Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Hagstjórnarstefna ríkisstjórn-arinnar og Seðlabankans hefur haldizt óbreytt nú í nokkur ár að sögn þeirra sjálfra. Hag- stjórnarviðleitni þeirra hvílir á tveim meginforsendum. Ríkis- stjórnin hefur í fyrsta lagi kappkostað að halda ríkisbúskapn- um í þröngum skilningi nokkurn veginn hallalausum og greiða niður erlendar skuldir ríkisins. Hún hefur einnig stefnt að skattalækkun, eða réttara sagt að minnkandi skattheimtu af síhækkandi skattstofnum. Þetta hefur hvort tveggja gengið eftir að öðru leyti en því, að ríkissjóður taldi sig í fyrra nauðbeygðan til að slá risavaxið lán í útlöndum til að tvöfalda gjald- eyrisforða Seðlabankans og ríflega það. Við þá lántöku jukust erlendar skuldir ríkisins á einu bretti um helminginn af öllum uppgreiðslum erlendra lána, sem ríkissjóður hafði áður innt af hendi. Hlutur ríkisútgjalda í þjóðarbúskapnum hefur aukizt undangengin ár og er nú nálægt meðallagi OECD- landanna, en var áður mun minni. Í annan stað hefur Seðlabankinn fyrir sitt leyti fylgt hávaxtastefnu, sem hefur leitt af sér síhækkandi útláns- og yfirdráttarvexti til að hemja kraumandi verðbólgu og halda gengi krónunnar langt yfir réttu marki. Um þessa tvíbentu hagstjórnar- stefnu er tvennt að segja: hún er röng, og hún hefur mistekizt. Ríkisstjórnin hefði að réttu lagi átt að reka ríkisbúskapinn með myndarlegum afgangi síðustu ár í ljósi þenslunnar í efnahagslífinu og ráðast í skipulagsbreytingar á fjármálum ríkisins. Hún gerði hvorugt. Fjármálaráðuneytið spáir umtalsverðum ríkissjóðshalla strax á næsta ári. Seðlabankinn hefði átt að hemja útlán viðskipta- bankanna með því að beita bindiskyldu samkvæmt heimild í lögum og einnig með trúverðugum fortölum. Bankinn gerði hvorugt. Að vísu var þörf fyrir aukin útlán, og bankarnir brugðust við þeirri þörf, en fimmföldun útlána miðað við landsframleiðslu frá 1990 til 2005 keyrði um þverbak. Enda er tómt mál að tala um trúverðugar fortölur um aðhald af hálfu seðlabanka, sem er rekinn eins og lúxushvíldarheimili handa lúnum stjórnmálamönnum. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa leitt efnahagslífið út á yztu nöf. Nýjar hagtölur Seðlabankans vitna um hættuna. Í tölum bankans um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok júní 2007 kemur fram, að erlendar skammtímaskuldir þjóðarbúsins (með jöklabréfum) námu þá tíföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans – og það þrátt fyrir röska tvöföldun gjaldeyrisforðans í fyrra með risalántöku ríkisins. Hlutfall erlendra skammtíma- skulda af gjaldeyrisforðanum má helzt aldrei fara upp fyrir einn eins og allir hagstjórnendur vita, ef þeir eru verki sínu vaxnir. Málið er þetta: þjóð getur aldrei leyft sér að stofna til skammtímaskulda umfram þann gjaldeyri, sem geymdur er í seðlabankanum, því að þá vita erlendir lánardrottnar, að þjóðin getur ekki staðið í skilum á gjalddaga, séu lánin innkölluð með skömmum fyrirvara, og þá hlýtur gengi gjaldmiðilsins að falla og gengi hlutabréfa sömuleiðis. Þetta gerðist í Suðaustur-Asíu 1997. Þar var ríkisbúskapurinn í þokkalegu jafnvægi eins og hér og nú, en einkageirinn hafði ekki sézt fyrir, og því fór sem fór. Það virðist nú æ líklegra, að íslenzkt efnahagslíf sé á sömu leið. Einkageirinn er ekki óbrigðull. Erlend matsfyrirtæki hafa sum varað við þessari hættu, til dæmis Lehman Brothers, eitt helzta fyrirtækið í bransanum. Önnur matsfyrirtæki virðast hafa horft í hina áttina. Matsfyrirtækin vinna fyrir bankana, sem þau meta, og þiggja greiðslur af þeim, svo að þeim er ekki að fullu treystandi til að fjalla hlutlaust um bankana. Þessu verklagi þarf vitaskuld að breyta. Bankar eru ólíkir flestum öðrum fyrirtækjum að því leyti, að þeir geta varpað vandamálum sínum yfir á saklausa vegfarendur, ef illa gengur. Bankar geta vikið sér undan ábyrgð á eigin gerðum ýmist með auknum vaxtamun (hærri útlánsvöxtum, lægri innlánsvöxtum), nema samkeppni á bankamarkaði loki þeirri leið, eða með því að leita á náðir ríkisins, sem telur sér iðulega skylt að bjarga innlendum bönkum til að forða frekari skaða eða jafnvel kreppu. Af þessum sökum er bankasaga heimsins stráð misráðnum lánveitingum, græðgi, glannafengnu braski og dýrum björgunaraðgerðum á kostnað skattgreiðenda. Slík bjargráð snúast ýmist um bein fjárútlát úr ríkiskassanum til að mylja undir banka, sem riða til falls, eða almennar aðgerðir svo sem aukna lánafyrirgreiðslu seðlabanka handa viðskiptabönkum og vaxtalækkun, sem ýtir undir verðbólgu og gengisfall, og þá fær almenningur að borga brúsann. Við þurfum öflugt fjármálaeftirlit til að fylgjast með bönkunum, og hlutlaust áhættumat að utan. Við bjargbrúnina Menntaskólinn við Hamrahlíð er þekktur fyrir eftirminnilegar „dimmisjón“- skemmtanir. Ein slík skemmtun er mér sér- staklega minnisstæð en þá tróð einn útskrift- arhópurinn upp í gráum jakkafötum, hárið var vatnsgreitt og skyrturnar stífaðar. Allir í hópnum létu hringla valdsmannslega í lykla- kippum enda um lykilfólk í samfélaginu að ræða. Þetta var lykilfólk í lykilstöðum með lyklavöld. Hópurinn hrópaði marga frasa sem okkur MH-ingum þóttu óstjórnlega fyndnir. Einn þeirra kætti okkur sérstaklega en frasinn hljómaði svo: „Einkavæðum leikskólana!“ Steríótýpan var sjálfstæðismaður, skot- spónninn frjálshyggjan. Atriðið féll sannarlega í kramið í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, þótti fyndið og skemmtilega súrrealískt. Ekkert þótti fjarstæðu- kenndara en að einkavæða leikskólana, svo langt ganga menn nú aldrei...?! En ætli fleiri gamlir MH- ingar en ég séu að rifja þetta upp þessa dagana? Ætli mörgum stúdentum, sem hlógu sig máttlausa að dellunni sem vall upp úr „sjálfstæðismönnunum“ á dimmisjón vorið 1993, sé hlátur í hug í dag? Það sem einu sinni þótti fyndið og skemmtilega súrrealískt er að raungerast í Reykjavíkurborg. Eftir að hafa haft lyklavöldin í rúmlega eitt ár sýnir Sjálfstæðisflokkurinn sitt rétta andlit. Sjálfstæðismenn standa frammi fyrir manneklu á leikskólum en í stað þess að bæta kjör þeirra sem þar starfa er vísað á „markaðslausnir“. Í stað þess að byggja upp smábarnadeildir og brúa bilið milli fæðingar- orlofs og leikskólagöngu er daðrað við hugmyndir um leikskólarekstur stórfyrir- tækja. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru hágæða skólar sem vekja athygli á heimsvísu fyrir sköpunargleði og fagmennsku. Þeir eru samfélagslega reknir sem tryggir að góður leikskóli stendur öllum börnum til boða, ekki bara sumum börnum sumra foreldra sem vinna hjá sumum fyrirtækjum. Það ber vott um uppgjöf og ábyrgðar- leysi að halda því fram að jafn mikilvægri þjónustu sé betur fyrirkomið hjá einkageiranum. Samfélag sem byggist á jöfnuði og jöfnum tækifærum fyrir öll börn er það samfélag sem við viljum búa íslenskum börnum. Og hagsmunir barna eiga ætíð að ráða för. Allar hugmyndir í átt til einkavæðingar leikskóla eru í besta falli skemmti- lega súrrealískar og eiga vel heima á skólaskemmt- unum. Ekki í alvörunni. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Minning úr menntó T ímamót: Bandarískur banki hefur nú eignast þriðjung í íslensku fyrirtæki sem er nærri þriðjungseigandi að Hitaveitu Suðurnesja. Þessi atburður varpar ljósi á þá staðreynd að ríkjandi skipulag orkumála er í uppnámi. Á úthallandi vetri seldu ríkissjóður og nokkur sveitar- félög hluti í Hitaveitu Suðurnesja. Þar er um að ræða framleiðslu, einokun á almannaþjónustu, samkeppnisrekstur og varanleg auð- lindaréttindi. Allir flokkar utan Frjálslyndir bera ábyrgð á þeim ákvörðunum, ýmist á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur því í reynd litið á slíka sölu sem grundvallarmál eða stefnufrávik af þeirri stærðargráðu að á því bryti í samstarfi í ríkisstjórn eða bæjarstjórn. Fyrir vikið hefur erlent fyrirtæki í fyrsta skipti eignast virk óbein eignarréttindi í íslenskri orkuauðlind. Íslendingar eru almennt opnir fyrir erlendri fjárfestingu og sjá ávexti hennar víða í velferðarsamfélaginu. Eigi að síður er ástæða til að staldra við þessi tímamót. Þau verða án þess að djúp umræða hafi farið fram um þær grundvallarhugmyndir sem rétt er að ráði skipulagi þessara mála. Nokkrar einfaldar staðreyndir blasa við: Alþjóðlegt rekstrarumhverfi og ný viðfangsefni kalla á að hluti orkubúskaparins sé rekinn í hlutafélagsformi. Í samkeppnisrekstri innanlands og áhætturekstri erlendis þurfa þessi fyrirtæki að eiga aðgang að hlutafé. Einkarekstur er að sama skapi bæði eðlilegur og nauðsynlegur að ákveðnu marki. Hitt er jafn augljóst að ýmis gagnstæð álitaefni eru uppi í þess- um efnum. Sá hluti orkubúskaparins sem er einokunarrekstur í almannaþjónustu lýtur til að mynda öðrum lögmálum en sam- keppnisreksturinn. Um eignarrétt útlendinga geta aukheldur gilt ólík sjónarmið eftir því hvort rætt er um auðlindirnar sjálfar eða orkuframleiðsluna. Með öðrum orðum: Rök eru fyrir mismunandi lausnum eftir ólíku eðli og hlutverki orkufyrirtækja og einstakra þátta í starf- semi þeirra. Í fyrsta lagi má skilja auðlindaréttindin, vatnsafl og jarðhita, frá framleiðslufyrirtækjunum. Stærstur hluti réttindanna er í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þau geta hæglega verið það áfram í sérstökum rekstrareiningum. Um framsalsrétt sveitarfélaga má setja svipaðar takmarkanir og borgarstjórinn í Reykjavík hefur nýlega lagt til varðandi Orkuveituna. Alþingi hefði þar með úrslita- vald yfir framsali allra orkuréttinda í opinberri eigu. Í annan stað þarf að greina einokun á almannaþjónustu frá sam- keppnisrekstri. Eðlilegt væri að sveitarfélög bæru ábyrgð á ein- okunarrekstri eins og hitaveitum fyrst og fremst út frá neytenda- hagsmunum. Tillit til þeirra hagsmuna gæti leitt til verulegrar lækkunar á heitu vatni í Reykjavík. Með slíkum aðskilnaði gæti samkeppnisrekstur á hinn veginn lotið almennum reglum um hlutafélög og viðtekna viðskiptahætti. Raforkuframleiðslan sjálf gæti fallið þar undir. Loks þyrfti að afnema sjálfvirkar eignarnámsheimildir vegna samkeppnis- rekstrar. Með róttækum skipulagsbreytingum af þessu tagi má koma til móts við þarfir fyrirtækjanna um nútíma rekstrarumhverfi. Um leið má búa betur um þá hnúta að auðlindir í opinberri eigu og einokunarbundin almannaþjónusta lúti eftir atvikum ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga. Nýjar lausnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.