Fréttablaðið - 13.04.2008, Side 66

Fréttablaðið - 13.04.2008, Side 66
Hollusta NOKKRIR HRESSANDI DRYKKIR 10 matur MYSUHROLLUR 1,5 dl mysa 1,5 dl léttur jógúrt- drykkur með stjörnu- ávexti og ferskju 1 niðursoðin pera ½ dl safi af niðursoðinni peru nokkrir ísmolar Allt sett í blandara og hrært saman við klaka. BERJAMYSA 1,5 dl mysa 1,5 dl trönuberjasafi 1 dl frosinn hindber 1 msk. hlynsíróp nokkrir ísmolar Öllu hrært saman í blandara. Óhætt er að láta hug- myndaflugið ráða við notkun mysu í svaladrykki en Árni lumar á fleiri uppskriftum. MANGÓMYSA 1 dl mysa 1 dl hreinn mangó safi ½ dl frosnir mangóbitar 1 dl hreint appelsínu- þykkni nokkrir ísmolar Allt sett í blandara og hrært saman við klaka. MYSU BLÍÐA 1,5 dl mysa 1 dl hreinn ástaraldinsafi 1 dl Skyr.is drykkur mangó og ástaraldin Öllu hrært saman í blandara. LANDNÁMSDRYKKIR Í NÝJU LJÓSI Öldum saman var mysa svaladrykkur Íslendinga og notuð til að sýra kjöt og fiskmeti til að auka geymsluþol. Mysa fellur til við skyrgerð og í henni eru mjólkursýrugerlar sem kljúfa mjólkur- sykur og mynda mjólkursýru sem gefa henni súra bragðið. Hún er hentug í matar- gerð sem staðgengill hvítvíns í sósur og súpur og Björn S. Gunnarsson, næringar- og matvælafræðingur hjá Mjólkursamsölunni, segir hana holla. Hún innihaldi mysuprótein sem koma að uppbyggingu vöðva og lækki háan blóðþrýsting. Árni Þór Arnórsson, matreiðslumeistari hjá Mjólkursamsölunni, gaf Fréttablaðinu uppskriftir að hressandi mysudrykkjum. Svalandi mysudrykkir Árni Þór Arnórsson, matreiðslumeistari hjá Mjólkursamsölunni, gefur uppskriftir að svalandi mysudrykkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Berjamysa Mysuhrollur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.