Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 6

Fréttablaðið - 13.04.2008, Page 6
6 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR Ertu að leita þér að aukavinnu? SJÁVARÚTVEGSMÁL Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra og Freddy Numberi, sjávarútvegs- ráðherra Indónesíu, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu milli þjóð- anna um samstarf á sviði sjávar- útvegs. Indónesía er ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi en stjórnvöld glíma við fjölda vandamála. Þar- lend stjórnvöld leituðu til Íslend- inga um samstarf til að finna lausn- ir við stórfelldri rányrkju, lausn tæknivandamála og þróun sjálf- bærrar nýtingar auðlindarinnar. Í viðtali við Fréttablaðið lýsti Numberi þeim vandamálum sem helst þarf að leysa og þeim gríðar- legu hagsmunum sem landið hefur í því að nútímavæða útveg- inn. „Í Indónesíu hafa sex og hálf milljón manna atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarfangs. Á sama tíma eru sjóræningjaveiðar mikið vandamál og reiknum við með að tap landsins sé um þrír milljarðar dollara á ári hverju.“ Numberi leggur mikla áherslu á að kynna sér stjórnun veiða og vinnslu hér á landi en ekki síður nýtti hann tækifærið til að ræða við sérfræð- inga í hafrannsóknum og kynna sér fyrirkomulag landhelgis- gæslu. „Við vitum ekki hvert ástandið er á okkar helstu fiski- stofnum. Rányrkjan er svo gríðar- leg.“ Hann telur að sjóræningja- veiðarnar nemi um tveimur og hálfri milljón tonna, sem er marg- falt það magn sem veitt er á Íslandsmiðum árlega. Numberi heimsótti íslensk fyrir tæki og stofnanir þar sem ráðherrann og fylgdarlið öfluðu sér upplýsinga um íslenskan sjáv- arútveg og kynntu sér starfsemi tæknifyrirtækja í sjávarútvegi. Ráðherrann heimsótti einnig Sjávar útvegsskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna. „Við viljum senda okkar fólk til Íslands til að afla sér sérfræðiþekkingar. Sjávar útvegurinn í Indónesíu er vanþróaður og besta leiðin til að bæta þar úr er að hafa aðgang að fólki með góða menntun á þessu sviði. Við höfum miklar vænting- ar til samstarfs við Íslendinga, ekki síst í þessu samhengi.“ „Við bjóðum Íslendinga vel- komna til Indónesíu,“ segir Numb- eri. „Við fögnum fjárfestingu ann- arra ríkja í Indónesíu. Sérstaklega landa eins og Íslands sem virða þær leikreglur sem við setjum. Í okkar heimalandi eru miklir möguleikar fyrir þá sem kjósa að starfa með stjórnvöldum að því að byggja upp arðvænleg fyrirtæki í sjávarútvegi.“ svavar@frettabladid.is Vilji til samstarfs í sjávarútvegsmálum Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing á milli Íslands og Indónesíu um samstarf á sviði sjávarútvegs. Indónesar vilja nýta þekkingu Íslendinga til að þróa sjálf- bæran sjávarútveg og leysa vandamál við hafrannsóknir og landhelgisgæslu. FREDDY NUMBERI Sjávarútvegsráðherra Indónesíu segir mikil tækifæri í sjávarútvegi landsins. Vandamálin sem þurfi að leysa séu hins vegar stór og samstarf við Íslend- inga sé mikilvægt í því ljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMFERÐ Rannsóknarnefnd umferðar- slysa leggur til að Reykjavíkurborg lækki hámarkshraða á Skeiðarvogi úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30. Unglingsstúlka slasaðist alvar- lega þegar bíl var ekið á hana þar sem hún var að fara yfir Skeiðar- voginn miðvikudagskvöldið 2. apríl síðastliðinn. Slysið er enn í skoðun en rannsóknarnefndin hefur þegar lagt til að hámarkshraðinn verði lækkaður og að bætt verði við girð- ingu á eyju milli akreina. Við Skeiðar vog standa bæði Vogaskóli og Menntaskólinn við Sund. Ágúst Mogensen, rannsóknar- stjóri hjá rannsóknarnefndinni, segir mikilvægt að ökumenn skilji hversu miklu muni fyrir gangandi vegfarendur að hraðinn sé minni. „Munurinn á líkindum banaslyss eykst margfalt ef hraði ökutækis er 50 kílómetrar á klukkustund samanborið við 30 kílómetra á klukkustund. Lægri hraði ökutækja dregur einnig úr líkindum þess að umferðarslys verði yfir höfuð.“ Að því er Ágúst segir hefur mikið dregið úr notkun endurskins- merkja. „Þetta gildir jafnt um börn og fullorðna og er það mjög miður þar sem ökumenn bera oft við að þeir hafi einfaldlega ekki séð þann sem gekk út á götuna.“ - gar Leggja til lægri hámarkshraða eftir að ekið var á stúlku og hún slasaðist illa: Of mikill hraði á Skeiðarvogi Á SLYSSTAÐ Keilan á miðri götu sýnir hvar ekið var á stúlkuna. Rannsóknarnefndin vill að girðingin á umferðareyjunni verði framlengd. MYND/RANNSÓKNARNEFND UMFERÐARSLYSA STJÓRNMÁL „Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hafnar málinu eins og það lítur út. Síðan verða menn að finna lausn á þeim málum sem þarf að leysa, sérstaklega fjár- málum embættisins,“ sagði Lúð- vík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, í gær. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á þriðjudaginn ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að hafna boðuðum breytingum Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra á löggæslumálum á Suður nesjum. Afstaða þing- flokksins stendur óhögguð. Breytingarnar sem Björn hefur boðað munu því ekki fara í gegn- um þingið að óbreyttu. Breytingarnar felast í því að embætti lögreglustjórans á Suður- nesjum verður brotið upp í núver- andi mynd. Tollgæsla fer undir fjármálaráðherra, yfirstjórn öryggismála vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli undir sam- gönguráðherra en lög- og landa- mæragæsla heyri undir dóms- málaráðuneytið. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, fund- aði með þingmönnum Suðurkjör- dæmis um fyrirhugaðar breytingar í gær. Þingmenn Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins, Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna lýstu sig alfarið mótfallna breyt- ingunum en þingmenn Sjálfstæðis- flokksins styðja þær, að undan- skildum Árna Johnsen. - mh Ekki sér fyrir endann á deilum um boðaðar löggæslubreytingar á Suðurnesjum: Afstaða þingflokks óhögguð KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Málefni löggæslunnar á Suðurnesjum eru enn í hnút. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slógust og brutu rúðu Lögregla var kvödd að Hótel Plaza við Aðalstræti í fyrrinótt eftir að slagsmál brutust út milli nokkurra manna. Einn slasaðist í andliti í átökum við annan og þurfti að leita á slysadeild. Þriðji maðurinn braut rúðu á hótelinu í hamaganginum. Bíll valt í Reykjahverfi Þrennt var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Húsavík á föstudag eftir bílveltu í Reykjahverfi. Meiðsli fólksins reyndust minni háttar en bifreiðin sem þau voru í er ónýt. LÖGREGLUFRÉTTIR Ánægja með girðingu Vegagerðin er nú að setja upp girðingar meðfram hringveginum þar sem hann liggur um Langadal í Húnavatnssýslu. Bæjarstjórn Blöndu- óss hefur fagnað þessu og skorað á Vegagerðina að halda verkinu áfram svo búfé komist ekki á veginn og skapi slysahættu. HÚNAVATNSSÝSLA FERÐAÞJÓNUSTA Gengið hefur verið frá styrkveitingum vegna mót vægisaðgerða ríkisstjórnar- innar á sviði ferðaþjónustu 2008- 2009. Voru 160 milljónir króna til úthlutunar og bárust 303 umsóknir. Alls hlutu 77 verkefni styrk. Hæstu styrkina hlutu Sögugarð- ur í Grundarfirði og Félag áhuga manna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri, sex milljónir hvort. Við mat á umsóknum var meðal annars tekið tillit til hlutfalls starfa í veiðum og vinnslu á viðkomandi svæði, fjölda tonna sem skerðast, gæða og mögulegs árangurs verkefna auk fjölda starfa sem þau skapa. - shá Mótvægisaðgerðir: Styrkir til ferða- þjónustu veittir MANNRÉTTINDI Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hyggst ræða ástandið í Tíbet við kínverska ráðamenn. Ráðherra hélt til Kína í gær og endurgeld- ur með því heimsókn kínversks starfsbróður síns í fyrra. Tilgangur fararinnar er að treysta viðskiptatengsl ríkjanna. Óskað hefur verið eftir sérstökum fundi um mannrétt- indamál með aðstoðarutanríkis- ráðherra Kína. Þar hyggst Björgvin árétta þá afstöðu Íslendinga að það sé þjóðréttarleg skylda Kínverja að virða mann- réttindi í Tíbet. - kóp Viðskiptaráðherra í Kína: Ræðir um Tíbet við Kínverja BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Telur þú líklegt að fasteignaverð lækki um 30 prósent á næstu tveimur árum? Já 31,6% Nei 69,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Finnst þér dómurinn yfir Íslend- ingnum í Færeyjum of þungur? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.