Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 7. október 1987 . Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason . OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65,- kr. um helgar. Áskrift 550,- Gáleysisstefna Það hlýtur að vekja nokkurn ugg af hve miklum ákafa margir atvinnurekendur og framkvæmda- stjórar fyrirtækja ræða innflutning erlends vinnu- afls. Þessir menn virðast líta á það sem ámóta hagsmuni fyrir þjóðfélagið að flytja inn farand- verkafólk úr öllum heimshornum eins og þáð er að efla ferðaþjónustu og fjölga erlendum ferðamönn- um til landsins. Á þessu tvennu er þó reginmunur. Ferðaþjón- usta er líkleg til þess að verða arðvænleg atvinnu- grein, sem eykur gjaldeyristekjur og stuðlar að því að vinnuframboð eykst í landinu, gerir atvinnulífið fjölbreyttara. Ferðaþjónusta leiðir almennt til þess að auðvelda áhugasömu fólki að ferðast eins og frjálsbornir menn til fjarlægra landa, kanna ókunn- ar slóðir, kynnast atvinnuháttum og mannlífi meðal annarra þjóða af eigin raun. íslendingar eiga að stuðla að slíkum samskipt- um, efla ferðaþjónustu og gagnkvæm kynni milli þjóða á jákvæðan hátt. Það er á þann hátt einan sem frambærilegt er að „opna“ landið fyrir útlend- ingum. Hins vegar er það röng stefna að hugsa sér að byggja upp atvinnulífið með erlendu farand- verkafólki. Má með réttu líta á slíka stefnu í atvinnumálum sem hnignunareinkenni þjóðfélags- ins, vísbendingu um að þjóðin sé að gefast upp við að lifa í landinu og skipta með sér að vinna nauðsynjastörfin, sem atvinnuvegirnir krefjast og þjóðarbúið í heild byggist á. Það mikla umtal sem nú er um nauðsyn þess að flytja inn erlent vinnuafl kann að vísu að vera stundarfyrirbrigði. Hin óvænta spenna í atvinnulíf- inu, sem orðið hefur á þessu ári, hefur magnað þessa umræðu og eins og blindað ráðamenn atvinnulífsins fyrir vanköntum slíkrar stefnu í atvinnumálum. Menn sjást ekki fyrir í athöfnum sínum, ryðjast fram með offjárfestingu á hæpnum fjárhagsgrundvelli og skuldasöfnun, sjá enga leið til að stöðva sjálfa sig og fara að lokum að trúa því að íslenskt þjóðfélag sé of lítið og of fámennt fyrir þá og því sé nauðsynlegt að „opna“ landið fyrir herskörum af nýju vinnuafli og neytendum. Allt þetta mál verður að kanna gaumgæfilega og ræða af hreinskilni og alvöru áður en stofnað er til stórræða í sambandi við innflutning erlends vinnu- afls. Það á ekki að vera neitt einkamál atvinnurek- enda að keyra fram mál af þessu tagi, heldur verður ríkisstjórn og Alþingi að fjalla um það á breiðum grundvelli. Að sjálfsögðu verður ekki tekið fyrir það að réttlætanlegt sé að ráða útlendinga í tímabundin störf í einstökum tilfellum. Til þess geta legið eðlilegar ástæður. En þegar atvinnurekendur senda frá sér herútboð um innflutning erlends vinnuafls - og það á þenslu- og verðbólgutíma - þá er varla allt með felldu. Gáleysisstefna í þessu máli kann að hefna sín. Lítilli þjóð er nauðsyn að kunna að sníða sér stakk eftir vexti. GARRI R0TTÆK R0T í gær gerAi Staksteinahöfundur Morgunblaðsins að umtalsefni hina nýju útvarpsstöð, Rót, sem hug- myndir hafa verið uppi uni að stofnsetja í Reykjavík. Hann gagn- rýnir þar þær hugmyndir sem fram hafa komið um að Stúdentaráð Háskóla íslands gerist meðeigandi að þessu útvarpi. Nánar til tekið mun þessari nýju stöð ætlað að verða eins konar mótvægi gegn nýju og frjálsu út- varpsstöðvunum og flytja fyrst og fremst töluvert menningarlegra og félagslegra efni heldur en þær. Að hinu er þó að gæta að ekki verðúr betur scð en töluverð pólitísk slag- síða sé á þessu fyrirtæki og það séu fyrst og fremst róttækir vinstri menn sein að því standa. Þetta rekur Staksteinahöfundur í pistli sínum, og kemur þar raunar fátt annað fram en þegar hefur inátt lcsu í fréttum. Svo er að sjá að Rót sé ætlað að verða vinstri sinnuð stöð, þar sem áhersla verði á þeim málaflokkum sem róttækl- ingar hafa lcngst af rcynt að helga sér. Mcð öðruin orðum að þarna komi fram cins konar Ijósvaka- málgagn róttækra vinstri sinna, með svipuðum hætti og útvarps- stöðin Alfa má tcljast málgagn þeirra scm aðhyllast kristilegan | boðskap og trúarlíf hvers konur á þeim grunni í landi hér. Og jafnframt þessu bendir Stak- steinahöfundur á að það sé í fvllsta I máta ócðlilegt að hcildarsamtök stúdenta við Háskóla íslands gerist aðili uð slíkum rekstri. Undir það tekur Garri ineö Staksteinahöf- undi, enda hlýtur slíkt að vcra viðhorf allra hugsandi manna, hvar í flokki sem þeir standa. Móðurmálinu nauðgað En hitt er annað mál að Stak- steinahöfundur hefði líka mátt líta sjálfum sér nær. Blað hans, Morg- unblaðið, er höfuðinálgagn frjáls- hyggjunnar hér á landi, og eina afleiðingu þessarar sömu frjáls- hyggju má nú heyra í hinum svo nefndu frjálsu útvarpsstöðvuin. Menn þurfu ekki að lilusta á þær lengi til að koniast að raun um að þar ráða gróöasjónarmiðin öllu. Þessar stöðvar eru reknar fyrir auglýsingafé, og því þurfa þær skiljanlega að elta það sem hin hörðu auglýsingalögmál markaðar- ins fyrirskrifa helst hverju sinni. Afleiðingarnar liggja svo á borð- inu, cfnið er hávaði og glamur daginn út og daginn inn, allt raun- verulegt menningarefni er sett út í kuldann, og síðast en ckki síst þá er móöurmálinu iiuuögaö þar kannski í annarri hverri setningu. Hér hefði Staksteinahöfundur sem best mátt hyggja að því að í þessu iná hvað best sjá til hvers sú frjálshyggja leiðir sem blaö hans boðar. Dæniin sýna ncfnilega að gróðasjónarmið og mcnningarlcg starfsemi fara yfirleitt illa saman. Og svo er hér. Þegar mönnum blöskrar Það er hins vegar af því góða ef mönnum innan Háskólans er farið að blöskra þetta. Nú undanfarið hefur borið meira á því en oft áður hér i fjölmiðlaumræðunni að rætt sé um nauðsyn þess að standa vörð uin íslenska tungu og menningu. Ef óhætt er að túlka þessi viðbrögð þannig að frjálsu stöövarnar séu farnar að ganga frani af unga fólkinu í Háskólanum þá er það á sinn hátt ánægjuefni. Það sýnir þá að þetta fólk hugleiðir vanda og vegsemd þess að vera íslendingur, og lætur sér ekki á sama standa um það ef fégróðaöflin sýna tilhneig- ingu til að spilla helgustu verðmæt- um íslenskrar þjóðmenningar. En aftur á móti er Garri á sinn hátt eflns uni að bæði höfundur Staksteina og vinstri menn séu hér á réttri leiö. Hann vill stórlega draga í cfa aö það sé hér góðum málstaö til fraindráttar að snúa umræðu um hann upp í karp um pólitískt hægri eða vinstri. Eðli- legri viðbrögð við innrás frjáls- hyggjunnar á Ijósvakamarkaðinn hér gætu til dæmis verið þau að félagshyggjufólk tæki sig til og efndi til útvarpsfyrirtækis sem liefði það að markmiði að reka hér heilbrigt og öfgalaust útvarp, sem legði meiri áherslu á flutning á vönduðu efni í frambærilegum búningi en marklausan hávaða og merkingarlaust glaniur. Slík stöð ætti að hafa viöhald tungunnar og verndun þjóðlegrar menningar að óslökkvandi leiðartjósi, en ekki áróður fyrir öfgafullum sjónarmið- um róttæklinga, hvort heldur er til hægri eða vinstri. Og inn í rekstur slíkrar stöðvar mætti vel telja eðli- legt að samtök stúdcnta við Há- skólann gætu komið. Garri. VÍTT OG BREITT Skuggabaldrar íbúðakerfisins Á síðasta ári voru fullgerðar, eða teknar í notkun, 1487 nýjar íbúðir. Samanlögð stærð þeirra er 706 þúsund rúmmetrar. Áratug áður, eða 1976, voru fullgerðar hér á landi 2172 íbúðir og er saman- lagður rúmmetrafjöldi þeirra 877 þúsund. Tölur þessar sem fengnar eru úr ársskýrslu Húsnæðisstofn- unar ríkisins, sýna að íbúðastærðin fer sívaxandi. Annar samanburður úr sömu skýrslu sýnir að 976 íbúðir í fjölbýl- ishúsum voru fullgerðar 1976. Ára- tug síðar voru 577 nýjar fjölbýlis- húsaíbúöir teknar í notkun. Sé betur rýnt i skýrsluna, sem nær aftur til ársins 1965, kemur í ljós að það þarf að fara aftur til ársins 1971, eða til loka viðreisnar og þeirra erfiðleika sem hrun síld- arstofnsins olli, til að finna tímabil þegar færri íbúðir voru byggðar en nú í góðærinu. Hin síðari ár hefur nýjum íbúðum fækkað og því meir sem nær dregur nútímanum. Byggt stórt en búið þröngt En er ekki alltaf verið að byggja? Sei, sei, jú, mikil ósköp. Vaxtar- broddurinn er nær allur á höfuð- borgarsvæðinu og þar er grafið,. neglt ogsteypt. Heilu hverfin þjóta upp og tekur ásýnd svæðisins nýjan svip svo til mánaðarlega. Samt eru húsnæðisvandræðin meiri en nokkru sinni fyrr, íbúðir dýrari og leigan hærri. Steypumagnið og tilkostnaður- inn minnkar hvergi nærri í hlutfalli við sífellda fækkun nýbygginga. Það er einfaldlega byggt miklu stærra og telja fróðir menn að senn muni hver íbúi hafa um 60 fermetra íbúðarhúsnæði fyrir sig. Það mun líklega verða um svipað leyti og mörlandinn slær heimsmetið í bíl- aeign. Þau merkistímamót eru varla langt undan. 60 fermetrar á mann eru auðvit- að meðaltal og er þar með ekki sagt að enginn búi þröngt þótt sumir byggi stórt. Á almennum fasteignamarkaði eru litlar íbúðir dýrari en þær stærri. Eftirspurn einbýlishúsa- gáma er í lágmarki og hefur verið lengi. Tiltölulega ódýrar íbúðir í fjölbýlishúsum eru eftirsóttar og auðseljanlegar. En opinberir skipuleggjendur og aðrir harðstjórar, sem ráðskast með tekjur og eignamyndun borg- aranna, gefa skít í einföldustu markaðslögmál og þarfir þeirra sem þeir þykjast vera að þjóna og fá borgað fyrir. Þessir skuggabaldrar efnahags- lífsins leiða aldrei hugann að því að þúsundir fjölskyldna hafa alls ekki efni á að kaupa eða leigja í þeim skýjaborgum sem taka á sig jarðneska mynd hvarvetna um mel og hól. Ekki er spurt um þarfir fólks, heldur aðeins að byggja stórt og dýrt. Og enn er byggt Almennt er viðurkennt að íbúðir i fjölbýlishúsum eru ódýrari en þær sem standa einar eða fáar sér. En í allri andskotans húsnæðiseklunni er keppst við að byggja fjárhags- lega óhagkvæmar íbúðir og dra'ga úr nýbyggingum fjölbýlishúsa, og er þetta háttalag, hverjum sem um er að kenna, fyrir neðan allt vel- sæmi. Stjórnvöld hafa ekki við að út- vega fé til íbúðalána og er sama í hvaða sjóði er sælst, aldrei er það nóg. Kvartað er og kveinað yfir háu íbúðaverði. Skuldabyrði einstakl- inganna er þrúgandi vegna þess að þeir halda að það séu mannréttindi að búa í húsi. Svo er byggt og enn er byggt en steinsteypumagnið nær aldrei að fullnægja þörfinni. I öllu kjaftæðinu um lánamálin og vanmetna íbúðaþörf er hugtak- ið lækkun byggingarkostnaðar bannorð. „Islendingar vilja búa veglega," segja þursarnir á sama tíma og ungar fjölskyldur flosna upp og tvístrast vegna þess að það er harðbannað að byggja hús við þeirra hæfi og efnalega getu. Þeir sem við skipulag og bygg- ingamál fást mættu gjarnan leggja einhvern metnað í að leysa hús- næðisvandræðin í stað þess að stefna eingöngu að því að byggt sé stórt og dýrt. Það er ekki nóg að heimta aðeins meira og meira fé til íbúðabygginga. Það má einnig leiða hugann að því hvernig það nýtist. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.