Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 15. september 1981 fréttir Áhöfnin á Rauðanúp ÞH hefur ekki fengid laun í tvo mánuði: „EINN KAUPMAÐURINN HER LÁNAR OKKUR í MATINN” — segir Haraldur Jónsson, skipstjóri á Rauðanúp ■ Togari Raufarhafnarbúa, Rauöinúpur, er búinn aö vera bundinn viö bryggju f heilan mánuö. • „Ég hefekki fengiö launin mín greidd i tvo mánuöiog ástandiö er þannig aö ég get ekki borgaö fyrir matinn en fæ lánaö fyrir honum hjá einum kaupmanni hér á staönum” sagöi Haraldur Jóns- son skipstjóri á togaranum Rauöanúpi frá Raufarhöfn en skipiö hefur legiö viö bryggju siöasta mánuöinn en útgeröaraö- ili skipsins Jökuil hf. á i miklum erfiöleikum nú. „Raunar hefur öll áhöfnin á Rauöanúp ekki fengiö greidd laun f tvo mánuöi en þetta eru 30 sjómenn eöa afleysingamenn sem umeraöræöa og ég býst ekki viö að ástandiö hjá þeim sé neitt betra.” „Mér er sagt aö erfiöleikar fyrirtækisins stafi af þvi að þaö skuldi á rö'ngum stööum, þeirra skuldir liggja I vinnulaunum, matvælum, oliu og fleiru hjá fyrirtækjum á staönum en hins- vegar mun greiöslustaöa þess i sjóöum vera góð. Mér er sagt af forstjóranum aö fyrirtækið ætti inni um 40 millj. gkr. i fiskveiöisjóöum, þar sem aðrir skulda hundruöir millj. gkr. en hinsvegar hefur skipiö engin lán fengið. Það liggur ljóst fyrir aö nokkurra mflljóna króna viö- gerðar er þörf á skipinu ef þaö á að fara á sjó, þvi ekkert vit er i ööru en að taka þaö f slipp þar sem það hefur legið svona lengi. Erlent lán „Nú er veriö aö vinna aö þvi aö fá erlent lán en þaö mundi bjarga miklu ef þaö fengist en þaö viröist eitthvaö standa á ráöamönnum að útvega það lán. Lánið er aöeins litiö brot af skuldum annarra i fiskveiöisjóö- um og ef þaö fæst ekki fæ ég ekki betur séð en veriö sé að móöga okkur stórlega og meöan þetta á- stand varir liggur öllvinna niöri i frystihúsinu og fólk i landi á inni laun siðustu 5-6 vikurnar. Hversu lengi ætla ráöamenn- irnir aö biöa?... Hversu lengi ætla þeir aö þráast viö meö aö veita lániö?... Ætla þeir aö redda okkur eins og undanfarin 2 ár með einhverju smotterii úr Byggöa- sjóðitil að borga olluna?... Ef svo er þá er kominn timi til að lita i kringum sig eftir annarri vinnu. Viö getum ekki búiö viö þaö á- stand sem varað hefur siðasta ár, komandi í land og biöa stööugt eftirsvarium hvortviðfáum laun okkar eöa ekki. Engin lausn Að undanförnu höfum viö frá degi til dags fengiö aö vita aö þetta væri aö koma en siðan i há- deginu f dag fékk maöur þær upp- lýsingar aö engin lausn væri fyrirsjáanleg f þeim efnum og fyrst svo er get ég ekki fmyndaö mér annaö en aö sjómennirnir fari aö lfta i kringum sig eftir annarri vinnu, ég er allavega far- inn aö gera þaö. Ég hef aldrei oröið fyrir jafn- mikilli áreitni og undanfarið. Sfminn hringir aö meöaltali einu sinni á dag. Allir viröast meðvit- aöir um þennan harmleik og viö erum ekki látnir i friöi, allir vilja aö viö borgum allt eins og skot en meö hverju eigum viö aö borga ef viö eigum ekki einu sinni fyrir matnum? Viö höfum aldrei fengiö þá fjár- hagsfyrirgreiöslu sem viö höfum þurft á slöasta ári, jafnvel þó aö viö höfum bara veriö aö leita eftir þvi aö fá launin okkar. Þau hafa ekki verið til, þaö er veriö að bfða eftir veösetningum, biöa eftir þvi sem fæst frá söluaðilum, biöa eftir þvi aö eitthvaö gangi upp annarsstaöar til aö viö getum fengiö launin okkar. Viö viljum fá einhverja varan- lega lausn á þessu vandamáli og ég vildi óska þess aö ráöamenn færu aö opna augun fyrir þessum vanda. Þingmenn úr öllum flokk- um komu hingaö fyrir um hálfum mánuöi til aö kynna sér ástandiö en ekkert hefur gerst ennþá.” Atvinnulaus ,,Ég flutti hingaö fyrir rúmum sex árum þvf konan mln er héðan. Mér likar vel hérna en ef svo fer sem horfir og ráöamenn þjóö- félagsins ætla aö gera þetta út á sama háttog verið hefur, þá er ég atvinnulaus. Ég er nýbúinn aö fjárfesta i stóru húsi en sú fjár- festing er fyrir bf. Ef ekkert breytist þá veröur maöur aö leita eitthvaö annaö meö vinnu”, sagöi Haraldur. Þrátt fyrir itrekaöar tilraunir tókst ekki aö ná f þá Ólaf H. Kjartansson framkvæmdastjóra Jökuls eöa Björn Hólmsteinsson stjómarformann fyrirtækisins. —FRI Formannaráð* stefna BSRB 22.-23. september „Megin- stefnan mörkud” — segir Kristján Thorlacíus • )vAuk venjulegra fundarstarfa á ég von á þvi að þarna verði mörkuð meginstefna i þeim kjarasamningum er i hönd fara”, sagði Kristján Thorlacius, form. BSRB, spurður um aðal mál for- mannaráðstefnu BSRB er haldin verður dagana 22.-23. sept. næst komandi. Þaö er hins vegar aðal- samninganefndar BSRB aö móta sjálfa kröfugerðina. Samningar BSRB gilda til ára- móta og eru meö 3ja mánaöa upp- sagnarfresti. Kristján sagði upp- ■ Kristján Thorlacius sögn samninga þvi einnig veröa til umræðu á formannaráö- stefnunni. Ráöstefnuna sækja formenn bandalagsfélaganna og stjóm BSRB, auk ákveðins fjölda fulltrúa frá stærstu félögunum, eöa samtals um eöa yfir 70 manns. —HEI. Tvö innbrot í Reykja vík um helgina ■ Tvö innbrot voru framin i Reykjavik um helgina. Brotist var inn i Söluturninn viö Hagamel 67. Þar náöi þjófurinn einhverjum tóbaksvörum. Hitt innbrotið var i smur- stööina viö Hafnarstræti. Þar var stoliö gamalli smámynt. Enn hefur ekki náöst i þjófanna. —Sjó. Mysa notuð sem kjarnfóður: Má spara með því milljónir króna? ■ Má spara milljónavirði i erlendum gjaldeyri til kjarn- fóöurkaupa með þvi aö nota þá mysu, sem til fellur i mjólkurbú- um landsins og fer nær öll i sjó- inn? „Þetta er beinlinis þaö sama og aö henda gjaldeyri istórumstfl. A Norðurlöndunum og viðar þykir sjálfsagt mál að nota mysuna sem fóöur handa nautgripum og svinum og hvarflar ekkiaö mönn- um aö henda henni. Ég kynntist þessu fyrst á búgaröi sem ég vann á i Noregi og byrjaöi siöan aö nota mysu sem fóður handa kálfum og öðrum geldneytum um leiö og ég fór aö búa hér fyrir 2-3 árum. Aö visu þótti sumum ég vist svolitið skritinn til aö byrja meö”. Þetta sagði Eymundur Magnússon, bóndi i Vallanesi i S- Múlasýslu, en Timinn hafði sam- band við hann vegna frétta af þvi að bændur á Egilsstöðum og Vallanesi noti mysu frá Mjólkur- búinu á Egilsstöðum I stórum stil til fóörunar gripa, t.d. 54 tonn i júlfmánuði einum. Eymundur sagöist fá send um 6 tonn háifsmánaöarlega, á lOáura h'trann. Kálfarnir og geldneytin fái mysu eingöngu i stað vatns og hún komi einnig alveg i staö kjarnfóðurs. Hann sagðist einnig hafa i huga aö gefa mjólkurkún- um mysuna, en sér hafi ekki gef- ist timi til aö koma fyrir aöstööu til þess I fjósinu ennþá. Kýrnar myndu þó einnig hafa aögang aö vatni. ,,Gripirnir blása alveg út af þessu”, svaraði Eymundur þegar spurt var um fóðurgildið. Hann telur aö ein fóðureining fáist úr um 12-13 lítrum af mysu. Hann sagði gripina alveg vitlausa i mysuna og gætu drukkiö alveg feiknarlega mikiö af henni ef þeir heföu ómældan aögang aöhenni, og tækju hana langt fram yfir vatn. t sumar hafði Eymundur 19 kálfa i sérstakri giröingu og skammtaöi þeim þar fleytifullt baðker af mysu daglega. Eymundur hefurtil þessa selt 8 ung naut i sláturhús á aldrinum 1,5 — 2ja ára. Þau viktuöu frá 150—215 kg. Fimm þeirra flokk- uðust istjörnuflokkog 3il.flokk. Þessir gripir höföu engan fóöur- bæti fengiö frá 3ja mánaöa aldri. Aöspuröur sagöi Eymundur aö margir hafi sýnt þessu áhuga og spurt sig um reynslu af mysugjöf- inni, en hann vissi ekki til aö neinn væri farinn aö nota hana til fóöurs nema hann sjálfur og E gi ls st aöa b æ nd ur. —HEI Öllum sleppt úr haldi um helgina... ■ ,,Viö slepptum þeim öllum lausum um helgina. En rannsókn málsins er samt ekki lokið, svo ég vil ekkit já mig um hvaö mikiö af flkniefnum þau hafa sýslaö með” sagöi Asgeir Friöjónsson, saka- dómari i Avana- og fikniefna- dómstólnum, þegar Timinn leitaöi frétta af málinu sem hefur verið í rannsókn hjá fikniefna- deild lögreglunnar undanfarna- daga. „Þaö á enn eftir aö yfirheyra marga vegna þessa máls. En ég reikna samt meö að lyktir þess séu skammt undan, ,,sagði As- geir. —Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.