Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 2
 „Orkan í fallvötnunum eða eftirspurn eftir henni hverfur ekki þótt menn breyti tímasetn- ingum á framkvæmdum,“ segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri um áframhaldandi stórfram- kvæmdir á Íslandi. Nú sé hagfellt að menn pústi aðeins í efnahagslífinu. Aðstæður þar skipti miklu máli við tímasetningu framkvæmda og skattalækk- ana. „Það eru ekki miklar líkur á að menn tapi nokkr- um tækifærum,“ segir Davíð. Frekar sé hugsanlegt að eftirspurn eftir orku aukist. Smá bið geti hugsanlega orðið til þess að samningsstaðan batnaði. Aðstæður í efnahagslífinu knýi ekki á um þetta nú. Seðlabankastjóri segir að sama eigi við um skattalækkanir. Þær geti verið góðar og hjálplegar fyrir efnahagslífið og jafnvel aukið tekjumögu- leika ríkissjóðs, þar sem kakan stækki „en tíma- setningin er vandmeðfarin,“ segir Davíð. Seðlabankastjóri segir að kaupmáttur launa hafi vaxið mikið og hjá öllum undanfarin ár. Staða launþegans hafi verið sterk þegar mikil eftirspurn hafi verið eftir öllum verkfærum höndum. „Menn geta auðvitað búið til launahækkanir í komandi kjarasamningum, en það er gömul saga og ný að ef þær ganga úr takti við það sem venjuleg verðbólga þolir, þá étast þær upp í verðbólgu.“ Seðlabankinn sýni það í fráviksspá sinni um stýrivexti að verðbólga aukist verði launahækkan- ir miklar og það dragi úr líkum á því að stýrivextir lækki hratt. „Það eru dæmi um að menn hafi komið til baka, en það er erfitt að draga ályktun af ákvörðun hvers og eins, allt er þetta einstaklingsbundið, “ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, spurður um hvort launauppbót til lögreglumanna sé farin að skila sér í auknum mannafla. Lögreglumenn fengu 30.000 krónur ofan á laun sín um síðustu mánaðamót og fá mánaðarlega þá upphæð það sem eftir lifir samningstímans. Óvenju- mikið hafði verið um uppsagnir lögreglumanna á árinu og var launauppbótin ætluð til að reyna að snúa þeirri þróun við. „Ég held að lögreglumenn almennt hafi tekið þessari ákvörðun mjög vel og skilji hana eins og á að skilja hana að mínu mati,“ útskýrir lögreglustjóri. „Þetta var ákvörðun stjórnvalda til þess að tryggja að sú þróun sem var hafin héldi ekki áfram. Enn er þó of snemmt að dæma um áhrifin, en ég hef jákvæða tilfinningu fyrir þeim.“ Stefán segir vaktir lögreglumanna nú meðal annars mannaðar með þeim 35 nemum úr Lögreglu- skólanum sem séu í starfsþjálfun. Mannskap vanti enn í rannsóknardeildir og á fleiri stöðum. Fjöldi þeirra sem vanti hlaupi á einhverjum tugum. „Það er stundað, grimmilega, að bera út fólk en leys- ir það einhvern vanda? Ég þekki sjálfur dæmi þess að fólk hefur verið borið út og það svipt sig lífi eða dáið drottni sínum,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar. „Það er óumdeilt að geðsjúkt fólk veldur vandamál- um í nábýli við aðra en það er vegna þess að þessu fólki er ekki hjálpað.“ Húseigendafélaginu berast reglulega erindi vegna óþæginda og ónæðis af völdum geðsjúks fólks. Vandinn er mestur þar sem geðsjúkt fólk neytir fíkniefna. Stundum er um beina og jafnvel bráða hættu að ræða, að mati for- manns Húseigendafélagsins. Sveinn segir vandamálið skýrt í sínum huga. Ekki hafi tekist að framfylgja heildarstefnu í málefn- um geðsjúkra og mikill skortur sé á samvinnu félagsmála- og heil- brigðisráðuneytis. Mikilvægt er að hans mati að stjórnvöld vinni skipulegar að geðheilbrigðismál- um. „Við verðum að setjast niður og taka á einstökum málum; hvaða greiningu hefur viðkom- andi, hvert er hans hæfi og hvaða þjón- ustu þarf hann. Það er ekki hægt að alhæfa um þjónustuþörf allra þessara einstaklinga, til þess eru þeir of ólíkir. Við erum að þegja þetta fársjúka fólk í hel og hvaða afsök- un höfum við? Við höfum bæði fjármagn og aðstöðu.“ Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, segir að reglulega berist erindi til félags- ins vegna ónæðis af völdum geð- sjúks fólks. „Stundum er um beina og jafnvel bráða hættu að ræða,“ segir Sigurður. Samkvæmt fjöl- eignarhúsalögum er í alvarlegum tilvikum hægt að krefjast þess að viðkomandi flytji á brott og selji íbúð sína. Húsaleigulögin veiti einnig riftunar- og útburðarrétt við alvarleg brot leigjenda. „Skilyrði þessara úrræða eru oft fyrir hendi þegar um geðsjúka einstaklinga er að ræða en það er afar ógeðfellt að beita afgerandi lagaúrræðum gegn fjársjúku fólki. Þetta er heilbrigð- isvandamál og samfélagslegt vandamál sem þjóðfélagið og hlut- aðeigandi yfirvöld verða að taka á.“ Sveinn segir að þeir veikustu í hópi geðsjúkra séu tifandi tíma- sprengjur. „Þeir eru hættulegir sjálfum sér og öðrum af því að þeim hefur ekki verið sinnt vegna veikinda sinna. Þetta er birtingar- mynd þessara sjúkdóma en ef geð- sjúkir fá stuðning til sjálfshjálpar, þá er hægt að gera hér kraftaverk.“ Geðsjúkir bornir út vegna aðgerðaleysis Ein birtingarmynd skeytingarleysis samfélagsins í garð geðsjúkra er að þeir eru bornir út af heimilum sínum eftir árekstra við nágranna. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar þekkir dæmi um að geðsjúkir hafi svipt sig lífi í kjölfar útburðar. Orkan mun ekki hverfa Fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokks segja stjórnarskrána þríbrotna í lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Þeir hafa lagt fram frumvarp þess efnis að starfsmenn sem kjósa að standa utan stéttarfélags þurfi ekki að greiða til þess félagsgjöld. „Það væri mjög óskynsamlegt fyrir starfsmann að njóta ekki allrar þjónustu stéttarfélags með því að gerast félagi, þar sem hann er búinn að greiða fyrir hana,“ segir Pétur Blöndal, sem er einn flutningsmanna frumvarpsins. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram sex sinnum, en aldrei hlotið afgreiðslu úr nefnd. Segja félaga- frelsi vera brotið Alþingi staðfesti í gær bráðabirgðalög um notkun raflagna á fyrrverandi varnarsvæði bandaríska hersins á Miðnesheiði. Ríkisstjórnin setti lögin í júlí. Raflagnir á varnarsvæðinu stóðust ekki kröfur íslenskra laga, en tæplega 350 fjölskyldur fluttu inn á svæðið í haust. Samkvæmt lögunum verður heimilt að nota bandarísku raflagnirnar fram til ársins 2010 án breytinga. Nú þegar hefur raflögnum verið breytt í 318 af þeim 340 íbúðum sem breyta átti í fyrsta áfanga. Þingið staðfesti bráðabirgðalög Ekki verður af því að frístundabúskapur með sauðfé verði leyfður á Siglufirði eins og til stóð með nýju deiliskipulagi. Ástæðan er hörð mótmæli margra íbúa sem og stjórnar Skógræktar- félags Siglufjarðar sem segir gróður í bæjarlandinu hafa breyst mikið eftir að sauðfjárhald var bannað. „Teljum við að sú fyrirætlun bæjaryfirvalda að leyfa hér sauðfjárbúskap á nýjan leik sé stórt skref aftur á bak og beinn dónaskapur við þá bæjarbúa sem á undanförnum árum hafa lagt í það metnað sinn og fórnað ómældum fjármunum og fyrirhöfn við að fegra og prýða bæinn sinn,“ sagði stjórn skógræktarfélagsins. Hrinda áhlaupi sauðkindanna Orkan í fallvötnun- um eða eftirspurn eftir henni hverfur ekki þótt menn breyti tímasetningum á framkvæmdum. Rúmlega fjórfaldur verðmunur er á einstökum aðgerðarliðum tannlækna, samkvæmt verðkönnun Neyt- endasamtakanna sem gerð var í september. Öllum starfandi tannlæknum, 226 að tölu, var sent bréf ásamt eyðublaði þar sem þeir voru beðnir að skrá verð fyrir þrettán aðgerðarliði. 142 svöruðu. Mesti verðmunurinn í aðgerð sem allir tannlæknar framkvæma var í útdrætti tannar með fulla festu. Þar sem ódýrast er kostar sú aðgerð 3.476 krónur en 15.800 krónur þar sem þjónustan er dýrust. Margfaldur verðmunur hjá tannlæknum Stefán, gerir þú enga athuga- semd við allar þessar athuga- semdir?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.