Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 23
Morthens í broddi fylkingar, tók næst til við að kyrja um skepnuskap ráða- manna vestanhafs og austan í nokkrum nýjum lögum auk laga sem þeir tóku af nýrri plötu sinni. Hratt og gott rokkband með áhey.rendur vel með á nótunum, en undir lokin læddist Megas svo fram á sviðið og raddaði meðTolIa lagið Hvíti hesturinn og tók svo alfarið við söngnum. Það lá við að sumum vöknaði um augun að sjá gamla meistarann aftur á sviðinu í jafn fínu formi og Megás var þetta kvöld, tvímælalaust maður kvöldsins að öðrum ólöstuðum. Pró- gramm hans var blanda af nýju og gömlu, með gamalt er átt við efni af Ikarus-plötunni eins og til dæmis hið ódauðlega lag Krókudílamaðurinn sem undirritaður getur hlustað á tím- unum saman og sctt svo aftur á fóninn morguninn eftir. Megas var klappaður upp hvað eftir annað og komu þeir þá fram þrír saman, hann, Tolli og Bergþór og kyrjuðu gamla slagarann „Ljúfa Anna...“ og liðið bókstaflega grét af hamingju eins og Ragga grýla hefði sagt. Nýbylgjurokkband þjóðarinnar número uno Vonbrigði tóku næst til við að trylla mannskapinn, lög af nýrri plötu þeirra Kakófóníu mest áberandi í prógramminu og keyrslan vel til þess fallin að hressa mannskapinn við enda veitti ekki af, tónleikarnir orðnir fjög- urra tíma langir og margir orðnir þreyttir og framlágir af þeim sökum. Mistök Gestir hátíðarinnar frá Bretlandi, pönksveitin CRASS átti svo lokaorðið í þessum tónleikum og ekki byrjaði það gæfulega. Enginn efast um einlæg- an vilja þeirra til að bæta heiminn og vinna á móti stríðsrekstri hverskonar en þeir hafa svo mikið að segja fólki að erfiðlega gengur að koma því öllu frá sér svo vel sé. Það voru grundvallarmistök að láta þau ekki byrja hátíðina, eða allavega setja þau framarlega í prógrammið því eftir fjögurra tima tónleika var fólk almennt orðið svo þreytt að það hafði ekki þrek til að skilja í kvikmynd þeirri sem CRASS sýndi fyrst í tæpan hálf- tíma, né nennti það að hlusta á eina stelpuna segja sér til syndanna. Boðskapur Crass missti því nokkuð marks af þessum orsökum og er það miður því þetta er nokkuð merkileg hljómsveit hvernig sem litið er á málið og í fyrsta sinn sem hún kemur fram á tónleikum utan Bretlands. Undir lokin kom svo allur CRASS hópurinn fram á sviðið og dembdi yfir lýðinn hráu rokki sínu með tilheyrandi flugbeittum textum cn þá hafði sveitin því miður misst að miklu leyti samband- ið við áheyrendur vegna upphafsatrið- anna og leikur þeirra af þeim sökum ekki eins áhrifamikill og til stóð. Hvað sem því líður verður tvímæla- laust að telja þessa tónleika, tonleika ársins í ár og mætti jafnvel segja tónleika ársins nokkur ár aftur (og fram) í tímann. Tónleikar sem eflaust verða lengi í minnum hafðir og mega aðstandendur þeirra vera hreyknir af framtakinu. - FRI hliðar við aðalsviðið. Á annarri hæð- inni var mjög áferðarfallegt rauðhært dúndur í spennandi sundbol og mink:, í ýmsum stellingum eftir því sem leið á kvöldið, pönkari á klósetti með allt niðrum sig og á hæðinni fyrir ofan voru Nonni nýlistamaður og vinur hans á gay-ströndinni, dúlluðu með strand- bolta í takt við tónlistina. Hinumegin í salnum var samskonar svið þar sem sjá mátti nokkrar stúlkur á baðströnd, hirð Lúðvíks 14.15. eða 16. í tilheyrandi múnderingum og fyrir ofan þau svört, kattliðug persóna prýdd bleikum neonrákum sem teygði sig og fetti á skemmtilegan hátt. Flest af þessum atriðum voru á vegum leikhópsins Svart og sykurlaust en þeirra framlag til þessarar hátíðar gerði hana að einni sérstæðustu og skemmtilegustu rokkhátíðum sem haldnar hafa Verið hérlendis. Alltaf eitthvað í gangi, á milli og meðan á tónlistaratriðunum stóð og var leik- hópurinn ekki bundinn við þessi svið heldur skaut meðlimum hans upp hér og þar í salnum, m.a. var bleik „bjalia'* með „strandliði" keyrð þvert yfir sal- inn í einu hléinu. Kuklað í byrjun Hljómsveitin Kukl byrjaði þessa tónleika með þeim Einari Erni Ben- ediktssyni og Björk Guðmundsdóttur í broddi fylkingar, tóku m.a. lög af nýútkominni lítilli skífu sinni, Söngull og Pönk fyrir byrjendur. Nonni og kompaný á gay-ströndinni fengu eitthvað fyrir sinn snúð því tónlist Kukl bar á sér suður-amrískan keim. Áferðarfallegt rokk hlaðið blásturs- hljóðfærum. Leitt að þessi hljómsveit skuli vera augnabliksfyrirbrigði eins og gefið hefur verið í skyn því þetta er ■ Tóti og Jói í ham. ■ CRASS hópurinn kýiir boðskap sínum gegnum hiustir áheyrenda greinilega toppurinn á „and-tónlist- inni" í dag, hvað varðar höfuðborgar- svæðið.. Bubbi, kyntákn þjóðarinnarnúmero uno og Egó tróðu upp að loknu kuklinu. Bubbi tilkynnti strax að ekk- ert nema ný lög yrðu á dagskrá þeirra, mikíð rétt þótt sum þeirra hafi maður heyrt á öðrum tónleikum með þeim eins og Strákarnir á Borginni og Leibbi dóni. Egó er nú sem óðast að fá á sig fasta mynd og falla hinir nýju menn, hljómborðsleikarinn ogtromm- arinn æ betur inn í heildarmyndina, sérstaklega er Jökull trommari orðinn traustur og vil ég nefna næst síðasta lagið sem Egó tók en það byrjaði með geysiöflugum og skemmtilegum trommuleik. Ef maður á að reyna að lýsa þessu dettur manni helst í hug vel tjúnuð M351 Cleveland vél á rólegri siglingu eftir Ástarbrautinni, síðan „hrærðu" Beggi og Rúnar strengjunum saman við og kraftmikill söngur Bubba kom svo eins og súkkulaðiskreytingin á rjómakökuna. Eftir að Egó hafði lokið leik sínum við mikinn fögnuð áhorfenda komu einhverjir gestir friðarhátíðar fram og héldu ávörp en þá notaði maður tæki- færið til að skreppa fram og næla sér í einn heilnæman jurtaborgara í greiða- sölunni. Megas: Maður kvöldsins Hljómsveitin Ikarus, með Tolla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.