Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N . . . Í nýútkominni skýrslu lánshæfis- matsfyrirtækisins Moody´s segir að íslensk stjórnvöld séu vel í stakk búin til að koma í veg fyrir lausafjárkreppu á Íslandi, vernda eigendur innstæða í bönkum og sparisjóðum og tryggja öryggi greiðslumiðlunarkerfa. Moody´s tekur fram að stærstu íslensku bankarnir byggist á heilbrigðum rekstri og sterkri lausafjárstöðu. Í skýrslu Moody´s segir einnig að ef íslensku bankarnir stækki verulega frá því sem nú er á al- þjóðavettvangi sé óvíst að íslenska ríkið geti ábyrgst þá til fram- tíðar með sambærilegum hætti og í dag. Þetta gæti þó breyst ef til kæmi aukinn gjaldeyris- forði landsins og/eða komið yrði á meira samstarfi við seðlabanka þeirra ríkja þar sem íslensku bankarnir eru starfandi. Fjármálamarkaðir heimsins hafa átt erfitt uppdráttar und- anfarna mánuði og íslensk fjár- málafyrirtæki ekki farið varhluta af þeirri þróun. Það sem af er þessu ári hafa hlutabréf íslensku bankanna lækkað í takt við aðra alþjóðlega banka. Hafa verður í huga að um leið og fjármála- fyrirtæki verða alþjóðleg skapast tækifæri á alþjóðlegum mörkuð- um en á sama tíma verða þau ber- skjölduð gagnvart þeirri áhættu sem þeim mörkuðum fylgir. ÞRÓUN HLUTABRÉFAMARKAÐAR Íslenskur hlutabréfamarkaður er rétt kominn á táningsaldur, meðan flestar nágrannaþjóðir eiga sér áratuga eða aldalanga sögu hluta- bréfamarkaða. Sögulegur saman- burður er oft dreginn fram þegar á móti blæs. Um aldamótin var úrvalsvísitalan á Íslandi komin í 1.890 stig. Þá vatnaði skyndilega undan tæknifyrirtækjum heims- ins og vísitalan féll á 18 mánuð- um um tæpan helming í 990 stig. Það tók hana 26 mánuði að komast aftur í 1.890 stig. Um miðjan júlí 2007 náði vísitalan nýjum hæðum, 9.020 stigum, en þá hófst lækkun- arferli sem endaði í 5.050 stigum 23. janúar 2008. Það er hátt í jafn mikil hlutfallsleg lækkun og varð fyrir sjö árum. Þetta er ekki rifjað upp til að reyna að gefa til kynna að lækkanir á íslenskum hluta- bréfamarkaði séu komnar á endastöð. Ein kreppa á æskuár- um íslensks hlutabréfamarkað- ar gefur ekki tilefni til að draga sögulegar ályktanir. Auk þess er sú niðursveifla sem gengið hefur yfir síðustu mánuði af allt öðrum toga en netbólan sem sprakk. Þetta er rifjað upp til að minna á það að vísitölur sveiflast, það er eðli þeirra. Eftir uppsveifl- ur koma niðursveiflur, í minni eða stærri stíl, sem síðan snúa aftur við. Halda ber til haga að úrvals- vísitalan á Íslandi hefur lækkað minna en sú norska og ívið meira en danska, finnska og sænska í janúar 2008. Ísland hefur þannig ekki skorið sig úr. SKULDAÁLAG BANKA Einn erfiðasti þröskuldurinn í starfsemi íslenskra banka nú um stundir er stóraukinn fjár- mögnunarkostnaður. Hið svo- kallaða skuldaálag bankanna hefur hækkað langt upp fyrir erlenda keppinauta, án neinnar raunverulegrar ástæðu. Það er forgangsverkefni að snúa þeirri þróun við og þar þurfa allir að leggjast á árarnar, fjármálageir- inn og stjórnvöld, en ekki síður er mikilvægt að innlend fjöl- miðlaumfjöllun sé vönduð. HAGRÆÐING Í FJÁRMÁLAGEIRA Fjármálageirinn er í stöðugri þróun, sem m.a. felst í auk- inni hagræðingu með samruna fyrirtækja. Stærstu viðskipta- bankarnir á Íslandi hafa marg- faldast undanfarin ár með þeim hætti. Undanfarin misseri hefur verið í gangi samruni sparisjóða á Íslandi, þar sem einingar eru stækkaðar til að mæta auknum kröfum sem gerðar eru til fjár- hagslegs styrks fjármálafyrir- tækja. Sú þróun mun væntanlega halda áfram. Hún mun þó tæp- lega verða bundin við sparisjóði heldur er líklegt að einnig verði einhverjar breytingar hjá öðrum minni- og meðalstórum fjármála- fyrirtækjum hér á landi, s.s. fjár- festingarbönkum sem fjölgað hefur hratt síðustu misseri. ATVINNULÍF OG AFKOMA ÞJÓÐAR Fjármálageirinn á Íslandi er ein af þeim nýju atvinnugreinum sem drifið hafa áfram hagvöxt á Íslandi síðasta áratug. Engin ein atvinnugrein hefur skapað jafn mikið af störfum fyrir mennt- að fólk undanfarin ár. Íslend- ingar hafa notið góðs af skatt- tekjum upp á tugi milljarða frá fjármálafyrirtækjum landsins og stór hluti eru tekjur sem urðu til í viðskiptum erlendis, s.s. í Skandinavíu, Bretlandi og Lúx- emborg, en skila sér í skólana og sjúkrahúsin á Íslandi. Leiðarahöfundur Morgun- blaðsins sagði í liðinni viku: „Á undanförnum árum hafa ungir menn talað um að fjármálageir- inn mundi standa undir hagvexti á Íslandi í framtíðinni. Talar ein- hver um það í dag? Er einhver að halda því fram, að á næstu miss- erum muni fjármálastarfsemi standa undir lífskjarabótum?“ Morgunblaðið er ekki eitt um að hafa efasemdir um styrk ís- lensku fjármálafyrirtækjanna og gera núna lítið úr möguleik- um þeirra á alþjóðlegum vett- vangi. Það er hins vegar staðföst skoðun undirritaðs að þrátt fyrir erfiðleika standi íslensk fjár- málafyrirtæki traustum fótum og að þau séu engu ólíklegri en keppinautar þeirra til að nýta þau tækifæri sem umrótið á al- þjóðamörkuðum hefur skapað. Öllum er ljóst að framtíð stækk- andi þjóðar verður ekki byggð á fiskveiðum einum saman, þótt þær séu mjög mikilvægur hlekk- ur. Útflutningstekjur frá gam- algrónum atvinnugreinum eins og sjávarútvegi og iðnaði munu áfram skipta miklu. En ekki síður mun skipta máli að fá inn aðrar tekjur, svo sem frá sölu á þekkingu á virkjun orku og þeim nýju atvinnugreinum sem hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár. Fjármálastarfsemi hefur margfaldað framlag sitt til ís- lenska þjóðarbúsins og nemur það nú upp undir tíu prósentum af þjóðarframleiðslu. Greinin á mikla framtíð fyrir sér á Íslandi, þótt móti blási um stundarsak- ir. Ef fjármálageirinn fær að búa við regluumhverfi og opinbert viðmót í takt við það sem best þekkist í Evrópu mun hann um ókomin ár geta lagt enn meira af mörkum til bættra lífskjara hér á landi. Fjármálageirinn stendur traustum fótum Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl O R Ð Í B E L G Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Umræða um framtíðarskipan gjaldeyrismála bankar nú á dyr lands- manna sem aldrei fyrr. Mörg félaga kauphallarinnar vilja fá að skrá þar hlutabréf sín í evrum og unnið er að úrlausn þeirra mála. Þá er ljóst að Kaupþing, stærsti banki landsins, vill auk þess fá að færa bók- hald sitt í evrum, og bætist þar með í stóran hóp fyrirtækja sem færa bókhald sitt í erlendri mynt. Nýjasta innleggið í þessa umræðu er umfjöllun alþjóðlega matsfyrir- tækisins Moody‘s um lánshæfismat ríkisins. Út úr skýrslunni má lesa að myntsvæði krónunnar sé orðið of lítið fyrir stóru viðskiptabankana, sem auk þess að fá stærstan hluta tekna sinna að utan, eru einnig með skuldbindingar sínar vegna fjármögnunar starfseminnar í útlöndum. Moody‘s bendir á að haldi bankarnir áfram að vaxa í útlöndum kunni ríkið, eða Seðlabanki Íslands, að verða ófær um að þjóna þeim sem lán- veitandi til þrautavara, kæmi til svo alvarlegra efnahagsþrenginga í heiminum að hlaupa þyrfti undir bagga með þeim. Þessi staða gæti orðið til þess að Ísland myndi færast niður úr efsta þrepi í lánshæfis- einkunn, sem aftur myndi rýra kjör landsins og gera lántökur þess dýrari. Um leið myndi skert lánshæfi ríkisins hafa áhrif á lánshæfiseinkunn- ir bankanna til hins verra. Moody‘s bendir á þá hlálegu staðreynd að drægju bankarnir saman seglin í útlöndum, eða færðu höfuðstöðvar sínar úr landi, myndu horf- ur á áframhaldandi góðu lánshæfi ríkisins batna. Matsfyrirtækið horfir hins vegar ekki til þess að færi svo myndu lífskjör á landinu versna til muna. Vert er að halda því til haga að bankarn- ir skila til ríkisins mikilsverðum skatttekjum. Þannig standa skattar Kaupþings til dæmis undir rekstri Háskóla Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Hjá þessum fyrirtækjum starfa fleiri þúsund manns við vel launuð störf. Yfir helmingur þessa starfsfólks er háskólamenntaður og þarf ekki mikinn hagspeking til að sjá hverslags lyftistöng starfsemi bankanna er fyrir íslenskt efnahagslíf. Um leið er óskiljanleg tilhneiging Seðlabanka Íslands til að túlka hér lög og reglur í óhag þeim fyrirtækjum sem hug hafa á að taka hér evru fram yfir krónu í viðskiptum, hvort heldur það er í Kauphöll eða sem starfrækslumynt. Varla eykur það þjóðarhag eða hjálpar til við fjár- málastöðugleika að úr landi hrekist öflugustu fyrirtæki þjóðarinnar vegna þess hve krónan er orðin þeim mikill fjötur um fót. Full ástæða er til að taka umræðu um stöðu krónunnar alvarlega og halda hér öllum valkostum opnum sem varða framtíðarskipan gengis- mála. Deginum ljósara er að íslensku bankarnir eru að segja vaxnir upp úr íslenska hagkerfinu og viljum við ekki missa þá og fleiri stórfyrir- tæki úr landi þurfa hér að vera viðunandi aðstæður til rekstrar. Margir horfa til Evrópusambandsins í þessum efnum og um leið aðildar að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru hér á landi, enda kannski nær- tækt að minnsta myntsvæði heims horfi til þess stærsta, sem svo vill til að er í næsta nágrenni. Um leið og vegnir eru kostir og gallar þess að fara þessa leið er mikilvægt að hér sé hagstjórn hagað á þann veg að landið sé tækt inn í sambandið og uppfylli skilyrði aðildar. Með því móti er valið okkar þegar að því kemur að taka ákvörðun. Framtíðarskipan gengismála er núna í brennidepli. Halda þarf öllum valkostum opnum Óli Kristján Ármannsson Varla eykur það þjóðarhag eða hjálpar til við fjármála- stöðugleika að úr landi hrek- ist öflugustu fyrirtæki þjóð- arinnar vegna þess hve krón- an er orðin þeim mikill fjötur um fót. NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is Hlutir í félögum á markaði skipta oft hratt um hendur. Við hver viðskipti breytist eignar- hald á viðkomandi félagi og við stærri viðskipti getur eignar- hald eða atkvæðisréttur breyst svo mikið að skylt sé að tilkynna um það til Kauphallarinnar og hlutafélagsins sem um ræðir. Slík tilkynning er nefnd flöggun. Ákveðin mörk hafa verið dregin í þessu sambandi og ber að flagga þegar eignarhlutur eða atkvæð- isréttur fer yfir hvert þeirra. Mörkin liggja við 5%, 10%, 20%, 33,33%, 50% og 66,75% hlut. Flaggað er þegar heildareignir viðkomandi fara upp eða niður fyrir framangreind mörk. Að flagga Í BANKANUM Bankar hér á landi hafa tekið stakkaskiptum síðustu ár og margfaldað stærð sína, mestanpart utan landsteinanna. Greinarhöfundur segir fjármálastarfsemi eiga sér hér mikla framtíða fyrir sér, þótt nú blási um stundarsakir á móti. MARKAÐURINN/VILHELMS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.