Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 7 ABATASAMT AÐLENDAÍ RÆNINGJAKLÓM! ■ Ræninginn, sem réðst að Ro- ger Morse á götu í Winnipeg og heimtaði að fá peningaveskið hans, reið ekki feitum hesti frá þeim viðskiptum. í veski Rogers höfðu verið sem svarar 800 kr. ísl., sem ræninginn stakk áfergjuiega á sig. í ákafanum gætti han ekki að sér og rétti Roger sitt eigið peningaveski í misgripum. Síðan lagði hann á æðislegan flótta eftir götum Winnipeg-borgar. Roger hins vegar tók lífinu með ró. Hann opnaði veskið hálfum huga. í því lágu 8000 kr., það sem ræninginn hafði aflað yfir daginn. Þess er ekki getið að ræning- inn hafi gert kröfu tii að fá „eigur“ sínar tiíbaka. 0V1NURINN GERÐUR ÓVK3UR ■ Það voru miklar annir hjá verðan tíma að ganga úr lögreglunni í Cleveland í Ohio. skugga um, hvar sprengjuna Einhver hafði hringt og sagst Væri að finna, ef yfirleitt um hafa komið fyrir sprengju í nokkra sprengju væri að ræða einum af bílum lögreglunnar, án þess að geta þess nánar um Á meðan sprengjuleitin ná- hvaða bíl væri að ræða. Þar kvæma fór fram, voru framin 6 sem bflar lögreglunnar í Cleve- bankarán í borginni! Ræningj- land eru 56 að tölu, tók tals- anna er enn leitað. VIRÐIÐ HRAÐA- MÖRKIN ANNARS... ■ Ökumenn, sem teknir eru fyrir of hraðan akstur á Hawaii og Filippseyjum, þurfa ekki að örvænta um að sektin fari aiveg með fjárhaginn hjá þeim. Þeir þurfa ekki annað að gera en að siást í fylgd með lögreglumönnum til næsta sjúkrahúss og gefa hálfan lítra af blóði. Örlítið annað viðhorf er ríkjandi hjá lögreglunni í Júgóslavíu í garð öku- manna, sem ekki virða hraðarnörk. Þar verða sökudólgarnir að bíta í það súra epli, að laganna verðir gera sér lítið fyrir og hleypa einfaldlega loft- inu úr hjólbörðum þeirra! Það er skylda í Júgósla- víu að í hverjum bíl skuli fínnast loftpumpa. Ekki vitum við, hvort það er afleiðing eða orsök þessar- ar siðvenju. bili. En helgardrykkjan fer verr með þann sem hana stundar. Túramaðurinn nær að verða algerlega edrú á milli túranna, andlega og líkamlega, en sá sem drekkur tvö til þrjú kvöld í viku hann verður aldrei fyllilega alls- gáður andlega allt árið um kring. En við leggjum mikið upp úr því að það er eitt að vera allsgáður líkamlega eða andlega. Eftir því sem líður á drykkjuna tekur það lengri tíma fyrir líkamann að jafna sig og meðan á því stendur er maðurinn vankaður andlega.“ Á ofdrykkjumaðurínn að geta fundið sjálfan sig í lýsingum bókarinnar? „Já. Ég fylgi áfengisneyslunni eftir, alveg frá fyrsta glasi og þangað til menn missa stjórnina. Ég byggi bókina þannig upp að ég tala allt af til neytandans eða aðstandenda. Að því leyti er þessi bók allt öðru vísi en aðrar bækur á markaðnum um þessi mál. Hún gerir aldrei kröfur til að vera vísindaleg. Hún tekur á málum bæði frá læknisfræðilegu og félagslegu sjónarmiði og byggist á áralangri reynslu minni vegna starfa minna að þessum rnálurn." Nú missa ekki allir stjóm á áfengisneyslu, hversu margir gera það? „Það er taliö.80% manna neyti áfengis og af þessum hópi þá er öruggt að 10-15% missa stjórn á drykkjunni. Það er tölfræðileg staðreynd. Nú hefur þú ianga reynslu af störfum að áfengisvörnum. Hafa orðið miklar framfarir á því sviði seinustu árin? Já. Eftir að ég hætti að neyta áfengis fyrir á þriðja tug ára síðan fékk ég brennandi áhuga á þessum málum og reyndi að kynna mér allt sem ég náði í um þessi mál. Bandaríkin hafa alltaf verið í fararbroddi, Evrópa hef- ur verið númer tvö. Og sú bylting sem átt hefur sér stað í þessum málum á síðustu árum á rót sína algerlega að rekja til þess sem gert var í Bandaríkjun- um á þriðja og fjórða áratugn- um. Þá var litið á neytandann, ekki áfengið. Það er þannig sem við störfum í dag. Við ætlum okkur ekki þá dul að ráðast gegn áfenginu sjálfu. En það er ekki eins erfitt og menn vilja vera láta fyrir þann sem misst hefur á því tökin að fá bót meina sinna. - JGK. erlent yfirlit ■ ÞAÐ hefur mælzt vel fyrir, að Carrington lávarður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins frá miðju næsta ári. Mikil þörf var á, að það sæti hlyti maður, sem að flestu leyti væri óiíkur Joseph Luns, því að óheppilegri mann var vart að finna til að skipa það sæti. Carrington, sem var utanríkis- ráðherra Breta frá því í maí 1979 og þangað til í apríl 1982, gat sér gott orð í því starfi. Honum er t.d. mest þökkuð lausn Ródesíu- deilunnar. Hann lét af embætti, þegar Argentínumenn hertóku Falklandseyjar, því að hann bjóst ekki við hertökunni og taldi sig hafa gefið Margaret Thatcher rangar upplýsingar. Þetta varð þó ekki til friðslita milli þeirra. Talið er, að That- cher hafi að undanförnu leitað ráða Carringtons, þegar vanda hefur borið að höndum í utanrík- ismálum, og hún tekið tillit til þeirra. Meðal annars er ekki ólíklegt, að hún hafi að ráðum Carringtons hvatt Reagan til að sýna gætni í Líbanon. Nokkru eftir að Carrington varð utanríkisráðherra, eða 13. júlí 1979,birtist grein um hann í erlenda yfirlitinu og sagði þar „HINN nýi utanríkisráðherra Bretlands, Carrington lávarður, heíur síðan á unglingsárum haft mikinn áhuga á stjórnmálum. en þó ailtaí hafnað því að afsala sér íávarðstitli sínum til þess að öðlast rétt til setu í neðri málstof- unni. Þetta útilokar hann frá því ■ Carrington lávarður Carrington er tekið vel sem framkvæmdastjóra Nató Luns verður heldur ekki saknað að geta orðið forsætisráðherra, en það er orðin hefð í Bretlandi, að forsætisráðherra verður að eiga sæti þar. Lávarðargeta hins vegar ekki fengið sæti þar, nema þeir afsali sér titlinum. Carrington lávarður segist ekki stefna að því að verða forsætisráðherra, enda telji hann það ekki eftirsóknarvert starf. Það mun þó ekki síður ráða þessari ákvörðun hans, að hann metur mikils gamlar brezkar venjur, en forfeður hans hafa borið lávarðstitil síðan 1796. Þá sæmdi Pitt yngri Tom Smith, kunnan bankamann, lávarðstitli. En þótt Carrington lávarður virði titilinn, ofmetur hann þessa nafnbót ekki. Þess vegna kynnir hann sig oft við alvöruminni tækifæri sem Smith. Styrkur Carringtons lávarðar felst ekki sízt í því, að hann sameinar í senn virðulega og alþýðlega framgöngu, jafnframt því, sem hæfileikar hans eru viðurkenndir. Vinsældir hans og álit má nokkuð ráða af því, að það mæltist vel fyrir, þegar Margaret Thatcher skipaði hann utanríkisráðherra, þótt yfirleitt þyki það miður farið, að maður, sem gegnir þessu mikilvæga embætti, eigi ekki sæti í neðri málstofunni. Það bætti úr skák, að Carrington lávarður er talinn varfærinn og hygginn og rasa ekki um ráð fram. Það er því minna óttazt en áður, að That- cher reynist ógætin í utanríkis- málum, eins og t.d. var óttazt í sambandi við Ródesíu-málið. Peter Alexander Rupert Carr- ington varð sextugur 6. júní síðastliðinn, eða fáum vikum eftir að hann varð utanríkisráð- herra. Hann var einkasonur for- eldra sinna. Strax og hann fékk aldur til, hóf hann nám við menntaskólann í Eton, en þaðan lá leið hans til herforingjaskólans í Sandhurst. Hann var í hernum öll heimsstyrjaldarárin. Hann ■ Joseph Luns brautskráðist úr hernum 1946 og byrjaði þá búskap á ættarsetri sínu, jafnhliða því, sem hann lét stjórnmál til sín taka. Hann þótti fljótt svo líklegur til frama á því sviði, að Churchill skipaði hann aðstoðarmann landbúnaðarráð- herra 1951, þegar hann var 32 ára, og síðar aðstoðarmann varnarmálaráðherra 1954-1956. Svo vel þótti Carrington lá- varður reynast í þessum störfum, að Macmillan skipaði hann full- trúa drottningar eða eins konar sendiherra Breta í Ástralíu, en ekki þykir annað hlýða en að vel hæfir og virðulegir menn gegni þessu embætti. Ella myndu Ástralíumenn móðgast. Carring- ton lávarður gegndi þessu starfi í þrjú ár. Þegar hann kom heim til Bretlands aftur, var hann skipaður flotamálaráðherra og skömmu síðar leiðtogi stjórnar- flokksins í lávarðadeildinni. Það var á næstu árum, þegar íhaldsflokkurinn var í stjórnar- andstöðu, að náinn kunnings- skapur tókst milli þeirra Heaths og Carringtons lávarðar. Þegar Heath myndaði stjórn sína 1970, gerði hann Carrington lávarð að varnarmálaráðherra og þótti hann reynast vel í því starfi. Fáum mánuðum áður en stjórn Heaths lét af völdum 1974 hafði hann skipað Carrington lávarð orkumálaráðherra, en það þótti þá einna vandasamast og mikil- vægast allra ráðherraembætta, sökum hinna miklu verðhækk- ana, sem orðið höfðu á olíunni." EINS og áður segir, lét Carr- ington lávarður af utanríkisráð- herraembættinu í sambandi við Falklandseyjastyrjöldina. Carrington hefur nokkrum sinnum síðan látið til sín heyra um utanríkismál. í aprílmánuði síðastliðnum flutti hann fyrirlest- ur í London og telja sumir frétta- skýrendur, að hann geti notað hann sem stefnuræðu, þegar hann tckur við framkvæmda- stjórastarfinu. Fyrirlesturinn var af ýmsum talinn fela í sér gagnrýni á viðhorf. núverandi Bandaríkja- stjórnar til Sovétríkjanna. Carr- ington hafnaði eindregið hug- myndum um að draga sem mest úr samskiptum við Sovétríkin og Austur-Evrópu yfirleitt. Aukin viðskipti við þau væru ekki að- einS þeim til hags, heldur einnig Vestur-Evrópu og Bandaríkj- unum. Hann sagði, að menn mættu ekki vera of viðkvæmir fyrir því, þótt Ieiðtogar Sovétríkjanna deildu á lýðræðisskipulagið. Þeir yrðu að gera það, því að slíkir væru yfirburðir þess, en þá mættu þegnar Sovétríkjanna ekki gera sér ljósa. Carrington fylgdi hér hinni gömlu hefð Breta, að menn verði að sætta sig við heiminn eins og hann er og reyna að ná sem beztum árangri innan þess ramma. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.