Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 1
Perla Rós Árnadóttir er fimm ára stelpa í Kópa- voginum sem veit fátt skemmtilegra en að vera í prinsessuleik en á þó ýmis önnur áhugamál, enda snjöll stelpa hér á ferð. „Mér finnst skemmtilegast að leika mér með dótið mitt en uppáhaldsdótið mitt er hjólið. Mér finnst gaman að fara í hjólatúr með mömmu og pabba en annars geymum við bara hjólið úti í geymslu,“ segir Perla Rós og þegar hún er spurð hvort hún sé ekki alltaf með hjálm á hjólinu svarar hún játandi á inn- soginu og bætir við alvarleg: „Maður er með hjálm svo maður meiði sig ekki á höfðinu og svo að h kúpan brotni ekki “N hafa gaman af að hamast í fótbolta og leika sér með bíla er Perla Rós líka mikil dama og þegar spurt er hvaða leikir henni finnist skemmtilegastir stendur ekki á svarinu: „Mömmó og prinsessuleikur,“ segir hún einlæg og bætir við: „Ég var einu sinni í prins- essubol og á alls konar prinsessudót.“ Prinsessuáhuginn er augljóslega mikill þar sem Perla Rós ætlar að verða Þyrnirós þegar hún verður stór. En ætlar hún þá bara að sofa og sofa? „Þyrnirós var ekki bara sofandi, hún svaf bara pínu og þegar hún vaknaði fór hún að leika sér með dótið sitt “ segir Perla Rós ákveðin. Ef ég v i myndi ég vilj Langar að eiga heima í Vík og vera prinsessa Listaverk á daginn, arinn á kvöldin Heba Þórisdóttir förðunar- sérfræðingur hefur verið valin best í sínu fagi í Hollywood af bandaríska tískutímaritinu WWD-Beauty. Hún mun vinna með stórleikkonunni Scarlett Johansson við næstu tvær myndir hennar, He´s Just Not That Into You og The Spirit. Þetta verða sjötta og sjöunda myndin þar sem Heba starfar með Scarlett en frá því þær unnu saman fyrst við kvikmyndina The Island hefur Heba farðað Scarlett í flestum hennar myndum. Útnefnd sú besta í Hollywood Fyrir þig og þá sem þér þykir vænt um Fylgir fréttablaðinu í dag bæklingur FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR vinnuvélarMIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007 Kornið skoriðKornskurðarvélum fjölgar í takt við aukna kornrækt BLS. 7 Texasbúinn Jackie Bibby setti heimsmet á mánudag þegar hann sat fullklæddur í baðkari ásamt 87 skröltormum í 45 mínútur. Bibby sló með þessu fyrra heimsmet sem hann setti sjálfur með 75 skröltormum. Skröltormarnir liðuðust í kringum Bibby í baðkarinu en enginn beit hann. „Galdurinn er að vera grafkyrr. Snöggar hreyfingar hræða skröltorma. Ef maður hreyfir sig lúshægt og varlega virðist það ekki trufla þá.“ Í baði með 87 skröltormum Veltan hér á uppboðsmarkaði með listaverk er meiri það sem af er ári en var allt árið í fyrra. Þó eru enn eftir tvö stór uppboð fyrir jól, annað hjá Gallerí Fold og hitt hjá Arnason & Andonov. Velta á uppboðum með listaverk nemur nú rúmum 146 milljónum króna. Í fyrra var heildarveltan 112 milljónir. Tölurnar má lesa úr íslensku listaverkavísi- tölunni sem fyrirtækið Hansen og synir ehf. heldur utan um. Frá árinu 2005 hefur meðalverð seldra listaverka á uppboðum rokið upp. Í fyrra var meðalverð seldra verka á uppboðum 178.911 krónur. Það sem af er þessu ári er meðalverðið 345.361 krónur. Verkum í sölu fjölgaði líka töluvert í fyrra. „Með hækkandi verði koma fleiri verk í sölu, það helst dálítið í hendur. Umfangið á listaverkamarkaðnum hefur því aukist bæði í fjölda verka og krónutölu,“ segir Jóhann Ágúst Hansen listaverkasali sem á Hansen og syni ehf. Þá hefur verð á íslenskum verkum sem seld eru á uppboðum erlendis einnig hækkað verulega á árinu. Til dæmis var olíumyndin Hvítasunnudagur eftir Kjarval slegið íslenskum fjárfesti á rúmar fimmtán milljónir króna á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í byrjun ársins. Samtónn, samtök allra rétthafa tónlistar á Íslandi, hefur lagt fram kæru gegn for- svarsmönnum Istorrent-vefjarins. Ástæðan er ólögleg dreifing á efni með hjálp síðunnar, segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum samtök sem stöndum vörð um rétt höfunda, flytjenda og framleiðenda, og þessi dreifing er í leyfisleysi,“ segir Gunnar. „Ef þú kaupir þér plötu úti í búð máttu búa til afrit fyrir sjálfan þig, í bústað- inn eða bílinn, en þú mátt ekki gera afrit til að senda öðrum í gegnum netið.“ Hann segist ekki vilja tjá sig um bótakröfur á þessu stigi. „Við vilj- um aðallega stöðva þessa starf- semi,“ segir hann. „Það eru gífur- lega margir höfundar sem koma hér að máli, það sést þegar maður skoðar framboðið á síðunni.“ Með hjálp Istorrent-vefjarins má nálgast efni eftir íslenska tónlist- arflytjendur á borð við Sprengju- höllina, Nýdönsk, Sálina hans Jóns míns og Megas. Vefinn nota yfir tuttugu og fimm þúsund manns. Arnþrúður Þórarinsdóttir, lög- fræðingur hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir að fleiri en eitt mál séu til umfjöllunar hjá þeim vegna Istorrent-vefjarins. Aðspurð hvort Samtónn hafi lagt fram kæru gat hún ekki staðfest það að svo stöddu. „Ég hef ekkert heyrt um þessa kæru,“ segir Svavar Lúthersson, framkvæmdastjóri Istorrent ehf. sem á og rekur samnefndan vef. Gunnar hjá Samtóni segist hafa sent Svavari bréf þar sem hann er beðinn um að fjarlægja efnið af síð- unni en því hafi ekki verið sinnt. Sjálfur segist Svavar ekki kannast við að hafa fengið slíkt bréf. „Það væri ágætt ef þeir myndu fram- vegis reyna að hafa almennileg samskipti við okkur.“ Ráðist til atlögu gegn íslenskum vefræningjum Framkvæmdastjóri samtaka rétthafa tónlistar á Íslandi vill láta loka Istorrent- vefnum. Samtökin hafa kært forsvarsmenn vefjarins fyrir ólöglega dreifingu á tónlist. Framkvæmdastjóri Istorrent ehf. segist ekkert kannast við málið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.