Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 9 á vettvangi dagsins Fyrstir með fréttirnar — hvað sem það kostar eftir Stefán Lárus Pálsson, stýrimann á Akranesi ■ Hörmuleg tíðindi berasl nú af haf- inu. t>rjú skip hafa farist á einni viku, og 14 sjómenn hafa þar látið lífið. Þeir hafa beðið lægri hlut í átökum við n áttúruöfl- in. Eftir sitja makar og börn auk annarra ættingja sem mátt hafa sjá svo snögglega á bak ástvina sinna. Yfir fjölskyldum og jafnvel heilum byggðarlögum hvílir nú skuggi sorgar. Sjóslys hafa ætíð snortið viðkvæman streng í hjörtum lands- manna. og svo mun enn. Ég vil hér með votta þeim, sem nú eiga um sárt að binda, mína dýpstu samúð, en um leið þakka æðri máttarvöldum fyrir gifturíka björgun þeirra sem náðu landi lifandi. Við eigum nú mjög vel þjálfaða björgun- armenn. Vil ég þar sérstaklega minnast þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar sem oft hafa unnið þrekvirki við ótrúiega erfið skilyrði. Margir eiga þeim nú líf sitt að launa. Björgunarmenn varnarliðsins hafa Itka sýnt frábæra hæfni og ósérhlífni, þeim ber líka að þakka sem vert er. Það er okkur sæfarendum ómetan- legur styrkur að vita af þessum tækjum öllum og áhöfnum þeirra sem ekki víla fyr- ir sér að leggja líf sitt að veði, til að veita aðstoð ef illa fer. Það lýsir best tiltrú okkar að nota orð mannsins frá Stykkis- hólmi sem barðist ásamt félaga sínum við að halda sér á skeri sem brimið braut yfir,’ og ógerlegt var að bjarga frá sjó. „Við vissum að það myndi koma þyrla og bjarga okkur". Kannski hefur slík vissa gefið þeim kraft til að þrauka. Og þyrlan kom í tæka tíð. Líka má minna á þegar þyrlur björguðu skipverjum af Hafrúnu frá Bolungarvík sem strandað hafði í stórgrýtis fjöru í vetrarstórviðri. Þar voru allar aðstæður hrikalega erfið- ar. En björgunin tókst svo fljótt og vel að undrum sætti. Auk þess hefur Slysa- varnafélagið um allt land mjög hæft og harðsnúið lið björgunarfólks sem oft leggur sig í mikla hættu við björgunar- störf. Þeirra starf er ómetanlegt, og verður þeim seint fullþakkað. En kveikjan að þessum skrifum er sá fréttaflutningur sem nú viðgengst í fjöl- miðlum og tengist þessum síðustu sorg- arviðburðum og reyndar fleiri. Hann er með þeim hætti að ekki verður lengur við unað þegjandi, og hcfur sett svo svartan blett á fréttamennsku þessa lands að hann verður ekki burt þveginn nema með öðrum vinnubrögðum og breyttu innræti þeirra sem að henni standa. Hingað til hefur það verið viðtekin venja og talin sjálfsögð tillitssemi þegar slys hafa orðið þar sem fólk hefur týnt lífi, að gefa nægan tíma til að tilkynna aðstandendum hvað skeð hefur á nær- færinn hátt. Oftast hefur sóknarprestur á viðkomandi stað þar hönd í bagga. Oft er fólks saknað eftir voðaatburði, og því leitað eins léngi og nokkur von er. Stundum ber sú leit árangur og von þeirra sem biðu harmi lostnir rætist, og týndur ástvinur heimtur úr helju. En oft hefur vonin slokknað og sú hörmulega staðreynd orðið að vissu að ástvinurinn er horfinn að fullu úr tölu lifenda eftir langa bið aðstandenda í örvæntingu. Nú hafa blöð og sjónvarp tekið að sér óumbeðin að tilkynna fólki lát ættmenna þess eins og sjá mátti í fréttum af Hafarnarslysinu nú á dögunum. Reynt er að lýsa í smáatriðum án nokkurrar tillitssemi þeim hörmulegu atburðum sem skeðir er'u. Þar standa fréttasnápar á öndinni með nefið ofan í óhamingju annarra og skeyta hvorki um skömm né heiður til að geta matreitt fréttir í æsifréttastíl, oft meira og minna rang- snúnar sökum vanþekkingar og ákafa í að slá sinni eigin persónu upp í starfinu. og - að verða fyrstur með fréttirnar - Oft virðast jafnvel rangar og öfugsnúnar frétt- ir taldar betri en engar. Og ekki má nú heldur gleyma framlagi ljósmyndara og myndatökumanna: Þeir ryðjast inn í einkalff fólks á viðkvæmustu stundum með myndavélar og árangurinn er kannski flennistór mynd á forsíðu. Mynd af fólki sem cr í slæmu ástandi, nýsloppið úr helgreip dauðans. Hvaða tilgangur býr að baki þess að slá því upp með mynd sem stórfrétt að eiginkona fagni manni sínum sem bjarg- að er þrekuðum úr ísköldum sjó eftir ömurlegt slys? Haldið þið virkilega þið skilningsvana og mér liggur við að segja sálarlausu fréttafáráðar, að aðstandcndur okkar sjómanna hafi engar taugar til okkar? Þið ættuð að skammast ykkar ef þið kynnuð og biðjast afsökunar opinber- lega. Hvað á það að þýða að sýna í sjónvarpi þrátt fyrir beiðni sóknarprests um hið gagnstæða, nærmyndir samdæg- urs af þeim sem bjargast hraktir af skerjum Breiðafjarðar? Er ekki prestur fréttastjóri sjónvarps? Er þetta gert til að fullvissa ættingja þeirra sem ekki sáust á sjónvarpsskermi stíga út úr þyrlunni hraktir og illa klæddir um að nú væri öll von úti? Ég spyr og óska svara. Þegar svo cr komið að sendimenn fjölmiðla haga sér líkt og hrægammar þá er hin frjálsa fjölmiðlun komin á ansi lágt plan. Æsifréttastíllinn á að selja blöðin, um vandaðar frcttir lítið hirt. Röngfrétt telst þá jafnvel betri en cngin. Og hvað er þá helst talið fréttnæmt? Jú allar ncikvæðar fréttir svo sem afbrot, slys og óhamingja fólks. Upp úr slíku velta blaðamcnn og ritstjórar, sumra blaða sér eins lengi og mögulegt er, og jafnvel lerigur. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“, segir spakmælið, og mættu vorir galyösku fréttamenn gjarn- an leiða hugann að slíku áður en þeir matreiða viðkvæmustu einkamál fólks sem uppsláttarfréttirogsöluvarningfyrir fjölmiðla. Sem dæmi um livað nútímablaða- mennska telur fréttnæmt vil ég taka dæmi úr D.V. scm sjálft segist veraóháð og frjálst. Þá væntanlega um leið frjáíst að því að þurfa ekki að taka tillit til almennra mannasiða svo sent friðhelgi einkalífs og heimilis. Ekki vil ég trúa að þctta sé meint svo, en óneitanlcga virðist nú samt tilsýndar að svo sé. Fréttamat fólk á því blaði er þarinig: Fyrir nokkrum vikum skeði sá gagn- merki atburður í höfuðborg íslands sem telur liðlega 80 þúsund íbúa að lögrcglu- þjónar urðu að aflífa hund sem bitið hafð- nokkrar manneskjur. Hundurinn var að sögn blaðsins skotinn í hausinn. Öðrum hundi var líka lógað á sama stað í leiðinni. (Hundahald mun ekki leyft í höfuðborginni.) Innsk. höf. - Dagblaðiö eyddi tveim hcilsíðum undir Ijósmyndir af viðurcign lögreglunnar við hundinn. Texti myndanna var á þessa leið: Hund- urinn gcrir þetta... Hundurinn beit þennan... o.s.frv. En enginn hundur sást á myndunum, aðeins bök lögreglu- þjóna scm Ijósmyndarinn skýldi sér bakvið. Sem sagt: Björn að baki Kára. Þessu fylgdu viðtöl og lesmál sem fylltu þriðju síðuna til viðbótar. Þctta var frétt dagsins og mál málanna þar næstu vikur. Sömu nött og hundur þcssi var aflífaður lést í Reykjavík dr. GunnarThoroddsen f.v. forsætisráðhcrra, virturog mikilhæf- ur leiðtogi heillar þjóðar, vinsæll af alþýðu htndsins. Andláts hans var getið í D.V. en ráðamcnn blaðsinsgátu aðeins séð af rúmurn fjórðungi blaðsíðu sem þeir helguðu lífshlaupi hins látna lcið- toga landsins, sem var þó óvenjulitríkt og varaði í yfir sjö tugi ára. Kannski hcfur það ekki í nugum D.V presstinnar verið eins góð söluvara og andlat ferfætl- ings. Svona fréttamennska er sa árgasti dónaskapur sem uiti getur, og háskalegt tilræði viö almenna dómgreind og heil- brigðii skynscmi. Því spyr ég nú: Eru engin takmörk fyrir því hve langt má ganga í átt til lágkúrunnar undir merkj- um fréttamcnnsku, bara til aö vcra fyrstur með fréttir? Akranesi 2. nóv. 1983, Stefán Lárus Pálsson, stýrimaður. Nýjar bækur hjá Universitetsfforlag í Osló: Umdeild bók um Noreg og þriðju heimsstyrjöldina ■ Saga Asker og Bærum í þrem bind- um er að koma út hjá Háskólaforlaginu og eru tvö fvrstu bindin komin. „Asker og Bærum til 184(1" eftir Liv Martinsen og Harald Winge er fyrsta bindið. Annað bindið sem út kemtn er svo „Bærum, 1840-1980", eftir Jan Evind Myhre. Sagan hefst með mótun landslagsins á ísöld, gegnum steinöld til bændasamfé- lags og byggðaþings. Bændur, víkingar. kóngar. með þeim kemur svo ríkissam- félagogprestarsem boða trú konungsins og umboðsmenn konungs: Jarðeigcndur og leiguliðar. Liv Martinsen lýkur svo sínum hluta með kafla um eyðijarðir og bændur og jarðeigendur á síömiööldum. Annar hluti, eftir Harald Winge fjallar svo um: fleira fólk - nýjar atvinuleiðir - meiri fjölbreytni. Það er sérstaklega ánægjulegt hvað verkið er vel unnið og myndskrcytt með myndum af vmsum fornmenjum sem fundist hafa og eru heimildir þess hvernig lífið var á þessum slóðum, auk ritaðra heimilda. Annað bindið er sérstaklega um Bærum frá 1840 til dagsins í dag. Bækur þessar eru einstaklega vandaðar að cfni og frá- gangi. „Kvinner ved staffeliet", heitir bók um kvenmálara í Noregi'fyrir árið 1900. eftir Anne Wichström, er í rauii bók um 50 konur. sem voru málarar í Noregi í 50 ár. frá 1850-1900. Á þessu gullaldar tímabili norskrar málaralistar létu konur að sér kveða og er bók þessi gott vitni þess. Auk þess að segja frá starfi þeirra og sýna myndir þeirra í ágætum litprent- unum og svart hvítar. eru í bókarlok æviágrip kyennanna. „Provinsteater í sentrum" heitir bók um leikhúsið í Stavanger, 1883-1983. Eitt hundrað ár, frá Konunum okkar cftir Moser og mcð Olaus Olsen, sem leikhússtjóra. Norsk- an tckur við af dönskunni. sem leikhús cða scnumál. Sagan cr kyrfilcga rakin bæði gcgnum verk og ríkjandi listastcfn- ur, fjárhagserfiðleika og baráttu. Þetta er vel rituö og myndskreytt bók. „Forc- byggeridc helsearbeid í 1980 ara" mögu- leikar og takmarkanir heitir bók sem gefin er út í framhaldi af „Helseplan for 1980 ara". Lögð er áhersla á mikilvægi hins fyrirbyggjandi starfs, bæði hjá hinu opinbera og einstaklingnum. „Natur og menncske í Vassfaret" ritstýrt af Kare Elgrhork er bók um það svæði miö Norcgs. sent kannske hefir hvað minnst verið skrifað um. en er í raun áhugavcrð- ast. Þarna er lýst mannlífi og náttúru á einstaklega skemmtilegan hátt. „De blomsterlöse landplanter" og „Norsk steinbok" eftir Haarvard Östhagen og T. Garmo, eru bækur sem taka út það. hrein norska á báðum þessum sviðum. cn elta ekki stórarbækur um heimshluta. sem mikið hafa verið á fcrðinni undan- farið. Báöar bækurnar eru einstaklega vandaðar að allri gerð. í uppcldisfræði er mikið á seyði hjá háskólaforlaginu. sem von er. Eftir Erl- ing Roland er bókin „Stratcgi mot mobbing". Bókin byggir á stórri rann- sókn í skólum og ræðir hvernig einstakl- ingar eru kúgaðir af félögum sínum og öðrum. langt út fyrir þau mörk sem við þekkjum. því aö þeir þora ekki að segja frá. „Om a bli vokscn" eftir Finn Magn- ussen og „Á vokse op i Norge” fjalla báðar um hvernig það cr að verða fullorðinn. Þaðerekkert meðfætt. Þegar svo unga kynslóðin hikar við þcgar hún á að taka við arfi sínum, crfa landið, hverjum skyldi það þá vcra að kenna? Hvernig væri að við færum að reyna að horfa á þetta samfélag sem við erum aö hyggja frá sjónarhóli þess sem á að taka við því? „Dyktige. sterke, lykkelige barn" eftir Monicu Rudberg fjallar um uppeldishugmyndir í borgaralegum anda. Hún tekur fyrir sögu uppeldis, miðað við þær bókmcnntir sem fyrir liggja. gcgnum fjálst uppeldi millistríðs- áranna fram til okkar tíma. Þar fáum við kannske svariö viö á hvaða rótuni upp- cldishugmyndir okkar eru vuxnar. „Kjönsrollcr og likestilling" er safn greina um efniö cftir 8 konur. allar liafa þær. unniö við rannsóknir á þessu sviöi við háskólann í Bergen. Þarna eru ræddar hugmyndir um hvað gctur vcrið langtímamark og hvað er hægt að gcra á skemmri tíma. sem er takmarkað vegna þcss að stúlkur velja. að miklum mciri- hluta heföbundin kvennahlutverk. „Na som dere vet det" eftir Betty Fairchild og Nancy Hayward segir frá því sem skeöur þegar foreldrar komast að því að afkvæmi þcirra er kynviilt. „Nár det tause for ord pa seg” eru smásögur cftir stúdenta úr lífi þeirra og starfi, scm samdár voru að tilhlutan blaðsins Stu- denterforum. Héreru 12söguraf70sem sendar voru inn og ótrúlega góðar margar. Studies in Rationality and Social Change, „Explaining Technical Change" heitir bók eftir Jon Elster. scm er nýútkomin hjá Cambridge Univcrsity Press og Universitets forlagct. Kenning- ar Jon Elstcr um skynsemi og hegöun eru þegar kenndar hér við háskólann og- nú er hann á förum til Ameríku til að hcfja kennslu á kcnningafræði sinni þar. Heimspekingar. sagnfræðingar. hag- fræðingar og þjóðfélagsfræðingar og kenningar þeirra um þróun og viðbrögð samfélagsins eru hornsteinar kenning- anna og eftir að Jon Elster hcfir tekið saman sínar kenningar út frá heimildun- um. er æ víðar verið að taka upp kcnnslu á þeim. Barnamenning er lykilorðið fyrir bókina „Barnet i liv og lek" eftir Thor G. Noras. allt frá Paradísar- leiknöm til vorra daga. með fjölda af leikjauppskriftum. „Boligmarked og boligpolitikk" dæm- ið Oslo, eftir Lars Gulbrandsen. Hin ýtnsu vandamál nútímans eru skoðuð í Ijósi þess sem gert hcfir veriö á undan- förnum árum. bæði af stjórnmála- mönnum og byggingaríélögum. 1 bókatlokknum. aðstaðti og ævi kvcnna. eru komnar út 2 nýjar bækur. „Studicr í kvirincrs livslöp" ritstýrt af Kari Skrcde og Kristiri Tornes og „Dag- liglivcts organisering" cftir 5 höfunda. Báðar þessar bækur varpa nýju Ijósi á líf kvcnna og fjölskyldna og eru hluti af kvennarannsóknum síðari ára. „Etter den sötc . klöc" er bók um kynsjúkdóma, cinkenni þcirra og meðfcrð. „Menneskct og Biorytmene" cftirOlc Didrik Lærum. Bók fvrirvenju- lcgt fólk um þessi lcyndardómsfullu hrynjandi í mannslíkamanum. Hún undirstrikar það sem vitað er. cn drcgur ekkert úr því að við vitum bara svo lítið, en samt verðum við að beygja okkur. fyrir þeini takti. sem líkaminn er bund- inn af. svo oft. „Religion og menneske" undir ritstjórn Kari Vogt. Bókin útskýrir möguleika fólks á jörðinni út l'rá trúar- legum sjónarmiðum. skyldur og ábyrgð. Irelsi og frelsun og hvernig daglegt líl' er tengt því sem við trúum. Sérkafli er fyrir hin ýmsu nvju trúarbrögð í Noregi. „Hcnrik Bull" eltir hinn sextuga Stephan l'sehudi-Madsen. ríkisantikvar. er fyrsta bindi bókarverks um norska arkitekta. Bókin fjallar um helstu verk Hcnrik Bull eins og Sögusafnið. Þjóð- leikhúsið og setur liann inn í samhengi alþjóðlegs arkitektúrs. „Det forunderlige univers" eftir Öystein Elgaröv ogÖivind l lauge, hefur undirtitilinn. Stjarnfræðin á leið til nýrra uppgötvana. Þolinmæði við rannsókn vandamáls leiðirofl til uppgötvana, sem fara langt frtim úr því sem mannskepnan gat getiðsértil. Þaðstaðfestir þessi bók. Mikiö umrædd er bók John C. Aus- land „Norge og en tredje verdenskrig": Hún vekur fyrst og fremst þrjár spurn- ingar og svarar þeiili að nokkru. Hvert er hlutverk Noregs í skipulagi Banda- ríkjanna og NATO? Hve nrikið getur Noregur dregið úr árásarhættu? Og hversu tilbúinn er Noregur til að mæta slíku st'ríði ef til kemur? „Si\ilt bered- skap". eða jilmannavarnir heitir bók efíir Olav Karstad. Hvar.er Noregur staddur í þeim. Niðurstaðan er að þar sé landið langt á eftir því sem þurfi. „Hvcnt skal ha makten" er skýrsla til þingsins í samhandi við Maktutredning- en. sem ég lieli áðurskrifað um í þessum þáttum (1981). Það er sannarlega fróð- legt að sjá hvcrnig lagt er til að spilin verði gefin í valdaspilinu, allt frá ríkis- stjórn til smástofnana. Sigurður H. Þorsleinsson um bækur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.