Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 10
10 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: ESB og sjávarútvegur 4. hluti Þýskaland: ■ DFFU (Cuxhaven) 3 togarar ■ DSFU (Cuxhaven) 1 salthús ■ Ice Fresh GmbH (Cuxhaven) 1 ferskfisk- vinnsla Pólland: ■ Arctic Navigations (Gdynia) 1 togari ■ Atlantex (Varsjá) 2 togarar ■ Ice Fresh Seafood (Gdynia) Söluskrifstofa Bretland: ■ Ice Fresh Seafood UK (Grimsby) (í eigu Seagold) 1 pökkunarverksmiðja ■ Seagold Ltd. (Hull) 1 söluskrifstofa ■ U.K. Fisheries Ltd. (í eigu OFC á móti hollensku félagi) Boyd Line Ltd. og Marr Fishing Vessel Management (Hull) 2 frystitogarar, 1 ferskfisktogari Skotland ■ Onward Fishing Company Ltd. (Aberdeen) 1 frystitogari Deilistofnar Stofnar sem eru hluta ársins innan íslensku efna- hagslögsögunnar en hluta ársins á úthöfunum eða í lögsögum annarra ríkja. ■ Loðna: Loðna er stærsti fiskstofninn á Íslands- miðum og er veidd í loðnunót. Aðalvertíðin er í janúar/apríl og þá veiðist aðallega 3-4 ára loðna en seinni part ársins veiðist 2-3 ára fiskur. Árlegur loðnuafli hefur verið mjög breytilegur síðan veiðar hófust hér seint á 7. áratugnum. Sum árin hefur aflinn jafnvel náð 1,5 milljónum tonna. Veiðar úr stofninum byggjast á samkomulagi milli Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlend- inga en Íslendingar veiða langmest. Íslendingar veiða 30 þúsund tonn af loðnukvóta Grænlend- inga í skiptum fyrir 3.000 tonna karfakvóta. ■ Makríll: Með hlýnandi sjó hefur makríll gengið inn í íslenska lögsögu í auknum mæli. Yfir 100 þúsund tonn veiddust í fyrra. ESB hefur ekki tekið í mál að semja við Íslendinga um veiðar úr stofn- inum. Ólíklegt er talið að slíkir samningar náist. ■ Kolmunni: Árið 1998 hófust kolmunnaveiðar Íslendinga aftur að marki eftir nær tveggja áratuga hlé og hafa aukist mikið á síðustu árum. Hámarki náðu þær svo árið 2003 er íslensk skip veiddu ríflega 500.000 tonn. Afli íslenskra skipa árið 2006 var 310.000 tonn en aflahámark þeirra var þá 352.000 tonn. Heildaraflinn úr stofninum árið 2006 mun hafa verið rétt um tvær milljónir tonna. Kolmunnaveiðar eru mest stundaðar af Norðmönnum, Færeyingum, Íslendingum og þjóðum ESB. Í árslok 2005 gerðu þessar þjóðir með sér samkomulag um skiptingu heildarafla og jafnframt að aflinn færi ekki yfir 2,0 milljónir tonna árið 2006. Íslendingar eiga 16% hlutdeild í kvótanum. ■ Norsk-íslensk síld: Margar þjóðir veiða úr stofn- inum í samræmi við samning milli Noregs, Rúss- lands, Færeyja, Evrópusambandsins og Íslands. Mest er veitt á alþjóðlegu hafsvæði en einnig innan færeysku lögsögunnar og í efnahagslögsög- unni umhverfis Jan Mayen. Árið 1998 gekk hluti stofnsins inn í íslensku lögsöguna í fyrsta sinn í 30 ár. Stofninn er í mjög góðu ásigkomulagi. ■ Úthafskarfi: Veiðist einkum að sumarlagi á 200-500 m dýpi innan lögsagna Íslands og Grænlands og á alþjóðlegu hafsvæði. ■ Grálúða: Telst einnig til deilistofna. ■ Erlend skip veiddu 71 þúsund tonn af fiski í íslenskri lögsögu árið 2008. Veiðin var 112 þús- und tonn árið 2007 og munar mestu um minni kolmunna og loðnuveiði árið 2008. ■ Hvalveiðar: Gangi Ísland í ESB er talið öruggt að hvalveiðum Íslendinga sé þar með lokið um alla framtíð. Samherji í Evrópu Bretland 34% Spánn 12%Holland 9% Portúgal 7% Noregur 7% Danmörk 7% Frakkland 6% Þýskaland 6% Belgía 4% Önnur ríki EES 8% ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR Afríka Katla Seafood: Dótturfyrirtæki Samherja, stofnað í júní 2007 þegar Samherji keypti erlenda starf- semi Sjólaskipa hf. Katla Seafood gerir út sjö verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip við strendur Máritaníu og Marokkó. Skip frá Skot- landi og Póllandi veiða einnig á svæðinu undir evrópskum fánum. Helstu framleiðsluvörur Kötlu Seafood eru makríll, hesta-makríll, sardína og sardínella. Þýskaland Bretland Pólland Færeyjar Skipting veiðisvæða: Skipting Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES) á N-Atlantshafi upp í veiði- svæði. Svæðið í kringum Ísland kallast Va Loðna Úthafskarfi Kolmunni Norsk- Íslensk síld Veiðisvæði deilistofna 350 300 250 200 150 100 50 0 Ko lm un ni N or sk -ís le ns k sí ld Ú th af sk ar fi M ak ríl l Lo ðn a Afli íslenskra skipa úr deilistofnum Í þúsundum tonna Skotland DEILISTOFNAR Á ÍSLANDSMIÐUM – UMSVIF SAMHERJA HF Í EVRÓPU Vísar á mið þar sem fyrirtæki Samherja eru við veiðar Vestur- Sahara Marokkó Alsír Máritanía Malí2006 2007 2008 Samherji í Afríku 80% af útfluttum sjávarafurðum fara til Evrópu S amherji hf. hefur tekið þátt í sjávarútvegi utan Íslands frá árinu 1994, eitt sér eða í samstarfi með öðrum. Samherji á hlut í og tekur virkan þátt í rekstri nokkurra útvegs- og fiskvinnslu- fyrirtækja í þremur aðildarríkj- um Evrópusambandsins og með kaupum á erlendri starfsemi Sjóla- skipa, sem nú heitir Katla Seafood, árið 2007, teygir erlend útgerð sig einnig til stranda Afríku. Um 70 prósent af heildarstarfsemi Sam- herja er erlendis. Fyrirtækin hafa aðgang að um 30 þúsund tonnum af bolfiski á þessu ári. Með þátttöku sinni í sjávarútvegi innan ESB hefur Samherji aflað sér mikillar þekkingar. Fullyrt er að starfsumhverfið sé að mörgu leyti mjög jákvætt. Íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, í krafti yfirburða sem greinin hefur á heimsvísu, bíður fjöldi tækifæra í Evrópu og víðar. Ellefu ára reynsla Haraldur Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Deutsche Fishfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi (DFFU), hefur stýrt útgerð innan ESB í ellefu ár. Hann segir margt afar jákvætt við fisk- stjórnunarkerfið innan ESB þótt það sé ekki algilt. „Auðvitað koma upp vandamál hér eins og annars staðar og árlegum samningum innan ESB fylgir skrifræði. En ég held að þetta eigi líka við um Ísland.“ Haraldur segir að ESB gæti lært margt af Íslendingum, til dæmis ef horft er til starfa Fiskistofu með birtingu upplýsinga á netinu. „Það er til fyrirmyndar hvað allt er gegnsætt. Það væri hægt að bæta eftirlit innan fisk- veiðistjórnunar ESB. Það er einnig rétt að hér mættu hlutirnir stund- um gerast hraðar og maður þarf ákveðna fyrirhyggju. Það breytir því ekki að kerfið innan ESB hefur marga kosti, ekki bara galla.“ Samherji í Evrópu Útgerð Samherja innan ESB nær til þriggja landa: Þýskalands, Bretlands og Póllands. Tíu togskip fimm dóttur- og aðildar fyrirtækja sækja heimildir í þorski, ýsu, ufsa, grálúðu á mið við Noreg, Grænland og í Norðursjó. Aflinn kemur að hluta til úr ESB-kvótum og einnig kvótum sem samið hefur verið um við þriðju ríki, en sambandið hefur gert 14 samninga við ríki utan ESB um veiðar. Samherji nýtir þar af samninga ESB við tvö Afríkuríki, Máritaníu og Marokkó, auk þess sem gert er út frá Færeyjum þar sem erlend útgerð félagsins hófst árið 1994. Ef Ísland gerðist aðili að ESB myndi framkvæmdastjórn sam- bandsins annast fiskveiðisamn- inga við önnur ríki fyrir hönd Íslands. Þetta er útgerðarmönn- um á Íslandi þyrnir í augum vegna hagsmuna í veiðum á svokölluðum deilistofnum. Verðmæti þess afla sem veiðist úr úthafsstofnum og deilistofnum innan og utan 200 mílna lögsögunnar hefur verið um eða yfir 30 prósent af heildar- aflaverðmæti alls afla íslenskra útgerða undanfarin ár. Haraldur bendir á að umsamdir hagsmunir Íslendinga séu í hendi enda byggðir á veiðireynslu. Hins vegar er almennt talið að ekki líti vel út með veiðar á makríl ef Ísland gerist aðili að ESB þrátt fyrir að hann veiðist nú í umtals- verðu magni innan íslenskrar lög- sögu. Undir þetta tekur Haraldur og nefnir sem dæmi um neikvæða hlið aðildarsamnings Íslands. Hagræði „Við höfum gert út í aðildar- ríkjum ESB undanfarin 13 ár,“ segir Haraldur. „Við reynum að hámarka nýtingu okkar flota með kvótaskiptum á milli landa. Við skiptum á heimildum sem til- heyra Þýskalandi eða Bretlandi við Pólverja og öfugt. En um leið reynum við alltaf að skila ákveðn- um ávinningi til hvers lands fyrir sig. Þetta er viðurkennt kerfi sem hefur virkað vel. Í þessu felst hag- ræðing og það sama á við um ein- stakar útgerðir innan hvers lands; þær skiptast einnig á fiskveiði- heimildum sín á milli.“ Haraldur tekur undir gagnrýni á brottkast innan ESB en segir að einfölduð mynd sé dregin upp. „Brottkast er lögbundið í veiðum ESB innan eigin lögsögu, þegar menn hafa ekki kvóta fyrir því sem þeir hafa veitt. Á þann hátt vildi ESB reyna að draga úr þeim hvata að menn væru að veiða fisk sem þeir hefðu ekki kvóta fyrir. Ég held að þeir hafi gert sér grein fyrir að þetta er vitlaus löggjöf og til að mynda snerust samninga- viðræður við Norðmenn í vetur um hvernig hægt væri að bæta úr þessu. Okkar skip eiga ekki að henda fiski. Við hlítum sömu regl- um og Norðmenn, Grænlending- ar og Íslendingar á þeim svæðum sem við veiðum á hverjum tíma. Það má líka minna á gagnrýni þeirra sem eru á móti kvótakerf- inu á Íslandi. Hún hefur stundum snúist um brottkast á fiski, þar sem fullyrt er að það sé í stórum stíl.“ ESB er stórt Haraldur segir að Íslendingar megi varast að tala allt niður sem er gert innan ESB og annars stað- ar. Það séu margar útgerðir innan sambandsins sem eru til fyrir- myndar og hafa beri hugfast að ESB er stórt. „Veiðar einstakra landa og innan svæða eru gjör- ólíkar. Þetta er margþættur og fjölbreytilegur sjávarútvegur og til að mynda hefur útgerð uppsjáv- arskipa innan sambandsins gengið mjög vel.“ Samherji hefur nýtt hluta af karfakvóta ESB innan lögsögu Íslands undanfarin ár, en nú hefur þeim veiðum verið hætt. „Okkar skip hafa reynt að veiða úr karfa- kvóta ESB á Íslandsmiðum en reglurnar eru orðnar svo þröngar að tæknilega er ómögulegt að taka þennan afla.“ Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld séu ekki leynt og ljóst að gera skipum ESB ókleift að veiða kvótann sem sambandið hefur samið um segir Haraldur að óneitanlega setjist að mönnum sá grunur. „Hindranirnar eru ótal margar. Við megum ekki veiða allt árið. Við megum ekki hausskera aflann og frysta um borð, heldur er okkur uppálagt að taka hann ferskan. Það eru strangar regl- ur um meðafla, en það fæst alltaf annar afli með sem ekki eru nægar veiðiheimildir fyrir. Það eru einn- ig reglur um hvar sé landað en á sama tíma erum við með eftirlits- mann um borð allan tímann.“ ESB er einnig bannað að veiða karfa á Íslandsmiðum á tímabilinu frá jan- úar og fram í júlí. Ástæðan er ein- föld að mati Haraldar. „Með þessu halda menn markaðnum fyrir karfa fyrir sjálfa sig.“ Haraldur segir að ítrekað hafi verið reynt að sækja um endur- bætur á samningnum en nú sé svo komið að allar útgerðir sem málið varðar innan ESB eru búnar að koma þeim skilaboðum á framfæri í Brussel að ekki eigi að þiggja þennan kvóta. Viturlegra sé að taka veiðiheimildirnar í loðnu ef það verður gefinn út kvóti. Hvað ef Ísland gengur í ESB? „Þetta er ekkert einfalt mál. Íslenskur sjávarútvegur er til fyrirmyndar og það má færa rök fyrir því að hann sé betur settur fyrir utan ESB. Vissir hlutir yrðu neikvæðir fyrir íslenskan sjávar- útveg. En innganga Íslands snýst ekki bara um sjávarútveg heldur íslenska þjóð fyrst og fremst. Við verðum að horfa á stóru myndina og skoða verður kosti og galla af yfirvegun. Síðan verða Íslending- ar að gera upp við sig hvort þeir sjá fleiri kosti eða galla. Ég hef búið við efnahagslegan stöðug- leika hérna í Þýskalandi í tíu ár og það er sama hvort um er að ræða einstakling eða fyrirtæki, þá er það eftirsóknarvert. Stöðugleika fylgja oft tækifæri, sama hvaða fyrirtæki á í hlut. Við megum svo ekki gleyma því að við seljum meirihlutann af okkar fiski toll- frjálst inn á þetta svæði og það er kannski ekkert sjálfgefið að það verði alltaf svo.“ Tækifæri fylgja stöðugleika Samherji hf. hefur um árabil starfað við sjávarútveg innan Evrópusambandsins. Erlend starfsemi nemur 70 prósentum af um- svifum fyrirtækisins. Starfsmenn fyrirtækisins þekkja af eigin raun þá kosti og galla sem fylgja fiskveiðistjórnunarkerfi ESB. Fjórði hluti af fimm Á fimmtudag: Álitamál krufin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.