Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 28
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Gvendargeisli 13 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grafarholt austur vegna stækkunar á lóð fyrir leikskóla að Gvendargeisla 13. Tillagan gerir ráð fyrir að lóð stækki um 700 m² og verði því um 0,44 ha. Gert er ráð fyrir tuttugu og einu bílastæði á lóð og er aðkoma bíla að sunnan frá Gvendargeisla. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar óbreyttir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grensásvegur 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar – Fenin vegna breytinga á lóðinni Grensásvegur 1. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að byggingareit á aust- urhluta lóðarinnar er breytt og verður fjórar hæðir, nýr byggingareitur verður við Grensásveg og verður hús þar fimm hæðir og á milli þessara byggingareita verður tengibygging upp á tvær hæðir. Undir húsum verður bílakjallari á allt að þremur hæðum, 390 bíla- stæði ofan jarðar og neðan. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,5 og með bílakjallara 2,99. Allar núgildandi kvaðir eru óbreyttar og að öðru leyti gilda eldri skil- málar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 7. nóvember 2007 til og með 19. desember 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 19. des- ember 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 1. nóvember 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.