Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 35
Barnaleikrit vetrarins í Þjóðleikhúsinu að þessu sinni er Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en það verður frumsýnt í kvöld. „Þetta er sæt og falleg barnasýn- ing fyrir alla fjölskylduna. Við erum meðvituð um að það eru allt- af fullorðnir í fylgd með börnum í leikhúsinu og því reynum við að hafa sýninguna þannig að fullorðn- ir geti haft gaman af henni líka,“ segir Gunnar Helgason, leikstjóri sýningarinnar. Leikritið var fyrst sýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 1993 og sló eftir- minnilega í gegn. En síðan þá eru liðin fjórtán ár og því kominn tími til að veita nýrri kynslóð barna tækifæri til að kynnast töfraheimi Skilaboðaskjóðunnar. Leikritið er byggt á samnefndri barnabók Þor- valds Þorsteinssonar og segir frá litríkum persónum sem búa í Ævin- týraskóginum. Þar verður uppi fótur og fit þegar Nátttröllið rænir Putta litla og ætlar að breyta honum í tröllastrák. Þá þurfa allir íbúar Ævintýraskógarins að taka höndum saman til að bjarga honum áður en sólin hverfur bak við Sól- arlagsfjall. Það kemur hins vegar babb í bátinn þegar Nornin, Úlfur- inn og Stjúpan vonda vilja ekki taka þátt í björgunarleiðangrinum. „Þetta leikrit hefur fallegan boð- skap og í raun alla burði til þess að verða sígilt barnaleikrit. Við höfum litlu breytt frá fyrri uppfærslunni, það hafa reyndar tvö lög bæst við en það er allt og sumt enda er þetta verk í anda rómantískra ævintýra og því tímalaust,“ segir Gunnar. Uppsetningin er öll hin glæsileg- asta og er valinn maður í hverju hlutverki. Um leikmyndahönnun sá Frosti Friðriksson og Þórunn María Jónsdóttir hannaði búninga. Á meðal leikara sem koma fram í sýningunni eru Esther Talía Casey, Ívar Helgason, Rúnar Freyr Gísla- son og Þórunn Lárusdóttir. Með hlutverk Putta litla fer ungur og upprennandi leikari, Hrafn Bog- dan Haraldsson. Sjö manna hljóm- sveit flytur tónlistina í sýningunni sem samin var af Jóhanni G. Jóhannsyni, tónlistarstjóra Þjóð- leikhússins. Leikritið hefur þegar hlotið góðar viðtökur þar sem stór hópur barna fékk að vera viðstaddur æfingu sem fór fram á mánudags- kvöld. Þau tóku sýningunni vel. „Það var frábært að sjá hvað börn- in voru spennt og hvernig þau lifðu sig inn í verkið. Þegar maður setur upp barnaleikrit veit maður strax af því ef sýningin er ekki nógu góð þar sem börn eru ekkert að fela það ef þeim leiðist. Það var því svo- lítið stressandi að fá áhorfendur á æfingu og bíða þess að sjá hvern- ing sýningunni yrði tekið. Blessun- arlega voru viðbrögð barnanna öll á besta veg og lofar það góðu fyrir okkur,“ segir Gunnar. Í tilefni af sýningunni kemur samnefnd bók Þorvaldar út að nýju hjá forlaginu Bjarti auk þess sem tónlistin úr sýningunni er endur- útgefin á hljómdiski. Steinunn Soffía Skjen- stad sópransöngkona hlaut 1. verðlaun í ljóðasöngsflokki Erkki Melartin-kammertón- listarkeppninnar í Finnlandi 28. október síðastliðinn, ásamt finnska píanistanum Sofiu Wilkman. Dóm- nefnd var einróma um að dúóið hlyti fyrstu verðlaunin. Í henni sátu Ilmo Ranta píanó- leikari, Pia Freund söngkona og söngvar- inn Petteri Salomaa en einnig veitti Minning- arsjóður Eero Rantala Steinunni og Sofiu 2.000 evrur í sigurlaun. Erkki Melartin-kammertónlist- arkeppnin er haldin á þriggja til fjögurra ára fresti. Hún er ein mik- ilvægasta tónlistar- keppni Finna. Keppnin er haldin í bænum Savonlinna þar sem haldin er á sumri hverju stærsta óperu- hátíð Finnlands. Þar er einnig að finna alþjóðlega tónlistar- akademíu. Erkki Melartin- keppnin er ætluð þeim sem stunda tónlistar- nám í Finnlandi en Steinunn stundar mastersnám í söng við óperudeild Síb- elíusarakademíunnar í Helsinki. Steinunn hefur lagt áherslu á óperu- og ljóðasöng. Hún lauk B.Mus. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2005 undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur. Velgengni íslenskrar söngkonu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7- 18 09 HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Afl og hagkvæmni Það ríkir mikill friður og sátt á þeim heimilum sem eiga Skoda Octavia TDI. Dísilvélin er í senn aflmikil og eyðslugrönn, með aðeins 4,9 lítra eyðslu á hverja hundrað kílómetra. Octavia TDI er fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með sítengdu aldrifi. • ESP stöðugleikakerfi og spólvörn • aksturstölva • tengi fyrir iPod • sex hátalarar • hanskahólf með kælibúnaði • sex loftpúðar • hraðastillir (cruise control) • þokuljós í framstuðara • armpúði milli framsæta • hiti í sætum og speglum • ISOFIX barnabílstólafestingar • hæðarstillanleg framsæti SkodaOctavia TDI Ímyndaðu þér Álfelgur og heilsársdekk fylgja, takmarkað magn! SkodaOctavia

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.