Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 6
6 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík ® Aldrei verið glæsilegri Listinn er til í verslunum Offi ce1 eða pantið listann í S: 565-3900 og á netinu www.freemans.is Nýi Freemans listinn er kominn! ERUM VIÐ SÍMANN NÚNA Ert þú fylgjandi auknum þorsk- kvóta? Já 68,1% Nei 31,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að stjórnarskiptin í Framsóknarflokknum breyti miklu um framtíð flokksins? Segðu þína skoðun á vísir.is MENNTUN Íslenskt mál og íslensk málstefna er yfirskrift málþings sem Rannsóknarstofa í íslensk- um fræðum og íslenskukennslu boðar til í dag. Málþingið er það fyrsta af þremur á vormisseri og er ætlunin að ígrunda mikilvæg atriði sem tengjast móðurmáli og kennslustefnu. Málþingið fer fram milli klukkan 15 og 16.30 í Skriðu, húsnæði menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands í Stakka- hlíð. Málþingið er öllum opið og á, samkvæmt tilkynningu, erindi við alla þá sem láta sig íslenska tungu varða. - ovd Mikilvæg atriði móðurmáls: Málþing um íslenskt mál BANDARÍKIN, AP Sannkölluð hátíðarstemning er í höfuðborg Bandaríkjanna, nú þegar Barack Obama tekur við forsetaembættinu af George W. Bush. Búist er við því að meira en tvær milljónir manna komi saman í Washington til að fylgjast með inn- setningarathöfninni, sem haldin verður fyrir utan þinghúsið. Þúsundir lögreglumanna og her- manna gæta þess að allt fari friðsamlega fram og hefur fjölmörgum götum borgarinnar verið lokað fyrir umferð. Búist er við löngum biðröðum við varðstöðvar lögreglunnar, sem fólk þarf að fara í gegnum áður en það kemst inn á hátíðarsvæðið. Mikil bjartsýni virðist liggja í loftinu og vænt- ingarnar til Obama eru miklar, þrátt fyrir að Bandaríkin gangi nú í gegnum eina verstu efna- hagskreppu sögunnar og eigi þess utan í erfiðum stríðsátökum í Írak og Afganistan. Hátíðarhöldin hófust reyndar strax á sunnudag- inn með heljarmiklum tónleikum við minnismerki Abrahams Lincoln í Washington. Í gær var svo hinn árlegi minningardagur um Martin Luther King haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Strax á morgun hefst fyrsti vinnudagur nýja forsetans, sem ætlar reyndar að nota daginn meðal annars til bænahalds og í gestamóttöku í Hvíta húsinu. - gb Hátíðarstemning í Washington vegna innsetningarathafnar Obama: Búist við milljónum gesta OBAMA OG BIDEN ÁSAMT EIGINKONUM SÍNUM Við minnis- merkið um Abraham Lincoln, þar sem Martin Luther King flutti hina frægu ræðu um draum sinn fyrir 45 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Trúverðugleiki íslensks fjármála- og efnahags- kerfis erlendis verður ekki endur- reistur fyrr en skipt hefur verið um æðstu stjórnendur peninga- og efnahagsmála landsins, og stefnan sett á að ganga í Evrópusamband- ið og evrópska myntbandalagið. Þetta sagði hollensk-breski hag- fræðiprófessorinn Willem H. Buit- er í opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, en Buiter er, ásamt Anne Sibert, höfundur umtalaðr- ar skýrslu um veikleika íslenska fjármálakerfisins, sem unnin var fyrir Landsbankann vorið 2008 en ekki birt opinberlega fyrr en eftir að kerfið hrundi í október. Buiter hefur gegnt stöðu próf- essors í hagfræði við háskólana í Princeton, Yale og Cambridge, verið aðalhagfræðingur evrópska þróunarbankans EBRD í Lund- únum og setið í vaxtaákvörðun- arnefnd Englandsbanka. Í fyrir- lestrinum í gær sagði Buiter sig lengi hafa verið áhugasaman um Ísland. Einmitt vegna þess hve mjög hann bæri hag lands og þjóð- ar fyrir brjósti kysi hann að tala tæpitungulaust um vandamálin sem við Íslendingum blöstu. Um ástæður hrunsins sagði hann að bankarnir hefðu vaxið íslensku efnahagslífi algerlega yfir höfuð. Seðlabanki Íslands hefði aldrei með trúverðugum hætti getað verið lánveitandi til þrautarvara fyrir þessa ofvöxnu banka, sem störfuðu að mestu með aðrar mynt- ir en þá einu sem íslenski seðla- bankinn hafði peningaprentun- arvald yfir. Því hafi hrunið verið óumflýjanlegt; það hafi aðeins verið spurning um hvenær að því kæmi. Alþjóðlega lánsfjárkrepp- an reyndist verða kveikjan að því þegar til kom, en rekstur bank- anna hefði líka án hennar komist í þrot fyrr en síðar, á því teldi hann ekki nokkurn vafa. Buiter sagði þessa þróun hafa opinberað „hrikaleg mistök“ í stefnumótun peninga- og efna- hagsmála hér á landi. Það væri því „óskiljanlegt“ að þeir sem höfuðábyrgðina bæru á stjórnun þessara mála – hann nefndi í því sambandi sérstaklega bankastjóra Seðlabanka Íslands, forsætis- og fjármálaráðherra – sætu enn sem fastast. Það sé ein- faldlega útilokað að byggja upp trúverðugleika og traust á endur- uppbyggingu fjármála- og efna- hagskerfis Íslands nema þeir stjórnendur víki sem leyfðu fjár- málakerfinu svo til eftirlits- og hömlulaust að þróast á þennan óheillavænlega veg. Buiter benti á að trúverðugleiki á endurreisnarstarfinu hefði bein áhrif á kjörin á þeim lánum sem Íslendingum á annað borð stæðu til boða. Í ljósi þess hve gríðarháar upphæðir munu á næstu árum fara í að þjónusta hina erlendu skulda- byrði kynni bættur trúverðug- leiki þannig að spara þjóðarbúinu stórfé. audunn@frettabladid.is Forystuskipti eru for- senda trúverðugleika Höfundur svartrar skýrslu um íslenska bankakerfið sem samin var síðastliðið vor en ekki birt, talaði í gær tæpitungulaust um ástæður hrunsins og hvað hann teldi nauðsynlegt að Íslendingar gerðu til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. ENGIN TÆPITUNGA Buiter tjáði troðfullum hátíðarsal HÍ að Seðlabanki Íslands væri „algerlega rúinn trausti“ á alþjóðavettvangi. Eina trúverðuga leiðin til endurreisnar íslensks fjármálalífs væri að ganga í ESB og myntbandalagið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Ekkert annað land komst upp með að byggja upp „öfugan píramída“ af þessari stærðargráðu,“ segir hollensk- breski hagfræðingurinn Willem H. Buiter um hinn hraða vöxt íslensku bankanna; viðvörunarbjöllur hafi því vafalaust víða verið farnar að hringja, þótt hann geti ekki full- yrt um að lánalínubeiðnum Seðla- banka Íslands á síðasta ári skyldi hafa verið hafnað þess vegna. Seðlabanki Íslands leitaði eftir gjaldeyrisskiptasamningum hjá seðlabönkum ýmissa landa framan af árinu 2008 en þeim beiðnum var hafnað. Spurður hvort hann teldi skýringa á þessum neikvæðu við- brögðum að leita til þess að hinir seðlabankarnir hefðu þá þegar verið komnir að sömu niðurstöðu og þau Buiter og Sibert í umtalaðri skýrslu sinni um að hætta væri á hruni íslenska fjármálakerfisins, segir Buiter það vel geta verið. Það væri þó ekki einhlítt; til að mynda hefðu slíkar áhyggjur varla borist mönnum til eyrna í hol- lenska seðlabankanum, sem einn- ig fer með fjármálaeftirlit þar í landi, en svo seint sem vorið 2008 heimilaði hann Landsbankanum að stofna Icesave-netreikningaútibú. Buiter segir þetta sýna annan vanda, sem sé skortur á að seðla- bankar, jafnvel innan evrusvæðis- ins, skiptist sem skyldi á upplýsing- um. Að ráða bót á þessu verði hluti af þeirri allsherjarendurskoðun á öllu eftirliti með hinu hnattvædda fjármálakerfi Evrópu og heimsins alls, sem nú sé hafin. - aa Willem H. Buiter um lánavandkvæði Seðlabanka Íslands fyrir bankahrunið: Viðvörunarbjöllur hringdu WILLEM H. BUITER KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.