Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 5. október 2008 11 Söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands, sala á bleiku slaufunni, er nú í gangi níunda árið í röð. Allur ágóði af sölu á slaufunni verður not- aður til að ljúka greiðslu á nýjum, staf- rænum röntg- en tækjunum og öðrum búnaði til brjóstakrabbameins- leitar. Töluverðir fjármunir hafa safnast upp í kaupin nú þegar frá örlátum gefendum, og bindur forstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, vonir við að salan á bleiku slaufunni dugi til að brúa það sem upp á vantar. Til þess að það takist þurfa að seljast 40.000 slaufur. Alls hafa verið keypt fimm starfræn röntgentæki og eru þrjú staðsett í leitarstöð Krabbameins- félagsins í Skógahlíð, eitt á Sjúkrahús- inu á Akureyri en fimmta tækið er færanlegt og verður notað í skoðunarferðum í aðra landshluta. Bleika slaufan er með nokkuð öðru sniði en áður, því nú er hægt í fyrsta sinn að fá slíka sem er hönn- uð af skartgripa- hönnuði og því mun eigulegri gripur en áður. Hendrikka Waage hannar slaufuna, en hún hefur hlot- ið alþjóðlega viðurkenningu fyrir skart- gripa- hönn- un sína. Bleika slaufan Bleika slaufan kostar 1.000 krónur og dagana 1.–15. október verður hægt að kaupa hana hjá eftirtöld- um söluaðilum sem selja slaufuna án álagningar: Kaffitár Te & Kaffi Eymundsson Frumherji Samkaup Lyfja Lyf og heilsa Lyfjaval Hreyfill Sértök skart- útgáfa af bleiku slaufunni, hönnuð af Hendrikku Waage, verður einnig seld til stuðnings átaki Krabba- meinsfélagins. Hún kostar 5.900 krónur og verður einungis til sölu hjá Krabbameinsfélaginu, í Saga Boutique og hjá söluaðilum Hendrikku Waage á Íslandi sem eru: Leonard Kringlunni, Leonard Duty Free, Icelandair, Hilton hotel og Halldór Ólafsson á Akureyri. Sölustaðir GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR HENDRIKKA WAAGE FJÖRTÍU ÞÚSUND SLAUFUR Söfnunar- átak Krabbameinsfélagsins var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Markmðið er að selja fjörutíu þúsund slaufur. Á myndinni má Dorrit Moussaieff forsetafrú, Guðrúnu Agn- arsdóttur og Hendrikku Waage. Aðalfundur Alfesca hf. verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica Hotel, mánudaginn 20. október 2008 og hefst klukkan 16:00. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningar félagsins fyrir síðastliðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðenda. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4. Ákvörðun stjórnarlauna. 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 6. Kjör stjórnar til eins árs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 9. Tillaga um breytingar á samþykktum: Tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að auka hlutafé félagsins með útgáfu 2.300.000.000 nýrra nafnverðshluta eða til að taka skuldabréfalán að fjárhæð allt að 2.300.000.000 krónum er veiti lánardrottni rétt til þess að breyta kröfu sinni á hendur félaginu í hluti í því og í tengslum við það hafi stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 2.300.000.000 að nafnverði með útgáfu 2.300.000.000 nýrra hluta. Kaupgengi hlutanna og söluskilmálar hlutanna skulu vera nánar ákveðnir af stjórn félagsins. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að þessum nýju hlutum. Heimildin gildir til 01.10.2013 að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir þann dag. Tillaga um breytingu á ákvæði samþykkta félagsins sem viðkemur rafrænni þátttöku hluthafa. Stjórninni veitt heimild til að ákveða hvort og hvernig rafrænni þátttöku hluthafa er háttað og atriði er viðkoma framkvæmd slíkrar þátttöku hluthafa skýrð. 10. Tillaga um arðstefnu félagsins. 11. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar til umræðu á fundinum verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir fundinn. Dagskrá fundarins, ársskýrslur og endanlegar tillögur verða aðgengilegar hluthöfum á skrifstofum félagsins að Kringlunni 7, 103 Reykjavík, sjö dögum fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað sem og á skrifstofum félagsins fimm dögum fyrir fundinn. Hluthöfum er gefinn kostur á að greiða atkvæði um tillögur eða taka þátt í kosningum bréflega. Geta hluthafar óskað eftir að fá atkvæðaseðla senda og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist skrifstofu félagsins fimm dögum fyrir fundinn. Einnig geta hluthafar vitjað atkvæðaseðla sinna á skrifstofu félagsins frá sama tíma eða greitt þar atkvæði. Atkvæði þannig greidd skulu hafa borist skrifstofu félagsins fyrir upphaf fundar. Frekari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.alfesca.com Stjórn Alfesca hf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.