Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 3
MIÐVIKUÖAGUR lfi! JANÚAR 19W fréttir Er verðbólgan að velli lögð? „FYRRI HLUTINN AF ISLENSKA KRAFTAVERKINU HEFUR GERSF — „Blossi verðbólga hér upp aftur, þá er það ný verðbólga” Bjarni Einarsson, forstöðumaður Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar ■ „Ég efast um að fólk átti sig fyllilega á því ennþá, að það þjóðfélag sem við stöndum nú frammi fyrir er allt annað þjóðfélag en við bjuggum í s.l. vor. Sú verðbólga sem við höfum verið að berj- ast við undanfarin ár er nú að velli lögð. Fyrrihlutinn af íslenska kraftaverkinu hefur gerst. Blossi verðbólga hér upp aftur, þá er það ný verðbólga“, sagði, Bjami Einarsson, forstöðumaður Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar á fundi nú nýlega. Tíminn bað Bjarna að skýra nánar þessa fullyrðingu sína og spurði jafnframt hvort hann trúi því að verðbólgan gjósi ekki upp á ný áður en langt um líður. „Verðbólguvélin var tekin úr sam- bandi sem hefur orðið til þess að vísitölu- hækkun nú í desember jafngildir 9% verðbólgu á ári. Þetta kjaftæði að verð- bólgan væri hér vegna þess að seðla- prentsmiðjan væri í gangi og svo fram- vegis hefur ekki átt við rök að styðjast nú undanfarin ár. Við höfum hreinlega búið við þá verðbólgu sem þessi verð- bólgumaskína okkar framleiddi, sem sagt þessi samtenging. Við héldum henni lifandi með því að taka sífellt til okkar stærri hlut en við áttum og bjarga svo atvinnulífinu með sífelldum gengisfell- ingum og gengissigi. Þessi verðbólga er nú liðin undir lok. Það sem gæti hleypt þessu öllu af stað aftur er af Álverksmiðjan færi að hleypa öllum launahækkunum af stað meðan almennur samdráttur ríkir. Og ef það færi svo að dollarinn tæki upp á því að snarfalla og þá Evrópumyntir að hækka, þá gætum við einnig lent í vandræðum. Þetta eru tvær helstu hætturnar sem nú blasa við." - Á þá ekki að reikna með neinum launahækkunum? „Atvinnulífið er frjálst að því að hækka kaup ef það getur. Spurningin er hvort það getur farið að hækka kaup þegar líður á árið vegna vaxtalækkan- anna sem fylgja eiga með í aðgerðunum. Með þeim erum við að leggja niður stærsta tilfærslukerfið sem hér hefur nokkru sinni verið byggt upp í krónum talið, þ.e. hávaxtakerfið. Þó maður átti sig kannski ekki fyllilega á áhrifum þessa er þó ljóst að vaxtalækkun léttir gífur- lega á miklum hluta atvinnulífsins, þó þess fari ekki að gæta að ráði fyrr en kemur fram á voriðeða sumarið. Spurn- ingin er líka hve vextirnir eiga enn eftir að lækka.“ - Ert þú þá sammála Albert að vöru- verð ætti að lækka? „Það finnst manni. Maður hefur séð fjölmarga ársreikninga fyrirtækja þar sem vextir hafa sífellt hækkað sem hlutfall af rekstrargjöldum og í mörgum tilvikum farið yfir launakostnað. Inn- flutningsverslunin hefur t.d. sagt að vaxtagjöldin sé hennar stærsti útgjalda- liður fyrir utan að greiða fyrir sjálfar vörurnar. Það hlýtur því að verða meira eftir í kössunum.“ - Þú nefndir kraftaverk áðan? „Ég kalla þetta kraftaverk. Þjóðin hefur staðið saman um þetta í reynd. Næsta kraftaverk er síðan að koma hjólunum í gang - finna raunverulegar leiðir til að bæta lífskjörin í landinu. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar nú, þ.e. þegar menn verða búnir að finna ein- hverjar aðferðir til að laga um fyrir lítilmögnunum. Eini raunveruiegi grundvöllurinn fyrir bættum lífskjörum er aukin framleiðsla, framleiðniaukning, og svo ef við fáum betra verð fyrir okkar afurðir en verðið er á þeim vörum sem við kaupum." -HEI ■ 60 bifreiðaeftirlitsmenn og ökukennarar sóttu fund í Domus Medica á laugardaginn, þar sem hin nýja reglugerð og námsskrá fyrir ökukennslu voru kynntar. Fundarstjóri var Guðmundur Þorsteinsson námsstjóri umferðarfræðslu. Timamynd Árni Sæberg Ný reglugerd tekur gildi um ökukennslu: ÖKUKENNSLA VALFAG í FRAMHALDSSKÓLUNUM? Borgarrád samþykkir: Hitaveit- an hækk- ar gjald- skrá um 25% — husaleiga í borgarhúsnædi hækkar um 4% og rafmagn og hiti til þess um 44% ■ Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær 25% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur. Þrír fulltrúar Sjáifstæðisflokksins greiddu atkvæði með tillögunni, en fulltrúar minnihlutans, Krist- ján Benediktsson og Sigurjón Pétursson greiddu atkvæði gegn hækkuninni. Þessi hækkun er í samræmi við fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var fyrir tæpum hálfum mánuði, en þar var gert ráð fyrir að gjald- skráin hækkaði í byrjun ársins um 25% eða 15 krónur pr. tonn. Ekki er gert ráð fyrir að um frekari hækkanir verði að ræða á gjaldskrá hitaveitunnar á þessu ári. Fulltrúar minnihlutans bentu á til áréttingar afstöðu sinni að gjaldskrá hitaveitunnar hefði hækkað mjög mikið undanfarið ár. í desember 1982 kostaði tonn- ið af heitu vatni 5.50, en kostar eftir þessa hækkun 15. krónur eins og fyrr segir, hækkunin hefur þannig numið 272.7% á rúmu ári. Þá var samþykkt í borgarráði að hækka húsaleigu í borgarhús- næði um 4% og rafmagn og hita til þess húsnæðis um 44%, en að sögn Kristjáns Benediktssonar jafngildir þetta hækkun húsaieigu um 25%. Atkvæðagreiðsla um þetta mál fór á sama veg og um gjaldskrá hitaveitunnar og koma þessar hækkanir allar því til endanlegrar afgreiðslu hjá borg- arstjórn á morgun. - JGK. ■ „Hin nýja námsskrá stefnir aö því að efla viðhorf ökunemandans til að sjá þörf fyrir reglur og fá betri yflrsýn yfir umferðina. Námsskráin er einnig veru- legt skref í að samræma prófin og einnig væntir skólakerfið þess að geta nýtt þessa námsskrá líka í framhaldsskólun- um þannig að hægt verði að hafa ökunám sem valfag“, sagði Guðmundur Þor- steinsson námsstjóri umferðarfræðslu hjá menntamálaráðuneytinu um nýja ■ Samkvæmt bráðabirgðatölum þá fluttu Flugleiðir 228 þúsund farþega yfir Norður-Atlantshafið á s.l. ári, og er þar um 24.5% aukningu að ræða frá því á árinu 1982, en þá voru 183 þúsund farþegar fluttir á þessari leið. Evrópuflugið, að Luxemburg undan- skilinni, en farþegar þangað eru inni í Atlantshafsflugtölunni, voru á sl. ári 133 þúsund, en voru árið 1982 143 þúsund, þannig að farþegafjöldi dróst saman um 7% á þesum leiðum. Flugleiðamenn höfðu í ársbyrjun í fyrra gert ráð fyrir að farþegum í Evrópufluginu myndi á sl. ári fækka um 10%, og voru þá með í huga farþegaferjur sem nýja samkeppn- reglugerð og námsskrá um ökukennslu sem gefin var út 13. desember s.l. af dómsmálaráðuneytinu og tekur gildi 1. febrúar. Guðmundur sagði að aðalbreytingarn- ar á ökukennslunni samkvæmt þessari reglugerð fælust m.a. í að hætt verður. við munnleg próf en í stað þess kemur skriflegt krossapróf. Þá er í sumum tilvikum leyfilegt að taka próf á sjálf- isaðila, svo og slæmt efnahagsástand sl. árs. Sæmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða upplýsti Tímann jafnframt í gær, að farþegafjöldi í innanlandsfluginu á liðnu ári hefði einnig dregist saman, - hann hefði sl. ár verið 203 þúsund farþegar, en 221 þúsund árið 1982, en það jafngilti 8.5% samdrætti. Aðspurður um hverjar þeir teldur ástæðurnar vera fyrir svo miklum samdrætti í innan- landsfluginu svaraði Sæmundur: „Það kemur fleira ein eitt til, en t.d. lá flug niðri í janúar 1983 dögum saman, og okkur telst til að við höfum tapað um 4 þús. farþegum í janúar einum í fyrra. skipta bíla. Þá stendur til að'fækka prófstöðum til að hægt verði að sam- ræma prófin betur og auka fræðilega kennslu á námsskeiðum, t.d. meðmynd- böndum. Guðmundur sagði einnig að nýkomin væri út bók, Akstur og umferð, sem gefin er út af ökukennarafélaginu, í samræmi við nýju reglugerðina sem tekur gildi 1. febrúar. Auk þess hafði fækkun á flugferðum til Vestmannaeyja sitt að segja og þar töpuðum við miklu vegna þess að þar var svo oft ófært sl. sumar vegna rigningar og slæms skyggnis. Það er einnig skýring á þessaii fækkun, að ferðalög virtust almennt dragast saman á liðnu ári, a.m.k. innanlanda." Þótt að um samdrátt sé að ræða í innanlandsflugi og Evrópuflugi á liðnu ári, þá er aukningin svo mikil á Banda- ríkjafluginu, að farþegar í heild hjá Flugleiðum í áætlanaflugi á liðnu ári eru um 18 þúsud fleiri en á árinu áður, eða 564 þúsund á móti 546 þúsund farþegum. - AB. Alþýðubankinn telur sig hafa ioforð fyrir opnun utibús á Akureyri: „ÞflÐ HEFIIR EKKI VERIÐ LOFflÐ NEINU” — segir banka- málaráðherra ■ „Það hefur ekki verið lofað neinum um leyfisveitingum fyrir bankaútibúum. Eg bíð þess nú að fá í hendur frumvörp þau sem eru í vinnslu hjá bankamálanefndinni, til þess að sjá hvaða framtíðarmús- ík nefndin telur rétt að spila í þessum efnum,“ sagði Matthías Á. Mathiesen viðskipta- og banka- málaráðherra, þegar Tíminn spurði hann í gær hvort hann hefði gefið Alþýðubankanum loforð um leyfiseitingu fyrir rekstri á útibúi því sem Alþýðubankinn hefur nú tilbúið á Akureyri, en bíður með opnun á, þar til rekstrarleyfi liggur fyrir. Stefán Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankans, sagði í samtali við Tímann í gær. „Við teljum okkur hafa loforð fyrir því að fá leyfi fyrir rekstri útibúss á Akur- eyri og við búumst við því að fá það leyfi núna hvaða dag sem er.“ Stefán var spurður að því hvort hann teldi það eðlilegt að bankar réðust fyrst í það að reisa eða standsetja bankaútibú, og síðan í að sækja um rekstrarleyfi: „Já, mér finnst það mjög eðlilegt, því það hefur því miður sýnt sig í gegnum árin að það hefur ekki verið besta aðferðin að sækja fyrst um leyfi og ráðast svo í fram- kvæmdir. Ef menn kynna sér það hvernig leyfisveitingum til bank- anna hefur verið háttað, þá sést það og getur skýrt ýmsa hluti, svo sem þá hvers vegna Alþýðubank- inn hefur alltaf verið látinn sitja eftir,“ sagði Stefán. Stefán ítrekaði að þeir í Alþýðu- bankanum teldu sig hafa loforð fyrir rekstrarleyfi á bankaútibúi á Akureyri, en þeir hefðu hins vegar ekki neitt loforð fyrir því hvenær það leyfi yrði veitt, en hann sagðist telja að þar væri svolítill munur á. - AB. -GSH Farþegum Flugleiða: Fjölgadi um 18 þúsund á s.l. ári

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.