Tíminn - 10.11.1983, Qupperneq 5

Tíminn - 10.11.1983, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 fréttir Hjöðnun verðbólgu bætir fjárhag sveitarfélaga en þyngir skattbyrði einstaklinganna: LÆKKA SVEITARFÉLÖG llTSVARIÐ NÆSTA AR? ■ Hvað þýðir það fvrir fjárhag sveitar- félaganna ef áætlanir um lækkandi verð- bólgu á næsta ári standast? Það liggur í auguin uppi að raunvirði þeirra tekna sem sveitarfélögin afla sér með innheimtu úrsvars hækkar og að sama skapi hækkar skattbyrði einstaklinganna. Þegar haft er í huga að útsvar er lagt á miðað við tekjur fyrra árs er Ijóst að með minnk- andi verðbólgu hækkar útsvarið að raun- virði, miðað við sama innheimtuhlut- fall. Hvernig hyggjast sveitarfélögin bregaðst við þessu í fjárhagsáætlunum sínum fyrir næsta ár? Það verður m.a. til umræðu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármál sveitarfétag- anna sem fram fer á Hótel Sögu í dag. Framkvæmdastjóri sambandsins, Magnús E. Guðjónsson sagði á samtali við blaðið í gærkvöldi, að hafa yrði í huga að fjármál sveitarfélaganna stæðu yfirleitt illa á þessu ári. Útgjöld þeirra hefðu yfirleitt farið langt fram úr áætlun meðantekjurhefðuskilaðsérsamkvæmt áætlun. Einhvern veginn yrðu sveitarfé- lögin að bæta sér þetta upp, sum hefðu orðið að taka á sig þunga byrði skammtímalána. Sum gætu því ef til vill lækkað innheimtuhlutfall útsvara en önnur ekki. Hann kvaðst ekki geta nefnt nein dæmi um hvað lækkandi verðbólga þýddi fyrir sveitarfélögin almennt, en benti á á móti að t.d. Reykjavík myndi væntanlega fara út úr árinu með um 400 milljón króna halla. „Það er alveg ljóst að Reykjavíkur- borg þarf á öllum þeim tekjum að halda sem hún getur aflað á næsta ári," sagði Eggert Jónsson borgarhagfræðingur, þegar þessi mál voru borin undir hann. -JGK Nokkrir bátar búnir að fá slatta af loðnu: Engu verið landað enn ■ „Síðast þegar ég frétti voru nokkrir bátar búnir að fá slatta, frá 150 upp í 300 tonn og það fékkst allt snemma í morgun," sagði Árni Sörenson, fram- kvæmdastjóri Síldarvcrksmiðja ríkis- ins á Raufarhöfn, þcgar Tíminn inriti hann frétta af loðnuveiðum í gær- kvöldi. Árni kvaðst ekki búast við að loðnu yrði landað fyrr en í fyrsta lagi í dag. Bátarnir, sem nú eru urn 20 á sjó, eru flestir djúpt úti af Langanesi og munu þcir eiga nokkurra klukku- stunda siglingu í land eftir að þeir hafa fyllt sig. Raufarhöín er sú löndunar- stöð sem næst cr miðunum og því má búast við að fyrstu loðnunni á þessari vcrtíð verði landað þar. -Sjó. Nýtt frumvarp um virdisaukaskatt í skoðun hjá stjórnarflokkunum: Virðisaukaskattur skilar sér betur en söluskattur” — segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra ■ F.v. Jón Karlsson framkvæmdastjóri Veraldar, Björgvin Halldórsson, sem stjórnaði upptökum, Helga Hauksdóttir frá Sinfóníuhljómsveit íslands, Páll P. Pálsson og Jón Sigurðsson, sem útsetti eitt íslensku laganna á plötunni - Tímam GE Hljómplata með söng Kristjáns Jóhannsson- ar komin á markað gerð við fullkomnustu aðstæður með undirleik Lundúnasinfóníunnar ■ Hljómplata sú með söng Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara, sem Bókaklúbburinn Veröld hefur látið gera, er komin út og býðst meðlimum klúbbs- ins á sérstökum kjörum fram til 15. nóvember er hún verður sett á almennan markað, og gildir það tilboð einnig fyrir þá sem gerast meðlimir klúbbsins. Hing- að til hafa íslenskir tónlistarmenn allt of oft orðið að sæta því að útgáfur með list þeirra væru gerðar af vanefnum, bæði hvað aðstæður við upptökur og æfinga- tíma varðar, en það gildir ekki um þessa plötu Kristjáns. Veröld ákvað að spara ekkert til, London Symphony Orchestra var fengin til undirleiks, hæfustu útsetj- arar fengnir til að útsetja lögin sérstak- lega fyrir Kristján og ítalskur hljómsveit- arstjóri, gjörkunnugur söngvaranum fenginn til að stjórna. Þá var platan tekin upp í digital í CBS stúdíóinu í London, einu besta stúdíói heims til upptaka á klassískri tónlist um þessar mundir. Kristján mun syngja lög af plötunni á sérstökum tónleikum, sem Veröld efnir til í Háskólabíói 19. nóvem- ber n.k. og þar leikur Sinfóníuhljómsveit íslands undir. Á plötunni syngur Kristján nær ein- göngu ítölsk lög, en þrú íslensk lög eru þó með á henni, í fjarlægð efitr Karl Ó. Runólfsson og Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, bæði í útsetningu Jóns Þórarinssonar og Harmaborgin eft- ir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Jóns Sigurðssonar. Sagði Jón Karlsson fram- kvæmdastjóri Veraldar á blaðamanna- fundi í gær, að íslensku lögin hefðu vakið mikla hrifningu þeirra sem unnu að gerð plötunnar og erlendir umboðs- aðilar lagt mikla áherslu á að þau yrðu með á því upplagi sem fer á markað erlendis, en upphaflega var áætlað að þau færu aðeins á markað hér innan- lands. ítalski hljómsveitarstjórinn Murizio Barbachine, sem stjcrnar hljómsveitar- undirleiknum á plötunni mun koma hingað til lands í boði Flugleiða og stjórna Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikunum þann 15. ásamt Páli P. Pálssyni. Jón Karlsson sagði að starfsfólk Sinfóníuhljómsveitar íslands hefði sýnt sérstaka velvild til að hægt væri að halda þessa tónleika án þess að miðaverð færi langt upp fyrir það sem venjulegu fólki væri bjóðandi. Hins vegar væri ekki enn hægt að segja um það hvort unnt yrði að endurtaka hljómleikana vegna anna Kristjáns og Sinfóníuhljómsveitar íslands. -JGK ■ Frumvarp um virðisaukaskatt í stað þess söluskattskerfis sem er í gildi hér á landi er nú fullgert og í skoðun hjá ríkisstjórn og þingflokkum ríkisstjórnar- innar, samkvæmt því sem Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra upplýsti Tímann í gær, en þessi mál hafa verið í skoðun í ráðuneytinu mörg undanfarin ár. „Ósk mín er sú,“ sagði Albert, „að þetta komist í gegnum Alþingi nú fyrir áramót, ef flokkarnir á annað borð verða sammála um að bera það fram eins og það er nú, eða með litlum breyting- um, þannig að virðisaukaskatturinn gæti gengið í gildi frá og með áramótum 1984-1985, því það er reiknað með að það taki eitt ár að hrinda breytingunum í framkvæmd." í grófum dráttum ervirðisaukaskattur skattur sem leggst á öll stig viðskipta, en ekki aðeins á smásölustigið eins og söluskatturinn. Skattur þessi leggst þó einungis á virðisaukann sem myndast á hverju stigi, og er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að virðisaukaskatturinn verði innheimtur af öllum vörutegund- um. Ákveðnar vörutegundir eru eins og kunnugt er undanþegnar söluskatti. Eins og kunnugt er hafa verið brögð að því hjá mörgum að svíkjast undan því að greiðasöluskatt í gegnum árin, og telja margir að betri heimtur yrðu á tekjum ríkisins ef þetta nýja kerfi yrði tekið upp. Er gert ráð fyrir að þetta nýja kerfi myndi skila ríkinu svipuðum tekj- um og söluskattskerfið á að gera. „Það er talið að skatturinn skili sér betur, cf virðisaukskattkerfi verður tekið upp í . stað söluskatts," sagði fjármálaráðherra cr hann var spurður hver yrði aðalávinn- ingurinn af þessari nýju gerð af skatt- heimtu, „og skattheitan yrði á allan hátt heilstcyptari og réttlátari." - AB Skipverja af Akurey bjargað úr ísköldum sjónum: „Var að sökkva við hliðina á bátnum“ segir Jón Haukur Hauksson, skipstjóri á Akurey. ■ „Við náðum honum með krókst jaku þegar hann var að sökkva við hliðina á bátnum. Það var ekkert lífsmark með honum þegar við náðum honum inn fyrir borðstokkinn - enda búinn að vera 1(1 mínútur í sjónum ísköldum. Við höfum strax lífgunartilraunir. í fyrstu virtust þær ekki ætla að bera árangur, en þegar við fengum gúmmígrímu gekk þetta bet- ur og það færðist í hann líf, saðgi Jón Haukur Hauksson, skipstjóri á Akurey SF, reknetabáti frá Höfn í Hornaflrði í samtali við Tímann í gær. Á mánudagskvöldið, þegar vcrið var að leggja netið skammt úti af Stokksnes- inu, flæktist cinn skipvcrjinn í netunum og fór með þeim í sjóinn. „Það var dimmt og við sáum ekkcrt til hans en hcyrðum hinsvegaröskur. Viðkveiktum strax Ijós, cn misstum þó sjónar af honum. Við lcituðum með Ijóskastara um stund og að nokkrum mínútum liðnum sáum viö hann á flota fyrir aftan bátinn, „sagði Jón Haukur. Strax var farið mcð skipverjann, sem er á þrítugsaldri, í land. Þar tók læknir á móti honum og rannsókn leiddi í Ijós að hann var talsvert skaddaður á fæti, en að öðru leyti varð honum ótrúlega lítið meint af volkinu. -SJÓ. Verðhækkanir í október voru 2.75%: Hraði verðbólgunnar er nú kominn í 38.5% — kemur til greina að endurskoða samningsbannid ef megin verdbólgumarkmiðum verður náö, segir forsætisráðherra ■ „Miðað við að við náum okkar megin verðbólgumarkmiði, þá finnst mér koma til greina að endurskoða þetta ákvæði um bann við kjarasamningum í meðförum þingsins, eins og ég reyndar sagði fyrst fyrir tveimur mánuðum síðan á Patreksfirði,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra m.a. í sam- tali við Tímann í gær er hann var spurður álits á því sem komið hefur fram um vilja ákveðinna þingmanna stjórnarflokk- anna að fella niður ákvæði það í bráða- birgðalögunum sem bannar kjarasamn- inga fram til 1. febrúar n.k. Forsætisráðherra sagði jafnframt að þetta myndi allt skýrast á næstu dögum því nú væru vísitöluútreikningar og endurskoðaðar áætlanir fyrir desember og janúar að berast. Hann sagðist þó vera ákaflega bjartsýnn varðandi verð- bólgumarkmiðið. í því sambandi sagði hann m.a.: „Vísitalan núna verður 2.75%, en það er 38.5% verðbólga á ársmælikvarða, en vísital aí október- mánuði er alltaf erfið, því þá koma inn 12 mánaða liðir eins og útgáfukostnaður og sláturkostnaður. Það er því mjög góður árangur að vísitalan skuli ekki vera hærri en 2.75 í októbermánuði. Þá tel ég tryggt að vísitalan verði fyrir neðan 2% bæði í byrjun desember og janúar, sem þýðir á ársmælikvarða verð- bólgustig eitthvað fyíir neðan 30%.“ Aðspurður um hvort aðilum vinnu- markaðarins yrðu sett einhver skilyrði, hvað varðar samninga, ef bannákvæðið verður fellt niður ságði forsætisráðherra: „Ef það verður ákveðið að fella niður þetta ákvæði, þá verður það ekki skilyrð- um háð“. - AB.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.