Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.03.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. mars 1980 9 Þórarinn Þórarinsson: Trúlofunin fór út um þúfur vegna kjarkleysis Formenn stjórnarandstööuflokkanna Benedikt Gröndal og Geir Hallgrlmsson stinga saman nefjum á Alþingi. Timamynd Róbert. Þegar horft er til baka yfir stjórnmálaviðburði siðustu fimm mánaða, hlýtur það að vekja mesta athygli, að flokk- arnir tveir, sem stóðu aö desemberkosningunum og ætl- uðu sér þá stóran hlut, eru nú báöir utan stjórnar. Þegar þessir flokkar stóðu sameiginlega aö þvl að rjúfa þing og efna til desemberkosn- inganna, var það eindreginn á- setningur þeirra beggja að mynda stjórn saman eftir kosn- ingamar. Sjálfstæðisflokkurinn veitti minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins stuðning I þeirri öruggu trú, að þessir flokkar myndu taka höndum saman eftir kosning- arnar. Alþýöuflokkurinn þáði þennan stuðning sökum þess, að hann þóttist viss um samvinnu þeirra eftir kosningarnar. Alþýðuflokkurinn hagaöi mál- flutningi sinum fyrir kosning- arnar að nær öllu leyti á þann veg, að ekki bæri neitt téljandi á milli hans og Sjálfstæðisflokks- ins, þótt þetta væri honum nokkuð öröugt eftir aö leiftur- sóknin kom til sögunnar. Ef svo mætti að oröi komast, að flokkar hafi trúlofazt fyrir kosningar, þá á það við um Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn fyrir desember kosn- ingarnar. Fullkomin uppgjöf Það var óskhyggja beggja þessara flokka, að þeir myndu styrkja þingmeirihluta sinn með kosningunum. Raunin varð önnur. Þó héldu þeir áfram meirihluta I Sameinuðu þingi og gátu einnig haldið meirihluta I báðum þingdeildum, ef þeir kærðu sig um það. En þvl tækifæri slepptu þeir og hafa ekki eftir þaö starfhæf- an þingmeirihluta. Ástæðan var sú, að eftir kosn- ingamar skorti forustumenn þessara flokka úrræði og kjark til að fást við efnahagsmálin. Þeir gáfust hreinlega upp. Eftir að stjórnarmyndunar- viðræður hófust á Alþingi, tóku þeir með hangandi hendi þátt I öllum þeim tilraunum, sem voru reyndar til stjórnarmynd- unar. Það var sama hvort um var aö ræða vinstri stjórn, ný- sköpunarfyrirmyndina, Stef- aniu-samstarfið eða þjóöstjórn. Ahrifamikil öfl I báðum flokk- um unnu leynt og ljóst að þvl, að þingiö gæfist upp við stjórnar- myndun, og forseti Islands yrði þvl aö skipa utanþingsstjórn. Uppgjöf þessara flokka var eins fullkomin og hugsazt gat. „Til hvers hefur upphlaupið leitt?” Eftir að forustumenn þessara fldcka vöknuðu við það, að þing- ræðisstjórn hafði verið mynduð, án þátttöku þeirra, hafa þeir kennt hvor öðrum um, aö trúlof- un þeirra fyrir kosningarnar reyndist eins haldlaus og raun varö á. 1 Reykjavlkurbréfi Morgun- blaðsins 10. febrúar er varpað fram I þessu tilefni eftirfarandi spurningu: Til hvers hefur upp- hiaupið leitt? 1 Reykjavikur- bréfinu segir ennfremur á þessa leið: „Eftir tvennar kosningar 1978 og 1979 hefur komiö I ljós, aö Al- þýöuflokkurinn hefur ekki þorað að ganga til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Að sögn krata sprengdu þeir stjórn ólafs Jó- hannessonar I þeim tilgangi að koma I kjölfarið rikisstjórn, sem þyrði að takast á viö að- steöjandi vanda og veröbólgu. Til hvers hefur upphlaupið leitt? Hefur eitthvaö miðaö I þá átt, sem Alþýðuflokkurinn þóttist ætla að sækja? Svariö er einfalt, nei. Alþýðuflokkurinn hefur stuðlað að þvl, að við völdum tekur rlkisstjórn, sem byggir á enn veikari forsendu en sú, sem þeir sprengdu. Nú fyrst hefur Alþýðuflokkurinn raunverulega ástæðu til þess aö vera hrædd- ur”. En Sjálfstæöisflokkurinn þarf ekki slður aö óttast þaö, hvernig hann hefur haldið á málum. Meirihluta þingmanna hans og flokksstjórnar skorti ekki siður en Alþýöuflokkinn kjark til að takast á við vandann. Kerskni- pólitík Eftir aö rlkisstjórnin var mynduö, voru það fyrstu viö- brögö þess hluta Sjálfstæðis- flokksins, sem er undir forustu Geirs Hallgrlmssonar, að hóta harðri stjórnarandstöðu. í samræmi viö þessa hótun, hóf Morgunblaðið hinn venju- lega áróður sinn, þegar það er I stjórnarandstöðu, og fólginn er I þvl, að tefla stétt gegn stétt. Af hálfu Ragnars Arnalds og fleiri forustumanna stjórnar- flokkanna, hefur veriö lýst þeirri skoðun, að atvinnuveg- imir þoli ekki grunnkaupshækk- un eins og sakir standa. Mbl. sneri sér til forustumanna verkalýðsfélaganna og reyndi að fá þá til að láta annaö álit I ljós. Jafnframt þessu gaf Mbl. I skyn I Reykjavlkurbréfi 17. febrilar, að ríkisstjórnin heföi fengiö stuðning Vinnuveitenda- sambands Islands til þess að brjóta kröfur um grunnkaups- hækkun á bak aftur. Svo langt gekk þessi áróður Mbl. að Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, gat ekki orða bundizt. Hann sendi Mbl. grein og ásakaði það þunglega fyrir þennan málflutning þess, sem hann kallaði kersknispóli- tlk. Siðan hefur sljákkað I Mbí. i bili varðandi kaupgjaldsmálin. Reynt að æsa stétt gegn stétt En Mbl. er vant að reyna að koma fleiri stéttum I hár saman en launamönnum og atvinnu- rekendum, þegar það er I stjórnarandstöðu. Þá hefur það ekki síöur lagt kapp á að efla misklíö milli bænda og bæjar- búa. Þetta viröist llka eiga að veröa einn þáttur hinnar hörðu stjórnarandstöðu Geirs Hall- grlmssonar. Nokkur visbending um þaö, eru eftirfarandi um- mæli I Reykjavlkurbréfi Mbl. 17. febrúar siðastl.: ,,Úr þvl hægt er á svipstundu að leysa aðkallandi vandamál landbúnaðarins, eins og Pálmi Jónsson er bersýnilega að gera, ef marka má ræöu hans á Bún- aöarþingi, hvers vegna þarf þá að halda I við aöra? Hvers vegna þarf þá að tilkynna laun- þegum, aö ekki sé svigrúm til grunnkaupshækkana? Ætli launþegum I þéttbýli, sem eiga að greiöa skatta vegna þess kostnaðar, sem við höfum af landbúnaðinum og veröum að standa undir, þyki það ekkert einkennilegt, að á fyrstu viku rlkisstjórnarinnar er hægt að leysa fjárhagsvanda landbún- aðarins, sem hefur þvælzt fyrir mönnum misserum saman, en á sama tlma er fólkinu, sem á aö standa undir þeim kostnaöi sagt, að þaö sé ekkert svigrúm til grunnkaupshækkana?” Þvl fer vitanlega fjarri, að ráðstafanir þær, sem Pálmi Jónsson ræddi um, feli I sér grunnkaupshækkanir til bænda. Það vita ritstjórar Mbl. mæta vel. Eigi að síöur skal túlka mál Pálma á þann veg til að valda tortryggni og andúð launafólks I garð bænda. Hvert vísar kompásinn? Eins og er, er næsta ógerning- ur að finna nokkurt skynsam- legt samhengi I vinnubrögöum þess hluta Sjálfstæöisflokksins, sem fylgir Geir Hallgrimssyni að málum. Þaö er boöuð hörð stjórnarandstaða gegn rikis- stjórninni áöur en hún er nokkuö farin að sýna sig. Jafnvel Vil- mundur Gylfason segir, að hann geti ekki fýlgt svo öfgafullri af- stöðu. Ef hægt er að greina nokkurt markmið, er það helzt á þá leið, aö flokkurinn fylki sér um Geir Hallgrímsson persónulega, en láti alla málefnalega baráttu lönd og leiö. Það er táknrænt, að I forustu- grein Mbl. 12. febrúar, þegar rætt er um nýlokinn flokksráös- fund, er ein setning höfð eftir ræöumanni þar. Hún er á þessa leiö: „Hljóti formaðurinn van- traust, er Sjálfstæðisflokkuriim rjúkandi rúst!” Einn flokksráösmanna, Þórir Haukur Einarsson, Drangsnesi, hefur I grein, sem birtist I Mbl. 4. þ.m., varað viö þessum vinnubrögöum innan Sjálf- stæðisflokksins. Hann segir m.a.: „Tiltölulega fámenn, ætthelg- uð, tryggöabundin og hags- munalega tengd afturhaldsklika I Sjálfstæðisflokknum með Morgunblaöiö I broddi fylking- ar, hefur komizt að þeirri heimskulegu og hættulegu nið- urstööu, aö hún geti keyrt flokk- inn eftir sínum kompás”. Sjálfstæðismenn þyrftu að hugleiöa hvert stefnir, ef þess- um kompás verður fylgt. Til hægri við íhaldið Stefna Alþýðuflokksins hefur verið allt annað en ljós slðan hann kom I stjórnarandstööu. Það er raunar ekki nytt að stefna flokksins sé óljós, þvl aö I tlð vinstri stjórnarinnar virtist flokkurinn oft hafa eins margar stefnur og þingmenn hans voru. Þetta kemur ef til vill aftur til sögunnar, þegar þing hefur störf að nýju. Sé hins vegar reynt að draga einhverjar ályktanir um stefnu Alþýöuflokksins af málgagni hans, er hún helzt sú, aö þar sé stefnt að þvl að skipa honum hægra megin við Sjálfstæöis- flokkinn I von um, aö eitthvaö geti rekiö á fjörur hans vegna upplausnarinnar I Sjálfstæðis- flcácknum. Ef til vill er þetta ekki alveg út í bláinn, en Alþýðuflokkurinn verður þá annar flokkur en hann var og hefur viljað vera. Mörg- um núverandi liðsmönnum hans verður þá ljóst, að þeir eiga þar ekki lengur heima. Þ.Þ. menn og málefni t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.