Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 2
2______ fréttir MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1984 Kyngimagnað andrúmsloft er fullnægja átti dómi Hæstaréttar í útburðarmálinu: sAttatillaga fögeta um frest- UN ÚTBURÐARINS VAR SAMÞYKKT Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan ...... Jan ...... Jan ...... Jan ...... 24/1 6/2 20/2 5/3 Rotterdam: Jan ..... Jan ..... Jan ..... Jan ..... Antwerpen: Jan .... Jan .... Jan .... Jan .... Hamborg Jan Jan Jan Jan Helsink Arnarfel! Larvik: Hvassafell Hvassafell Hvassafell 25/1 7/2 21/ 2 7/3 26/1 8/2 22/2 7/3 27/1 10/2 24/2 9/3 ......14/2 30/1 13/2 27/2 Gautaborg: Hvassafell...............31/1 Hvassafell................14/2 Hvassafell................28/2 Kaupmannahöfn: Hvassafell................ 1/2 Hvassafell................15/2 Hvassafell................29/2 Svendborg: Hvassafell...............19/1 Hvassafell............ 212 Hvassafell................16/2 Arnarfell.................20/2 Árhus: Hvassafell...............19/1 Hvassafell................ 2/2 Hvassafell................16/2 Arnarafell................20/2 Gloucester Mass.: Skaffafell...............23/1 Skaflafell................21/2 Halifax, Canada: Skaftafell...............24/1 Skaftafell................22/2 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Frá Gylfa Kristjánssyni fréttaritara Tím- ans á Akurey ri. ■ Múgur ug margmenni safnaðist sam- an fyrir utan húsið Þingvallastræti 22 á Akureyri í gærmorgun, en þá stóð til að fullnægja dómi Hæstaréttar í útburðar- málinu svokallaða og bera þau hjón Ólaf Rafn Jónsson og Danielle Somers og fimm börn þeirra hjóna úr íbúð sinni í húsinu. Ólafi hafði verið gert að mæta á skrifstofu bæjarfógeta kl. 10.00 í gær- morgun en hann kom ekki. Fulltrúi fógeta hélt því að Þingvallastræti 22 ásamt Ijölmennu lögregluliði og freistaði inngöngu. Inni í íbúðinni var fjölmargt fólk: Danielle með börnin fimm, blaða- menn og ljósmyndarar og vinir þeirra hjóna. Ólafur Rafn var hinsvegar fyrir utan og er lögreglan fór þess á lcit við hann að hann hleypti fógetafulltrúanum og lögreglumönnum inn í íbúðina sagði hann: „Ég tala ekki við ykkur, þið eruð ekki fulltrúar réttlætisins“. Lögreglan greip þá til þess ráðs að taka rúðu úr glugga við útidyr og að því loknu fór einn lögreglumannanna þar inn og opnaði síðan útidyrnar fyrir fógetafulltrúann og lögreglumenn. Þeg- ar hér var komið sögu hófust orðaskipti fógetafulltrúans og Ólafs Rafns sem einnig var kominn inn í íbúðina. Sagðist fógetafulltrúinn hafa meðferðis sáttatil- lögu sem hann vildi ræða við Ólaf. „Láttu okkur heyra hana hérna þar sem blaðamennirnir geta einnig hlustað á hana“, sagði Ólafur. Ekki vildi Sigurður Eiríksson, fógetafulltrúi, gera það og varð úr að aðilar málsins, Ólafur og Danielle ásamt tveimur sonum Grímu Guðmundsdóttur, sem býr á efri hæð hússins, fóru inn í herbergi ásamt Sigurði og dvöldu þar talsverða stund. Að þeim fundi loknum varð Ijóst að réttarsátt hafði tekist. Var hún á þá lund að Ólafur Rafn og fjölskylda hans skyldi vera á brott úr íbúðinni 17. febrúar n.k. og skrifuðu málsaðilar undir þetta. Enn einum kafla er því lokið í þessu sérstæða máli sem mjög hefur verið í fréttum undanfarin misseri. -GK/GSH Mannfjöldi mikill fylgdist með er útburðurinn á heimilisfólkinu á neðri hæð Þingvallastrætis 22 átti að fara fram, Tímamynd gk- „FLYTJUM AFTUR f ÍBÚÐ OKKAR OG LÁT- UM REYNA A DÓMINN” — segir Ólafur Rafn Jónsson, eftir að bráðabirgðasamkomu lagið hafði verið undirritað Frá Gylfa Kristjánssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: ■ „Þetta er ekkert annað en nauðung- arsamningur sem gefur okkur tækifæri til að vinna tíma“, sjagði Ólafur Rafn Jónsson, er niðurstöður voru fengnar í útburðarmálinu svokallaða í gær. „Við munum flytja í annað húsnæði fyrir 17. febrúar til bráðabirgða og munum síðan flytja aftur í íbúð okkar og láta reyna á dóminn. Við förum ekki í neina íbúð á vegum félagsmálaráðs. Við höfum íbúð til umráða sem við getum farið inn í þegar þar að kemur.“ Ekki var laust við að það fólk sem fylgdist með framvindu mála við Þing- vallarstræti 22, í gærmorgun léti í ljós óánægju með störf lögreglumannanna, sem þar voru að sinna sínum skyldustörf- um. Ólafur Rafn var spurður að því hvort hann áfelldist lögregluna. „Ég áfellist fyrst og fremst fógetaem- bættið fyrir að hafa stuðlað að því að við fengum í hendur ólögmætt húsnæði óafvitandi. Við áfellumst einnig embætti byggingarfulltrúa fyrir frammistöðu þess en við höfum verið að berjast við að gera ónýta eign íbúðarhæfa í 8 ár. Þeir, sem mest hafa barist gegn okkur í því máli er lögreglulið bæjarins með aðstoð bygg- ingarfulltrúa en við munum sigra í því máli“, sagði Ólafur Rafn Jónsson. -GK/GSH „EINfl PLAGGIÐ SEM ÞAU HAFA SKRIFAÐ UNDIR í SJÖ HEIL AR” — segir sonur Grímu Gudmundsdóttur sem er handhafi hæstaréttardómsins Frá Gylfa Kristjánssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: ■ „Við höfum aldrei óskað eftir því að þessi staða kæmi upp í máiinu“, sagði Guðmundur Arnaldsson, sonur Grímu Guðmundsdóttur, sem býr á efri hæð hússins Þingvallarstræti 22, en það er Gríma sem á sínum tíma kærði þau Ólaf Rafn og Danielle og fór fram á útburð þeirra úr húsinu. „Ur því sem komiö er erum við ánægðir. Við viljum að móðir okkar geti búið í íbúð sinni í friði í ellinni, hér vill hún vera og hvergi annars staðar. Það plagg sem fólkið á neðri hæðinni fékkst nú til að skrifa undir er það eina sem þau hafa viljað skrifa undir í 7 ár. En þau hafa verið þeint mun duglegri við það að eyðileggja hér í húsinu, brjóta niður veggi og þess háttar, og þá hefur ekki skipt máli hvort þau vcrk hafa verið unnin að nóttu til eða á öðrum tímum'1, sagði Guðmundur. -GK/GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.