Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 5. október 2008 Ég hef verið svo heppinn að sjá Lou Reed spila fjórum sinnum, í Dublin, Helsinki, Stokkhólmi og Reykjavík, og get fullyrt að af þessum skiptum var hann langbestur í Höllinni. Á kvikmyndahátíð gefst nú tækifæri til þess að rifja upp kynnin. Hér er hann á heimavelli í New York, að flytja plötu nefnda í höfuðið á Berlín. Þó að platan heiti eftir borginni hafði Lou Reed aldrei komið til Berlínar þegar hann samdi plötuna. Berlín er þvert á móti táknræn fyrir klofinn heim og klofinn huga, þar sem múrar eru byggðir á milli. Þegar platan kom út árið 1973 var Lou Reed í fyrsta og síðasta sinn poppstjarna. Ári áður hafði Transformer, þar sem David Bowie stjórnaði upptökum, komið út. Innhélt hún lög eins og Walk on the Wild Side og Perfect Day. Margir biðu spenntir eftir næstu plötu, en þegar Berlin birtist, með textum sem fjölluðu um eiturlyfjaneyslu, heimilisofbeldi og fleira sem þá var lítið fjallað um sneru gagnrýnendur og plötukaupendur við henni baki. Það segir líklega mikið um bæði styrk plötunnar sem og breytt viðhorf almennt að platan þykir í dag með höfuðverkum rokksins en umfjöllunarefnin sjást á einn eða annan hátt daglega í fjölmiðlum. Hljómsveitin sem spilar með Lou Reed hér er fyrsta flokks. Gítarhetjan Steve Hunter úr Alice Cooper Band spilar á gítar, Antony úr Antony and the Johnsons syngur bakraddir og aðalrödd í Candy Says, og þar að auki er strengjasveit og barnakór sem kemur skemmtilega út. Það verður þó að segjast eins og er að Lou Reed er ekki mikill sviðsmaður og hefur aldrei verið. Maður fær það stundum á tilfinninguna að hann vildi helst að hann væri annarsstaðar, en söngur hans batnar þó eftir því sem á líður myndina. Berlin er fín tónleikamynd þar sem Reed er í ágætis stuði, en við vorum heppin sem sáum hann enn betra formi í Höllinni árið 2004. Valur Gunnarsson Annálaður fýlupúki fær uppreisn æru KVIKMYNDIR Lou Reed‘s Berlin Leikstjóri: Julian Schnabel. Sýnd á RIFF. ★★★★ Flott tónleikamynd þar sem Lou Reed er í ágætu formi. Tískuvikan í París er nú í fullum gangi en hún er yfirleitt sú sterkasta af stóru vikunum fjórum. Síðustu daga hefur þar getið að líta nýstárlegt kjólasnið sem virðist höfða til margra. Olivier Theyskens hjá Ninu Ricci, Vivienne Westwood og Christophe Decarnin hjá Balmain virtust í það minnsta sammála um að það væri smart að hafa pilsið stutt að framan en sítt að aftan. SÍTT AÐ AFTAN Í PARÍS Vivienne Westwood sýndi rokk- aðri útgáfu af stutta og síða pilsinu. Kjólarnir frá Balmain eiga eflaust eftir að rata á einhverja rauða dregla. Ofurhá klauf skapar svipaðar útlínur og stuttu pilsin hjá Balmain. Kjóllinn frá Ninu Ricci er með nýja sniðinu og þar að auki með áberandi axlir sem einnig hafa birst á mörgum pöllum. N O R D IC PH O TO S/ A FP Blindar ástir Slepe lasky Blindar slóvakískar mæðgur leita ástarinnar á internetinu. Marglofuð mynd sem tekst á við það krefjandi verkefni að sýna heiminn með augum blindra. Regnboginn kl. 17.30 ≥ Regnboginn ≥ Norræna húsið ≥ riff.is Sunnudagur 5. október Tulpan 15:30 Barcelona (kort) 15:30 Blóm á reki 15:30 Fyrir morgundaginn 15:30 Aðdáun 17:30 Blindar ástir 17:30 Mín Winnipeg 17:30 Heima 17:30 Ég hef elskað þig svo lengi 20:00 Hefnd 20:00 Þungarokk í Bagdad 20:00 Snjór 20:00 Þar til dauðinn aðskilur okkur 22:30 Zift 22:30 Bræðin 22:30 Löng helgi/Ofbeldi í bíó 22:30 Ungar hetjur: 10 ára og yngri 17:30 Dieter Roth Puzzle 15:30 Í skugga hinnar helgu bókar 17:30 Bombaðu það! 20:00 Skelfilega hamingjusamur 22:30 ≥ Iðnó Morgunverður með Scot 13:30 Hvíslið í trjánum/Í leit að gðosögn 15:30 Squeezebox! 17:30 Upp Yangtze fljótið 20:00 Íslenskar stuttmyndir 22:30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.