Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Miðvikudagur 7. október 1987 (Tímamynd: Gudlaugur T. Kurlss.) Tekið á móti Vigdísi Finnbogadóttur, Steingrími Hermannssyni og Eddu Guðmundsdóttur við komuna til Rómar Steingrímur Hermannsson ræðirvið Andreotti utanríkisráðherra (talíu um utanríkisviðskipti og valdatafl austurs og vesturs: „Rússar eni skákmenn og við þurf um að tef la vel Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra átti í gærdag fund með Andreotti utanríkisráðherra Ítaiíu. Tíminn náði tali af Steingrími í gær í höll Francesco Cossiga Ítalíuforseta, þegar strangri dagskrá var að ljúka. Steingrímur sagði fund sinn með Andreotti hafa verið hinn gagnlegasta og margt hefði borið á góma; viðskipti landanna, þar sem Steingrímur þurfti m.a. að útskýra fyrir Andreotti að saltfiskur er ávalit hauslaus, afvopnun- arviðræður stórveldanna, ræðu Gorbatsjovs í Murmansk þar sem hann vék að Norðurslóðum og sitthvað fleira. Ræða Gorbastjovs í Murmansk „Ég átti ágætan fund með And- reotti sem stóð á annan tíma. Fyrst ræddum við afvopnunarviðræður stórveldanna og viðhorf Atlants- hafsbandalagsins til þeirra. Við voru mjög sammála um að fagna því almennt sem þar er að gerast sem fyrsta áfanga. Það virðist nú vera almenn samstaða innan Atl- antshafsbandalagsins um þetta fyrsta skref, fækkun meðaldrægra og skammdrægra eldflauga og efnavopn. Einnig ræddum við um hefðbundin vopn. Ræðu Gorbatsjovs í Murmansk bar mikið á góma, þar sem hann vitnaði til Norðurslóða í tengslum við afvopnunarviðræðurnar. Það má segja að nokkuð aðrar skoðanir séu hér syðra heldur en norðurfrá. Andreotti gerði mér grein fyrir því að utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins hefðu fjallað um þetta og þeir væru þeirrar skoðunar að þessu bæri að taka með mikilli varúð og raun væri lítið nýtt í þessu og ákaflega nauðsynlegt væri að ræða afvopnun á alheimsmæli- kvarða en ekki fyrir ákveðin svæði. Ég er útaf fyrir sig alveg sammála honum um það, en held hinsvegar að það væri misskilningur að vísa þessu á bug sem engu nýju, því Gorbatsjov býður upp á viðræður Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins um þessar hug- myndir sem er nýtt út af fyrir sig. ■ Hann einangrar það ekki alveg við löndin sem við Norður Atlantshaf- ið eru. Við ræddum þessi mál fram og aftur ásamt fleiri hugmyndum Gorbastjov um samvinnu á sviði mengunarmála og vísinda og nýt- ingu náttúruauðlinda sem Andre- otti taldi allt mjög áhugavert og sjálfsagt að skoða. Hinsvegar var- aði hann við því að Norðurlöndin færu að draga sig út úr í sambandi við kjarnorkuvopnalaus svæði," sagði Steingrímur. Full mikið frumkvæði í áróðursstríði Hverju svaraðir þú þeirri viðvör- un? „Ég svaraði því að þó ég væri honum sammála um að vinna þyrfti að útrýmingu kjarnorkuvopna um heim allan, og eins og ég hef alltaf sagt, þá teldi ég það vera ákaflega mikinn misskilning að vísa þessu sem Gorbatsjov segir á bug sem engu nýju, einsogþeirgeranánast. Ég tjáði honum mína afstöðu, að Atlantshafsbandalagið og Varsjár- bandalagið ættu að setjast niður og Atlantshafsbandalagið ætti að þrýsta á og reyna að taka dálítið frumkvæði í þessu. Ég gerði hon- um grein fyrir minni skoðun að það væri slæmt fyrir vestræn lönd hversu mikið frumkvæði Rússarnir hafa í þessum málum öllum, og ræddi töluvert um þetta áróðurs- stríð sem er. Hann kvaðst vera sammála og sagðist líka hafa áhyggjur af því hversu mikið frum- kvæði þeir hefðu. Ég benti honum á að Rússarnir eru góðir skákmenn og að við þurfum að passa okkur á þeim,“ sagði Steingrímur einnig og ítrek- aði hversu gagnlegar þessar við- ræður hefðu verið. En fleira var rætt á fundi utanríkisráðherranna tveggja. Viðskiptamál þjóðanna voru til umræðu. Ráðherra utan- ríkisviðskipta var fjarverandi og komst því ekki, en hans menn voru á fundinum. Hinsvegar ræddi Steingrímur þau mál við Andre- otti. Besti fiskurinn • bestu kjórin „Ég gerði honum grein fyrir mikilvægi Evrópubandalagsins fyr- ir okkur og gerði honum jafnframt grein fyrir því að við vildum gjarn- an sjá bandalaginu fyrir besta fiski í heimi en þá yrðum við líka að fá bestu kjör af tollum og þessháttar og teldum að það væri báðum til velfarnaðar að stefna að því.“ Hvernig tók hann þessu? „Hann tók mjög vel í það og sagðist myndu koma því á fram- færi. Ég gerði honum einnig grein fyrir því að eftir að Spánn og Portúgal komu inn í bandalagið þá er hinn fasti tolllausi kvóti orðinn oflítill og sífelld óvissa með viðbót- arkvótann. Saltfiskur ávallt hauslaus Eina vandamálið í verslun ríkj- anna er misskilningur sem upp kom vegna viðbótarkvóta á salt- fiski, hvort hann ætti að vera með haus eða hauslaus. Ég reyndi að gera Andreotti grein fyrir því að enginn saltfiskur er með haus. Það hefur verið vandamál hér í tollin- um. Á enskunni stendur fyrir við- bótarkvótann, Whole salted fish, eða heill saltaður fiskur. ítölsku innflutningsyfirvöldin hafa skil- greint það sem þorsk með haus. Pað, er á mörkunum að hægt sé að ræða þetta við utanríkisráðherra en ég var búinn að lofa því heima að gera það. Ég held ég hafi komið því til skila sem þurfti.“ Viðraði hann einhverjar hug- myndir í sambandi við aukin um- svif í verslun ríkjanna? „Já hann ræddi um það og sagði vaxandi áhuga vera á fiski og ræddi um það. Hann sagðist gjarnan vilja stuðla að því að það gæti orðið í vaxandi mæli og um leið vaxandi viðskipti landanna í millurn." Inn á fund utanríkisráðhcrranna komu forsætisráðherra Italíu, Gi- ovanni Goria og forsetin, Franc- esco Cossiga. Einnig forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. í viðræðum Steingríms við forseta og forsætisráðherrann kom fram áhugi á hvalamálinu. Steingrímur gerði grein fyrir sjónarmiðum ís- lendinga í því máli. Áhugi á hvalamálinu Hverskonar áhuga sýndu þeir hvalamálinu? „Þeir vildu fá að heyra okkar sjónarmið og ég gerði þeim grein fyrir okkar vilja að viðhalda hvala- stofninum en nýta hann í hófi. Ég held að þeim hafi þótt furðulegt að veður skyldi gcrt út af því þótt drepnir séu hundrað hvalir af nokkrum þúsundum. Auðséð var að þeir höfðu enga hugmynd uni það sem vcrið var að ræða í þessu sambandi, sem ekki er von, þctta er svo fjarlægt þeim.“ Var eitthvað ákveðið á fundi ykkar, sem unnið verður að hér heima eftir þessa heimsókn? „Ég mun fylgja þessu eftir, um okkar viðskiptamál, með minnis- punktum. Um það var rætt áður en ég fór út. En eins og ég segi það eru cngin vandamál á þessu sviði og raun ekkert nema þetta hausa- vandamál á milli okkar. Viðskiptin eru í jafnvægi og góður markaður verið fyrir okkar fisk.“ I viðræðum við forsætisráðherra Ítalíu sagði Stcingrímur að komið hefði fram sú skoðun forsætisráð- herra að vestræn lönd yrðu að standa saman í sínu bandalagi þrátt fyrir þá slökun sem er að verða, að menn sofnuðu ekki á verðinum. Þúsund herbergja höll Vistarverum þeim sem forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, Steingrími Hcrmannssyni og föruncyti hcfur vcrið úthlutað lýsir Steingrímur scm einhverri fcgurstu höll sem hann nokkurn tíma hcfði séð. „Púsund hcrbergi og forsctinn býr hér í einhverju horninu“ sagði Steingrímur. Hann hafði ckki náð að skoða höllina ncma að litlum hluta, þrátt fyrir að snemma í gærmorgun hafi verið farin skoð- unarferð um hana. Höllin var áður eign páfa og þar á cftir konunga. Nú er hún notuð af forseta Ítalíu og undir tigna gesti sem sækja landið heim. Steingrímur cr ekki væntanlegur heim alveg strax því eftir heimsókn til Sikileyjar í dag verður för hans á föstudag heitið til Saint Paul í Minneapolis þar sem hann flytur erindi á ráðstefnu um hina nýju rússnesku stefnu. Erindi Stein- gríms verður flutt á laugardag. - ES Ítalíuheimsókn forseta íslands: Vigdís heldur til Sikileyjar í dag lýkur opinberri heimsókn forseta fslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Ítalíu með kveðjuathöfn á Ciampino flug- vellinum, en að henni lokinni mun hún stíga um borð í flugvél Ítalíuforseta og halda til Sikileyj- ar, þar sem hún mun dvelja næstu tvo daga. I gær lagði forsetinn blómsveig á leiði óþekkta hermannsins, hitti Signorello, borgarstjóra Róma- borgar, fór í hádegisverðarboð til Goria, forsætisráðherra ftalíu, heimsótti hin ýmsu iðnfyrirtæki og hélt loks kvöldverðarboð til heiðurs forseta Ítalíu. Kveðjuathöfnin á flugvellinum tekur rúmar 50 mínútur og um 11 leytið mun forsetinn lenda á Punta Raisi flugvellinum á Pal- ermo. Háttsettir embættismenn munu taka á móti forsetanum á flugvellinum og að loknum marg- víslegum formlegum athöfnum, mun forsetinn m.a. fljúga með þyrlu til Agrigento og skoða hin víðfrægu Agrigentohof, m.a. í fylgd borgarstjórans. Á morgun mun forsetinn m.a. skoða eldfjallið Etnu úr lofti, hcimsækja vínbúgarð og grískt leikhús. Vigdís mun síðan halda heimleiðis á föstudagsmorgun. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.