Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 14
14 5. október 2008 SUNNUDAGUR Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför bróður okkar, mágs, og frænda, Ísleifs H. Guðmundssonar, Háaleitisbraut 123, Reykjavík, sem jarðsunginn var frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. september. Jón Guðmundsson Renate Gudmundsson Gunnar B. Guðmundsson Guðmundur Chr. Jónsson Juliane Gudmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Ásgrímur Eyfjörð Antonsson Stafnaseli 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. september á krabbameinsdeild 11E. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. október kl. 13.00. Hjördís Hjörleifsdóttir Agnes Eyfjörð Kristinsdóttir Elías Örn Óskarsson Ástþóra Kristinsdóttir Magnús Eiríksson Anton Ásgrímur Kristinsson Helga Sveinsdóttir Hjörleifur Kristinsson Kristinn Ásgrímur Kristinsson Hrund Grétarsdóttir Hulda Sjöfn Kristinsdóttir Jón Ólafur Jóhannesson barnabörn, fjölskyldur og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hluttekningu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, Jóhanns Ólafssonar Riba Kleppsvegi 48. María Jóhannsdóttir Börkur Valdimarsson Carmen Josefa Jóhannsdóttir Íris Barkardóttir Róbert Barkarson Hilmar Bendtsen Pedro Ólafsson Riba Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar eig- inkonu minnar, móðir okkar, tengdamóð- ur, ömmu, langömmu og langalangömmu, Sigríðar Helgu Stefánsdóttur Kópavogsbraut 83, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjartadeild 14 G Landspítala við Hringbraut og á líknardeild Landakotsspítala fyrir góða umönnun og hlýhug. Árni Jóhannesson Svava Aðalsteinsdóttir Lovísa Aðalsteinsdóttir Einar L. Benediktsson Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir Sigurður Geirsson Vernharður Aðalsteinsson Anna R. Jónatansdóttir Alda Aðalsteinsdóttir Ólafur G. Þórólfsson Aðalbjörg Lúthersdóttir Einar Jón Ólafsson Halldóra Lúthersdóttir Valþór Söring Jónsson Kristín S. Lúthersdóttir Bekkevold Alf Bekkevold Þorleif Lúthersdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður K. Þorkelsdóttir Sléttuvegi 19, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 26. september sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 6. okt. og hefst athöfnin kl. 13.00. Þorkell Helgason Björg R. Sigurðardóttir Hrafnhildur Helgadóttir Sigurður Geirmundarson Sigfús Jón Helgason Sólrún Sigurðardóttir Helga Helgadóttir Júlíus Jónasson ömmubörn og langömmubörn. Hörður Karlsson, Háaleitisbraut 109, Reykjavík, lést að heimili sínu þriðjudaginn 30. september. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 9. október kl. 13.00. Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir Björg Harðardóttir Erpur Snær Hansen Stefán Karl Harðarson Úlfur Alexander Hansen Eldur Antoníus Hansen Sveinfríður Sigrún Stefánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, Ásgeir Sverrisson hljómlistarmaður, Prestastíg 11,Reykjavík, andaðist á líknardeild Landakots, laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Sigríður Maggý Magnúsdóttir Margrét Ásgeirsdóttir Marteinn Másson Ásgeir Ásgeirsson Vilborg Lofts Guðmundur Baldvinsson Helga Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Kristjönu Þorsteinsdóttur, Hrafnistu, Hafnarfirði. Innilegt þakklæti til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun og umhyggju við Kristjönu. Sérstakar þakkir viljum við fjölskyldan senda séra Ólafi Jóhanni Borgþórssyni fyrir hans umhyggju og hlýju við fjölskylduna. Sigríður Ólafsdóttir Bjarni Bjarnason Gerður Ólafsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar dóttur okkar, Kristínar Sigríðar Halldórsdóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Kærleikskveðja Hanne Hintze Halldór Sigurðsson Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Jón Ómar Gunnarsson verður vígður til prests í dag en hann verður þá yngsti prestur á Íslandi. Það liggur því beinast við að spyrja hann að aldri. „Ég er 26 ára og útskrifaðist úr guðfræðinni í júní í sumar. Ég mun starfa sem æskulýðsprestur KFUM og K á Íslandi og Kristilegu skólahreyfingarinnar.“ Tímamótin leggjast vel í Jón Ómar en hann hefur unnið í æskulýðsstarfi KFUM og K undanfarið svo hann er ekki ókunnugur félaginu. Hann segir krakkana taka sér vel og hafi jafnvel gaman af því að fá ungan prest. Fyrsta verkefnið eftir vígsluna verður sam- norrænt stúdentamót í Vatnaskógi sem Jón hefur unnið að undirbúningi fyrir. En hvað kom til að Jón lærði til prests? „Það má segja að ég hafi tekið sinnaskiptum en ég var í lögfræði og var búinn með almennu lögfræðina þegar ég ákvað að skipta um gír. Ég held að þetta hafi verið köllun því ég fann það mjög sterkt að þetta ætti ég að gera, þó að mörgum hafi fundist þetta óskynsamleg skipti fyrst ég var búinn að púla í gegnum lögfræðina,“ segir hann hlæj- andi. Hann bætir því við að hann hafi ekki fengið trúarlegra uppeldi en hver annar. „Ég var skírður og fermdur og sótti kirkju sem barn en hætti því svo á tímabili þegar ég var unglingur. Svo varð ákveðinn vendipunktur hjá mér þegar ég var sautján ára en þá stóð ég frammi fyrir því að ákveða hvort ég ætlaði að trúa eða hvort ég ætlaði að hafna því al- gerlega eins og svo margir félaganna. Ég fann það mjög sterkt að það hefði verið rangt að hafna trúnni.“ Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í dag klukkan tvö en vígsluvottur við athöfnina verður Guðni Már Harðarson sem verður þá þriðji yngsti prestur landsins. „Við erum langyngstir. Hann er 28 ára og sá næstyngsti er 27. Það verður reyndar ekki mikið um hefðbundin prestsverk til að byrja með hjá mér eins og giftingar og skírnir en kannski þegar þau gifta sig, unga fólkið.“ heida@frettabladid.is YNGSTI PRESTURINN: VÍGÐUR Í DAG Skipt um gír eftir lögfræðina LÍTIÐ UM HEFÐBUNDIN PRESTSVERK Jón Ómar Gunnarsson verður æskulýðsprestur KFUM og K, yngstur presta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRESKA LEIKKONAN KATE WINSLET ER 33 ÁRA Í DAG „Ég vil miklu frekar vera þekkt sem íturvaxin Kate en sem einhver horaður tannstöngull.“ Kate Winslet hefur leikið í kvikmyndum á borð við Titanic þar sem hun lék á móti Leon- ardo De Caprio. Þar var hún gagnrýnd fyrir of mjúkar línur en hún blés á þær gagnrýnis- raddir og hefur alltaf haldið því fram að hún sé eðlilega vaxin kona. timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.