Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 16
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvcg' ?C Kopavogi Simar (9117 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 T* abriel HÖGGDEYFAR yf{JJvarahllJtÍr SrniTsesm Hamarshöfða 1 Ritstjorn 86300 —Augiysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Erlent verkafólk í fiskvinnslu: MIÐVIKUÐAGUR 18. JANUAR 1984 HÁTÍ Á ANNAD HUNDRAD HAFA GIID ATVINHULEYFI ■ „Samkvæmt fjulda veittra atvinnuleyfa sem nú eiga að vera í gildi, má ætla að hátt á annuð hundrað erlendra verkamanna séu nú starfandi hér á landi í fiskiðnaðinum,“ sagði Óskar Hallgrímsson deijdarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu í samtali við blaðið í gær. Erlenda vcrka- fólkið er fyrst og femst ráðið til Vestfjarða og Austfjarða, frá EskiFirði suður til Hafnar í HornaFirði, en á öðrum stöðum landsins eru þeir hverfandi fáir, nema hvað nokkrir tugir manna hafa verið ráðnir til Grundar- fjarðar. Óskar HallgriVnsson sagði að atvinnuleyfi væri veitt eftir að umsögn verkalýðsfélags á við- komandi stað væri fengin, ekki >\ieri skylt að fara eftir henni í ejnu eða öllu, en venjan væri að 'veita ekki atvinnuleyfi nema verkalýðsfélagið væri því meðmælt. Atvinnuleyfin væru einnig alltaf takmörkuð við staöi þar sem vitað væri að heimafólk gæti ekki annað vinnslunni ef verulega aflaðist. Er hægt að segja erlenda verkafólkinu upp kauptryggingu eins og íslensku verkafólki? Ósk- ar sagði aö það væri vissulega hægt, erlenda verkafólkið hefði í engum greinum meiri rétt en það íslenska. Hins vegar hefðu staðirnir hingað til ekki sett út- lendingana út af launaskrá, þótt það væri látið ganga yfir íslend- ingana. Ástæðan væri sú að slíkt eæti kostað það að húsin yrðu að kosta verkafólkið heim aftur og það væri dýrt að ráða fólk til þess eins að flytja það heim innan skamms tíma. Hins vegar væri fólkinu gerð grein fyrir því í ráðningarsamningi hver réttur þess væri, m.a. hvað varðar þetta atriði með rétt atvinnurekanda til að taka fólk út af láunaskrá þegar uppihald verður í veiðun- um. -JGK Wí -. Þyrian komin á loft með hinn óvenjulega farm undir sér. Annar hrúturinn settur í netpoka við þyriuna. TF-GRÓ í óvenjulegum flutningum: FLUTTI 2 HRÚTA ÚT í BREIÐAFJARDAREYJAR ■ Þyria Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ lenti í nokkuð óvenju-. Icgum flutningum nýlega er hún var noluð til að flylja tvo lamb- hrúta til kinda út í Breiðafjarðar- eyjar. Að sögn Benonýs Asgríms- sonar flugstjóra í ferðinni voru hrútarnir fluttir út í sitthvora eyna, Langey og stærstu eyna í svokölluðum Suðurlöndum. Ástæðu þessa flutningsmáta sagði Benoný vera að vegna mikils íss á Breiðafirði nú um fengitímann var ekki hægt að flytja hrútana sjóleiðina og því var gripið til þess ráðs að nota þyrluna en hún niun áður hafa farið svipaða ferð. Hrútarnir voru frá Skarði á Skarðsströnd og þeir voru bundnir undir þyrluna, við flot- holtin, með netum en síðan er sérstakur spegill við annað flot- holtið þannig að flugmaður gat fylgst með þeim í ferðinni. Þeim var greinilega ekkert meint af þessu ferðalagi því þeir tóku strax til við að næra sig er út í eyjarnar var komið. Tilboð streyma inn um kaup á ríkis- fyrir- tækjum ■ „Ég var síðast í dag að fá tilboð í hlutabréf ríkisins í Rafliu,“ sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra er Tímiim spurði liann í gær fregna af sölu ríkisfyrirtækja, eða af tilboðum í hlutabréf ríkisins. „Ég vil ekki gera neitt fyrr en þingflokkarnir eru komnir saman, því cg vil hafa sam- stöðu um þetta hvað mig sncrtir. Að vísu get ég tekið ákvarðanir án þess aö spyrja kóng eða prest, en ég ætla ekki að gera það," sagði fjármála- ráðherra. Fjármálaráðherra sagði að sér hefðu borist tilboð í nokk- urn fjölda fyrirtækja, eða hlut ríkisins í fyrirtækjum, en yfir- leitt væri þar um tilboð að ræða, þar sem menn lýstu áhuga sínum á því að kaupa ákveðinn hlut, án þess að til- grcina nokkra upphæð, því gengið væri út frá því að hlutur ríkisins yrði metin hverju sinni, ef í sölu yrði ráðist. - AB Blaðburðar .börn óskasí Eikjuvogur Hverfisgata Laugavegur Árbæ Glæsibær dropar Fjölmiðlamenn breyta um staðsetningu ■ Hræringar af ýmsu tagi eiga sér stað í fjölmiðlaheimin- um, þú lítill sé hérlendis, þessa dagana. Þannig Itefur Magnús Hreggviðsson, eigandi Frjáls framtaks, keypt til sín tvo Mogga-blaðamenn til að hress- upp á ritstjórn tímarita sinna. Hefur Magnús ráðið Sighvat Blöndal sem ritstjóra að Frjálsri vcrslun, en Sighvatur hefur verið potturinn og pann- an í öllum skrifum „blaðs allra landsmanna“ um viöskipta- mál. Honum fylgir einnig Ólaf- ur Jóhannsson, sem lengst af hefur skrifaö um borgarstjórn- armál fyrir Morgunblaðið. Á hinum vængnum í blaða- útgáfunni hefur Guðjón Svein- björnsson, útlilsteiknari Þjóð- viljans, hugsað sér til hreyfings, en hann er einn aðalhöfundur- inn að því andliti sem blaðið ber í dag. Segja heimildir Dropa aðs hann hafi ráðið sig til rcynslu til Iccland Review hjá Haraidi J. Hamar, meðan hann tekur út þriggja mánaða frí sitt hjá Þjóðviljanum. Lögreglumenn fyrstir að klessa í Keflavík ■ Vikurfréttir segja í nýjasta tölublaöi frá fyrsta árekstrin- um á þessu ári í Keflavík: „Það var ekki laust við að ýmsir gárungar brostu í kampinn þegar Ijóst var hverjir voru uðilar að árekstri nr. 1 á þessu ári. Sá árekstur var rétt eftir að nýja árið gekk í garð og átti sér stað beint franian við iögreglu- stöðina í Keflavík. Fljótlega sást að tveir bílar höfðu lent saman á Hring- brautinni og er betur var að gáð kom í Ijós að annar bílinn var frá liigreglunni á Keflavík- urflugveli en hinn var einkabíll og honum ók einnig flugvallar- lögreglumaður. Var ástæðan fyrir þessu harkalega stefnumóti lögregl- umanna á flugvcllinum su að mikil snjóþyngsli voru á göt- unni þar sem áreksturinn varð. Hafði því eins og kunnugt er myndast snjótroðningur með fáunt útskotum, en hvorugur ökuþóranna vildi gefa sig.“ Krummi... ... sér að það er aldeilis stjanað í kringum skjáturnar í Breið- arijarðareyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.