Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR IX. JANÚAR 19X4 18 Itttrrn fréttir GUÐBJÖRGIN m AFIA- HÆST A VESTFJÖRÐUM Gísli forstjóri Grundar rausnarlegur: ELLEFU FELÖG OG STOFNANIR í HVERAGERÐI FENGU GIAFIR ■ Ellefu félög og stofnanir í Hvera- gerði veittu nýlega viðtöku rausnar- legum gjöfum, samtals 165 þús. krónum, frá Gísla Sigurðssyni for- stjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Fyrir nokkru bauð Gísli fulltrúum þessara félaga og stofnana í Hvera- gerði og Ölfusi til kaffidrykkju þar sem hann afhenti hverju þeirra að gjöf 15.000 krónu. Þessi félög og stofnanir , eru eftirtalin: Sundlaugin í Lauga- skarði, Leikfélag Hveragerðis, Hvera- gerðiskirkja, Kirkjukór Hveragerðis og nágrennis, Skátafélag Hveragerðis og Hjálparsveit skáta í Hveragerði, For- eldrafélag Leikskólans í Hveragerði, Kvenfélag Hvcragcrðis, Kvenfélagið Bergþóra í Ölfusi, Kirkjan í Porláks- höfn og Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss. Gísli hefur áður stutt þessi félög og stofnanir á ýmsan hátt. Þyggjendur gjafanna færa Gísla alúð- arþakkir fyrir þann hlýhug sem hann hefur sýnt þessum félögum og stofnun- um mcð þessum rausnarlegu gjöfum og óska honum velgengni á nýbyrjuðu ári. - HEI. Fólki skylt að sýna bjarg- arlausum dýr- um ummönnun — samkvæmt dýra- verndarlögum segir Samband dýravernd- unarfélaga íslands ■ Samband dýraverndunarfélaga ís-' lands vill af gefnu tilefni taka fram að* verði maður var við dýr sem er sjúkt, lemstrað eða bjargarvana að öðru ieyti er honum skylt, samkvæmt 15. grein dýraverndunarlaganna, að veita því anda (umráðamanni), löggæslu- mönnum eða dýraiækni viðvart án tafar. ■ Botnfiskafli togara og báta frá Vest- fjörðum var um 800 tonnum minni í desember s.l. en í sama mánuði árið áður, eða um 4.506 tonn nú á móti 5.306 tonnum í desembermánuði 1982. Aflinn á árinu 1983 varð æ73.594 lestir, en var 84,812 lestir á árinu 1982 og 97.882 lestir á árinu 1981. AFlinn á síðasta ári er því rétt um þriðjungi minni en hann var árið 1981, samkvæmt yfirliti frá skrifstofu Fiskifélagsins á Isafirði. Afli 14 togara irá Vestfjörðum var ■ Örn Egilsson var kjörinn formaður Félags skyndihjálparkennara á aðalfundi félagsinsfyrirskömmu. Nína Hjaltadótt- ir sem hefur verið formaður félagsins síðustu tvö árin, eða frá stofnun þess, gekk úr stjórninni. í frétt frá stjórn félagsins segir að helstu verkefni félagsins í ár iúti að kynningu á starfsemi félagsins, fræðslu- tundum fyrir félagsmenn og frek- ari mótum skyndihjálparkennslu. Þau félög, fyrirtæki, stofnanir og ein- samtals 49.397 Jestir á síðasta ári, eða 3.528 lestir á skip að meðaltali. Meðalafli 13 togara árið áður var að meðaltali 733 lestum meiri, eða 4.261 tonn. Aflasam- dráttur hefur orðið nokkuð jafn hjá öllum togurunum nema einum. Aflahæsti togarinn var Guðbjörg frá ísafirði með 5.346 lestir, eða 808 lestum minna en árið áður. Næstir koma Páll Pálsson frá Hnífsdal 4.196 lestir (5.102) og Bessi frá Súðavík 3.937 lestir (4.563 lestir árið áður). staklingar sem óska eftir skyndihjálpar- fræðslu eru beðin að koma óskum sínum þar að lútandi á framfæri við: Örn Egilsson, síma 71708, Thor Eggertsson, síma 75355 á kvöldin og Odd Eiríksson síma 20388. Félagið vill minna landsmenn á að slysin gera ekki boð á undan sér og fyrstu mínúturnar eftir slys geta skilið milli lífs og dauða. Því ættu allir að læra skyndi- hjálp og ekki síður að rifja hana upp með því að sækja námskeið. í desember s.l. réru 16 línubátar frá Vestfjörðum miðað við 23 línubáta í sama mánuði 1982. Aflabrögð bátanna. voru mun lakari nú í haust en árið áður sem bæði stafaði af óhagstæðum gæftum og minni afla. Afli 5 hæstu bátanna á haustvertíðinni var nú 1.520 lestir í alls 273 róðrum, eða 5,57 lestir í róðri. Árið áður var afli 5 hæstu bátanna 1.967 lestir í 331 róðri, 5.94 að meðaltali í róðri. -HEI Bæjar- og hér- aðsbókasafnið á Selfossi: Fimmtíu bækur á hvern lánþega — að meðaltali síðasta ár ■ Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sel- fossi lánaði út samtals 57.717 bindi af bókum á nýliðnu ári, sem var tæplega 3% aukning frá árinu áður. Um 80% af útlánuðum bókum voru skáldsögur. Safnið þjónar íbúum Selfossbæjar og Árnessýslu. Skráðir lánþegar voru 1160 á síðasta ári, þar af um fjórðungur sem býr utan Selfoss. Sé útlánuðum bókum skipt jafnt á alla lánþega koma því 50 bækur í hlut hvers og eins, að sögn Steingríms Jónssonar, yfirbókavarðar. Alls keypti safnið rúmlega 800 bindi af bókum á árinu 1983, sem var talsvert minna en árið áður, enda bókaverð hækk- að mun meira en tekjur safnsins. Bóka- eign í árslok var talin um 19.000 bindi, auk blaða og tímarita, sem eru óskráð enn. Safnið er opið daglega, mánudaga til föstudaga kl. 3 — 7 síðdegis og að auki til kl. 8 á fimmtudagskvöldum. ■ Stjórn Félags skyndihjálparkennara. Aftari röð frá vinstri: Ema B Antonsdóttir, Thor B. Eggertsson meðstjórnendur. Fremri röö frá vinstri: Oddur Eiriksson ritari, Örn Egilsson formaður og Svava Ingimarsdóttir gjaldkeri. Nú ættu allir að læra skyndihjálp — segja skyndihjálparkennarar Sveinn V. Jónsson skipulagsnefndarmaður í Kópavogi: ATHUGASEMD UM FOSSVOGSBRAUT — vegna ummæla Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar formanns Skipulagsnefndar Reykjavlkur ■ Vegna viðtals við Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, formann Skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar um Fossvogsbraut og þörf Kópavogs og Reykjavíkur fyrir hana, þar sem hann talar um nauðsyn þess að samráð sé haft um endurskoðun, þarf að rifja upp nokkur atriði úr forsögu þessa máls. Þá skal fyrst nefna það atriði, sem var helsta röksemd fyrir því að Fossvogs- braut yrði lögð. Það var að hún átti að vera ein af aðalumferðaræðunum út úr höfuðborginni, liggja upp Elliðaárdal og tengjast Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Þessar forsendur lágu fyrir þegar núver- andi aðalskipulag Kópavogs var sam- þykkt,23. febrúar 1970. Samt voru þá þegar uppi efasemdir um þörf fyrir Fossvogsbraut, og var hafður fyrirvari um legu og stærð götunnar. Eftir nokkur fundahöld var gerður samningur árið 1973 milli bæjarfélag- anna, Kópavogs og Reykjavíkur. í fimmta lið þess samnings stendur meðal annars: „Ákvörðun um breytingu á mörkum kaupstaðanna í Fossvogsdal verði skotið á frest um 2 ár. Aðilar eru sammála um að nota þennan frest til eftirfarandi: a) Endurskoðunar á umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins og þá sérstak- lega til athugunar á nauðsyn Foss- vogsbrautar. Að þeim þætti endur- skoðunarinnar skulu báðir aðilar standa..." Misbrestur hefur orðið á að Reykja- víkurborg stæði við þetta atriði, sem og fleiri. Meðal annars felldi hún einhliða úr gildi vegarkaflann upp Elliðaárdal og þar með tenginguna yfir á Suðurlands- veg, meginforsenduna fyrir lagningu Fossvogsbrautar. Fleiri skipulagsfor- sendum hefur Reykjavíkurborg breytt einhliða, eins og sést af samþykkt Bæjar- stjórnar Kópavogs frá 27. maí, 1977. Þá var samþykkt samhljóða tillaga, þar sem mótmælt var að Borgarstjórn Reykja- víkur hefði nýlega endurskoðað aðal- skipulag fyrir Reykjavík, þar sem gert væri ráð fyrir stórauknu atvinnuhúsnæði vestan Kringlumýrarbrautar. Segir orð- rétt í samþykkt Bæjarstjórnar Kópa- vogs: „í samkomulagi milli Reykjavíkur- borgar og Kópavogskaupstaðar um mörk kaupstaðanna o.fl. frá 14. ágúst, 1973, eru ákvæði er fjalla um endur- skoðun á umferðarkerfi höfuðborgar- svæðisins, með sérstakri athugun á nauðsyn Fossvogsbrautar. Við gerð þessa samkomulags var af hálfu Kópa- vogskaupstaðar að sjálfsögðu gengið út frá því að forsendum umferðarkerfisins væri ekki breytt meðan á nefndri athug- un stæði.“ Síðar í samþykktinni segir: „Bæjar- stjórn Kópavogs mótmælir því að Reykjavíkurborg skuli einhliða hafa breytt nefndum forsendum og lýsir því yfir að hún telur sig óbundna af niður- stöðum á þeirri athugun á nauðsyn Fossvogsbrautar, sem fjallað er um í 5. grein fyrrnefnds samkomulags“. Fleiri ávítur vegna einhliða aðgerða Reykja- víkurborgar er að finna í þessari sam- þykkt Bæjarstjórnar Kópavogs frá 27. maí, 1977. Þrátt fyrir þessa samþykkt hefur Reykjavíkurborg að því ég best veit enga tilburði haft uppi um endur- skoðun ákvæðisins um Fossvogsbraut og hlýtur að mega líta á það aðgerðarleysi sem viðurkenningu á sjónarmiðum Bæjarstjórnar Kópavogs. Þetta voru nokkur atriði um forsög- una. Þá er það fullyrðingin um vandræð- in og þörf beggja sveitarfélaganna á Fossvogsbraut. Ég h eld að þar sé önnur lausn nærtækari. Þar á ég við vegabrýr á gatnamótum Bústaðavegar og Kringlu- mýrarbrautar og gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar og að Reykjanesbraut verði lokið sem fyrst með sínum umferðarbrúm. Ennfremur að gerður verði ofanbyggðarvegur, sem á að leiða umferð framhjá borginni af Reykjanesbraut vestur og austur um land, og einnig inn á svokölluð jaðar- svæði hennar. Síðast en ekki síst má svo nefna að ekki sé tekin ákvörðun um tugþúsunda manna byggð án þess að hafa í henni alhliða þjónustukjarna. Sveinn V. Jónsson > Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei p - SEAN CONN£RY JAME5 BOND0O? j _________';«ki w wii ttía; _ _ Hinn raunveruiegi James Bond er mættur aftur til leiks í hinni splunkunýju mynd Never _say nev- er again. Spenna og grin i há- marki. Spectra með erkióvininn Blofeld verður að stöðva, og hver getur það nema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilega í gegn við opnun í Banda- ríkjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin • Kershner. Myndin er tekin f Dolby Sterio. Sýnd kl. 5.30,9 og 11.25 Hækkað verð. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú alfrægasta grínmynd* sem gerð hefur veríð. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið pvenjulega lif Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie,' Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5 og 7 Sá sigrar sem þorir (Who dares wins) Frábær og jafnframt hörkuspenn- andi stórmynd. Aðalhlutverk: Lewis Collins og Judy Davis. Sýnd kl. 9og 11.25 SALUR3 La Traviata Seven Sýndkl. 7 og 11. SALUR4 Zorroog hýrasverðið Sýndkl. 3,5 og 11 Herra mamma Sýndkl. 7og9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.