Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 ingamálum, og vildi Guðmundur sýna þeim þessa fallegu leið jafnframt því sem heimamenn í Mývatnssveit vildu kynna hvað þeir hafa á boðstólunum fyrir ferðamenn. Er ekki að orðlengja það, að veðrið í þessari ferð meðhöndlaði okkur ferðalangana sem værum við konungborin, og var erfitt að trúa því, snemma á laugardagsmorgun, þegar horft var til fjalla, að eftir annað eins sumar og í sumar, ætti maður í raun og veru að fá að fara norður yfir hálendið í glampandi sólskini og heiðríkju. Guðmundur Jónasson var fararstjóri, eða eins og við sögðum þegar við vissum hver myndi leiðsegja, „Guðmundur sjálfur", og verður það að segjast alveg eins og er, og þá að öllum samferðar- mönnunum ólöstuðum, að „Guðmundur sjálfur" var nánast eins og kálfur sem hleypt er út á vorin, svo kátur var hann og glaður að einlæg gleði hans og aðdáun á landinu smitaði út frá sér, þannig að það voru ugglaust fleiri en ég sem upplifðu þessa skemmtilegu ferð sem eitthvað alveg sérstakt. Þeir sem ferðast hafa með Guðmundi vita hvað ég er að fara, en ég má til með að segja frá, til þess að undirstrika enn frekar hvað ég á við, hvað ég heyrði einn samferðarmann minn segja, þegar Guðmundur inni á miðju hálendinu, benti í áttina að Hofs- jökli, og þuldi eftir því sem efni stóðu til örnefnaheiti eins og Ólafsfell, Hjartar- fell, Arnarfell og þar fram eftir götum með gleði í svip og glampa í augum. Samferðarmaður minns agði þá stundar- ■ Þessa mynd tók ég klukkan 6.30 að morgni, þegar solin var að koma upp við Námaskarð. Hálendið og Mývatn skörtuðu sínu fegursta hátt: „Sérðu hvað hann er stoltur. Það er eins og hann sé að segja frá börnunum sínum.“ Þetta get ég fyllilega tekið undir, slík virðist ást Guðmundar á landinu vera. Fjallasýnin inn á hálendinu var slík, að ógleymanlegt á eftir að verða okkur. Raunar skortir mann orð til þess að lýsa þeirri fögru, en jafnframt helköldu mynd sem blasti við á báða bóga, en óhætt er að segja að hálendið, jöklarnir, vötnin og hvað eina hafi skartað sínu fegursta á Sprengisandsleið um síðustu helgi, þannig að ekki óttaðist maður útilegu- menn, eða þráði skjólið í Kiðagili, heldur vildi maður stöðugt vera sem hæst, til þess að fá sem best notið augnakonfektsins sem til boða stóð, og renna því inn á minnið, ásamt ógrynni fróðleiks og skemmtisagna frá Guð- mundi, sem þreyttist ekki alla förina á því að uppfræða og skemmta samferðar- mönnum sínum, þó svo hann segði í hljóðnemann með reglulegu millibili: „Vill ekki einhver fróður maður gjöra svo vel að koma og segja nokkur orð, því ég veit svo sem ekkert í minn haus.“ Þarf ekki að taka það fram að þessu var á engan hátt ansað, enda reginfirra. Mér er skapi næst að halda, eftir þessa ferð með Guðmundi, að það sé bókstaflega ekki til þúfa, hóll eða kot á þessu landi, sem Guðmundur kann ekki einhver deili á. Guðmundur væri sjálfsagt efni í Sprengisandsleið norður yfir hálendið farin með Guðmundi Jónassyni, eða „Guðmundi sjálfum” ■ Þeir eru ekki svo fáir ferðalangamir, íslenskir sem útlendir, sem lagt hafa upp 1 óbyggðaferð með gömlu kempunni Guðmundi Jónassyni, brautrvðjanda á sviði íslenskra ferðamála. Guðmundur lætur hvergi deigan síga, og líklega hefur fyrirtæki hans aldrei blómstrað jafnvel og einmitt nú. Guðmundur smalaði saman hinum ólíklegustu mönnum í heila rútu um síðustu helgi og bauð þeim norður Sprengisand. Ferðalangarnir áttu það flestir sameiginlegt að koma á einhvern hátt nálægt ferða- eða flutn- ■ „Gamla kempan" Guðmundur Jónasson, sest- ur undir skálavegg Ferðafélags íslands á Hvera- völlum, og gæðir sér á kjúklingalæri. ■ Eins og stráklingur allan tímann, hver myndi trúa því að hann væri 74 ára gamall? ■ „Hvað er þetta, er ekki hægt að hafa matarfrið fyrir þessum myndaskotum þinum?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.