Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 7vetrarlíf ● fréttablaðið ● Snjóframleiðslukerfið í Hlíðar- fjalli, sem var formlega tekið í notkun í lok árs 2005, hefur að sögn Guðmundar Karls Jónsson- ar, forstöðumanns VMÍ og Hlíð- arfjalls, reynst afskaplega vel og er nauðsynlegt til að tryggja heild- stæðan rekstur á svæðinu. „Við byrjum að framleiða snjó í lok október og um miðjan nóv- ember getum við venjulega opnað eina til tvær brekkur. Nú hefur verið opið hjá okkur í 61 dag en ef snjóframleiðslunnar nyti ekki við værum við í mesta lagi að tala um svona tíu daga frá opnun.“ Guðmundur segir snjó hafa minnkað til muna síðustu áratugi og nær óhugsandi sé að reka skíða- svæði án snjóframleiðslu í dag en hún fer einnig fram á Dalvík og Sauðárkróki og er fyrirhuguð í Bláfjöllum. Til að framleiðslan skili ár- angri þarf lofthiti að vera undir frostmarki. Hún fer þannig fram að vatni er dælt undir þrýstingi að snjóbyssum, sem síðan þeyta vatninu upp í loft þar sem það kristallast og fellur til jarðar sem ósvikinn snjór. - ve Snjóframleiðsla tryggir rekstur Snjóbyssurnar, sem eru tíu talsins í Hlíð- arfjalli, þeyta vatni upp í loft. Það fellur síðan til jarðar sem snjór. MYND/MYNDRÚN EHF. Hlý föt eru nauðsynleg fyrir ísdorgarann. Ísdorg er íþrótt sem nýtur mik- illa vinsælda í Kanada, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hún er aðallega stunduð á Íslandi frá febrúar til aprílloka. „Menn notast helst við maís- baunir úr dós sem beitu en þó er líka hægt að nota rækjur eða hvít- maðk,“ segir Ásgeir Halldórsson, innkaupastjóri veiðideildar Inter- sports. „Í gamla daga var hvítmaðk- urinn mikið notaður og veit ég að nokkrir íbúar í Mývatnssveit sem stunduðu ísdorg af krafti gerðu það. Sá var siðurinn í þá daga að maðkurinn var frystur yfir vet- urinn; svo saumuðu konurnar ull- arpoka sem mennirnir bundu við hnén á sér og létu ormana þiðna í þeim. Maðkurinn var tekinn úr pokanum þegar hann var farinn að hitna, látinn undir tunguna þar til hann fór að sprikla og þá settur á öngulinn.“ Áður en farið er í ísdorg er að sögn Ásgeirs mikilvægt að hafa meðferðis nauðsynlegan búnað. Fyrir utan góðan og hlýjan klæðn- að er þörf á að hafa með sér ísbor, veiðistöng og beitu, sem og sigti til að ná upp krapinu sem verður í gatinu á ísnum eftir að búið er að bora í hann. Ásgeir bendir þó á að áhuginn á ísdorgi hafi minnkað hérlendis sem sjálfsagt megi rekja til lofts- lagsbreytinga. „Enda ekki hægt að stunda ísdorg nema í bítandi kulda,“ bendir hann á. -aóv Maísbaunir sem beita Kvennaferð Ferðaklúbbsins 4x4 hefur verið farin á hverju ári frá 2002. Þá setjast konurnar undir stýrið á stóru fjallabílunum og skilja karlana eftir heima. Þess- ar ferðir eru rómaðar fyrir góða stemningu en einn tilgangur slíkra ferða er einnig að sýna fram á að jeppasportið sé ekki aðeins fyrir karla. Í ár verður kvennaferð 4x4 farin helgina 27. febrúar til 1. mars. Að þessu sinni er blásið til óvissuferð- ar á kvenlegum og skemmtilegum nótum. Allur undirbúningur er í full- um gangi en nánar verður sagt frá ferðatilhögun á næstunni. Best er að fylgjast með á vefsíðunni www. f4x4.is. - sg Karlarnir skildir eftir heima Frá kvennaferð 4x4. MYND/ÚR EINKASAFNI 3ja nátta skíðatilboð á Hótel Kea og Hótel Hörpu á Akureyri. Verð aðeins 19.900 kr. á mann. Gisting í tveggja manna herbergi í þrjár nætur með morgunverði og tveimur veislukvöldverðum. Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri Sími: 460 2050 - Fax: 460 2070 keahotels@keahotels.is www.keahotels.is Athugið að ekki er bókanlegt á netinu. Einungis í síma 460 2000. Ítalía, Austurríki, Sviss, Akureyri Skemmtilegasta „útlandið” á Íslandi! Hlíðarfjallið, skautahöllin, söfnin, Brynjuísinn, góða veðrið, frábæru veitingastaðirnir, leikhúsið, pöbbarnir, kaffihúsin, búðirnar, náttúrufegurðin, hjartabrosið... Vinir Hlíðarfjalls bjóða frítt í fjallið 24. og 25. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.