Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.09.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 19 ■ í Bjarnarflagi áðum við stutta stund og fengum nasaþefinn af þeirri geysilegu orku sem virðist bókstaflega krauma undir fótum manns í Bjarnarflagi. ■ Þegar komið er niður í Bárðardal af Sprengisandi, er ekki nema örlítill krókur að skreppa að Aldeyjarfossi, og það er fyllilega þess virði að gera sér sérstaka ferð að þessum einstaklega fallega fossi í Skjálfandafljóti, sem alltof fáir þekkja. heilan bókaflokk, en meiningin var að ég segði örlítið frá þessari för, svona almennt. Norður Sprengisand fengum við ó- gleymanlega fallegt veður eins og ég sagði áðan, enda áðum við víða og nutum útsýnis. í Nýjadal fengum við svo myndarlegt stopp, enda var þar hinn prýðilegasti hádegisverður snæddur, þegar klukkan var langt gengin í þrjú! Mér er örugglega óhætt að mæla með því við alla sem á annað borð fara Sprengisand, að fara ekki framhjá Ald- eyjarfossi, sem er í Skjálfandafljóti. Fossinn er einstaklega fallegur, og það eru stuðlabergsmyndanirnar umhverfis hann einnig, en því miður virðist sem talsvert af stuðlaberginu sé að hrynja. Skemmst er frá því að segja, að þegar til Mývatns var komið, þá var klukkan eitthvað um hálfníu um kvöldið, þannig að hálfrökkur var. Var Mývatn ogsveitin í kring ógleymanlega falleg í Ijósaskipt- unum - við ókum syðri hringinn og sáum fjöll og gróður speglast í spegilsléttu vatninu. Hef ég oft komið að Mývatni, og iðulega dáðst að fegurð sveitarinnar, en aidrei eins og nú. Á Mývatni tóku heimamenn okkur með kostum og kynjum og buðu upp á hinn glæstasta „dinner". Voru flestir þreyttir vel eftir borðhald og skriðu því í mjúkar hvílurnar sem Hótel Reynihlíð býður upp á allan ársins hring. Mývatnssveit skartaði sínu fegursta morguninn eftir, þegar við um kl. 6.30 fórum í Stórugjá til þess að fá okkur nú náttúrulegt bað. Við fórum svo eftir morgunverð og skoðuðum stórfína sund- laug Mývetninga, sem er ekki nema ársgömul og áður en við kvöddum Mývetninga, sem höfðu í einu orði sagt tekið stórhöfðinglega á móti okkur fór- um við í átt til Námaskarðs, í Bjarnarflag og litum á eina borholu eða tvær. Þá var víst tími til kominn að halda suður á bóginn á nýjan leik, og hafði Guðmundur Jónasson góðfúslega orðið við óskum gesta sinna að ferja þá suður yfir Kjöl, en upphaflega var ráðgert að fara sömu leiðtil baka, þ.e. Sprengisand. Þessi för var auðvitað fyrst og fremst hugsuð sem kynning á þessari fallegu ferðaleið, Sprengisandi, svo og á einni fegurstu sveit landsins, Mývatnssveit, og heppnaðist ferðin fullkomlega hvað það snertir. En auðvitað er það nokkuð strangt að keyra þessa miklu vegalengd, sem ég hygg að sé ekki undir 1 þúsund kílómetrum a tveimur dögum. Hvað um það, ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af ferðalagi þessu, og er Guðmundi Jónassyni því þakklát mjög fyrir boðið. Þar sem ég er þcirrar skoöunar að sjón sé sögu ríkari, þó sú sjón verði því miður að vera í svarthvítu. þá hef ég haldið mig við það, að hafa textann sem stystan, til þess að koma sem flestum myndum að. Vona ég að þær gefi einhverja vísbendingu um hvað ég sá í þessari ferð. -AB ■ Þau voru ófá Ijóðin sem Guðmundur las fyrir okkur á yfirreið okkar um Sprengisand og Kjöl - og ávalli valdi hann Ijóðið með það í huga hvar við vorum stödd hverju sinni. ■ Á leið suður aftur, en við völdum að fara Kjöl í leið upp Öxnadal — Hraundrangar erum við á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.