Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 6
6 5. október 2008 SUNNUDAGUR Infl úensubólusetning Bólusetningar eru hafnar gegn infl úensu á Heilsugæslunni í Salahverfi Eftirtöldum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig og fá bóluefnið frítt en þurfa einungis að borga komugjald: 1. Allir einstaklingar 60 ára og eldri 2. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum 3. Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í ofantöldum áhættuhópum Opið alla virka daga 8-18. Ekki þarf að panta tíma í bólusetningu sé komið kl 8-9 og 13-14 Með kveðju, Starfsfólk Heilsugæslunnar Salahverfi S a l a v e g i 2 , 2 . H æ ð , 2 01 Kó p a v o g i , s í m i 59 0 -39 0 0 VEÐURFAR Snjókoman á fimmtu- dag kom mörgum í opna skjöldu og hafði ýmsar afleiðingar. Strax um kvöldið felldi Strætó bs. niður ferðir sínar í Kópavogi og bar við slæmri færð. En af hverju voru bara lagðar af ferðir í Kópavogi? „Það var einfaldlega vegna þess að menn þar á bæ voru eitthvað seinir að bregðast við og söltuðu ekki göturnar. Í Kópavogi er mikið um brekkur þannig að þetta var sérstakt vandamál þar,“ segir Reynir Jónasson, forstjóri Strætós bs. Hann segir aldur og ástand vagnanna sem keyra í Kópavogi ekki hafa haft nein áhrif á ákvörðunina. - kóp Vetrartíðin veldur vanda: Salt vantaði í Kópavogi REYNIR JÓNASSON LAS VEGAS, AP Ruðningskappinn og gamanleikarinn O.J. Simpson var í fyrrakvöld sakfelldur fyrir vopnað rán og tilraun til mannráns. Tildrög málsins eru þau að fyrir um ári réðst Simpson með vopnavaldi, í slagtogi við fleiri menn, inn á hótelherbergi í Las Vegas. Mennirnir rændu þar íþrótta- minjagripum og ógnuðu fólki. Simpson gæti átt lífstíðarfang- elsi í vændum en ekki verður úrskurðað um refsingu fyrr en í desember. Sama dag og Simpson, sem nú er 61 árs gamall, var sakfelldur voru liðin nákvæmlega þrettán ár frá því að hann var sýknaður af því að myrða eiginkonu sína Nicole Brown og elskhuga hennar Ronald Goldman. - kdk Á yfir höfði sér lífstíðardóm: O. J. Simpson sakfelldur O.J. SIMPSON Fékk 13 milljónir Borgfirðingur vann 13 milljónir í bónusvinning í Víkingalottóinu á miðvikudag. Hann keypti miðann í Baulunni, en þangað hafði hann farið að kaupa bensín. Hann ætti að eiga nóg fyrir bensíni um tíma. VÍKINGALOTTÓ LÖGREGLUFRÉTTIR Árekstur í Eyjafirði Harður tveggja bíla árekstur varð í Eyjafjarðarsveit við bæinn Grýtu um korter í ellefu í gærmorgun. Einn maður var í hvorum bíl. Þeir voru fluttir á slysadeild en talið er að meiðsl þeirra hafi ekki verið alvarleg. Ók út af í Öxnadal Ökumaður slapp með minni háttar meiðsl eftir að hafa misst bíl sinn út af veginum í Bakkaselsbrekku í Öxnadal upp úr klukkan ellefu í gærmorgun. STJÓRNMÁL Davíð Oddsson segist aldrei hafa mælt með að hér yrði mynduð þjóðstjórn á ríkis stjórnar - fundi eins og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag. Hann segist undrandi á að ummæli hans hafi lekið í fjölmiðla og trúnaður hafi þannig verið rofinn. „Ég hef nú sennilega stjórnað fleiri ríkisstjórnarfundum heldur en nokkur annar maður á landinu og þá var meginreglan sú að það sem þar væri sagt væri trúnaðar- mál. Þannig að það kemur mér á óvart ef menn hafa breytt út frá þeirri stefnu,“ segir Davíð. Davíð segist hafa sagt „nokkurn veginn nákvæmlega“ eftirfarandi: „Ég er á móti þjóðstjórnum vegna þess að ég tel að allar ríkisstjórnir þurfi gagnrýni og aðhald, en það eru sumir sem eru hlynntir þjóð- stjórnum og ef menn sem eru hlynntir þjóðstjórnum þurfa aðstæður í landinu til þess að bjóða upp á slíkt þá eru þær aðstæður núna.“ Og hann gagnrýnir þá sem rang- túlkuðu orð hans: „Þeir sem telja að þarna sé ég að leggja til þjóð- stjórn, ja, þeir hafa verið mjög utan við sig á fundinum.“ Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Davíð fyrir ummælin eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vara - formaður Sjálfstæðisflokksins, og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra, sem sögðu bæði að Davíð væri með ummælunum kominn langt út fyrir valdsvið sitt sem seðlabankastjóri. - sh Davíð Oddsson segir þá hafa verið utan við sig sem rangtúlkuðu orð hans: Mælti aldrei með þjóðstjórn VIÐ RÁÐHERRABÚSTAÐINN Davíð svaraði spurningu blaðamanns Fréttablaðsins eftir að hann ræddi við ráðherra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN PARÍS, AP Leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Ítalíu lofa því að styðja við bakið á bönk- um þjóða sinna í efnahagsvandan- um sem nú geisar. Leið togarnir fjórir hittust með stuttum fyrir- vara á fundi í París í gær til að ræða vandann og hugsanlegar aðgerðir til lausnar hans. Þeir hétu því að vera samstiga við lausn vandans, en gáfu engin skýr svör um það í hverju slík lausn gæti falist. Ekki var settur á fót björgunarsjóður í líkingu við þann sem Bandaríkjaþing sam- þykkti í fyrrakvöld sem aðstoð við fjármálakerfið þar í landi. Þykir þetta endurspegla ólíkar áherslur leiðtoganna í málinu. Frakkar höfðu talað fyrir sameiginlegum björgunarpakka upp á marga milljarða evra, en raunar hætt við hann, en Þjóðverjar telja að bank- arnir þurfi að bjarga sér sjálfir úr vand ræðunum. Fjór menningarnir voru þó sammála um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að laga ástandið. Þeir óskuðu eftir rými til að sveigja efnahags- og fjármála - reglur Evrópusambandsins, ekki síst þegar kemur að því að sam- bandið þurfi að samþykkja dýrar ríkisaðgerðir til bjargar bönkum. Slíkt ferli þurfti að vera hraðvirkt og sveigjanlegt. Þeir kölluðu einnig eftir öflugra fjármálaeftirliti og samhæfingu, en útlistuðu ekki nánar hvað í því þyrfti að felast. Þeir sögðu einnig að leiðtogar heimsins þyrftu að hittast á fundi eins fljótt og auðið væri til að hefja allsherjar yfir- halningu á bankakerfinu í heild. Þá voru leiðtogarnir sammála um það að refsa þyrfti stjórnend- um þeirra banka sem bjarga þyrfti með opinberu fé og að hluthafar þeirra þyrftu að bera mestalla ef ekki alla byrðina af aðgerðunum. Nicolas Sarkozy Frakklands - forseti sagði brýnt að Evrópa tæki frumkvæði í að móta ábyrgan fjár- málaheim, á meðan yfirvöld í Bandaríkjunum væru upptekin af væntanlegum forsetakosningum. stigur@frettabladid.is Fátt um skýr svör frá Evrópuleiðtogum Leiðtogar stærstu ríkja ESB hétu því á fundi sínum í gær að vinna saman að lausn á efnahagsvandanum. Engar skýrar tillögur að aðgerðum litu þó dagsins ljós. Leiðtogarnir kalla eftir rúmi til að sveigja efnahagsreglur sambandsins. MISÞUNG Á BRÚN Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, voru sammála um að aðgerða væri þörf, en virtust litla hugmynd hafa um hverjar þær aðgerðir ættu að vera. NORDICPHOTOS / AFP Kristrún inn fyrir Ingibjörgu Kristrún Heimisdóttir hefur tekið sæti á Alþingi í veikindaleyfi Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur utanríkis- ráðherra. Kristrún er aðstoðarmaður ráðherrans. ALÞINGI STJÓRNMÁL Heildarframlög til íslenskra sendiráða nema 2.530 milljónum króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2009. Er það aukning um 33 prósent frá fjárlögum þessa árs. Óskað er eftir sérstöku 22 millj- óna framlagi „til að styrkja launa- grunn vegna útsendra starfs- manna“, eins og það er orðað og átján milljóna króna framlagi vegna stöðugildis útsends full- trúa við sendiráðið í Pretoríu. Sendiráð Íslands í Brussel er kostnaðarsamasta sendiráðið, rekstur þess á næsta ári kostar 187 milljónir. Rekstur fasta- nefndarinnar í New York kostar 179 milljónir og sendiráðsins í París 157 milljónir. Skrifstofur íslenskra aðal ræð- is manna í Þórshöfn og Winnipeg bera minnstan kostnað; tæpar 37 milljónir hvor. Íslenska ríkið heldur úti sautján sendiráðum, fjórum fastanefnd- um í erlendum borgum og skrif- stofum aðalræðismanna í þremur borgum. - bþs Kostnaður vegna starfsemi sendiráða eykst um 33 prósent á milli ára: Sendiráðin kosta 2,5 milljarða SENDIRÁÐIÐ Í BERLÍN Ísland og hin Norðurlöndin eru sambýlingar í einni sendiráðsbyggingu. BRUSSEL KOSTAR MEST Tíu kostnaðarsömustu sendiráð og fastanefndir Íslands í útlöndum Brussel 187 New York 179 París 158 London 149 Nató 124 Kaupmannahöfn 117 Genf 113 Berlín 111 Washington 107 Peking 104 Fjárhæðir eru í milljónum króna Ætlar þú að koma við á opnun- arhátíð verslunarmiðstöðvar- innar á Korputorgi um helgina? Já 10,3% Nei 89,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að í sjónmáli sé lausn á vanda fjármálakerfisins á Íslandi. Segðu þína skoðun á visir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.