Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 34
22 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum. Þetta tryggir tromla af nýrri gerð, (einkaleyfi Miele) lengri ending vélarinnar en gengur og gerist, sem og fullkomnasta tækni sem völ er á. Þvottavél - verð frá kr. 164.995 Þurrkari - verð frá kr. 139.995 TILBOÐ > Halda Valskonur út í kvöld? Stórleikur átta liða úrslita Eimskipsbikars kvenna fer fram í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30 í kvöld þegar Valur tekur á móti Stjörnunni. Liðin hafa mæst tvisvar sinnum í vetur og í bæði skiptin hefur Stjarn- an unnið upp forskot Vals og tryggt sér sigur í seinni hálfleik. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-9, í undan úrslitum deildarbikarsins en Stjarnan vann 25-24. Í deildarleiknum var Valur 14-11 yfir í hálfleik en Stjarnan vann 22-19. Vals- konur hafa því unnið fyrri hálfleikinn með átta mörkum í vetur (28-20) en samt ekki náð að fagna sigri því Stjarnan hefur unnið seinni hálfleikinn með tólf mörkum (27-15). FÓTBOLTI Man. City er ekki bara að hugsa um Brasilíumanninn Kaká því félagið ætlar að kaupa fleiri menn áður en markaðinum verð- ur lokað. Í gær náði félagið samn- ingum við West Ham og HSV um að kaupa þá Craig Bellamy og Hollendinginn Nigel de Jong. City ku greiða West Ham litl- ar 14 milljónir punda fyrir Bella- my sem getur ekki talist slæmt fyrir West Ham sem greiddi 7,5 milljónir punda fyrir Bellamy í fyrra. Sjálfur vildi Bellamy fara til Tottenham en West Ham var ekki spennt fyrir því að selja hann til annars félags í London. Bellamy var staddur í Manchester í gær til þess að ganga frá lausum endum. Miðjumaðurinn hollenski Nigel de Jong, 24 ára, er einnig á leið til City eftir að HSV og City náðu samkomulagi um kaupverð. De Jong var með klausu í samningi sínum að hann gæti farið fyrir 1,8 milljónir punda frá félaginu næsta sumar. Þýskir fjölmiðlar greina aftur á móti frá því að City sé til í að greiða 18 milljónir punda til að fá de Jong strax. Það er ótrúlegt ef satt reynist. Áður var Wayne Bridge kom- inn til City sem er enn fremur á eftir Scott Parker og Roque Santa Cruz. - hbg Manchester City lætur til sín taka á leikmannamarkaðinum: Bellamy og de Jong á leið til City CRAIG BELLAMY Þessi skrautlegi leikmaður er enn eina ferðina að skipta um félag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KAUP OG SÖLUR BELLAMY (upphæðir eru í milljónum punda) Coventry (frá Norwich 2000) 6,5 Newcastle (frá Coventry 2001) 6,0 Blackburn (frá Newcastle 2005) 5,0 Liverpool (frá Blackburn 2006) 6,0 West Ham (frá Liverpool 2007) 7,5 Man. City (frá West Ham 2009) 14,0 Samtals 45 milljónir punda SUND Jakob Jóhann Sveinsson náði besta afreki Íslendinga í sundkeppni Reykjavik Inter- national þegar hann varð annar í 100 metra bringusundi. Jakob fékk 400 evrur fyrir að vera með þriðja besta afrekið á mótinu en það er rúmlega 67 þús- und íslenskar krónur. Sigurvegarinn í 100 metra bringusundinu var silfurverð- launahafinn frá Ólympíuleikun- um í Peking, Alexander Dale Oen frá Noregi. Hann synti á 1:02.19 mínútum og fékk 1.000 evrur fyrir besta afrek mótsins, eða rúmlega 168 þúsund krónur. - óój Sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson: Fékk 400 evrur í verðlaun Meiðslum hrjáðir Þórsarar töpuðu sínum fimmta leik i röð í gær, nú fyrir Snæfelli, 56-74. Þór er hreinlega aðeins hálft lið án Cedrics Isom sem er meiddur. Um hann munaði í gær því sóknarleikur Þórs var slakur á löngum köflum. Þeir héngu þó lengi vel í stórum og stæðilegum Snæfellingum sem tóku yfir tuttugu sóknarfráköst. Eftir jafnan fyrsta leikhluta skoruðu Þórsarar aðeins fimmtán stig næstu fimmtán mínúturnar. Sókn Snæfellinga var skárri en þeir leiddu 26-39 í hálfleik. Varnarleikur liðanna var fínn. Þórsarar komust næst sjö stigum á eftir Snæ- fellingum sem sigldu þó öruggum 56-74 sigri í heimahöfn á lokamínútunum, án þess að hleypa heimamönnum of nærri sér. Þeir hafa nú unnið fimm leiki í röð. „Við erum með töluvert meiri breidd og höfðum meiri orku í restina. Það sýndi sig að þeir voru orkulitlir undir lokin og þurftu að skjóta mikið utan af velli. Við nýttum okkar styrk í sóknarfráköstunum vel en okkar veikleiki er á móti að við töpum mörgum boltum,“ sagði Hlynur Bæringsson, stigahæsti maður Snæfells, en hann skoraði 18 stig. „Við erum ágætlega sáttir með leikinn. Við getum gert betur og nú stefnum við á að hirða þriðja sætið af Keflavík, ef ekki annað sætið. Maður veit aldrei. Mestu skiptir þó að fá heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.“ „Við brugðumst sjálfum okkur pínulítið í lokin,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs. „Mér fannst vörnin vera stórgóð utan þess að við stigum þá ekki vel út í sóknarfráköst- unum. Ef við tökum burt stigin sem þeir skoruðu eftir þau þá væru þeir í kringum 50 stigin,“ sagði Hrafn og viðurkenndi að liðið saknaði Isoms mikið. Hann var án marga leikmanna í gær og setti sjálfan sig á leikskýrsl- una, án þess þó að skipta sér inn á. „Ástandið er orðið helvíti slæmt þegar gamli karlinn er kominn í búning á bekknum,“ sagði Hrafn glottandi en hann hafði þó lítinn áhuga á að spila. „Ég get ekki sagt að ég hefði viljað fara inn á. Það hefði verið algjört neyðarúrræði,“ sagði Hrafn sem lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum. - hþh ICELAND EXPRESS-DEILD KARLA: SNÆFELL HEFUR UNNIÐ FIMM LEIKI Í RÖÐ EN ÞÓRSARAR ERU Á LEIÐ NIÐUR Sóknarfráköstin skiluðu Snæfelli sigri á Þór FÓTBOLTI Liverpool tók á móti Everton á heimavelli sínum, Anfield, í gær. Liverpool missti toppsætið um helgina til Man. Utd en gat náð því aftur með sigri á nágrönnum sínum. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill. Everton átti skot snemma sem Jose Reina varði vel en hann varði í tví- gang vel frá Everton-mönnum í fyrri hálfleiknum. Fernando Torres var nokkuð sprækur í liði Liverpool og hann fékk besta færi hálfleiksins. Komst einn gegn Tim Howard, markverði Everton, lyfti boltanum yfir How- ard og fram hjá markinu. Þar hefði Torres átt að gera betur en marka- laust var í leikhléinu. Það var jólaleg stemning í síðari hálfleik enda snjóaði nokkuð. Snjó- koman hafði ágætis áhrif á leik- menn sem voru talsvert sprækari og leikurinn mun hraðari. Gerrard átti gott skot sem Howard varði á 55. mínútu. Gerrard urðu aftur á móti á engin mistök þegar hann þrum- aði boltanum niður í markhornið framhjá Howard rúmum tíu mínút- um síðar. Glæsilegt skot hjá Gerr- ard sem er búinn að koma Liver- pool ósjaldan til bjargar í vetur. Everton sótti aðeins í kjölfar- ið og vildi fá vítaspyrnu skömmu síðar en það var réttilega ekkert dæmt en Victor Anichebe var þar að reyna að fiska víti. Fjórum mínútum fyrir leiks- lok fékk Everton aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Mikel Arteta tók spyrnuna og hreinlega dúndraði boltanum inn i teiginn. Tim Cahill var fljótur að átta sig, beygði sig í hnjánum og stýrði boltanum með höfðinu inn fyrir línuna. Smekk- lega gert og afar erfitt að verjast. Benayoun nagar sig samt eflaust í handarbökin yfir því að hafa brotið af sér í aukaspyrnunni. Fátt mark- vert gerðist það sem eftir lifði leiks og jafntefli því niðurstaðan. Svekkjandi úrslit fyrir Liverpool á heimavelli. henry@frettabladid.is Vandræði á heimavelli Liverpool gerði enn eitt jafnteflið á heimavelli í gær þegar Everton kom í heim- sókn. Niðurstaðan var 1-1 og Tim Cahill skoraði jöfnunarmark Everton fjórum mínútum fyrir leikslok. Liverpool tókst því ekki að endurheimta toppsætið. MARKIÐ DUGÐI EKKI Steven Gerrard skoraði frábært mark fyrir Liverpool í gær en það dugði ekki til gegn Everton. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.