Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T M argir bíða spenntir eftir vaxta- ákvörðun bandaríska seðla- bankans í dag. Líklegt má telja að ákvörðunin liggi fyrir upp úr kvöldmatarleyti að íslensk- um tíma líkt og venjan er á vaxtaákvörðun- ardögum vestanhafs en þá er farið að halla á síðdegið á bandarískum fjármálamörkuðum. Ætla má að annars muni aðstæður og stemn- ing á hlutabréfamörkuðum ráða nokkru um tímasetninguna. Flestir spámenn hallast að því að bankinn bregðist við þrengingum á fjármálamörk- uðum og fremur svartsýnum efnahagshorf- um í Bandaríkjunum með með lækkun stýrivaxta upp á hálft prósentustig. Gangi það eftir hefur bandaríski seðlabankinn lækkað stýrivextina um heil 1,25 prósent á einni viku. NEYÐARFUNDUR Seðlabankinn lækkaði stýri- vexti um 75 punkta á sérstök- um aukavaxtaákvörðunardegi á þriðjudag fyrir viku. Ákvörð- unin var boðuð með ákaflega skömmum fyrirvara eftir símafund seðlabankastjóranna kvöldið áður. Tilefnið var ærið enda höfðu margir ástæðu til að skelfast. Í ofanálag ákváðu báðir stóru stjórnmálaflokk- arnir, Demókrataflokkurinn og Repúblikanaflokkurinn, að veita 150 milljörðum Banda- ríkjadala, jafnvirði nærri 10 milljarða íslenskra króna, út í efnahagslífið í formi skatta- legrar endurgreiðslu með það fyrir augum að draga úr áhrifum hugsanlegs efnahags- samdráttar. Talsverðs taugatitrings gætti í röðum japanskra fjár- festa kvöldið áður – aðfaranótt mánudags. Lokatölur á bandarískum hluta- bréfamarkaði fyrir helgina lofuðu ekki góðu, enda á rauðu. Fjárfestar sáu samdrátt í einka- neyslu í pípunum og urðu almennt svartsýn- ir um horfur í efnahagsmálum jafnt vestan- hafs sem austan. Samdráttur í einkaneyslu hefur mikið að segja fyrir japanskt efnahags- líf enda mikill útflutningur þaðan vestur um haf. Taugatitrings gætti því í röðum japanskra fjárfesta og losuðu þeir um hlutabréfastöður sínar af svo miklum móð að Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent. Viðlíka fall hennar hefur ekki sést síðan 11. september árið 2001 þegar hryðjuverkaárás var gerð á Bandarík- in. Talsvert meira fall var á öðrum hlutabréfa- mörkuðum í Asíu þennan sama dag. Fréttirnar voru ekki góðar fyrir evrópska fjárfesta þegar þeir settust við tölvur sínar á mánudagsmorgun enda hrundu markaðir í álfunni kjölfarið. Ástandið minnti einna helst á svarta mánudaginn í október árið 1987 þótt fjarri sé að hlutabréfamarkaðir hafi tekið jafn mikla dýfu nú og þá. Bandarískir hlutabréfamarkaðir voru hins vegar lokaðir þennan sama dag sökum minn- ingardags um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King. Margir bjuggust eðlilega við hruni við opnun markaðanna á þriðjudag. Stýrivaxtalækkun bandaríska seðlabankans kom í veg fyrir að svo færi. Til marks um þær dökku horfur sem banda- ríski seðlabankinn sá í þarlendu efnahagslífi hafa stýrivextir ekki verið lækkaðir í Banda- ríkjunum með jafn snörpum hætti síðan eftir hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001 auk þess sem ekki hefur verið brugðið til skyndiákvörðunar með þessum hætti síðan árið 1985. VANDAMÁLIN HRANNAST UPP Formælendur banka og fjárfestar, ekki síst í Bandaríkjunum, hafa nú í rúmt hálft ár gagn- rýnt Ben Bernanke seðlabankastjóra fyrir að beita seint og illa mótvægisaðgerðum gegn þeim vanda sem bandarískt efnahagslíf stóð frammi fyrir strax í fyrrasumar. Eins og ítrekað hefur komið fram ligg- ur rót vandans í miklum vanskilum á banda- rískum undirmálslánum, fasteignalánum sem fyrirtæki veittu einstaklingum í lægri tekju- mörkum sem hafa átt við greiðsluerfiðleika að etja og jafnvel lent á svörtum lista banka og fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum hafa þeir ekki átt kost á hefðbundnum fasteigna- lánum líkt og meðaljóninn. Háir stýrivextir vestanhafs, samhliða háu álagi á undirmáls- lán, gerðu skuldabyrði fasteignalána þess- ara tekjulágu einstaklinga svo næsta óbæri- lega. Afleiðingarnar urðu þær að marga rak í strand og hafa eignaupptökur fasteigna auk- ist mjög eftir því sem harðnað hefur í ári. Vísbendingar um hvert stefndi lágu þegar fyrir um mitt síðasta ár. En aðrir þættir spila sömuleiðis inn í. Svo sem sprungin fasteignabóla sem lýsir sér í samdrætti á nýbyggingum og dræmri endursölu á fasteignum auk lækkunar fast- eignaverðs, verðleiðréttingar á gjaldþrota- áhættu, aukinna krafna um eigið fé í útlán- um og hnígandi hagsveiflu eftir ansi góða tíð á Vesturlöndum undanfarin ár. Nú er hins vegar svo komið að sala á nýju húsnæði hefur ekki verið með dræmara móti og í síðasta jólamánuði í heil tólf ár auk þess sem árið kemur afar illa út. Leita þarf aftur til árs- ins 1963 til að finna jafn lélegt ár í fasteigna- sölu, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar á mánudag, sem bætir við að fátt bendi til að ástandið batni á næstunni. Líkt og greiningardeild Kaupþings benti á í umfjöllun sinni um þróun og horfur fyrir síðasta ársfjórðung á dögunum höfðu þessi fjórir þættir, sem nefndir voru hér á undan, verið sýnilegir og talsvert ræddir en aldrei í einu. Með gjaldþrotum undirmálslána hafi þeir skyndilega runnið saman að einum ósi, líkt og greiningardeildin tekur til orða. En fyrstu merkin um þau lausafjárvand- ræði sem skýra óróleika og fall á hlutabréfa- mörkuðum upp á síðkastið sáust almennt í ágúst í fyrra þegar millibankavextir hækkuðu umfram stýrivexti og skuldatryggingaálag jókst til muna. Háir millibankavextir hafa svo aftur leitt til þess að mjög hefur dregið úr millibankalánum, lánum sem bankar og fjár- málafyrirtæki veita hvert öðru og ýtt undir frekari þrengingar á lausafjármörkuðum. AÐGERÐIR Í SKUGGA EFNAHAGSKREPPU Seðlabankar víða um heim hafa brugðist við þessu erfiða árferði ýmist með því að halda stýrivöxtum óbreyttum eða lækka þá. Þrátt fyrir að Bernanke hafi þráast við, neitað að verða við umkvörtunum þarlendra fjárfesta og koma til móts við síhækkandi skulda- tryggingaálag með vaxtalækkun, lagði hann ríka áherslu á að verðbólgumarkmið bankans væri krísu þeirra mikilvægara. Þrjóska Bernankes – eða einurð – varð til þess að bandaríska dagblaðið Wall Street Journal gerði það að umtalsefni í fyrra- haust hversu ólíkur Bernanke reyndist for- vera sínum, Alan Greenspan. En þeim síð- astnefnda hefur gjarnan verið legið á hálsi fyrir að hafa brugðist við hverju því sem fjárfestar kvörtuðu yfir með lækkun vaxta og gera þeim auðveldara um vik að losa sig úr erfiðum aðstæðum en annars hefði orðið. Greenspan eyddi drjúgum tíma í að leið- rétta blaðið og svipaða umfjöllun sem hneig í sömu átt. Wall Street Journal benti sömuleiðis á að þrjóska Bernankes gagnvart harmkvælum fjárfesta væri sú að hann vildi breyta ímynd bankans frá því sem áður var og kysi að framvegis litu bankar og fjármálafyrirtæki ekki á hann sem stuðpúða, sem kæmi fyrir- tækjum til hjálpar sem hefðu málað sig út í horn, með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Frekar kysi hann að nýta þetta áhrifaríka stjórntæki bankans til að halda verðbólgu niðri en að blása lífi í einka- neyslu og koma fjárfestum, sem teflt höfðu djarft, úr þeirri klípu sem þeir höfðu sjálfir komið sér. Frekara aðhalds væri því þörf, að hans mati. Undir þetta hafa fleiri tekið, svo sem Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Paulson sagði fasteignalánafyrirtækjum í Bandaríkjunum sjálfum um að kenna hvernig komið væri. Þau hefðu teflt djarft, jafn- 6 5 4 3 2 1 0 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 S T Ý R I V E X T I R Í B A N D A R Í K J U N U M O G Á E V R U S V Æ Ð I N U Á Á R A B I L I N U 2 0 0 1 T I L 2 0 0 8 ■ Bandaríkin ■ Evrusvæðið Seðlabankastjórinn milli steins og sleggju Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við fyrirboða efnahagskreppu sem vofir yfir Bandaríkjunum. Aðrir benda hins vegar á að Bernanke eigi að fylgja fordæmi kollega síns hjá evrópska seðlabankanum og einbeita sér að hlutverki bankans. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði stýritækin sem seðlabankar nota til að sigla á milli skers og báru í ólgusjó efnahagsmálanna auk þess að viðra helstu þrætu- eplin sem standa í fjármálasérfræðingum þessa dagana. H L U T V E R K S T Ý R I V A X T A „Stýrivextir eru það stjórntæki sem seðlabankar nota til að hafa áhrif á lánskjör útlánastofnana og þar með eftirspurn á markaði. Að öðru óbreyttu auka fyrirtæki og almenn- ingur lántöku sína þegar vextir lækka að raungildi og að sama skapi er dregið úr lántökum þegar þeir hækka. Seðlabankar framfylgja ákveðn- um markmiðum varðandi verðlag. Í flestum þróuðum ríkjum með sjálf- stæðan gjaldmiðil hefur verðbólgu- markmið notið hylli. Seðlabanki Íslands stefnir að því að verðbólga sé 2,5 prósent. Í Bandaríkjunum fylgir seðlabankinn markmiði um verðstöðugleika en tekur einnig tillit til áhrifa stýrivaxta á hagvöxt og atvinnustig.“ (Úr Vefriti Fjármálaráðuneytisins um stýri- vexti í alþjóðlegu samhengi, 29. mars 2007.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.