Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 13
H A U S MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Á aðalfundi HydroKraft In- vest hf. í gær voru kjörnir í stjórn Halldór J. Kristjáns- son formaður, Ívar Guðjónsson og Pétur Örn Sverrisson fyrir hönd Landsbankans og Bjarni Bjarnason varaformaður, Frið- rik Sophusson og Björn Stefáns- son fyrir hönd Landsvirkjunar. Stefán Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann hefur stýrt fjármálasviði Landsvirkj- unar undanfarin ár. Stefán er viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands og er með MBA- gráðu frá Babson College í Boston. HydroKraft Invest er fjár- festingafélag í eigu Lands- bankans Vatnsafls og Lands- virkjunar Power. Félagið var stofnað fyrir tæpu ári. - óká Ný stjórn HydroKraft 7.30 Fór á lappir frekar syfjaður eftir eril helgarinnar, dreif mig í sturtu, borðaði svo morgunmat með yngri stráknum og kom honum svo af stað í skólann. Sambýliskona mín og eldri strákurinn fara út rétt fyrir 8 svo það er mitt hlutverk að koma þeim yngri af stað í skólann en það er svona svolítið haltur leiðir blindan þar sem við erum hvorugur miklir morgunmenn. 9.00-10.00 Svaraði tölvupósti og sinnti nokkrum símtölum. 10.00-11.00 Fundaði með verkefnastjórum Skjals, ávallt sama þemað á fundum með þeim: of mikið að gera og allt of fáir til að vinna verkin, en einhvern veginn leysast nú málin alltaf. 11.00-12.00 Lagði lokahönd á þjónustusamning Skjals og tók á móti tæknimanni frá Securitas sem var að ljúka við uppsetningu öryggiskerfis í nýjum skrifstofum Skjals í Austurstræti 17. 12.00-13.00 Pólskur nágranni minn kom við og við röltum upp í Alþjóðahús til að verða honum úti um upplýsingar um íslenskt samfélag. Hann hefur leitað til mín undanfarið þar sem konan hans er að flytjast til landsins með barnið þeirra og hann er að leita að húsnæði fyrir þau og vinnu fyrir hana, en þetta hefur allt verið frekar flókið og erfitt mál þar sem hann talar ekki íslensku og enskan hans er lítið betri en pólskan mín. Það var vel tekið á móti okkur í Alþjóðahúsi og hann fékk upplýsingar til að koma sér af stað. 13.00-14.00 Gekk frá ferðapöntun til Portúgal í næstu viku en þangað er ég að fara til að ganga frá lausum endum vegna opnunar skrifstofu Skjals í Porto í Norður-Portúgal. 14.00–15.00 Símtöl og tölvupóstur. 15.00–16.00 Fundaði með teyminu sem vinnur við þýðinguna á Microsoft Vista og Office, vinnan gengur vel og vonir standa til að þýðingin komi fyrir sjónir Íslendinga í maí. 16.00–17.00 Símafundur með meðeigendum Skjals í portúgölsku arkitektastofunni MUR, gott hljóð í mannskapnum og mikil bjartsýni. 17.00–19.00 Pappírsvinna, tölvupóstur og símtöl. 19.00 Rölti mér heim (bý u.þ.b. 200 metra frá skrifstofunni) og snæddi kvöldverð með fjölskyldunni, dreif mig svo í vinnugallann og gekk í að klára það sem ekki náðist áður en við fluttum inn í nýja húsið okkar (viku fyrir jól) … ofboðslega ætlar að teygjast á síðustu innansleikjunum. D A G U R Í L Í F I Boga Arnar Emilssonar, framkvæmdastjóra Skjals þýðingastofu BOGI ÖRN EMILSSON Framkvæmdastjóri Skjals segir dagana erilsama, enda sé meira en nóg að gera. Unnið er að kappi við þýðingar fyrir Microsoft, auk annarra verkefna. Þá er skammt síðan flutt var í nýjar skrifstofur í Austurstræti. Auk þess stendur til að færa út kvíarnar og opna skrifstofu í Portúgal. MARKAÐURINN/AUÐUNN Háskólinn á Bifröst hyggst bjóða upp á nám í viðskiptafræði til BS gráðu á ensku næsta haust. Fram kemur í til- kynningu frá háskólanum að með því að bjóða nám alfarið á ensku sé verið að mæta þörfum nem- enda sem hyggja á störf á alþjóðavettvangi og í fyrirtækjum sem starfa bæði hér á landi og er- lendis. Ásgeir Einarsson, rektir, segir íslenskt samfélag fyrir löngu orðið alþjóðlegt og því sé þetta tíma- bært skref að stíga. „Íslenskt samfélag er alþjóðlegt samfélag. Það er mögulegt að taka ígildi stúdents- prófs á ensku hér á landi. Hér býr fjöldi fólks af erlendum uppruna, margt með erlendar prófgráður og eftirspurn eftir enskumælandi fólki á vinnumarkaði hefur aldrei verið meiri.“ - jsk Viðskiptafræði kennd á ensku á Bifröst ÁGÚST EINARSSON rektor Háskólans á Bifröst. „Það er að koma í ljós það sem við sögðum í sumar,“ segir Örn Páls- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Samkvæmt upplýsingum fé- lagsins hefur þorskafli króka- aflamarksbáta dregist saman um 34 prósent á þessu fiskveiði- ári, samanborið við sama tíma í fyrra. Tuttugasta þessa mánaðar höfðu tæplega 6.800 tonn komið á land en ríflega 10.300 tonn í fyrra. Ýsuaflinn hefur þó aukist lítillega milli ára. Örn Pálsson segir þó merkilegt að aflaverðmæti hafi ekki dreg- ist saman. „Þorskverðið á mörk- uðum hér hefur hækkað um 32 prósent. Því má segja að það sé ánægjulegt fyrir þá sem selja á mörkuðum. Hins vegar horfir illa með landvinnsluna. Að okkar mati hefði ekki átt að skera kvót- ann niður.“ Aðspurður um horfurnar segir Örn að verðið verði væntanlega áfram gott. „Svo hefur gengið líka gefið aðeins eftir.“ Um 450 krókabátar eru gerð- ir út héðan frá landi. Þeim hefur fækkað nokkuð frá því að til- kynnt var um þriðjungs niður- skurð í þorskkvótanum, segir Örn Pálsson. - ikh Þriðjungs samdráttur í þorski hjá krókabátum Á HANDFÆRUM Þorskveiðar krókabáta hafa dregist saman um ríflega þriðjung það sem af er fiskveiðiárinu. Aflaverðmætið hefur hins vegar aukist mikið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.