Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 4
FOSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 fréttir Fjárlög afgreidd á þriðjudaginn Um nefndir á vegum mennta- málaráðu- neytis ■ Tímanum hefur borist cftirfarandi athugasemd frá ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins: „í aðalfrétt á forsíðu Tímans9.þ.m. um nefndir á vegum ríkisins árið 1982 segir í undirfyrirsögn: af 171 nefnd Mcnntamálaráðuneytisíns luku aðeins 18 störfum á árinu". í inngangi frétta- greinarinnar er þetta síðan áréttað með svipuðu orðalagi: „Flestar ncfndir störfuðu á vegunt menntamálaráðu- neytisins eða 171 talsins, en aðeins 18 þcirra luku starfi á árinu 1982." Af því að blaðinu er áreiöanlega umhugað um að fréttafrásagnir þess veiti sem raunhæfasta hugmynd um það el'ni sem um er fjallað óskast eftirfarandi athugasemd góðfúslega komið þar á framfæri: Eins og fram kcniur í fréttagreininni er hún reist á nýútkomnu yfirliti fjár málaráðuneytisins, fjárlaga- og hag- sýslustofnunar um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins árið 1982. Af þeim 171 „nefndum" scm í rilinu er getið á vegum menntamálaráðuncytisins falla samkvæmt lausiegri talningu 83, eða nær helmingur, í flokkstjórna, nefnda og ráða sem sinna ótímabundum verk- eínum samkvæmt lögum eða rcglu- gerðum. Flestar slíkar stjórnir eða ncfndir eru skipaðar til ákveðins tíma, en verkefnum lýkur ekki þótt skipti um menn í hlutaðeigandi stjórn eða ncfnd. Þannig var þess ekki að vænta, svo að dæmi séu tekin, að útvarpsráð, stjórn Iláskólabíós eða samstarfsnefnd mcnntamálaráðuneytsins og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga „lykju störfum" á árinu 1982. Ef þetta er haft í huga verða upplýsingar Tímans um nefndir ráðuneytisins ckki alveg eins ógnvekjandi og orðalagi fréttarinnar gæti virst ætlað að gefa til kynna." Könnun á kjörum láglaunafólks: Svör aðeins borist f rá einum f jórða ■ Svör hafa enn ekki borist nema frá röskum fjórðungi þeirra 3.3(K) manna og kvenna í verkalýðfélögunum sem beðið hefur verið að taka þátt í könnun á almennum kjörum launþega innan verkalýðshreyfingarinnar nú í nóvembermánuði s.l. Könnunin er framkvæmd af Kjararannsóknarnefnd í samvinnu við stéttarfélögin eftir beiðni forsætisráðuneytisins og er m.a. ætlað að finna út hverjir þeir hópar eru sem eiga í mestum vandræðum af- komulega séð. Það sem fólki ætti að vcra kappsmál að fá nánari upplýsingar um þessi mál kvaðst Ari Skúlason hjá Kjararann- sóknanefnd ekki nógu ánægður með svörunarhlutfallið enn sem komið er. Bcnti hann m.a. á, að verði svörun lélcg, þ.e. stór hluti fólks sem ekki svarar, verði könnunin ekki marktæk. Vill hann því endilega hvetja fólk til að svara sem allra fyrst og koma bréfun- um í póst. Ari tók fram að þött einhverjir hafi kannski ekki unnið í mánuðinum sem könnunin nær til (nóvembermánuður s.l.) sé engu að síður mikilvægt að það sendi bréfrn til baka, frekar en að það svari ekki. Að sögn Ara var mciningin að hafa niðurstöður könnunarinnar til reiðu í lok janúar n.k. En Ijóst sé, að verði svörun ekki því betri nú á næstunni takist það ekki: -HEI ■ Útséð er um að þingstörfum fyrir jól lýkur ekki á morgun, laugardag, eins og að var stefnt. Það eru mörg mál sem ljúka þarf fyrir áramótin og tími of naumur til að þingmenn geti farið í jólafrí um helgina. Er nú miðað við að síðasti þingdagur verði á þriðjudag 20. des og er það ekki seinna en oft áður. Síðdegis í gær héldu forseta Alþingis og formenn þingflokka með sér fund til að skipuleggja síðustu daga þinghaldsins, og koma sér saman um hvaða mál þurfa að fá forgang. ■ Bjólfskviða í þýðinguHalldóru B. Björnsson, skáldkonu, er um þessar mundir að koma út hjá Fjölvaútgáf- unni. Halldóra er nú látin fyrir 15 árum, en afrit af verki hennar hafa verið á sveimi milli vina og hópa fræðimanna og orðrómur um stórvirki hennar hefur spurst víða út. Bjólfskviða er eina eingilsaxneska ritið í líkingu við íslensku fornritin, sem varðveist hefur og er talið mikil- vægt undirstöðurit enskrartungu. Hún varðveittist í einu handriti, sem er talið vera frá 10. öld. íslendingurinn Grím- ur Thorkelín uppgötvaði í kringum aldamótin 1800 hvað efni hún innihélt og hlaut þá fyrir heimsfrægð. Kviðan segir frá viðureign kappans Bjólfs við ófreskjuna Grendil og síðar móður hans sem var hið mesta flagð. Hafa fræðimenn bent á það, að ýmis minni Bjólfskviðu eru sameiginleg með Grettissögu, eins og þegar Grettir kafaði í fossinn til að berjast við tröll. Á blaðamannafundi hjá Fjölvaút- gáfunni í gær sagði Þorsteinn Thorar- ensen, útgefandi, að þýðing kviðunnar á íslensku þætti sérlega mikilvæg vegna skyldleika tungumálanna. íslenskan byggði skilningsbrú milli fortíðar or ■ Lunginn af þeim tíma scm Alþingi sat að störfum í gær fór í að ræða afvopnun. Fyrir lá þingsályktunartillaga frá Kvennalista um frystingu kjarnorku- vopna. Þrjár tillögur aðrar um afvopnun hafa verið ræddar og eru til meðferðar í utanríkismálanefnd. Vilji er til þess að Alþingi sameinist um eina tillögu um þetta efni. Til stóð að eyða ekki miklum tíma í tillögu Kvennaframboðs, sem Guðrún Agnarsdóttir mælti fyrir, en afgreiða Það eru fyrst og fremst fjárlögin sem ljúka þarf og þar með ýmis frumvörp sem þeim eru tengd. Það eru frumvörp um skatta og aðra tekjuöflun ríkissjóðs. Sennilega verður ekki hægt að afgreiða frumvarp félagsmálaráðherra um Hús- næðismálastofnun ríkisins fyrr en eftir jólafrí. Annað stórmál sem fyrir liggur er um veiðar í fiskveiðilandshelginni og er um heimildir til sjávarútvegsráðherra til að ákveða kvóta fiskiskipa. Um það hefur mikið verið rætt og skoðanir þingmanna skiptar, en ef tími vinnst til mun þess nútíðar. „Þeir sem gerst hafa kannað hafa lýst meðferð Halldóru á kviðunni sem kraftaverki. Hún beitir þar-forn- um sið allskyns kenningum, lifir sig svo inn í málið, að hún hefur á valdi sínu að mynda réttilega nýjar kenningar. Er furðulegt að sjá hvernig henni tekst bæði í senn að glæða og lífga fornmál- ið, viðhalda skáldskaparhefðum, hrynjandi og merkingarsviði og þó brúa bilið við nútímann, svo að með ofurlitlu skyni á skáldskaparmálið og kenningarnar getum við núlifandi Is- lendingar haft verulega ánægju af því að lesa kvæðið. Skyldleiki tungnanna veldur því að þessi þýðing Halldóru ■ Musica Antiqua heldur tvenna tón- leika um þessa helgi, hina fyrri í Njarð- víkurkirkju kl. 21.00 og í anddyri Þjóðminjasafnsins kl. 17.00 á morgun. Á efnisskránni eru mardrigalar eftir Morley, Monteverdi, Jannequin o.fl., en auk þess verður leikin gömul orgel- tónlist. hana til nefndar og fjallar um hana ásamt öðrum afvopnunartillögum. En upp hófust umræður sem stóðu yfir í nær tvær klukkustundir. Satt best að segja kom ekki margt fram sem þegar hefur ekki verið rætt um þessi mál, en drýgstan tíma í ræðustóli tóku þeir sér Ólafur Ragnar og Svavar Gestsson og Geir Hallgrtmsson utanríkisráðherra. Hinir fyrrnefndu átöldu, að Island mundi sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi SÞ, sem fram fór í gær um tillögu frá Svíþjóð og freistað að afgreiða það frumvarp fyrir jól. Talsverðar breytingar hafa orið á fjár- lagafrumvarpinu eftir aðra umræðu, eink- um vegna spádóma um minni þjóðar- tekjur en gert var ráð fyrir er frumvarpið var lagt fram. Af því leiðir að launa- hækkanir verða minni en gert var ráð fyrir, tekjur ríkissjóðs minnka og skattar lækka. Þarf því að umreikna fjölmarga liði frumvarpsins áður en það verður tekið til þriðju umræðu, sem væntanlega verður á mánudag og atkvæðagreiðsla á þriðjudag. verður mikilvægari en allar þýðingar Bjólfskviðu yfir á önnur tungumál," segir í frétt frá Fjölvaútgáfunni. Pétur Knútur Ridgwell, sem er ísl- enskur ríkisborgari og kennir við há- skólann, ritstýrði verkinu sem riú kemur út. Hann hafði sérhæft sig í Bjólfskviðu í námi sínu í Cambridge. Hann hefur jafnframt unnið að ýtar- legri rannsókn á þýðingaraðferðum Halldóru og er í ráði að gefa það verk út bæði á ensku og íslensku. Bókin er myndskreytt af Alfreð Flóka, sem lengi hefur dáð Bjólfs- kviðu. sópran, Camilla Söderberg sópran, Marta Halldórsdóttirsópran, Hildigunn- ur Halldórsdóttir sópra/alt, Sigríður Jónsdóttir alt, Kristín Ólafsdóttir alt, Snorri Örn Snorrason tenór, Kjartan Óskarsson tenór, Halldór Vilhelmsson bassi og Jón Stefánsson bassi. Á orgelið leikur Jón Stefánsson. Mexíkó um afvopnun. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði að marka beri stefnu íslendinga í þessum málum almennt, sem ekki sé bundin þcirri tillögu sem var til meðferðar á þingi SÞ í gær. Hann kvaðst vona að Alþingi geti sameinast um eina tillögu í þessu máli. Ólafur Ragnar kvaðst óttast að það endaði í einhverri samsullstillögu um afvopnun, sem þýddi ekki eitt né neitt. LJósin tendruð á f jórum vinabæja- jólatrjám ■ Ljósin verða tendruð á jólatré því sein kristiansand gefur Keflvíkingum kl. 17.00 í dag, föstudaginn 16. des- ember. Björn Eiden, fyrsti sendiráðs- ritari norska sendiráðsins afhendir tréð fyrir hönd Kristiansand, sem er vina- bær Keflavíkur, en Guðjón Stefáns- son, form. bæjarráðs veitir því við- töku. Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur og barnakór syngur. Einnig munu jólasveinar koma í heimsókn. Kveikt á jólatré í Garðabæ ■ Garðabæ hefur borist fallegt jóla- tré frá vinabæ bæjarins, Asker, í Noregi Kveikt verður á trénu við Garðaskóla vAh'filsstaðaveg, föstudaginn 16. des- ember n.k. kl. 14:45. Forseti bæjarstjórnar Lilja Hall- grímsdóttir mun kveikja á jólatrénu. Lúðrasveit Garðabæjar leikur jólalög og jólasveinar líta við. Þess má geta að Skipadeild Sam- bandsins hefur verið svo velviljuð að gefa fragt og flutning á trénu og á hún þakkir skilið. Norræna félagið Kveikt á jólatré í Hafnarfirði ■ Frederiksberg, vinabær Hafnar- fjarðar í Danmörku, hefur fyrir hver jól í rúman aldarfjórðung sent Hafn- firðingum veglegt jólatré. Jólatrénu frá Frederiksberg hefur verið komið upp á Thorsplani við Strandgötu og ljós verða kveikt á því n.k. laugardag, þann 17. desember, kl. 16:00 Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir syngur jólalög. Sendifulltrúi Danmerkur, frú Kersti Marcus, afliendir tréð og ung stúlka af dönskum og íslenskum ættum tendrar Ijósin á jólatrénu. Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri, vcitir trénu viðtöku fyrir hönd Hafn- firðinga. Jólaveinar verða á ferð um bæinn á laugardaginn frá kl. 13:00 og enda ferð sína við jólatréð á Thorsplani um kl. 16:20, þar sem þeir hoppa og dansa kringum tréð með börnum og fullorðn- um. Kveikt á jólatré í Kópavogi ■ Laugardaginn 17. des. kl. 16.00 verður kveikt á jólatrénu í Kópavogi. Dr. Esbjörn Rosenblad sendiráðu- nautur mun afhenda tréð sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Svíþjóð, Norr- köping. Björn Ólafsson forseti bæjarstjórnar mun veita trénu viðtöku fyrir hönd bæjarbúa. Þá mun Skólahljómsveit Kópavogs leika og Samkór Kópavogs syngur nokkur lög. Jólasveinar koma í heimsókn. Jólatrénu hefur verið valinn staður á Borgarholtinu, þar sem það hefur verið nokkur undanfarin ár. En auðvitað viljum við öll afvopnun, bætti hann við. Utanríkisráðherra sagðist vænta að takast mætti að samræma sjónarmið allra þingmanna og væri að því unnið í utanríkismálanefnd. Það kom fram í máli margra þeirra sem til máls tóku, að þeir eru því hlynntir að Alþingi sameinist um eina tillögu um afvopnunarmál. ■ Þorsteinn Thorarensen, útgefandi, Þóra Elfa Björnsson, dóttir þýðandans, og Pétur Knútur Ridgwell kynntu Bjólfskviðu á blaðamannafundi í gær. Tímamynd Róbert NÝ þýenng bjólfskvkxj KOMIN ÚT HJÁ FJÖLVA REYNT AÐ SAMEINAST UM TILLÖGU UM AFVOPNUN - Sjó MUSICA ANTIQUA l'NJARÐ- VfK OG ÞJÓÐMINJASAFNINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.