjóöflokkar, sem hafa rikar tilhneigingar til aöskilnaö- ar og sjálfstæöis. Þaö getur oröiö erfiöasta verk eftirmanna Titós aö haida þessu starfi hans áfram, þótt hann hafi lagt góöan grundvöll aö þvl meö þeirri stjórnarskipan, sem hann kom á varöandi sambúö þjóöflokk- anna. ÞÓTT Tltó hafi reynzt mikill leiötogi heima fyrir, veröur hans sennilega lengst minnzt vegna áhrifa hans á alþjóöleg- um vettvangi. Hins svokallaöa Titóisma veröur minnzt lengi eftir fráfall hans. Fram aö lokum slöari heims- styrjaldarinnar og fyrstu árin á eftir var þaö almennt álft, aö kommúnistísk rlki myndu hafa náiö samstarf undir forustu So- vétrlkjanna. Þaö skipulag var þá enn viö lýöi, aö kommúnista- leiötogar annarra rlkja sóttu þangaö fyrirmæli og boö og bönn. Sumir þeirra sagnfræö- inga, sem töldu sig framsýn- asta, þóttust geta spáö þvl, aö innan tlöar yröi heiminum aö mestu eöa öllu stjómaö frá Moskvu. Þaö var verk Tltós meira en nokkurs annars manns aö brjóta á bak aftur þá heims- Tltó hreyfingu, sem hér var að kom- ast á laggirnar. Titó neitaöi að taka viö fyrir- mælum frá Moskvu, nema aö vissu marki. Þvl kom til fulls skilnaöar og fjandskapar milli hans og Stallns. Stalín var þaö hygginn, aö hann greip ekki til þess ráös aö beita'TItó vopnavaldi, en hefur vafalaust hugsaö honum þegj- andi þörfina síðar. Til þess ent- ist honum ekki aldur. Eftirmenn hans geröu sér ljóst, aö þeir yröu aö sætta sig viö Tltóism- ann. Slöan hefur Tltóisminn leitt til þess, aö kommúnistarlkin hafa meira og minna sundrazt og kommúnistaflokkarnir einnig. Kommúnistisku risaveldin, So- vétrlkin og Klna, eru nú höfuö- andstæöingar. Minni ríki, sem snúizt hafa til kommúnisma, láta risana tvo, sem áöur eru nefndir, ekki segja sér neitt fyrir verkum. Tltó hefur á slnum tima vafa- lltiö haft meiri áhrif á þróun heimsmálanna en nokkur annar leiötogi lltils rlkis. TITÓS mun einnig veröa minnzt fyrirforustuhans viö aö koma á samtökum óháöra rlkja, sem standa utan hernaöarbanda- laga, þótt sum geri þaö reyndar ekki nema aö nafninu til, þar sem þau hafa sérstaka vináttu- samninga við önnur ríki, sem geta faliö I sér hernaöarlega aö- stoö. Þótt þessi samtök hafi ekki öölazt þann styrk, sem Tltó og stofnendur þeirra dreymdi um, hafa þau oft haft veruleg áhrif. Standi þau saman, eins og oft kemur fyrir I átökum milli suö- urs og noröurs, ráöa þau oft miklu I alþjóölegum samtökum. Tltó tók slöast þátt I starfi þessara samtaka, þegar þau héldu á liönu sumri fund sinn á Kúbu. Þar reyndi Castro, sem veröur forseti þeirra þetta áriö, mjög aö færa þau I átt til sam- starfs viö Sovétrlkin og fylgiríki þeirra. Tltó stóð á móti og tókst aö koma I veg fyrir, aö Castro kæmi áformum slnum fram. Þannig tókst Castro ekki aö fá óskiptan stuöning" þessara rikja viö kosninguna til öryggisráös- ins, heldur hlaut Mexlkó sæti- rómönsku Ameriku, eftir aö kosiö haföi veriö mörgum sinn- um milli Kúbu og Venezúela. Tltós mun veröa minnzt sem eins mesta höföingja þessarar aldar. þ.Þ. Títóisminn hefur sett svip á veraldarsöguna Uppreisn hans gegn Stalín markaði tímamót

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.