Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Ingimar Karl Helgason skrifar „Við höfum aldrei hafnað umræðu, en við viljum að hún sé málefnaleg,“ segir Ingimundur Friðriks- son seðlabankastjóri. „Okkur finnst nauðsynlegt að menn leggi eitthvað til.“ Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sagði í málstofu Seðlabankans á dögun- um, að Seðlabankinn hefði við vaxtaákvarðanir lagt of mikla áherslu á gengi krónunnar. Þetta veikti peningastefnuna og óhjákvæmilegt væri að spyrja hvort ekki væri kominn tími til að endurmeta fyrirkomulag peninga- og gengismála. Reynslan af peningastjórnun með verðbólgumark- miði væri ekkert sérstaklega góð. Einnig hefði stærð banka og annarra fjármálafyrirtækja gjör- breytt aðstæðum í landinu hvað varðar peninga- og gengismál. „Þá tel ég að Seðlabankinn eigi ekki að- eins að leyfa, heldur einnig að liðka fyrir skráningu bankanna og annarra alþjóðavæddra fyrirtækja í erlendri mynt.“ Straumur og raunar fleiri fyrirtæki hafa fengið heimild til að færa bókhald sitt í erlendri mynt. Kaupþing bíður enn úrskurðar fjármálaráðherra um umsókn sína um að færa bókhaldið í evrum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðu- sambands Íslands, telur að til lengri tíma litið verði að skoða fyrirkomulag gengismála og peningastefn- una um leið. „Reynslan undanfarin ár sýnir að pen- ingastefnan er ekki að skila því sem henni er ætlað að gera. Auðvitað hafa verið óvenjulegir tímar með mikilli þenslu og ríkisfjármálum sem hafa unnið á móti peningamálastefnunni.“ Lausnin sé þó ekki að viðhalda sjálfstæðri mynt og víkka þolmörkin eða plokka út úr vísitölunni allt sem er óþægilegt eins og umræðan hafi að nokkru snúist um. Leitað var eftir viðbrögðum forsætisráðherra við þessu, en þau svör fengust úr ráðuneytinu að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að erfitt sé að meta hvort breyta eigi stefnunni. Menn verði að hafa hugmynd um hvaða leið eigi að fara og hún sé ófundin enn. Hins vegar eigi umræðan að halda áfram og innlegg Friðriks Más í þeim efnum sé af hinu góða. Endurskoðun peninga- málastefnu er tímabær Fjármálaráðherra, verkalýðshreyfingin og Seðlabankinn eru tilbúin að ræða endurskoðun peningastefnunnar. Forsætisráðherra tjáir sig ekki um málið. SEÐLABANKINN Margir telja að endurskoða verði peningamálastefnuna. Yfirmenn í Seðlabankanum eru tilbúnir í umræðuna. Forsætisráðherra vill ekki ræða málið. Stjórnendur og hluthafar í bresku bjórgerðinni Scottish & New- castle hafa samþykkt yfirtökutil- boð evrópsku bjórframleiðend- anna Carlsberg og Heineken upp á 7,8 milljarða punda, jafnvirði eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Scottish & Newcastle er í eigu Kronenbourg 1664, John Smith‘s og Evrópudeildar hins ástralska Foster‘s. Fær hver hluthafi 800 pens í formi reiðufjár fyrir hvern hlut sinn í bjórframleiðand- anum breska. Carlsberg og Heineken deila bjórheiminum á milli sín eftir kaupin. Í kjölfar þeirra ná Danirnir í Carlsberg hlutdeild sem upp á vantar í rússnesku brugghúsi og geta blásið í mark- aðsseglin þar í landi. Þá fær fyrirtækið verksmiðjur í Frakk- landi, Grikklandi, Kína og Víet- nam að auki. Heineken fær á móti yfir- ráð yfir brugghúsum Scott- ish & Newcastle í Bretlandi, Írlandi, Portúgal, Finnlandi, Belgíu, í Bandaríkjunum og Indlandi en Heineken verður í kjölfarið stærsti bjórfram- leiðandi Bretlandseyja. - jab Risar deila bjórnum Íranskættaði fast- eignamógúllinn Robert Tchenguiz, sem jafn- framt er stjórnarmað- ur í Existu með fimm prósenta hlut í félag- inu, hefur aukið við hlut sinn í Mitchells & But- lers, stærstu kráarkeðju Bretlands. Tchenguiz átti á bilinu tæpan sextán til nítján prósenta hlut með bein- um og óbeinum hætti í kráark- eðjunni en jók hann í 22 prósent eftir lokun markaða í Lundúnum í fyrrakvöld. Hluthafafundur verður hald- inn hjá kráareigendum á morgun. Breska dagblaðið Guardian seg- ist reikna með að helsti ásteyt- ingarsteinninn verði uppskipting félagsins í rekstrar- og fasteignafélag sem muni í framtíð- inni halda utan um hefðbundinn rekstur og fasteignafélag. Þá geti sömuleiðis komið til greina að selja fast- eignirnar. Talsverð verðmæti eru falin í fasteignum Mitchells & Butler og hleypur það á allt að fimm milljörðum punda, jafnvirði rúmra 644 milljarða íslenskra króna, að sögn blaðsins, sem þó hefur eftir breskum greinendum að verði félaginu skipt upp geti það komið niður á heildarafkomu félagsins þar sem ölsalan hafi ekki gengið sem skyldi upp á síð- kastið. - jab ATHAFNAMAÐURINN Robert Tchenguiz hefur verið stórtækur í kaupum á breskum krám síðustu ár. Tchenguiz bætir í kráarbréfasafnið Jerome Kerviel, verðbréfa- miðlarinn fyrrver- andi sem tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 470 milljarða íslenskra króna, á framvirk- um verðbréfavið- skiptum þegar hann starfaði fyrir franska bankann Societe Generale, átti von á vænni bónusgreiðslu fyrir vel unnin störf áður en brask hans upp- götvaðist. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar hafi numið 300 þúsundum evra, jafn- virði tæpra 29 milljóna íslenskra króna. Kerviel, sem hafði ekkert leyfi til verðbréfavið- skipta af slíkri stærðargráðu, á nú yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm og risasekt. Samkvæmt því sem frétta- stofa Associated Press hermir í gær brást allt innra öryggiskerfi bankans. Athugasemd hafi komið um viðskipti Kerviels síðla árs 2005. Hann hafi hins vegar logið sig út úr klípunni og haldið gjörn- ingnum ótrauður áfram. Brotin uppgötvuðust um þar- síðustu helgi og er talið að um- svifamikil verðbréfaviðskipti hans, sem fólust í því að veðja á hækkun hlutabréfa í niðursveiflu, hafi átt stóran þátt í dýfu á evr- ópskum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku. Kerviel var hnepptur í gæslu- varðhald í kjölfarið en hefur nú verið látinn laus og er í farbanni þar til mál hans verður tekið fyrir. - jab JEROME KERVIEL Verðbréfaskúrkurinn beið eftir bónusi                               !!                  !       "                    #         "               "   % &     ()  &  $    *    (+, * $        - . (&  / 0  $   12     2&12 &   '& 3$     4 5      6   4 '7899                  Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki Banda- ríkjanna, tapaði 422 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 27,5 milljarða íslenskra króna, á fjórða og síðasta rekstrar- fjórðungi nýliðins árs. Til saman- burðar nam hagnaðurinn 622 milljónum dala á sama tíma í hitteðfyrra. Afkoman er þvert á fyrri full- yrðingar Angelo Mozillos, frá- farandi forstjóra fyrirtækisins, sem hefur staðið fast á því að fyrirtækið muni skila hagnaði þrátt fyrir mikla vanskilaaukn- ingu á svokölluðum undirmáls- lánum auk færri lánaumsókna á tímabilinu. Hagnaðurinn jafngildir tapi upp á 79 sent á hlut samanborið við 1,01 dals hagnað í hitteð- fyrra. Markaðsaðilar gerðu ráð fyrir 30 senta tapi og afkoman því talsvert undir væntingum. Countrywide hefur komið illa út úr þeim þrengingum á banda- rískum fasteignamarkaði, gengi hans fallið um 83 prósent frá því í sumar, og stefndi í gjald- þrot um tíma. Bank of America, einn stærsti banki landsins, sem á stóran hlut í fyrirtækinu, land- aði hins vegar samþykki hlut- hafa fyrir yfirtöku í Country- wide á fyrstu dögum ársins. Kaupverð nemur rétt rúmum fjórum milljörðum dala. - jab COUNTRYWIDE FINANCIAL Talsverður viðsnúningur varð á afkomu stærsta fast- eignalánafyrirtækis Bandaríkjanna á síðasta fjórðungi nýliðins árs. MARKAÐURINN/AP Milljarðatap hjá Countrywide Ávöxtunarkrafa íbúðarbréfa mun hækka á fyrsta fjórðungi þessa árs, samkvæmt spá Greiningar Glitnis. Miklar lækkanir urðu á ávöxtunarkröfunni undir lok síð- asta árs og í upphafi þess sem ný er hafið. Fram kemur í Morgunkornum Glitnis að lækkanir ávöxtunar- kröfunnar undanfarið megi rekja til væntinga um að stýrivextir verði lækkaðir fyrr en reiknað var með. Greiningin telur slíkar væntingar ótímabærar. Því er þó spáð að ávöxtunar- krafan komi til með að lækka sam- hliða lækkunarferli stýrivaxta á seinni helmingi ársins. - jsk Spá lækkun ávöxtunarkröfu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.