Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Kýpur þykir koma best út í skattakönn- un KPMG meðal Evrópusambands- landa. Írar koma næstir en Sviss er í þriðja sæti. KPMG spurði fyrirtæki í mörgum atvinnugreinum um skattaumhverfi í hverju landi fyrir sig. Meðal ann- ars var spurt um stöðugleika í skatt- kerfi, umfang regluverks, skatt- hlutfall og sam- skipti við skatt- yfirvöld. Löndum var svo gefin einkunn frá einum og upp í 100 eftir frammistöðunni. Meðal þess sem fram kom í könnuninni er að 68 pró- sent þátttakenda telja að óaðlaðandi skatt a- umhverfi feli í sér erf- iðleika í samkeppni við erlend fyrirtæki. Næst- um þriðjungur telur svo ekki vera. Töluvert lægra hlutfall þátttak- enda, eða 43 prósent, telur hins vegar að aðlað- andi skattaumhverfi feli í sér forskot gagnvart er- lendum keppinautum. Ísland var ekki með í könnuninni, en heim- ildir Markaðarins innan KPMG herma að líklega væri skattaumhverfið hér á landi einhvers staðar á milli fimmta og tíunda sætis í hópi þessara landa. - ikh Ísland meðal þeirra efstu „Það eitt að færa sig úr krónu yfir í annan gjaldmiðil eyðir ekki gengisáhættu. Hún bara breytist,“ segir Alexander G. Eðvarðsson, yfirmaður skatta- sviðs KPMG. Hann flutti erindi á skattadegi KPMG á dögunum um skattaleg álitamál varðandi reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum. Alexander benti í fyrirlestri sínum á að fyrirtæki þyrftu samt sem áður að telja fram og greiða skatta í íslenskum krónum. 222 félög hafa fengið heim- ild til að birta reikningsskil í erlendri mynt og um 170 félög gera það nú þegar. Þeim ber og að birta reikningsskil sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þar á meðal eru Actavis, Eimskip, Straumur og fleiri. „Það hefur verið mikið deilumál undanfarið að Kaupþing hefur sótt um þetta, en var synjað,“ segir Alexand- er. Umsókn Kaupþings var raun- ar samþykkt með skilyrðum, og var sú ákvörðun kærð til fjár- málaráðherra. Hann hefur ekki enn úrskurðað í málinu, en málið lenti á borði ráðherra fyrir ára- mót. Eftir því sem Markaður- inn kemst næst eru Kaupþings- menn óþolinmóðir, en í fjármála- ráðuneytinu vilja menn vanda til verka, ekki síst vegna þeirr- ar athygli sem málið hefur feng- ið. Því hefur dregist að úrskurða í málinu. Hann tekur dæmi af yfirfær- anlegu skattalegu tapi. „Það eru stór félög hér sem eiga mikið af yfirfæranlegu skattalegu tapi. Tap félaganna er bundið í krón- um. Sveiflist gengi krónunnar milli ára, þá getur yfirfæranlega tapið ýmist minnkað eða aukist, umreiknað í hina erlendu mynt.“ Alexander bendir á að félög sem færa bókhaldið í erlendri mynt, þurfi líka að færa bókhald- ið í krónum, séu þau í virðisauka- skyldri starfsemi. „Það getur því meira að segja verið óhagræði af þessu,“ segir Alexander. Alexander stingur upp á því að skattframkvæmd verði breytt og félög fái að telja fram til skatts í starfrækslugjaldmiðli sínum. Virðisaukaskattsskýrslur verði þá jafnframt gerðar í erlendri mynt. „Þá er engin margföldun og yfirfærslan úr einum gjald- miðli yfir í annan er þá fullkom- in.“ En flyst þá ekki gengisáhættan bara annað, frá fyrirtækinu yfir á sameiginlega sjóði? „Það má segja það. Það er alveg rétt. En það má líka segja, fyrst að búið er að veita þessa heimild, af hverju ekki að ganga alla leið? Við höfum ekki hugmynd um það í dag, hvort slík breyting myndi þýða auknar eða minni skatttekj- ur. Það fer bara eftir þróun á gengi krónunnar. Ríkið gæti stór- grætt á þessu.“ - ikh Almenningur beri gengisáhættuna ÁHUGAFÓLK UM SKATTA Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál. Alexander G. Eðvarðsson, yfirmaður skattasviðs, leggur til að fyrirtæki sem gera upp í erlendri mynt megi líka greiða skatta sína í starfrækslumiðlinum. MARKAÐURINN/RÓSA Mismunandi er hvernig farið er með yfirfæranlegt skattalegt tap í ýmsum nágrannaríkjum okkar. Fram kom í síðasta Markaði að þetta tap hér á landi næmi tæpum 400 milljörðum króna og tvöfald- aðist milli áranna 2006 og 2007. Íslensk fyrirtæki geta fært tap allt að tíu ár aftur í tímann til frádráttar skattstofni. Sambæri- legar heimildir eru fyrir hendi í löndunum í kringum okkur, en út- færslur eru mismunandi. Yfirlit um þetta er að finna í nýlegum Skattatíðindum Price- WaterhouseCoopers. Í Bretlandi gildir sú megin- regla að tap sé yfirfæranlegt án nokkurra tímatakmarkana. Í sumum atvinnugreinum má þó aðeins draga tap frá hagn- aði í sama rekstri. Þá er heim- ilt að nýta tap afturvirkt á móti þeim heildarhagnaði fyrirtækis- ins sem varð næstu 12 mánuð- ina á undan því tímabili er tapið myndaðist. Í Bandaríkjunum má nýta yfirfæranlegt tap til frádrátt- ar alríkisskatti 120 ár aftur í tímann. Þá má nýta afturvirkt tap tvö ár aftur í tímann. Danir geta nýtt yfirfæranlegt tap án nokkurra tímatakmarkana. Þó eru takmarkanir á þessum heimildum ef nýir eigendur hafa eignast yfir 50 prósenta eignar- hlut í fyrirtæki innan ársins. Engar tímatakmarkanir eru á yfirfæranlegu tapi í Frakklandi. Fyrirtæki geta einnig fengið afturvirka heimild til frádráttar á tapi með þeim takmörkunum að tap eins árs sé frádráttarbært á móti hagnaði næstu þriggja ára á eftir. Írar geta nýtt tap afturvirkt í þrettán ár, en yfirfæranlegt tap er án tímatakmarkana. Þýskar reglur eru flóknari en tap er yfirfæranlegt án tímatak- markana. Svíar og Norðmenn geta nýtt eftirstöðvar rekstrartaps ótíma- bundið, en ekki er heimild til að nýta það afturvirkt. Í Hollandi má nýta eftirstöðv- ar rekstrartaps níu ár aftur í tímann. Reglur til að nýta tap afturvirkt voru nýlega hertar og nú má aðeins nýta rekstrartap eitt ár aftur í tímann, en ekki í þrjú ár eins og áður. Í Sviss er rekstrartap yfirfær- anlegt í sautján ár, en þar er ekki heimild til að nýta það afturvirkt. - ikh Ólíkar reglur um yfir- færanlegt skattalegt tap MARGSLUNGNAR SKREYTINGAR Mynstrið er flókið rétt eins og þýsku reglurnar um yfirfæranlegt skattalegt tap. K Ý P U R Á T O P P N U M Kýpur 90 Írland 89 Sviss 83 Malta 81 Eistland 71 Finnland 66 Austurríki 63 Slóvakía 61 Lúxemborg 61 Holland 59 Svíþjóð 59 Búlgaría 51 Svokallaðar SEPA-staðlar voru í gær innleiddir í öllum ríkjum Evrópusambandsins og EES- svæðisins. SEPA er heiti yfir sameiginlega staðla og reglur yfir greiðslur í evrum. Markmiðið með SEPA er að gera millifærslur í evrum jafn auðveldar og innanlands, enda kveða reglur Evrópusambandsins á um að kostnaður við millifærsl- ur í evrum sé sá sami hvort sem er milli landa eða innanlands. SEPA á að gera íslenskum greiðslukortahöfum kleift að nota kortin sín víðar en hingað til og eiga millifærslur með evrur að taka skemmri tíma en áður. Gert er ráð fyrir að innleiðingu SEPA verði að fullu lokið árið 2010. - jsk Millifærslur í evrum auðveldaðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.