Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skatti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, t’orvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86:05. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Endurskoðunar er þörf í orkumálum ■ Ýmsar athyglisverðar upplýsingar komu fram í umræðuþætt- inum í útvarpinu á fimmtudagskvöldið um orkumálin. Þátturinn fjallaði að vísu fyrst og fremst um samningana við Alusuisse, og þar körpuðu fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherra á heföbundinn hátt. En í þættinum komu fram upplýsingar, sem eru vissulega umhugsunarefni varðandi framtíðaráform í orkumálum. Starfsmaður Landsvirkjunar gerði grein fyrir skiptingu á raforkuverði því, sem almenningur í landinu greiðir, milli þeirra þriggja aðila, scm þar koma einkum við sögu; framleiðenda, dreifingaraðila og ríkissjóðs. Ear kom fram að almenningur greiðir 123 niill fyrir kílówattstundina. Framleiöandinn, Lands- virkjun, fær 39 mill fyrir aö framleiða orkuna, ríkissjóður tekur 37 mill í söluskatt og verðjöfnunargjald, en dreifingin kostar 47 mill. Dreifingin er því sá þáttur, sem kostar langmest, eða rúmlega 38% af orkuverðinu. Það kom einnig fram að 80% af framleiðslukostnaði á raforku landsmanna stafar eingöngu af fjármagnskostnaði - þ.e. afborgun- um og vöxtum af þeint erlendu lánum, sent tckin hafa verið til að virkja vatnsafliö. Ætli skýringin á hinum háa dreifingarkostnaði sé ekki einmitt af sama toga spunnin - afleiðing mikilla crlendra lána, scm tekin hafa verið vcgna uppbyggingar dreifingarkerfisins? Þessar staöreyndir hljóta að vekja landsmenn til umhugsunar um ljármögnun virkjana hér á landi og virkjunarstefnuna yfirleitt. Landsvirkjunarmcnn scgja að framleiðslukostnaður nýrra stór- virkjana sé minnst 18 mill á kílówattstund og þá er reiknað með fjármögnun þeirra á sama hátt og hingað til, þ.e. með erlenduni lánum. íslendingar virðast hafa vaknað upp við þann vonda draum, að íslenska raforkan, sent þeir hafa hingað til talið að væri ódýr, er það alls ekki lengur. Það er dýrt að reisa nýjar stórvirkjanir með erlendum lánum. Það hlýtur því að þurfa að líta enn gagnrýnar á þörfina fyrir slíkar virkjanir áður en ákvarðanir eru teknar. Auðvitað blandast virkjunaráformin næstu ár og áratugi inn í hugmyndir og möguleika um stóriðjuver. í þeim efnum hafa íslendingar fram að þessu verið fremur lánlitlir. Allir þekkja upphaflegu samningana um álverið í Straumsvík og þá erfiðleika, sem íslensk stjórnvöld hafa átt í fram á þennan dag að gera þá samninga, sem m.a. höfðu engin sjálfvirk endurskoðunarákvæði um raforkuverðið, viðunandi. Það starf er enn í gangi, þótt það sé vissulega mikils virði að hafa fengið áfangahækkun á meðan raunverulegar viðræður fara fram. íslenska járnblendifélagið hefur rekið verksmiðjuna á Grundar- tanga mcð stórtapi vegna þess að allar sölu- og markaðsspár Elkems frá 1976 hafa brugðist stórlega, og hefur það þegar kostað ríkissjóð og þar með skattborgarana í landinu stórfé umfram það scm gert var ráð fyrir í upphafi, þegar áætlað var að járnblendi- verksmiðjan myndi skila mjög umtalsverðum hagnaði til íslenska ríkisins. Enn verður tap á járnblendiverksmiðjunni á þessu ári, og óvíst hvað verður næstu ár. Þeir japönsku aðilar, sem rætt hafa við eigendur járnblendiverksmiðjunnar, setja fram kröfur, sem sýnilega er ekki hægt að ganga að, og því litlar líkur á samningum við þá. Önnur stóriðjuverkefni eru á dagskrá. Iðnaðarráðherra nefndi í útvarpinu á fimmtudagskvöldið álver við Eyjafjörð og kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði auk hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík ef samkomulag næst um orkuverð og tleira. Vonandi verða ákvarðanir í þeim efnum byggðar á traustari spám um markaðsmál og söluverð en áætlanirnar varðandi járnblendiverk- smiðjuna. Til að stækka álverið í Straumsvík þarf að ljúka Blönduvirkjun og bæta við einni eða tveimur virkjunum. Starfsmaður Landsvirkj- unar nefndi stækkun Búrfells og Sultartangavirkjun, en iðnaðar- ráðherra Fljótsdalsvirkjun. Þær verða auðvitað ekki fjárntagnaðar nema með erlendum lánum. Iðnaðarráöherra sagði í þessum útvarpsumræðum að hann teldi að endurskoða þyrfti orkumálin frá grunni. Vonandi fylgja athafnir þar orðum þannig að ákvarðanir í þessum efnum verði byggðar á traustum grunni, og á það jafnt við um ný orkuver og ný stóriðjuver. -ESJ. skuggsjá Um þessar mundir er þess minnst að eitt HUNDRAÐ ÁR ERU LIDIN FRÁ ÞVÍ AÐ RÚSSNESKI RITHÖFUNDURINN IVAN TURGENEV GAF UPP ÖNDINA. Hann fædúist 9. nóvember 1818. Foreldrar hans voru af stétt tiltölulega auðugra landeigenda í héraðinu Orel í Mið-Rússlandi. Hann lést 3. september 1883 í Bougival skammt frá París. Eftir hann liggja fjöldamörg verk; smá- sögur, skáldsögur, ljóð og leikrit, og hefur það frægasta þeirra komið út í íslenskri þýðingu undir nafninu „Feður og synir". Faðir Ivans hafði kvænst til fjár konu, sem var mun eldri en hann. Hjónaband þeirra var síður cn svo ástríkt, og mun það hafa átt sinn þátt í því að móðir Ivans varð að harðhentum einræðisherra jafnt yfir börnunum sem ánauðugum bændum á landsetrinu, serfunum. Illmennska móðurinnar réði miklu um að æska Ivans var ótíamingjusöm. Hann fékk á æskuárum ákafa samúð með serfunum, sem fengju aö kcnna á ómjúkum tökum móðurinnar. Þcssi stuðningur við hina ánauðugu kom síðar mjög skírt fram í vcrkum hans. Ivan Turgenev hlaut fyrst menntun í heimahúsum en síðar gekk hann til náms við háskólana í Moskvu, St. Petersburg (sem nú hcitir Leningrad) og loks í Berlín, þar sem hann komst í kynni viö ýmsa merka hugsuöi og menntamenn aðra. bæði rússneska og vestræna. Á námsárum sínum í Berlín varð lvan Turgenev mjög fyrir vestrænum áhrifum, sem komu Ijóslcga fram í öllum viðhorfum hans og atferli upp frá því. Árið 1841, eftir tveggja ára dvöl í Berlín, hélt Turgenev aftur hcim til Rússlands og fékk starf í embættismannakerfi ríkisins. Hann hætti þó á þeim bæ árið 1843 og tók að sinna ritstörfum. Móðir hans var þessu ákaflcga andvíg, og hún setti sig einnig mjög á móti ákafri hrifningu hans af frægri söngkonu þeirra tíma. Paulinc Viardot-Garcia. Varð þetta til þess að móðirin stöövaði allar pcningagreiðslur til sonarins. Lifði hann fátæku bóhemalífi allt til ársins 1850 að móðirin dó og hann erfði allt góssið og þurfti hann ckki að hafa fjárhags- áhyggjur þaðan í frá. Ivan Turgcnev var allt sitt líf jafn hrifinn af frú Viardot, sem hins vcgar endurgalt ekki þá ást þótt hún sætti sig við nærvcru hans langtímum saman. Þcgar Viardot-hjónin fluttu til Parísar 1871 settist Ivanþaraðlíka. Árinþaráundan.scmvorumestu starfsár hans, hafði hann ýmist búið á landsctri sínu í Rússlandi eða verið hér og þar í Vestur Evrópu, þar sem hann kunni best við sig. Hann var líka mikið lesinn og virtur í Vestur Evrópu á ævidögum sínum, cnda aðgengilcgri vestrænum lcscndum en margir aðrir af mestu rithöfundum Rússlands. Ivan umgckkst mikið rithöfunda og menntamenn í höfuðborg- um Vestur Evrópu og naut aðdáunar þeirra. IvAN TURGENEV GEKK FYRSTU SPORIN Á SKÁI.DBRAUTINNI SEM LJÓÐSKÁLD. Hann gaf út árið Eitt hundrað ár frá dauða Ivan Turgenev 1843 Ijóðabálk, scm hlaut jákvæðar viðtökur gagnrýnenda. En fljótlega fórnaði hann Ijóðlistinni fyrir leikritun, sem hann hætti síðan til þcss að skrifa smásögur og skáldsögur. Og það var einmitt með smásögusafni, scm hann vakti fyrst verulega athygli. I þeirri bók, scm kom út árið 1852 og kalla mætti „Lýsingar veiðimannsins", skrifaði hann mikið um serfana, hina ánauðugu bændur, scm birtust þar í mun jákvæðara Ijósi en landcigcndurnir. Litið var á bókina sem andmæli gegn hændaánauöinni og var hún litin hornauga af yfirvöldum (ritskoðarinn sem samþykkti prentun hennar var rekinn), sem gripu tækifærið síðar þetta sama ár til að scnda Turgenev í útlegö fyrir aö hafa látið birta greinar eftir sig þrátt fyrir bann ritskoðunarinnar í Petersburg. Þetta var minningagrein, þar sem Turgcnev fór mjög lofsamlegum orðum um Gogol. Turgenev var tvö ár í útlcgðinni, en hann notaði þann tíma vel m.a. til að skrifa fyrstu skáldsögu sína, árið 1855. „Rudin" nefndist hún og lýsir kynslóð ungra, hugsjónaríkra mennta- manna í Rússlandi upp úr 1840. Þetta voru ungir mcnn. sem höfðu, eins og Turgenev sjálfur. kynnst róttækum hugmynd- um við þýska háskóla. Rússland þessara manna á þessum tíma var einn risavaxinn draumur. svo vitnað sé til Vladimir Nabokovs, og í þessum draumaheimi ræddu ungu mennirnir dag sem nótt um guð, sannleikann, framtíð mannkynsins, Ijóðlist. Þeir áttu yfrið nóg af orðum, eins og Rudin. höfuðpersónan í skáldsögunni er bcsta dæmið uni. en höfðu hins vegar ekkert það til að bera, sem gat breytt orðunum í markvissar athafnir. Eftirmargvíslega lífsreynslu ogvonbrigði heið Rudins þó hetjudauði við götuvígin í París 1848. Á næstu árurn ritaði Turgenev nokkrar skáldsögur. sem margar urðu vinsælar, en það var ekki fyrr en 1862 að sú skáldsaga, sem almennt er talin meistaraverk hans, birtist. Það var „Feður og synir". þar sem Turgenev leiðir saman hugsjónaríku en athafnalausu kynslóðina frá fimmta áratugn- um og hina nýju byltingasinnuðu kynslóð níhílista eða stjórnleysingja. Höfuðpersónan þar er Basarov. sem er fulltrúi þessarar nýju kynslóðar. Hann er mjög veraldlega sinnaður og hefur fyrirlitningu jafnt á trúarbrögðum sem fagurfræðilegum eða siðrænum lögmálum forfeðranna. Hann trúir aðeins á það sem hægt er að sýna fram á með vísindalegum rökum. Og hann er hinn athafnasami maður, sem lætur verkin tala. Viðbrögðin við skáldsögunni komu Turgenev mjög á óvart. Fulltrúar ungu kynslóðarinnar, sem hann taldi sig í raun og veru vera að hciðra, gagnrýndu nann harkalega fyrir að gera Basarov að eins konar skrípamynd af stjórnleysingjum þess tíma, cn yfirstéttamenn sökuðu hann hins vegar um að vera að lyfta undir stjórnleysingja. Turgenev brást hinn versti við og dvaldi þar eftir að mestu leyti utan Rússlands, í París og öðrum vestrænum menningarborgum, þarscm hann umgekkst Flaubcrt, Maupassant, Zola, Auerbach, Henry James og fleiri, sem litu á hann sem mikinn rithöfund. Hann hélt samt sem áðuráframaðskrifa.oggaf m.a. út tværaðrarskáldsögur. JKótt gagnrýnendur í rússlandi væru oft ILLIR út í turgenev var hann mjög VINSÆLL MEÐAL LESENDA. Hann var því mikið lesinn bæði í heimalandi sínu og í Vestur Evrópu. Hann andaðist í París. en lík hans var flutt til Petersburg. Þúsundir manna fylgdu kistu hans til grafar, og sendinefndir komu hvaðanæva að úr landinu til þess að votta Turgenev hinstu virðingu. Líkfylgdin var næstum því þrír kílómctrar að lengd. Þannig sýndi rússneska þjóðin honum hug sinn. Fljótlega eftir dauða Turgenevs, eða í kringum síðustu aldamót, var farið að kenna verk hans sem sígildar bókmenntir í skólum í Rússlandi. Skáldsögurnar eru ekki aðeins vinsælar sem bókmenntir, heldur þykja þær einnig hafa mikið gildi sem lýsingar á straumum og viðhorfum í rússnesku þjóðfélagi á árunum frá 1840 til 1870 eða þar um bil. Enn í dag eru verk hans mjög vinsæl í Rússlandi og reyndar víðar, og enn sem fyrr er skáldsagan um stjórnlevsingjann Barsarov þeirra langvinsælust. Sú saga kom út í íslenskri þýðingu Vilmundar Jónssonar árið 1947. Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.