Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 1
Heimsþekktir hönnuðir sýndu í New York BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Sigurður Júlíus Hálf- dánarson, sem dæmdur var í sex- tán ára fangelsi árið 1998 fyrir manndráp af ásettu ráði, lét sig hverfa frá áfangaheimili Verndar, á Laugateig 19, á sunnudag og er hans nú leitað. Sigurður var dæmd- ur, ásamt tvíburabróður sínum, fyrir að drepa mann á hrottalegan hátt í Heiðmörk aðfaranótt 2. október 1997. Bróðir hans var dæmdur í tólf ára fangelsi. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu staðfesti við Fréttablaðið í gær að Sigurðar væri leitað en hún hefði „allar klær úti“ í leitinni, eins og aðalvarðstjóri komst að orði. Erlendur Baldursson, deildar- stjóri hjá Fangelsismálastofnun, segir að Sigurðar hafi verið leitað síðan á sunnudag. „Fangar sem eru á Vernd fá að vera þar uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Á sunnudag kom í ljós að hann hafði látið sig hverfa.“ Sigurður hafði verið á Vernd í á fjórða mánuð en hann var að sögn Erlends langt kominn með að taka út refsingu sína, þar sem hann hefði hagað sér vel í fangelsi og sýnt betrunarmerki. Þeir sem telja sig geta veitt upp- lýsingar um hvar Sigurður heldur sig eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Strokufanga leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað Sigurðar Júlíusar Hálfdánarsonar síðan hann lét sig hverfa af vistheimilinu Vernd. Hann var að ljúka við afplán- un á sextán ára fangelsisdómi fyrir morð. Lögreglan hefur „allar klær úti“. Randver Þorláksson verður ekki með Spaug- stofunni í vetur. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablað- ið. Hann vildi ekki gefa upp neina eina ástæðu fyrir því að hann verður ekki með, sagði að svona gerðust kaupin einfaldlega á eyrinni. Örn Árnason, einn forsprakka hópsins, sagði að þetta hefði alfarið verið ákvörðun dagskrár- stjóra RÚV, Þórhalls Gunnarsson- ar. „Auðvitað erum við leiðir yfir þessu. En hvað getum við gert? Við erum fimm verktakar sem vinnum fyrir sjónvarpið,“ sagði Örn við Fréttablaðið í gær. Þórhallur Gunnarsson vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á Randver um ástæður uppsagnar- innar. Sagt upp á Spaugstofunni Mótvægisaðgerðum rík- isstjórnarinnar vegna niðurskurðar aflaheimilda er einkum ætlað að styrkja innviði þeirra samfélaga og svæða sem þær ná til. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar- innar kynntu aðgerðirnar í gær. Með þegar kynntum flýtifram- kvæmdum á sviði samgangna verður tíu og hálfum milljarði króna varið til aðgerða á næstu tveimur fiskveiðiárum. Eru þá ótalin aukin framlög til vísinda og rannsókna sem á að tvöfalda á kjörtímabilinu og hafa áhrif víða um land. Áhersla er lögð á að efla mennta- stofnanir, styrkja atvinnuþróun og sérstök rannsóknar- og nýsköp- unarverkefni. Sveitarfélög verða styrkt sérstaklega vegna minni tekna og milljarði verður varið til viðhalds og endurnýjunar opin- berra bygginga. Er áætlað að 500-600 ný störf og námspláss skapist víða um land á næstu tveimur árum. Hallldóri Halldórssyni, for- manni Sambands sveitarfélaga, lýst vel á aðgerðaáætlun stjórn- valda en telur að framlög til sveitarfélaga þurfi að vera hærri. ísmót 2007 úrslitFIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 Sala á Laugavegi 18, húsnæði bókabúðar Máls og menningar, er á lokastigi. Halldór Guðmunds- son hjá Máli og menningu staðfesti í gær að margir hefðu boðið í húsið og að eitt kauptilboð hefði verið álitlegra en önnur, en gat annars ekki tjáð sig um söluna. Meðal þeirra sem buðu mun hafa verið fyrirtækið Kaupangur, sem á og ætlar að rífa gömlu húsin við Laugaveg 4 og 6. Forsvarsmenn Kaupangs neita þessu hvorki né játa. Sala hússins sé ófrágengin og því ótímabært að ræða hana opinberlega. Laugavegur 18 seldur fljótlega Fagfólk ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.