Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 7. október 1987 Tíminn 19 um Áhrifamikil sýning á Don Giovanni - sumir grétu og aðrir fengu áfall Jóhannes fursti af Thurn og Taxis fór meö konu sinni Gloriu á hátíð- arsýningu á Don Giovanni og kynntist nýrri hlið á henni. Gloria furstafrú af Thurn og Taxis hefur oft vakið athygli fyrir áberandi og óvenjulega framkomu og hefur maður hennar, Jóhannes, sem er orðinn 61 árs og einn af ríkustu mönnum Þýskalands, oft átt fullt í fangi með að hafa smá- hemil á henni. Hann varð því ckki lítið undrandi um daginn þegar hann varð vitni aö því að kona hans viknaði á óperusýningu! Það var á tónlistarhátíð í Salz- burg sem þau hjón voru viðstödd sýningu á óperu Mozarts Don Gi- ovanni undir stjórn Herberts von Karajans. Það var einmitt þessi heimsfrægi meistari sem heillaði frúna svo að tár blikuðu í augum hennar, manni hennar til mikillar furðu. Reyndar vaknaði þar með hjá honurn von unt að nú loks, eftir 7 ára hjónaband, væri hún ögn farin að stillast. En af hinum aldna meistara Herbert von Karajan er það að segja að þessi sýning varð honum um megn. Hann féll í öngvit að henni lokinni og áður en því varð komið við að segja honunt af viðbrögðum furstafrúarinnar. Herbert von Karajan er kominn undir áttrætt og er hcilsuhraustur eftir aldri enda stundar hann hcilsusamlcgt lífcrni, er t.d. mikill siglingamaður. En hann varþreytt- ur cftir að hafa stjórnað sýningunni á Don Giovanni. Anita lítur LÆTUR EKKI bugast Nú eru liðin 30 ár síðan Anita Ekberg var kynnt sem sænsk þokkagyðja í kvikmynd Fellinis, „La Dolce Vita“. Nú hefur Fellini gert nýja mynd með sömu leikur- um, eins konar sjálfsævisögu sína. Mótleikari Anitu nú og þá var enginn annar en Marcello Mastro- ianni. Eins og nærri má geta, hafa þau bæði breyst allnokkuð. Anita er nú 55 ára og Ijósa lokkaflóðið er hið sarria, heldur meira ef nokkuð, en því miður er líka heldur meira af stjörnunni allri en í gamla daga. Marcello er enn sama kvenna- gullið, þó hann sé 64 ára og farinn að grána. Ekki hefur honum farið aftur sem leikara heldur. Á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor var hann kosinn besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni „Svört augu" og talið er að hann verði jafnvel tilefndur til Oscarsverð- launa næst. Nýiega sagði Anita í viðtali, að hún hefði ekki tölu á þeim myndum, sem hún hefði leikið í. en best myndi hún eftir La Dolce Vita. Þar var fjallað um hið Ijúfa líf yfirstéttarfólks og listamanna í Róm. Myndin var talin svo „synd- samleg" að páfastóll reyndi að banna hana. í henni er frægt atriði þar sem Anita og Marcello skreppa í bað í Trevi-gosbrunninum að næturlagi. Ekki var um neina nekt- arsýningu að ræða, en siðsamir Draumadísin kaþólikkar hrópuðu að þetta væru helgispjöll. Áf lífi Anitu nú er það annars að segja, að hún býr cin með herskara af hundum í glæsihýsi rétt utan við Róm og hefur það bara gott. Hún sakar eiginmenn sína, Anthony Stcel og Rick van Nutter um að hafa brugðist sér á margvíslegan hátt. Raunar er hún enn gil't Nutter, þó þau hafi slitið samvist- um fyrir 17 árum. Hún segist ekki veita honum skilnað, fyrr en hann hafi gert upp reikninga sína við hana. Anita lcikur gjarnan smáhlut- verk í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum og einn af bestu vinum hennar og hundanna er gamli meistari Fellini. Ella Fitzgcrald er nánast örðin goðsögn í lifanda lífi. I fyrra gekkst hún undir mikla hjartaaðgerð og varð að halda sig fjarri skemmtana- lífinu í nær ár. En Ella er komin upp á svið á ný, 69 ára gömul og nýtur þess betur en nokkru sinni. Nýlcga hélt hún hljómleika og var eftir á heiðr- uð af sjálfum Ronald Reagan. Mér fannst nú samt mest til þess koma, að fá að syngja aftur, segir Ella. Sagan segir að hún hafi á prjónunum að syngja inn á breið- skífu meðsjálfum Stcvie Wonder. Anita Ekberg í nýju myndinni. I>að er ekki að ástæðulausu að ítalir kalla hana „Norrænu valkyrj- una“. Seint þrýtur Bandaríkjamenn tilefni til skoðanakannana, enda spyrja þeir náungann um ótrúleg- ustu hluti. Nýlega voru allmargir karlmenn látnir gera grein fyrir með hvaða þekktri, bandarískri konu þeir kysu helst að eyða helg- arleyfi sínu. Pað var engin önnur en forseta- frúin, Nancy Reagan, sem varð langefst á listanum. Rökin voru þau að hún væri greind, fyndin og hefði meðfætt aðdráttarafl. Eink- um virtist sent þetta aðdráttarafl Ella Fitzgerald ætlar á plötu mcð Stevie Wonder. Draumadís banda rískra karlmanna á öll um aldri. hefði áhrif á yngri mennina í úrtak- inu. Aðrar konur, sem komust hátt á listanum, voru meðal annarra Raq- uel Welch og Victoria Principal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.