Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 16
Þrátt fyrir samdrátt á bílamark- aði seldi Volkswagen fleiri bíla í fyrra en árið á undan. Volkswagen átti metár í fyrra þrátt fyrir mikinn samdrátt á bíla- markaði. Alls seldi framleiðand- inn 6,23 milljónir bíla á síðasta ári og er það 0,6% aukning frá árinu 2007, að því er fram kemur á vef Bílgreinasambandsins. Að vísu dróst salan í Banda- ríkjunum saman um 4,5% en það telst ekki mikill samdráttur í ljósi þess að bílasala vestanhafs féll um 18%. Í Indlandi, Rússlandi, Kína og Brasilíu var mikil sölu- aukning. Í ágúst á síðasta ári sendi Volks- wagen frá sér tilkynningu þar sem kom fram að framleiðandinn hafi farið fram úr Ford í sölu og sé nú þriðji stærsti bílaframleið- andi heims á eftir General Motors og Toyota. - ve Metár hjá Volkswagen VW seldi 6,23 milljónir bíla á síðasta ári og er það 0,6% aukning frá árinu 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags Íslands fyrir árið 2009 kemur út 25. janúar. Á meðal nýjunga í ferðaáætluninni eru fjöl- skylduferðir í Þórsmörk undir yfir- skriftinni María, María. Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband! Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði* Aðeins 2.990 kr. á mann á mánuði fyrir þig og vin þinn í eitt ár. Gæða skór fyrir góða menn. Úrval af herramokkasíum úr leðri, skinnfóðraðir og á vönduðum sóla. Verð: 10.850.- 11.500.- 12.450.- Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum; Jóna María 512 5473 Hugi 512 5447 Toyota á metið í fjölda seldra fólksbifreiða hér á landi á síð- asta ári, nítjánda árið í röð. Af tíu vinsælustu fólksbifreiðunum sem seldar voru nýjar á síðasta ári eru fimm frá Toyota, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Þar á meðal er mest seldi bíllinn Land Cruiser 120 en 485 bílar af þeirri gerð voru nýskráðir. Í öðru sæti var Toyota Yaris sem seld- ist í 478 eintökum og kom því fast á hæla Land Cruiser. Skoda Oct- avia skaust inn á milli Toyotanna. Af honum seldust 410 stykki. Svo verður talsvert rof en í fjórða og fimmta sæti voru Toyota Auris og Toyota Rav sem seldust í 289 og 280 eintökum. Subaru Legacy var í 6. sæti í vinsældum með 255 bíla selda, Toyota Land Crusier 200 var í 7. sæti, 201 bíll seldist af þeirri gerð. Suzuki Grand Vitara var í 8. sæti með töluna 193, Honda CR-V VC í því 9. með 188 selda bíla og Hyundai Getz í 10. Af honum seldust 173 stykki. Alls voru fluttar inn 10.424 fólksbif- reiðar á nýliðnu ári, þar af um fjórðungur frá Toyota. Þetta er nítjánda árið í röð sem Toyota er mest seldi bíllinn á Íslandi. Umboðið hefur fengið viðurkenningu fyrir árangurinn á síðasta ári frá Toyota Motor Corp- oration, eins og fyrir árin 2007 og 2006. Um 17.500 hundruð nýjar bif- reiðar voru skráðar á hér á landi á nýliðnu ári. Það var mun minna en árið 2007, þá voru þær um 30.000. Metið var slegið árið 2005. Þá voru seldar nýjar bifreiðar af öllu tagi, ásamt bifhjólum rúmlega 31.000 og hoppuðu úr rúmum 19.000 árið áður. Bílasala hefur farið rólega af stað á nýju ári að því er fram kemur í tölum Umferðarstofu. Í gær höfðu 130 nýskráningar átt sér stað frá áramótum, þar af voru 64 fólksbifreiðar. - gun Toyota hástökkvari Land Cruiser 120 var vinsælastur nýrra bifreiða hér á síðasta ári. Hún seldist í 485 ein- tökum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.