Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 7. október 1987 Egilsstaðaflugvöllur: Matthías Á. hafnaði tilboði tækjamanna Þrátt fyrir hug í fulltrúum bæjar- stjórnar og tækjamanna á Hcraði, eftir fundinn við sjúkrabeð Matthí- asar Á. Mathiesen samgönguráð- herra í fyrradag, var skriflegt svar ráðherra neikvætt í gær. Tilboði Samstarfsfélaga bíla- og tækjamanna á Héraði hefur því verið hafnað og ákvörðun ráðherra frá því fyrir helgi, um almennt útboð í framkvæmdir við Egilsstaöaflug- völl, stendur eftir óhögguð. Það mun þá koma til kasta flugmála- stjóra, Péturs Einarssónar, að sjá um framkvæmd á almennu útboði verkþáttarins. KB Frá setningu kirkjuþings í Bústaðakirkju í gær. Dr. Sigurbjörn Einarsson og frú, sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup og settur biskup yfir Islandi, og Jón Sigurðsson, kirkjumálaráðherra voru meðal þeirra sem hlýddu messu við upphaf þingsins. Tímamynd Pjetur Egilsstaðaflugvöllur: Skipst er á yfirlýsingum Yfirlýsingar af ýmsu tagi og frá ýmsum aðilum streyma nú inn til fjölmiðla vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Egilsstaðaflugvöll. Hér fylgja í fullri lengd yfirlýsingar frá Samstarfsfélagi bíla- og tækjaeigenda á Héraði, Verktakasambandi íslands og Verslunarmannafélagi Austur- lands. Tækjaeigendur á Héraði „Vegna frétta frá samgöngu- máluráðuneytinu í gær, þess efnis að ekki hafi fengist niðurstaða í viðræöum við tækjacigendur á Héraði um byggingu fyrsta áfangu Egilsstaðaflugvallar, vill Sam- starfsfélag tækjaeigenda á Héraði láta eftirfarandi koma fram úr fundargerð fundar með flugmála- stjóra 23. september 1987: Samstarfsfélag bíla- og tækjaeig- enda á Héraði hefur gert tilboð í framkvæmd fyrsta áfanga Egils- staðaflugvallar, sem hljóðar á krónur 54 milljónir. Samstarfsfé- laginu er kunnugt um að niður- stöðutölur í umfjöllun Almennu verkfræðistofunnar um fyrrgreind- an verkþátt, þar sem gert er ráð fyrir í markaðsspá að framkvæma megi fyrsta áfanga Egilsstaöaflug- vallar fyrir krónur 42-45 milljónir. Ennfremur er gert ráð fyrir í fyrrgreindri umfjöllun að verkiö myndi kosta 48 milljónir króna, ef notaðir væru taxtar Vegagerðar ríkisins og um 54 milljónir, ef notaðir væru taxtar vinnuvélaeig- enda. Fulltrúar samstarfsfélagsins lýsa því yfir að til greina geti komið að framkvæma fyrsta áfanga Egils- staðaflugvallar fyrir 45-50 milljónir króna og leggja áherslu á að þeir eru reiðubúnir til frekari skoðunar og umfjöllunar á forsendum verks- ins og kanna til hlítar hvort sam- starfsfélagið gæti frekar nálgast forsendur þær sem Almenna verk- fræðistofan hefur byggt á.“ Það var Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Malarvinnsl- unnar á Egilsstöðum, sem flutti blaðinu yfirlýsinguna og var hún samþykkt fyrir síðustu helgi. Pað hefur síðan komið á daginn að inni í forsendum tækjaeigenda var verkþáttur sem ekki hafði veriö gert ráð fyrir í útreikningum Al- mennu verkfræðistofunnar. Sá verkþáttur skýrir þann mun sem virðist í fljótu bragði vera á tilboði tækjaeigenda og útreikningum Al- mcnnu verkfræðistofunnar. Frá þessu var greint í frétt Tímans af málinu í blaðinu í gær. Verktakasamband íslands „Með ákyörðun um útboð á framkvæmd við Egilsstaðaflugvöll cr virt sú meginregla laga um opinberar framkvæmdir, að þær skuli boðnar út. Verktakasamband íslands telur, að með útboði sé tryggt að mesta hagræðing í mannafla og tækja- notkun geti notið sín og fjármun- um skattborgaranna sé varið á scm hagkvæmastan hátt. Verktakasambandið harmarþau skammsýnissjónarmið að loka beri ákvcðnum landsvæðum fyrir sam- keppni frá öðrum landsvæðum, og tclur að slík sjónarmið þjóni hvorki viðkomandi byggðum eða þjóðinni í heild. Staðsetning í heimabyggð á að vera nægt forskot fyrir heima- menn í samkeppni viö utanaðkom- andi aðila. I'á er Ijóst að umfang stórfram- kvæmda er ákafiega breytilegt á hverjum tíma frá einum landshluta til annars. Af þeim sökum er þjóðhagslega nauðsynlegt að geta fiutt þekkingu og tæki á milli landshluta. Stjórn Verktakasambands ís- lands treystir ríkisstjórn íslands til aö fara aö lögum um opinbera framkvæmdir." Undir þessa yfirlýsingu ritar Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri, fyrir hönd stjórnar VÍ, þann 5. október s.l. Verslunarmannafélag Austurlands „Verslunarmannafélag Austur- lands lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur tækjaeigenda og bæjar- stjórnar Egilsstaða, um að samn- ingar um gerð flugvallar á Egils- stöðum fari ekki úr héraði. Pað væri enn eitt gerræðið við landsbyggðina ef framkvæmdir sem slíkar yrðu fengnar ööruin en heimamönnum. Við beinum þeim tilmælum til hæstvirts samgöngumálaráöherra, að hann hlutist til um að áfram verði haidið þeim samningum við heimamenn, sem í gangi hafa verið um flugvallargerðina.“ KB Síldarvertíðin hefst á morgun: EKKIBÚIST VID ÖRTRÖD Á MKHJM Síldarvertíðin hefst á morgun, örlítið fyrr en venja er. 91 bátur hefur fcngið leyfi til veiðanna, sem er sami fjöldi og á síðustu vertíð. 88 bátar hafa um 800 tonna kvóta, cn þrír þeirra hafa óreglulegan vegna þcss að þeir höfðu öðruvísi reynslu af reknetatímanum á sínum tíma. Heildarkvótinn nemur því um 72.000 þúsund tonnum, en var um 65.000 tonn á síðustu vertíð. Að sögn Arnar Traustasonar hjá Veiðieftirlitinu er ckki búist við að margir fari á miðin fyrst um sinn, því flestir vilja sjá hvernig þeim fyrstu takist til. Hins vegar er pressa á að hefja veiðarnar til að standa við gerða samninga við Svía og Finna. Örn hafði þó fregnað af nokkrum Grindavíkurbátum sem eru að gera sig klára í slaginn, svo og að söltun sé að hefjast þar. Samningar við Sovétmenn hafa enn ekki tekist, en samningarnir við Svía og Finna svara til 83.000 tunn- um af heilsaltaðri síld, sem er 24% meira en selt var þangað með fyrir- framsamningum á sl. ári. - SÓE Tímamynd: Pjelur Nóg að gera hjá Lögreglunni: Ölvaður stakk af Lögreglan í Reykjavík haföi nóg að gera í fyrradag og gærmorgun, enda uröu þa 27 arekstrar, (ca. 91.000 kr.), 12 óku of hratt, (ca. 92.000 kr.) og fjórir voru teknir fyrir að hafa vanrækt aðalskoöun bifreiða sinna og sáu á eftir númeraspjöldum sínum (8.000 kr.). Þetta gerir samtals tæpar 200.000 krónur á 30 klukkustundum. Einn af ofangreindum árekstrum varð á gatnamótum Dunhaga og Hjarðarhaga um klukkan 23 á sunnudagskvöld. Þar ók ökumaður, grunaður um ölvun við akstur, á bifreið og stórskemmdi og stakk svo af, en náðist skömmu síöar. Gríðarlegir raunvextir Raunvextir í landinu eru nú um 16-18% á venjulegustu skuldabréf- um sem í gangi eru í viðskiptum um þessar ntundir. Hér er m.a. átt við vexti á skuldabréfum sem fólk er að taka og skrifa undir vegna afborgana og greiðslukjara á varningi út úr verslunum. Þessar upplýsingar komu fram í viðtölum við fjármögnunarfyrirtæki í Reykjavík. Kom það einnig fram að dráttarvextir samsvara um 22% raunvöxtum, en eins og margir vita eru raunvextir þeir vextir sem borga þarf umfram verðbólgu. Tuttugu og tvö prósent raunvextir í tuttugu prósent verðbólgu merkja það að greiða þarf, gróflega reiknað, fjöru- tíu og tveimur hlutum meira fyrir hlutinn sem keyptur er umfram það sem hann er sagður kosta í verslun- inni. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.