Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 42
 Afturelding 2 er komið í átta liða úrslit í Eimskipsbikar karla í handbolta eftir sigur á úrvalsdeildarliði ÍBV í 32-liða úrslitum og sigri gegn Fram 2 í 16-liða úrslitum. Liðið kallar sig Júmboys en spilar undir merkjum Aftureldingar og hefur þegar skákað aðalliði félagsins í keppninni. „Það er stutt í úrslitaleikinn og við sjáum til hvernig fer,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari aðalliðs Aftureldingar og leikmaður Júmboys, í léttum dúr. Júmboys sló aðalliðinu við Jón Ingi Þorvaldsson keppti um síðustu helgi á seinni hluta haustmótaraðar Formula Palmer Audi á Snetterton brautinni í Norfolk á Englandi þar sem keppt var um McLaren Autosport BRDC-verðlaunin. Í fyrstu keppninni í fyrradag ræsti Jón Ingi í 20. sæti og kom í markið í sama sæti. Í annarri keppninni ræsti hann í 21. sæti og endaði í 19. sæti. Besta árangri sínum náði Jón Ingi í þriðju keppninni þar sem hann ræsti í 19. sæti og vann sig upp í 17. sætið. Jón Ingi endaði mótaröðina með 16 stig í 22. sæti af 27 keppendum. Jón Ingi í 22. sæti í Norfolk Jón Arnór Stefánsson stendur sig vel með Lottomatica Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta og hefur skorað 10,9 stig að meðaltali í fyrstu átta leikjum tímabilsins. Í sigurleik liðsins um síðustu helgi sýndi Jón Arnór mikinn andlegan styrk með því að setja niður öll sex víti sín á úrslitastundu í lokaleikhlut- anum. Þetta er þriðja tímabil Jóns Arnórs á Ítalíu en hann lék með Carpisa Napoli 2005/06 og svo með Lottomatica eftir áramót á síðasta tímabili. Jón Arnór skilar í vetur sínum bestu tölum en 10,9 stig, 3,1 frákast og 2,3 stoðsend- ingar eru hæstu meðaltöl hans í deildinni frá upphafi. Jón Arnór hefur líka aldrei hitt betur úr þriggja stiga skotum þrátt fyrir að taka nú mun fleiri langskot en á hinum tímabilunum tveimur. Jón Arnór hefur skorað 2,1 þriggja stiga körfu að meðal- tali í leik og hitt úr 40,5 prósent- um skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Jón Arnór hefur bætt sig gríð- arlega í framlagi frá því í fyrra þegar hann var stóran hluta tíma- bilsins að vinna sig út úr meiðsl- um sem hann varð fyrir í lands- leik um haustið. Svo skemmtilega vill til að Jón Arnór, sem skilaði 69 framlagsstigum í 22 leikjum með Rómarliðinu í fyrra, hefur þegar náð að jafna þann árangur. Jón Arnór var með 3,1 fram- lagsstig að meðaltali í fyrra en hefur skilað 9,9 framlagsstigum til síns liðs það sem af er vetri. Það má heldur ekki líta fram- hjá frammistöðu Jóns Arnórs í Evrópukeppninni en í fyrstu tveimur leikjum Lottomatica í Euroleague hefur Jón Arnór skorað 19,5 stig að meðaltali og er sem stendur tíundi stigahæsti leikmaður keppninnar til þessa. Jón Arnór spilaði sex leiki í Euroleague í fyrra og var þá með 6,3 stig að meðaltali í leik en hann hefur þegar skorað einu stigi meira í fyrstu tveimur leikjunum en hann gerði í öllum sex leikjum sínum í fyrra. Hann er fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila í Euroleague sem er sterk- asta keppni evrópskra félagsliða í dag. Einn besti félagi Jóns Arnórs í ítalska liðinu er danski landsliðs- maðurinn Christian Drejer en lengi var talað um þá jafnaldrana sem tvo af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum Norðurlanda. Það er ljóst að koma Drejers hefur haft góð áhrif á leik okkar manns. Besta tímabilið hjá Jóni Arnóri Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni frá Panasonic HDTV Ready / Upplausn: 1024x768 / Skerpa: 10.000:1 37” PV70 PLASMA 199.900- Stórglæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni frá Panasonic HDTV Ready / Upplausn: 1366x768 / Skerpa: 10.000:1 50” PV70 PLASMA 319.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni frá Panasonic Það besta sem völ er á og margverðlaunað. Full HD upplausn: 1920x1080 / Skerpa: 10.000:1 / 68.7 milljarðar litir 42” PY70 PLASMA 259.900- MARGVERÐLAUNUÐ GÆÐI Úrval og fagleg 19”– 65”háskerpusjónvörp á frábæru verði 219.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni frá Panasonic sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun fyrir besta plasma háskerpusjónvarpið. HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1 42” PV70 PLASMA Kíktu við í verslun okkar að Síðumúla 37 og svalaðu þorstanum með ískaldri Coke í gleri á meðan þú skoðar nýjustu sjónvörpin! Virka daga, kl 10 til 18. Laugardaga, kl 11 til 15Opnunartími:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.