Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 36
Fatahönnuðurinn Edda Skúla- dóttir flutti heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir að hafa búið og starfað í Los Angeles í nær áratug. Hún selur fatnað sinn undir heitinu Fluga í verslun B-Young/Cific í Bankastræti og er þessa dagana að vinna að kjól fyrir Ragnhildi Steinunni. „Ég nota mikið silkiefni sem ég kaupi í Los Angeles,“ segir Edda um hönnun sína. „Æskuvinkona mín, Imago, er verktaki hjá mér og þrykkir á efnin. Svo hef ég líka verið að gera jakka úr ull sem sömuleiðis eru áþrykktir.“ Þessa dagana fer mestur tími Eddu í að leggja lokahönd á kjól sem Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir mun klæð- ast í Laugardagslögunum. „Kjóllinn verður kóngablár með svartri þrykk- ingu og teygjanlegu svörtu pilsi að neðan,“ segir Edda. „Ég er að sníða hann og klippa í þessum töluðu orðum.“ Edda segist hafa ákveðið að flytja heim vegna fjölskyldu sinnar en hún á tvær ungar dætur með Guðjóni Ólafs- syni leikstjóra. „Það er ekki gert ráð fyrir því að fólk eigi börn í tískuheim- inum úti.“ Edda starfaði í Los Angeles í níu ár, lengst af hjá hinu heimsþekkta fyrirtæki Bebe. „Ég þekkti eina sem vann í þessum bransa svo ég ákvað að svala ævintýraþránni og fara út eftir að hafa klárað klæðskeranám í Iðn- skólanum hér heima. Í fyrstu vann ég hjá hönnuðinum Steffi Dobrindt. Þaðan fór ég yfir í For Joseph og loks Bebe. Þar var verkaskipt- ingin meiri og ég vann við bæði sniðagerð og framleiðslu.“ Edda vann auk þess við tvær stórar kvikmyndir, Blade og Mission to Mars. „Ég gerði til dæmis sniðið að frakkanum sem Wesley Snipes var í þegar hann lék í Blade,“ segir Edda og hlær. „Svo gerði ég geim- búninga fyrir Mission to Mars.“ Edda bjó í sjálfri Hollywood í Englaborg- inni og segir það mikil en jákvæð viðbrigði að vera komin heim. „Það er svo lítið áreiti hérna. Okkur finnst það æðis- legt.“ Nýja konan í lífi sir Pauls McCartn- ey er hvorki leikkona, fyrirsæta né söngkona heldur aðstoðarfor- stjóri stórs flutningafyrirtækis í Bandaríkjunum. Bresku blöðin greindu frá því í gær að Paul hefði sést versla í undirfataverslun í New York og nú er sú heppna sem fékk fínu efnislitlu klæðin og franska ilm- vatnið fundin. Nancy Shevell heit- ir hún og er eiginkona stjörnulög- fræðingsins Bruce Blakeman sem á risastóra lögfræðiskrifstofu í New York. Hún er af vellauðugum ættum og stjórnar fjölskyldufyrir- tæki sínu í New Jersey. Nancy er ekki formlega skilin við manninn sinn en er hætt að nota nafnið hans og því má reikna með að skilnað- urinn gangi í gegn á næstunni. Hún virtist í það minnsta lítið feimin við að láta hrifningu sína á Paul í ljós og áttu þau nokkuð inni- legar stundir í stórborginni ef marka má ljósmyndir breska götu- blaðsins The Sun. Þar má einnig lesa allt um róm- antískan dag þeirra sem fór meðal annars í göngutúr á ströndinni við Hampton, morgunmat og róman- tískan kvöldverð við kertaljós og kokteila á East Hampton Restaur- ant. Síðan eyddu þau drjúgum tíma í glæsivillum hvors annars og sögðu sjónarvottar að engum dyldist að þarna færi ástfangið par. Þau gátu varla haft augun hvort af öðru alla síðustu helgi og voru aðeins í sundur í örfáa klukkutíma. Tímann skyldi nýta í nánar samverustundir, faðmlög og innilegar samræður. Leitinni lokið hjá McCartney Hljómsveitin Vicky Pollard komst í frétt- irnar hjá breska dag- blaðinu The Sun fyrir að vera nefnd í höfuðið á persónu í bresku grínþáttunum Little Britain. „Þetta er svakalega skemmtilegt fyrir okkur og það er gaman að fá svona umfjöllun,“ segir Eygló Scheving Sigurðardóttir, söng- kona Vicky Pollard. „Það er mjög skemmti- legt hvað við erum búin að fá mikla athygli fyrir nafnið okkar úti í Bretlandi. Eftir Ice- land Airwaves hafði kona samband við okkur frá The Sun sem hafði heyrt um okkur og síðan fannst Kerrang! Magazine við líka voða sniðug, þannig að þetta er að vekja lukku.“ Tímaritið Scratch frá Los Angeles sýndi Vicky Pollard einnig áhuga eftir Airwaves- hátíðina og bauð sveit- inni að vera með eitt lag á plötu sem það framleiddi í fimm þús- und eintökum og sendi frítt víðs vegar um borgina. Eygló segir að nafnið Vicky Pollard sé komið frá Ástrósu bassaleikara sem sé svakalegur aðdáandi Little Britain. „Hún eiginlega heimtaði að við myndum heita þetta, hún er svo mikil frekja, því við vorum eiginlega ekki öll sammála,“ segir hún. Pollard í The Sun Ný íslensk hljómsveit hefur ákveðið að leita til Íslendinga vegna vals á nafni hljómsveitar- innar. „Við höfum verið að velta hugmyndum til og frá, og erum orðnir illa þjakaðir af valkvíða,“ segir trymbillinn Magnús Ingi Sveinbjörnsson. „Við treystum almenningi betur en vinum og fjölskyldumeðlimum sem segja bara „já, fínt“ við öllum hugmyndum.“ Hljómsveitin nafnlausa stefnir á að skemmta á skóla- böllum í vetur og þarf því nafngift fyrir jól. Hún hvetur sem flesta til að greiða atkvæði á netsíðunni Trymbill.is/ hljomsveit. Hljómsveit leitar að nafni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.