Tíminn - 19.04.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 19.04.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 19. apríl 1988 Fundað um offramboð gámafisks og mögulega stýringu: Samið um fisksölu til Sovét: magn Ge,ngið hcfur verið frá sainn- ingi Söluiniðstöðvar hraðfr>'sti- húsanna og sjávarafurðadeiid- ar Samhandsins um söiu á 10.700 tonnum af fiski til Sov- étrfkjanna á næsta ári. Meöal- verðið er um 6% hærra en á síðasta ári, en magnið eilítið minna, en j>að var |iá 12.100 tonn. Heildarverðmæti í doll- urum talið er samt mjög svipað og í fyrra, eða um 24 milljónir dollara. $m9.500 tonn eru af flökurn. 5.500 tonn af karfa og 4.000 tonn af ufsa, en liðlcga 1.000 tonn er af heilfrystum fiski af ýmsum tegundum. Octta rnagn er til afgreiðslu í ár og kaupandi er sovéska fyrirtækið Sovrybflot, en það sér einnig um kaup á síld. Afskipanir hefjast á næstunni. $mt>að voru þeir Bencdikt Sveinsson hjá sjávarafurða- deild Sambandsins og Gylfi Þór Magnússon hjá SH sem önnuðust samningagerð fyrir íslands hönd, en þeir hafa dvalið í Moskvu í rúmar tvær vikur. Samningaumleitanir hafa verið í gangi síðan í nóv- ember á síðasta ári. -SÓL Bretlands á 3 dögum Áætlað er að um eittþúsund tonn af fiski verði flutt í gámum til Bretlands í vikunni og má því búast við enn lægra verði þar í vikunni en dagana á undan. "Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ísl- enskra útvegsmanna, var ætlun- in að senda 400 tonn í gær og afganginn í dag og á morgun, en það er sama magn og sent var þangað í síðustu viku, en heldur minna magn en sent var utan vikuna eftir páska, en þá voru send um 2.500 tonn. Mikillar óánægju gætir meðal breskra útgerðarmanna vegna þessa offramboðs á íslenskum fiski þar í landi, en að sama skapi gæti mikillar ánægju meðal þarlendra fiskverk- enda, sem fá ódýran fisk á færibandi héðan og þurfa ekki að borga hátt verð fyrir. Hafa útgerðarmenn jafn- vel gengið svo langt að fara að tala um löndunarbann á íslenskan fisk þar í landi. Vegna þessa máls verður haldinn fundur í dag í Rúgbrauðsgerðinni þar sem Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra og menn hans munu funda með hagsmunaaðilum í sjá- varútvegi, í því skyni að ná sam- komulagi um stýringu á fersk- fiskútflutningi til Bretlands. Stýring myndi hafa í för með sér að framboðið yrði ekki meira en eftirspurnin, og verðið myndi þar með haldast eðlilegt, en fiskverð í Bretlandi hefur verið óvenju lágt vegna offramboðs héðan. Talað hef- ur verið um að þorskverð hafi fallið um 50% vegna þessa. -SÓL Eitt þúsund tonn til Mikill snjór á Fjarðarheiði: VELSLEDAMENN VARADIR VID HÁSPENNULÍNUNNI Óveðrið og ofankoman sem gekk yfir Austurland, á svæðinu frá Brciðdalsvík norður til Vopnafjarðar á föstudag, er að mestu gengið niður. Að sögn Braga Jónssonar veðurfræðings hefur dregið úr vindstyrk á þessu svæði. í stað 6 til 8 vindstiga að noröaustan og snjókomu, þá var í gær 4 til 6 vindstig og éljagangur. Bragi sagðist búast við að vindur færðist eitthvað í aukana og éljagangurinn yrði að samfelldri snjókomu, enda héldist sama vindátt. Bæjarlífið í eðlilegt horf „Það er allt í lagi með veðrið eins og er. Það hefur verið hægt að fljúga í morgun, var létt logndrífa fyrir hádegi en svo hefur nú aðeins bætt í norðaustan áttina eftir því sem liðið hefur á daginn og hann er orðinn afskaplega þungbúinn, þannig að það er alveg á takmörkunum að hægt sé að fljúga eins og stendur,“ sagði Úlfar Jónsson, lögregluvarð- stjóri á Egilsstöðum. „Hreinsunardeildin hefur unnið við snjómokstur í bænum frá því á sunnudag og eru nú allar aðalleiðir um bæinn orðnar færar og vel það, þannig að bæjarlífið er allt að kom- ast í eðlilegt horf. Við bíðum bara eftir að það létti á þessu og þá fer mófuglinn að koma.“ Eins og greint var frá í Tímanum á laugardag þurfti að draga lögreglu- bílinn að hótel Valaskjálf, vegna dansleiks sem þar var haldinn. „Það besta við þetta var, að Fjarðarheiðin var búin að vera svo lengi lokuö að það sást varla vín á nokkrum manni. Þetta er besta ballvakt sem ég hef nokkurn tímann verið á,“ sagði Úlfar. Búið er að opna Fagradalinn fyrir umferð en erfiðlega hefur gengið að moka Fjarðarheiðina þar sem mjög mikill snjór er á svæðinu og hafa vélsleðamenn verið varaðir við, því farið er að styttast upp í strengina á háspennulínunni sem liggur yfir héiðina. Norðfirðingar á verði Á Seyðisfirði snjóaði talsvert á laugardeginum og var unnið að því í gærdag að ryðja sjó af götunum. Eins og kunnugt er féllu tvö snjóflóð í vikunni, en nú telja heimamenn að mesta hættan sé liðin hjá og vinnu- staðir og skólar eru teknir til starfa að nýju. Ekki voru menn eins hressir í Neskaupstað, því enn gekk á með éljum og snjókomu, þegar Tíminn hafði samband við Ásgeir Magnús- son bæjarstjóra í gær. Snjóflóða- hætta mun ekki verið teljandi á staðnum, þar sem vindáttin hefur verið þannig að snjó hefur ekki tekist að festast í fjöllunum fyrir ofan bæinn. Helsta vandamál þeirra er að ekki hefur tekist að hreinsa almennilega af götunum og eru ennþá nokkrar götur ófærar, sama má segja um leiðirnar út úr kaup- staðnum sem eru illfærar eða ófærar. „Þetta er orðið meiriháttar vanda- mál að koma þessum snjó í burtu. Við erum búin að fylla alla þá staði sem við mögulega höfum getað troð- ið snjónum af götunum á og þurfum nú að keyra snjóinn í sjóinn,“ sagði Ásgeir. Ekki hefur þurft að fella niður vinnu í Neskaupstað í þessu áhlaupi, en frí var í skólum á föstudag. -ABÓ Sameinað Alþingi: Tangen í salt Skýrsla menntamálaráðherra um fréttaflutning Ríkisútvarpsins um utanríkismál íslands, eða m.ö.o. Dag Tangen málið, var á dagskrá sameinaðs Alþingis í gær en var frestað. Ekki hefur verið ákveðið hvenær skýrslan verði tekin til umræðu síðar. þj Jón Helgason Strandamenn Landbúnaður - atvinnulíf í dreifbýli Jón Helgason landbúnaðarráöherra boðar til opins fundar um landbúnaðarmál og atvinnulíf í dreifbýli í Sævangi fimmtudaginn 21. apríl kl. 20.30. Ólafur Þ. Þórðarson kemur á fundinn. Fjölmennið og takið þátt í umræðum um hagsmunamál landsbyggðarinnar. Landbúnaðarráðherra

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.