Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 75
Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. LANDSBANKADEILD KVENNA 17. UMFERÐ fim. 13. sept. kl. 17:00 KR - Valur fim. 13. sept. kl. 17:30 Þór/KA - ÍR fim. 13. sept. kl. 17:30 Fylkir - Keflavík fim. 13. sept. kl. 17:30 Fjölnir - Breiðablik Englendingar unnu góðan sigur á Rússum, 3-0, á Wembley í gær. Englendingar tóku þar með sex stig í lands- leikjahrinunni og eru komnir í annað sæti í sínum riðli og stefna hraðbyri á EM eftir erfiða byrjun í riðlinum. Michael Owen var stjarna kvöldsins á Wembley en hann skoraði tvö mörk í leiknum og var einnig á blaði gegn Ísrael um síðustu helgi. „Þetta eru búnir að vera frábærir dagar. Við töpuðum fyrir Þjóðverjum fyrir skömmu en við létum það ekki slá okkur út af laginu enda vissum við að þessir tveir leikir skiptu öllu máli fyrir okkur. Það var gaman að skora þessi tvö mörk og ekki síður gaman að vera hluti af þessu frábæra enska liði á nýjan leik,“ sagði Owen kampakátur eftir leikinn. „Það verður ekki tekið af liðinu að það hefur spilað frábæran fótbolta í þessum leikjum.“ Owen raðar inn mörkum Undankeppni EM: Vináttulandsleikir: Eiður Smári Guðjohnsen sagði að sigur Íslendinga á Norð- ur-Írum í gær hafi verið tileinkað- ur Ásgeiri Elíassyni sem lést á sunnudaginn síðastliðinn. Lands- liðsmennirnir báru sorgarband af því tilefni í leiknum í gær. „Við erum allir sammála um að tileinka Ásgeiri sigurinn og vilj- um við votta fjölskyldu hans samúð okkar. Við erum nokkrir í hópnum sem höfum spilað undir hans stjórn en missirinn er ekki einungis mikill fyrir knattspyrnu- heiminn heldur var hann líka frá- bær persóna sem er mikið sakn- að.“ Eiður hefur átt við meiðsli að stríða undanfarna mánuði. „Það er meiriháttar fínt að vera kominn aftur í fótbolta og er ég ánægður með að hafa spilað þessar 35 mín- útur í leiknum. Leikurinn var þó ekkert æðislegur. Við buðum hætt- unni heim í síðari hálfleik en misstum aldrei trúna og upp- skárum sigur. Miðað við spila- mennsku okkar áttum við hann kannski ekki skilinn en miðað við þá vinnu sem við höfum lagt í þessa tvo leiki áttum við þrjú stig fyllilega skilin.“ Grétar Rafn Steinsson átti þátt í báðum mörkum íslenska liðsins. „Það er búin að vera mikil jákvæðni í kringum liðið frá Kan- adaleiknum og það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur. Það er mun skemmtilegra að fara inn á völlinn og vera á Íslandi þegar jákvæðni er en ekki neikvæðni. Það getur verið niðurdrepandi að koma heim og fá skít og skömm þrátt fyrir að vera að leggja sig fram og berjast,“ sagði Grétar. „Nú er allt annað að koma heim og það kemur fyrir vikið auka neisti í menn og þeir eru virkilega tilbúnir að sýna það og sanna fyrir þjóðinni að þeir séu að leggja sig fram. Það gekk allt upp í þessum tveimur leikjum og leiðinlegt að við höfum ekki unnið Spánverjana því við áttum það skilið. Í heildina litið eru þetta mjög góð úrslit fyrir okkur sérstaklega þegar við lítum til baka og sjáum hversu lélegt þetta hefur verið,” sagði Grétar Rafn sem var ekki hrifinn af norð- ur-írska liðinu. „Svona lið á ekki að fara á stór- mót. Við erum búnir að taka sex stig af þeim og það lið sem við tökum sex stig af á ekki að fara á stórmót,“ segir Grétar Rafn sem lítur bjartsýnn fram á veginn. „Við verðum að halda okkur áfram á jörðinni en það er frábært að áhorfendur og fjölmiðlar skuli þjappa sér að baki okkur og hjálpa okkur,“ sagði Grétar. Tileinkum Ásgeiri sigurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.