Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 10
10 5. október 2008 SUNNUDAGUR á sér. Hann kemur gjarnan eins og þruma úr heiðskíru lofti og oft þarf að leita einkennin uppi. Konur þurfa að sýna mikla árvekni á öllum aldri,“ segir Vigdís, og bætir því við að til allrar hamingju hafi lífslíkur kvenna sem fá brjóstakrabbamein aukist mikið á síð- ustu árum. Snertir fleiri en sjúklinginn Vigdís leggur á það mikla áherslu að krabbameinið snerti ekki einungis þann sem greinist með sjúkdóminn, heldur hafi það gríðarleg áhrif á alla í kringum hann, þar á meðal þá sem næst honum standa. „Frá mínum bæjardyrum séð er ekki nokkur spurning um að ættingjar og ástvinir eigi að taka þátt í söfnunum sem þessari. Þeir þurfa að glíma við gríðarlegar áhyggjur og sársauka ef einhver í kringum þá veikist. Ég hef séð með eigin augum og reynt sjálf hvernig óttinn gerir vart við sig í slíkum aðstæð- um. Að mínu mati skiptir jákvætt hug- arfar og sá kraftur sem fylgir bjartsýni afar miklu máli. Að ekki sé verið að ræða mikið um óttann í nánasta umhverfi sjúklingsins, heldur miklu frekar að stappa stálinu í viðkomandi og hjálpa þeim.“ Hugsa daglega til þeirra Sjálf greindist Vigdís með brjósta- krabbamein fyrir rúmum þremur ára- tugum. Hún segir fjölskylduna hafa verið sína stoð og styttu í því sem við tók. „Mér er efst í huga hversu skjót viðbrögðin voru. Ég brást í raun við frá degi til dags. Þetta var áfall, og auðvit- að varð ég kvíðin eins og allir aðrir. Fjölskyldan mín varð líka hrædd, en við studdum hvert annað. Ég komst fljótt yfir áfallið og hef haldið í vonina síðan. Hún hefur reynst mér mjög vel. Sá dagur líður ekki að ég hugsi ekki til þeirra kvenna sem þurfa að ganga í gegnum það sem ég upplifði á sínum tíma,“ segir Vigdís. Hún bætir við að konum geti reynst erfitt að glíma við brjóstakrabbamein vegna þess að um sé að ræða svo viðkvæman hluta líkam- ans. „Það má líkja þessu við blöðruháls- kirtilskrabbamein hjá körlum. Bæði þessi mein eru mjög algeng og leggjast einnig þungt á sálina. Hér er um að ræða viðkvæma hluta líkamans fyrir bæði kyn.“ Vill að konur hugsi til sín Spurð um hlutverk sitt sem verndari Krabbameinsfélags Íslands segir Vig- dís að henni þyki vænt um þá stöðu og félagið sjálft. „Ég trúi því að það sé mikilvægt að ég sé verndari félagsins vegna þess að margar konur þekkja mig og sögu mína. Þegar þessar konur veikjast geta þær hugsað til mín og þess sem ég hef áorkað síðan ég greind- ist með krabbamein. Ég er ennþá meðal vor. Ég gegndi krefjandi embætti for- seta Íslands í sextán ár og síðustu tólf árin hef ég verið önnum kafin í mörg- um mismunandi alþjóðlegum verkefn- um. Ég er full af orku og hef ekki komið auga á þennan helga stein ennþá. Ég vil helst ekki að neinn bendi mér á þann stein, því ég þarf ekkert að sjá hann. Ekki strax,“ segir forsetinn fyrrver- andi og hlær dátt. Vongóð um árangur Söfnunarátakið sem byggist á sölu bleiku slaufunnar er nú farið í gang níunda árið í röð. Krabbameinsfélagið vonast til að selja 40.000 slaufur að þessu sinni til að ljúka fjármögnun á nýjum, stafrænum röntgentækjum og öðrum búnaði til brjóstakrabbameins- leitar. Vigdís segist vongóð um að Íslendingar taki vel við sér, festi kaup á slaufunni og styðji þarft og gott mál- efni. „Ég trúi alltaf á mikinn árangur, vegna þess að ég er alltaf að upplifa góðan árangur, aftur og aftur. Ég hef orðið vitni að miklum árangri með sölu bleiku slaufunnar áður, og einnig í söfn- un Mænuskaðastofnunar fyrir stuttu síðan. Safnanir sem þessar hafa skilað mörgum góðum málefnum miklu fé,“ segir Vigdís. Hún hefur mikla trú á löndum sínum þegar kemur að málum sem þessum. „Íslendingar eru þannig að þegar þeir skynja mikla þörf fyrir ákveðnar aðgerðir, eins og kaup á rann- sóknartækjum vegna sjúkdóma, þá bregðast þeir skjótt við. Þegar á móti blæs sýna Íslendingar styrk sinn. Íslendingar eru skynsamt fólk.“ B leika slaufan til fjáröflunar er með því besta sem komið hefur fram í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Allir geta borið hana, bæði konur og karlar, hvar og hvenær sem er. Þegar karlarnir bera slaufuna eru það skilaboð til kvenna að þær heyi ekki einar þessa baráttu. Langt frá því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands og verndari Krabba- meinsfélags Íslands. Tilefni samtals okkar er söfnunarátak félagsins, sala á bleiku slaufunni, sem hófst formlega síðasta miðvikudag. Mikið vatn runnið til sjávar Vigdís gerðist verndari Krabbameins- félagsins skömmu eftir að hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980. Hún segir þá staðreynd að sjálf hafi hún þurft að glíma við sjúkdóminn hafa ráðið miklu í þeirri ákvörðun að takast verkefnið á hendur. „Á þeim rúmlega þrjátíu árum sem liðin eru síðan ég greindist með krabbamein hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rannsóknum hefur fleygt fram og mikið áunnist. Til dæmis eru aðgerðir ekki nærri eins stórtækar nú og þær voru fyrr á árum. Því skiptir það einnig öllu máli að þau rannsóknartæki sem nú er völ á eru fær um að greina sjúkdóminn fyrr en verið hefur, og auka þannig líkurnar á bata. Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þessara tækja sem verið er að safna fyrir. Því fyrr sem sjúkdómurinn grein- ist, því stærri og bjartari er vonin.“ Sjúkdómur sem leynir á sér Vigdís segir betur ástatt um fleiri þætti en lækninga- og rannsóknartækjakost nú en fyrir þrjátíu árum. „Árveknin fyrir brjóstakrabbameini er meiri nú hjá konum og eins meðal ættingja, vina og fólks almennt. Krabbameinsleitar- stöðin hefur þar haft stórt hlutverk. Á því leikur enginn vafi að Krabbameins- félagið hefur unnið þrekvirki í kynn- ingu á sjúkdómnum, einkennum hans og réttu úrræðunum. Krabbameinið er einn af þeim sjúkdómum sem leyna oft Íslendingar eru skynsamt fólk Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari Krabbameinsfélags Íslands. Félagið stendur fyrir lokaátaki til að kaupa ný rannsóknartæki með sölu bleiku slaufunnar þessa dagana. Kjartan Guðmundsson ræddi við Vigdísi um söfnunina, sjúk- dóminn og baráttuþrek Íslendinga. „Þetta var áfall, og auð- vitað varð ég kvíðin eins og allir aðr- ir. Fjölskyld- an mín varð líka hrædd, en við studd- um hvert annað. Ég komst fljótt yfir áfallið og hef hald- ið í vonina síðan. Hún hefur reynst mér mjög vel. FYRIRMYND Vigdís greindist með brjóstakrabbamein fyrir rúmlega þremur áratugum. Sú reynsla réði miklu um þá ákvörðun hennar að taka að sér hlutverk verndara Krabbameinsfélagsins. Hún vill að konur sem grein- ast með krabbamein hugsi til sín og þess sem hún hefur áorkað síðan hún greindist með sjúkdóminn. MYND/ÓLAFUR RAFNAR ÓLAFSSON BRÝN NAUÐSYN Að sögn Vigdísar hefur krabbamein mikil áhrif á alla í kringum þann sem veikist. Jákvætt hugarfar og sá kraftur sem fylgir bjartsýni skipti miklu máli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.