Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Á þessu sumri gerðist það í fyrsta sinn að risa túrbína fór að snúast í Ameríku fyrir afli sjávarfallanna. Hún er niður- komin við Fundyflóa í Kanada, en á sumum stöðum við flóann er munur flóðs og fjöru með því mesta sem þekkist í heiminum, mest 55 fet. Eitt hundrað billjón tonn af sjó streyma út og inn úr flóanum tvisvar á dag. Þetta er ekki lítil orka. Stíflan er byggð yfir mynni Annapol- isfljótsins, þar sem munur flóðs og fjöru er 28 fet. Næsta skrefið verður það að gera áætlanir um gríðarmikið virkjana- kerfi ofar við flóann, þar sem munur flóðs og fjöru verður allt að 53 fet. Verkfræðingar vilja byggja fimm mílna langa stíflu sem mundi nota 126 túrbín- ur, eins og þá við Annapolis og skal nota orkuna handa byggðinni norðan Nova Scotia. Þessi mikla orkustöð yrði á svæði við Fundyflóa sem heitir Cobequidflói og mun hún að líkindum kosta 25 billjónir dollara. Hún gæti komist í notkun að 12 árumliðnum. „Við ráðum nú yfir nægri tækni til þess að gera þetta,“ segir George Baker, varaforseti Tidal Power Corporation. „Við vitum að við getum framleitt raf- magn með hagnaði innan árs frá því er verið tekur til starfa.“ Samkvæmt þvf sem David Nantes, forseti félagsins, segir, var félagið stofn- að að tilhlutan stjórnvalda í Nova Scotia. „Það verður nógur markaður fyrir orku framleidda með þessum hætti þótt verð á kyndingu með kolum og olíu verði árum saman á því verði sem myndaðist 1981,“ segirhann. Þótt orka sjávarfallanna hafi verið notuð í þúsund ár, þá dró mjög úr Nú eru höfin beisluð Sagt frá áætlunum um risaorkuver í Kanada, þar sem sjávarföllin munu knýja 126 túrbínur til framleiðslu á raforku ■ Um þessar mundir hafa menn snúið sér að orkuuppsprettu, sem gleymd hefur verið um hríð, en þar er um að ræða sjávarföllin sjálf. Þau voru stundum notuð hér áður til þess að knýja korn og sögunarmyllur en nú beinist athyglin að þeim að nýju til orkuframleiðslu. Orka sjávar á hreyfingu er frjáls hverjum sem er og aðgengileg. Því er það að mörg lönd renna hýru auga til þessa möguleika og telja hann geta komið í stað olíu sem gerist æ dýrari. hagnýtingu hennar, eftir að rafmótorar komu til sögunar fyrir öld síðan. Þrátt fyrir ýmsar tækninýjungar, þá byggist notkun sjávarfallanna enn sem áður á hjólum með spöðum, sem snúast fyrir hreyfingum þeirra. í gömlu myllunum í Evrópu og á Nýja Englandi var aðferðin sú að sjórinn rann inn um op með hlemmi, sem lokaði sjóinn inni í uppi- stöðulóni, sem stðan var hleypt út og yfir eða undir hverfihjólið. Nú er sjónum í lóninu hleypt inn í eina eða fleiri túrbín- ur í senn. í kjama Annapolis-stöðvarinnar er sér- stök gerð af túrbínu hönnuð í Sviss, en smíðuð í Kanada. Hún er 25 fet á breidd og hefur slík túrbína aldrei áður verið notuð í sjávarvatni. í henni eru fjórir spaðar úr ryðfríu stáli og snúast þeir 50 hringi á minútu þegar vatnið rennur um þá. Við endann á spöðunum er festur hringur og er hann hluti af sjálfum rafalnum, - en hann er fóðraður að utanverðu með 144 segulspólum (þar sem segulsvið er myndað með rafmagni). Þegar sjórinn snýr spöðunum snúast segulpólarnir innan í föstum hring úr koparþræði og myndast rafstraumur í þáðunum, þegar segulpólarnir þjóta fram hjá þeim. Þær gríðarmiklu byggingar sem hýsa munu allar túrbínumar f Cobequid munu verða 15 hæðjr og tengja saman fasta landið, grænar grundirnar báðum megin við Cobequidflóa, sem er norðan við Fundyflóa. í stíflunni verða 100 gangar sem hver verður 240 fet á lengd og þar verður hægt að komast að túrbínunum til viðhalds og viðgerða. Vegur mun liggja ofan á sjalfum stíflugarðinum. Það magn af sjó sem flæða mun um þessar gáttir mun verða tæplega 40 þúsund kúbikmetrar á sekúndu, sem er þrisvar-sinnum meira en vatnsmagn St. Lawrence fljótsins í Montreal. Þetta á að nægja til þess að framleiða 4800 mega- vatta straum og er það gífurlegt, miðað við það sem Annapolisstíflan getur fram- leitt, en hún getur ekki framleitt nema 19,9 megavött. Kjarnorkuverið í Indian Point getur mest framleitt 873 megavött og Hoover-virkjunin 1.354 megavött. Eitt er það sem hamlar starfsemi orkuvera af þessari gerð, en það er sú staðreynd að þau verða stöðugt að stöðvast og fara í gang að nýju. Túrbín- urnar geta ekki starfað nema á tveimur sex klukkustunda tímaskeiðum á sól- arhring, það er að segja þegar nóg hefur fjarað út til þess að sjórinn inni fyrir geti runnið út, því gera skipuleggjendur orkuversins sem fyrirhugað er í Cobeq- uid ráð fyrir því að orkuverið verði fyrst og fremst mikilsháttar framleiðandi við- bótarraforku og aðrar raforkufram- leiðsluleiðir séu notaðar, þegar það ekki starfar. Enn er eitt vandamál við að glíma: Hvað á að gera við þá raforku, sem framleidd er klukkan 5 á morgnana? Þörfin fyrir hana er greinilega tak- mörkuð. Dæmi má taka af miðborg New York, en þar er þörfin 8300 megavött klukkan fjögur síðdegis en 3880 meg- avött klukkan 5 á nóttinni. Af efnahagslegum ástæðum er það óhagkvæmt að flytja rafmagn eftir raf- magnslínum um lengri veg en 300-400 mílur. Nokkuð betri hagnýtinu má þó fá ef rafmagnið fer um einhverja afldreif- ingarstöð á leiðinni. Segi einhverjir eitthvað í þá veru að réttast væri að geyma raforkuna, þá er því til að svara að öll geymsla á raforku er tækni sem enn er á byrjunarstigi. Auðvitað er hægt að geyma raforku í venjulegum rafhlöðum og er nú verið að vinna að framleiðslu „rafhlaða" fyrir raforkuver. Orka til dælingar Um þessar mundir er talið hagnýtast að nota umframorkuna til þess að dæla sjó í uppistöðulónið, á þeim tímum þegar minni eftirspurn er á nóttinni. Þannig breytist umframorkan í hagnýta orku á mesta eftirspurnartímanum á daginn. Orkan sem fer í dælinguna skilar sér að sönnu ekki aftur að öllu leyti, en þetta er þó hagkvæmasta leiðin til þess að geyma hana. Enn eitt áhyggjuefnið varðar um- hverfismál. Kanadamenn gera sér grein fyrir því að breytingar á sjávarföllum sem orsökuðust af Cobequid stíflunni mundu ná niður með ströndum Maine, New Hampshire og Massachusetts. Þar sem stíflan mundi grynna Fundyflóann yrðu afleiðingar þær að sjávarborð hækkaði um sex þumlunga á flóðinu frá því sem nú er og lækkaði um sex þumlunga á fjöru, allt suður undir Cape Cod. Þótt þetta virðist ekki mikið mundi hækkun sjávarborðs valda því að sjór gengi talsvert lengra á land upp á stöðum þar sem verð á landi er hvað dýrast. Þannig mundi strandlengjan við Maine mjókka um svo sem tvo metra á 3500 mílna löngum kafla. Þarna mundu 3700 ekrur lands tapast. Haffræðingar í Maine, svo sem Peter Larsen við „Bieglow Laboratory for Ocean Sciences,“ hafa gert rannsókn á áhrifum breytinga á flóði og fjöru við strönd Maine og segja: „Meira að segja lítilsháttar breytingar munu þýða að staðir sem nú eru sjaldan í kafi á flóði verða það iðulega og að staðir sem sjaldnast standa uppúr á fjöru fara að gera það oft. Þetta mun leiða til ýmissa breytinga á lífríkinu þarna. „Hann spáir því að bæði brýr og bryggjur verði ofurseldar meiri hættu þegar stormviðri geisa og enn telur hann að hús sem standa lágt nærri ströndinni verði í hættu. Kanadískur vélfræðingur einn kvaðst sjá þarna nýtingarmöguleika fyrir umframorkuna, - menn gætu auðvitað notað hana til þessa að dæla sjó upp úr kjöllurunum hjá sér! En reynslan hefur sýnt að þessi orku- öflunarleið getur skilað góðum árangri. t franska orkuverinu „Rance River“ á strönd Bretagneskaga hafa 580 þúsund kílóvattstundir verið framleiddar árlega frá 1966 og þessi orka hefur mætt verulegum hluta raforkuþarfar á svæð- inu. Þótt byggingarkostnaðurinn, sem var 100 milljónir dollara, hafi þótt hár á sínum tíma, þá er að sjá nú sem Frakkar hafi gert þarna reyfarakaup. Ólíkt því sem gerist í Annapolis getur franska orkuverið líka framleitt straum þegar sjórinn fellur inn. Túrbínurnar vinna um leið sem dælur sem veita meiri sjó inn í ■ Fimm mílna löng stífla sem mun nota sér 53ja feta mun flóðs og fjöru við Fundyflóa. Túrbínurnar, sem eru 126 talsins, verða af sömu gerð og sú sem nú er notuð i orkuveri í grennd við Annapolisfljót- ið. Á háflóði mun sjálfvirkt hlið (1) Ijúkast aftur, til þess að halda sjón- um inni í uppistöðulóninu. Þegar fjarar út og munur yfirborðs úti og inni er orðinn fimm fet, opnast hliðið að nýju. Sjórinn streymir út og knýr spaðahjólið (2) og möndul- rafalinn (3). Hjól er fest á spaðaend- ana (4) sem snýst með og segulpól- ar (5) hverfast innan í hring úr koparþráðum (6). Þannig myndast rafmagn. Sérstakar festingar (7) halda túrbínunni í skorðum og hægt er að framkvæma viðgerðir á henni frá stjórnherberginu (8) og með því að nota krana (9). uppistöðulónið en sjávarföllin annars gefa tilefni til. Þannig framleiðir hver túrbína miklu meiri straum en ella. Dæmi um aðra sjávarfallavirkjun er virkjun sú sem Rússar reistu austan við Murmansk árið 1968. Verkfræðingarnir fengu þá nýstárlegu hugmynd að byggja allt orkuverið uppi í landi og flytja það á flotholtum á þann stað sem þeir ætluðu því úti í sjó. Eftir flutning um 50 mílna leið sem tók 18 klukkustundir, var orkuverið komið á sinn stað, en þar var um að ræða 45 metra breitt sund, sem tengir Kislayaflóa við opið haf. Lev Bernstein orkumálaráðherra Sov- étríkjanna segir að þarna sé aðeins um tilraunastarfsemi að ræða. 500 mælitæki eru fest við orkuverið í því skyni að rannsaka nákvæmlega áhrif veðurs og strauma á það. Af samanburði verður ljóst að Banda- ríkin eru langt á eftir öðrum að hagnýta sér þessa tegund virkjana. Byrjað var á sjávarfalla-orkuveri við Passamaquodd- yflóa í Maine fyrir 50 árum. Þótt 7 milljónum dollara væri varið til þessa verks árið 1935 í tíð Roosevelts, var því þó aldrei lokið. Aðeins voru reistir bústaðir fyrir vélfræðingana. Þá er í undirbúningi virkjun við Se- vernfljót í Englandi, en sú virkjun ætti að geta mætt 7% af raforkuþörf landsins. 32 staðir í Bretlandi hafa verið rannsak- aðir og taldir hæfir til virkjunar og 38 í Frakklandi. 128 lítil raforkuver við sjó hafa verið reist á ströndum Kína á síðustu árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.