Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 5 dæmd. Hefði dómstóllinn sem sé gert ráð fyrir því að þau landsyfirráð sem í fornöld voru stofnuð yfir Grænlandi, hefðu aldrei glatast. Þinghneykslid... í „Grænlandsvinum" í desember 1954 má nærri geta hvort Jóni Dúasyni hefur ekki sviðið afgreiðslan á tillögu Péturs. Ottesen. Fer hann mörgum orðum um „þinghneykslið" og ræðir þá afsölú hlunninda og sjávarnytja sem hér sé um að ræða. Hann leggur til að Dönum verði forboðið að stunda nokkrar veiðar við ísland, til þess að knýja fram veiði- réttindi fyrir íslendinga við Grænland, en segir samt: „En ísland má ekki fallast á nokkra samningstilraun við Dani um Grænland án fullkomins fyrirvara um óskertan yfirráðarétt íslands yfirGrænlandi, þrátt fyrir þá samninga og þrátt fyrir þann árangur sem kynni að verða af samn- ingnum..." Og senn segir Jón: „Á þorskveiðum við Grænland mundu botnvörpungarnir geta tvöfaldað eða þrefaldað afköst sín, ef þeir hefðu full- komna aðstöðu í landi á Grænlandi... eignar og yfirráðaréttur vor yfir Græn- landi er harðsannaður og margsannaður og reglur þjóðaréttarins um að gjalda líku líkt, til þess að koma endi á misrétt á þann hátt ættu allir að þekkja." Grænlendingar sjálfir? „Grænlandsvinurinn" og þeir sem að honum stóðu, svo og hörðustu fylgis- menn þess á Alþingi að Islendingar krefðust nýlendu sinnar, ræddu lítið um Grænlendinga sjálfa. Þeir drukknuðu í vangaveltum Péturs Ottesen og fleiri um fiskveiðar og landkosti sem „harðfengir menn“ þ.e. íslendingar gætu nýtt sér. Til dæmis benti Pétur á hugsanlega nýtingu íslendinga á málmum í jörðu og mikinn og góðan útigang fyrir sauðfé. „Þá er þar loðdýrarækt mikil og gagnsamleg. Gnægð er þar sela og rostunga á ísnum við strendur landsins. Hreindýr og sauð- naut þrífast þar vel. Á Grænlandi eru margháttuð framtíð- arskilyrði fyrir hrausta og harðfenga menn.“ Þó heyrðust raddir sem mundu eftir Grænlendingum í þessari orrahríð. Til dæmis ritaði Kristján Albertsson grein í Morgunblaðið hinn 9. desember 1954 og segir: „íslendingar eiga ekki Grænland. Fólkið sem á Grænlandi býr á Grænland... Milli íslands og fornrar íslenskrar byggðar á Grænlandi voru aldrei nein stjórnarfarsleg tengsl." Þá bendir Kristján á það að fremstu þjóðréttarfræðingar íslands hafi hvað eftir annað verið spurðir af stjórn og Alþingi hvort við ættum rétt til yfirráða á Grænlandi og alltaf svarað að við ættum ekkert tilkall til landsins. Það er gustur á Jóni Dúasyni, þegar hann svarar Kristjáni í „Grænlandsvin- unum“. Eftir að hafa kallað Kristján „danskan íslending" og fleiri nöfnum segir hann: „Enginn neitar því að Grænlendingar eigi Grænland á sama hátt og Horn- strendingar eiga Hornstrandir eða Grímseyingar Grímsey. En Grænland cr hvorki nú eða hefur nokkru sinni verið fullvalda land. Og Grænlendingar eru hvorki nú né hafa nokkru sinni verið sérstök þjóð og hafa því aldrei átt eða getað átt neitt með rétti sérstakrar fullvalda þjóðar.“ Þrjátíu árum síðar Nú eru brátt þrjátíu ár frá því þessi umræða átti sér stað, umræða þar sem hart var deilt og miklum fræðum teflt fram á báða bóga. Hún hefur gleymst flestum eins og fer um svo mörg merkileg mál og ef til vill er það ekkert sérstakt skaðræði. Grænlendingar hafa sjálfir séð um að ekki varð hjá því komist að ætla þeim rúm í umræðum danskra, norskra og íslenskra nýlendusinna. íslenskar námur, veiðistöðvar og fjár- búskapur hefur ekki risið þar upp, eins og Pétur Ottesen og Jón Dúason dreymdi um og þvísíður getur þar að líta „harðfenga" íslenska menn að rostunga- veiðum. En nafn fræðimannsins, Jóns Dúason- ar, sem eyddi allri starfsævi sinni og óumdeilanlegum gáfum og atgjörvi fyrir þetta mál á það skilið að geymast. -AM ■ Þrjátíu árum síðar: Þjóðhöfðingjar landa sem bitust um nylenduvöld sitja heimboð grænlensku þjóðarinnar. Stundaði þvínæst nám í bankamálum í Bretlandi og á Norðurlöndum og var í nokkur ár starfsmaður ríkis og borgar- stjórnar í Kaupmannahöfn. Árið 1926 gerðist Jón svo stórkaupmaður, en snýr brátt baki við því starfi og snýr sér .að þeim verkefnum sem áttu hug hans allan upp frá því, - að rannsaka og safna heimildum til sögu Grænlands og réttar- stöðu. Baráttuárin Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn komst Jón í kynni við margskonar skjöl og handrit varðandi sögu Grænlands. Þetta viðfangsefni tók hann svo föstum .tökum að alla tíð síðan óx það með honum uns það var eina starfið til hinstu stundar. Árið 1928 þegar deila Norðmanna og Dana um Grænland stóð sem hæst vann Jón það afrek að vinna sér doktorsgráðu í lögum fyrir ritgerð um berhögg við kröfu Norðmanna. Tókst honum þetta, en sagt er að Danir hafi gert hvað þeir gátu, til þess að koma í veg fyrir það. Nú sneri Jón sér að alefli að því að undirbúa útgáfu heildarverka um rann- sóknir sínar á sögu Grænlands og kom fyrsta bindið af „Landkönnun og land- nám íslendinga í Vesturheimi" út árið 1941. Jón fékk dálítinn ríkisstyrk til verksins, en treysti annars á að menn myndu fjármagna verkið með áskriftum, en þar fór verr en skyldi: Þegar til kom að innheimta áskriftargjöldin fyrir þessi miklu rit, kom í ljós að margir vildu ganga úr skaftinu. Kom það sér illa fyrir útgefandann, sem var fátækur að fjár- munum og lenti í erfiðleikum með áframhald útgáfunnar. Við þetta bættist það að hann var þjakaður af brjótsveiki mestan hluta æfinnar. 1957 henti hann svo það slys að húsið við Þingholtsstræti brann til kaldra kola á jólanótt og brann þar mestur hluti af útgáfunni þótt verðmætustu handrit- um sínum fengi hann bjargað. Jón Dúason lést í maí 1967 og er óhætt að segja að hljótt hafi verið um baráttu- mál hans upp frá því. Hugmyndirnar um . að íslendingar gerist nýlenduveldi og seilist til grænlenskra landa og landnytja eru um allan aldur úr sögunni nú, en fræðimannsstarf þessa merkilega manns stendur fyrir sínu eftir sem áður. í „várum lögum“ En hver voru þá þau helstu rök sem Jón Dúason færði fyrir rétti íslands til Grænlands? Hann bendir á að hin gamla lögbók íslendinga, „Grágás“, þekkir ekki Grænland sem sérstakt þjóðfélag, heldur aðeins sem hluta úr „várum lögum." í þeirri lögbók er hvergi nokkurt orð er bendi á grænlenskan þegnrétt, en hún talar um enska menn, færeyska menn (Færeyjar voru þá sérstakt þjóðfélag), sænska menn, norræna menn o.s.frv. Því fullyrti Jón Dúason að lög íslands hafi verið í gildi í Grænlandi og þegar Grágás segir að Grænland sé í „várum lögum" er þar með sagt, segir Jón, að ■ Pétur Ottesen: „Þá er þar loð- dýrarækt mikil og gagnsamleg...“ viðurkennd. Grundvöllurinn sem þessi krafa er reist á og sá grundvöllur sem Pétur Ottesen hafði reyndar einnig að bakhjarli tillögugerðar sinnar er þó enn ekki tíundaður: Hann var hið gífurlega starf dr. Jóns Dúasonar, sem varði mestum hluta starfsæfi sinnar til þess að kynna sér sögu og réttarstöðu Grænlands í því augnamiði að ættjörð hans, ísland, mundi einn dag verða móðurland Grænlands. Jón Dúason En hver var Jón Dúason? Þeir sem á sjöunda áratugnum hefðu átt leið um Þingholtsstrætið í Reykjavík hefðu vel getað rekist á háan og grannan mann með mikið og tígulegt nef, líklega á leiðinni niður á Landsbókasafn eða þá á leið heim að Þingholtsstræti 23, en þar hafði hann dálitla skrifstofu, sem jafn- framt var afgreiðsla rita þeirra sem hann hafði tekið saman um Grænland. Þarna var um að ræða feiknamikil rit. Ber þar fremst að telja „Réttarstaða Grænlands, nýlendu- íslendinga" sem var um 1600 síður og „Landkönnun og landnám ís- lendinga í Vesturheimi," sem var einar 1500 síður. Auk þess hefði mátt fá þarna doktorsritgerð fræðimannsins, „Grön- lands Statsretlige Stilling í Middelalder- en,“ sem hann varði við háskólann í Osló árið 1928 og bæklinga á borð við „Grænland á krossgötum,“ „íslendingar eiga Grænland“, „Á fsland ekkert tilkall til Grænlands“ og bæklinga á dönsku og þýsku um sama efni. Óneitanlega var Jón talinn sérvitring- ur af sumum mönnum, en hvað sem því líður munu fáir hafa treyst sér til að bera brigður á það að þekking hans á málinu og þær upplýsingar sem hann hafði aflað sér voru með fádæmum. Hann var fæddur árið 1888 í Fljótum í Skagafirði, lauk stúdentsprófi árið 1913 og stundaði nám í samvinnufélags- fræðum í Danmörku og Skotlandi. Eftir það stundaði hann nám í hagfræði og varð cand. polyt. í Höfn árið 1919. og svift hann öllum rétti og mannhelgi innan þess.“ Þessu til viðbótar bendir dr. Jón Dúason á það að á alþingi Grænlands fannst getið allra þeirra stofnana sem voru sérkennandi fyrir íslenskt dómþing, en ekkert er bendi á lögþing. Við fornleifarannsóknir hafi menn fundið á ný á þingstaðnum allt það sem tilheyrði dómþingi á íslandi en ekki nokkur minnstu merki eftir lögþing. Gamli sáttmáli Þá bendir Jón á að heit þau sem íslendingar afsöluðu sér aldrei Grænlandi Jón lagði áherslu á það að íslendingar hefðu aldrei afsalað sér Grænlandi, það hefði komið sem íslenskt land með Islandi í sambandið við Noreg og Dan- mörku. Þótt enginn fyrirvari hefði verið gerður um Grænland, við fullveldið 1918 væri málið eftir sem áður opið og íslendingum fært að krefjast réttar síns. Benti hann á úrskurð alþjóðadómstóls- ins í Haag vegna deilu Noregs og Danmerkur árið 1933, sem áður er vikið að, þar sem krafa Noregs var ógild Grænlendingar gáfu Noregskonungi á 13. öld voru sama eðlis og þau sem bændur á íslandi gáfu fram til vorsins 1262. Gamli sáttmáli gilti milli Noregs- konungs og alls hins íslenska réttarsam- félags „várra laga“, þannig sömuleiðis fyrir Grænland. í lögbókinni „Jónsbók", segir Jón Dúason að rætt sé um Græn- land sem innanlands og sérhvern mögu- leika fyrir því að hið grænlenska alþingi hafi verið lögþing afmáir Jónsbók með því að segja að innan hennar réttarsvæð- is sé lögþingið haldið við Öxará á þingstað réttum. Einungis eitt lögþing getur verið í sama réttarsamfélaginu. Enginn konungur hefur nokkru sinni látið hylla sig á Grænlandi. Hyllingin á íslandi hefur þannig verið nægileg. Því er niðurstaða Jóns Dúasonar sú að ekki ætti að leika nokkur vafí á réttar- stöðu Grænlands í fornöld, - það hafi verið íslensk nýlenda. Grænland og Island höfðu sama lögþing, sömu lög, sama þegnskap og sömu dómstóla. Og þegar í lögum er tilgreind vernd fyrir lífi útlendra manna innan hins íslenska réttarsamfélags eru upp- taldar hinar erlendu þjóðir, en Græn- lendingar eru þar ekki með. Enginn getur þó ímyndað sér þann möguleika að Grænlendingar þeirra tíma er voru náskyldir íslendingum hafi einir þjóða verið réttdræpir á íslandi, án þess að við lægi nokkur refsing. íslenskir þegnar Jón Dúason ályktar því af ofan- greindu: „Þetta er sterk óbein sönnun fyrir því að Grænlendingar hafi verið íslenskir þegnar. Grænlenskir dómar giltu á íslandi og það enda svo að grænlenskur dómur gat vikið innlendum manni á íslandi úr íslenska þjóðfélaginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.